Alþýðublaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 1
MPMBLMD Þriðjudagur 4. febrúar 1997 Stofnað 1919 17. tölublað - 78. árgangur Þolinmæði rafiðnaðarmanna er þrotin og þeir búa sig undir atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun Vil slökkva á draslinu og fara í verkfall segir Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins. „Nú vil ég bara að við förum í verk- fall og slökkvum á öllu heila draslinu. Okkar þolinmæði er þrotin, en við kröfðumst svara fyrir lok þessarar viku. Við þann frest stöndum við, en maður er raunar alveg hættur að hugsa um hvað það þýðir að tala við þessa menn. Við erum farnir að vinna í að ganga frá kjörskrám og búa okkur undir að fara í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun", sagði Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins í samtali við blaðið. í gærmorgun sátu fulltrúar Rafiðn- Samið við starfs- menn loðnuverk- smiðja á fjórum stöð- um á Austfjörðum Ásætt- anleg niður- staða - segir forseti ASA. Óánægja sögð vera meðal verkafólks. „Mér finnst þetta ásættanleg nið- urstaða og tel að lengra hafi ekki verið komist", sagði Sigurður Ing- varsson, forseti Alþýðusambands Austurlands í samtali víð blaða- manu Alþýðublaðsins. Samninganefnd Alþýðusam- bands Austurlands og fulltrúar vinnuveitenda undirrituðu kjara- samninga við loðnuverksmiðjurnar á Neskaupstað, EsMfirði, Höfn og Vopnafirði á laugardagskvöldið. Sigurður staðfesti að þegar allt væri skoðað í samhengi, vinnutím- astyting og aðrar tilfærslur, mætti reiiaia með að tímakaupið hækkaði um að minnsta kosti 25%, en á hinn bóginn gæti svo farið að árs- laun lækkuðu um allt að 150,000 krónum, þar sem vinnuvikan stytt- ist úr 72 tímum á viku í 60 tíma. Heimildir blaðsins telja aftur á móti að verkafólkið sé ekki ýkja ánægt með samningana og meiri líkur séu á að þeir verði felldir í at- kvæðagreiðslu. Fari svo geta laun- þegar boðað verkfall strax. Hefði hins vegar ekki tekist samningur, varð að vísa málinu til sáttasemj- ara, þar sem hugsanlega hefði dregist í nokkrar vikur að ná sam- komulagi og þar með hefði besti tími verkafólks í loðnuverksmiðj- um til að ná árangri í vinnudeilunni runnið úr greipum þess. Þannig telja sumar heimildir að í raun hafi verkalýðsforystan fyrir austan samið snjalla leikfJéttu tíl að knýja fram betri samninga. aðarsambandsins fundi hjá sáttasemj- ara með fjármálaráðuneytinu, Reykja- víkurborg og Rarik. Eftir þá fundi var þungt hljóðið í Guðmundi Gunnars- syni. „Á öllum þeim fundum sem við hófum setið með viðsemjendum okkar höfum við krafist þess að umræður yrðu teknar upp um launaliði samn- ingsins, en enn sem komið er hefur okkur ekki tekist að fá það fram. Við ítrekuðum það sem við höfum alltaf haldið fram að við viljum fara þá leið sem við köllum „sígandi lukku", að auknum kaupmætti með raunsæjum launahækkunum og breytingum á skattakerfinu, þannig að kaupmáttur nái að aukast um 5% á ári, sem við teljum að sé hægt að standa á. Við lýstum yfir vonbrigðun okkar með að viðsemjendur okkar skyldu hafa hafnað þessu alfarið og sögðum þeim að þá yrðum við að fara „ráð- herra- og alþingismannaleiðina", það er að segja að hrifsa til okkar það sem við getum náð í, skattfríðindi, launa- hækkanir og fleira umfram aðra lands- menn. Við höfum í sjálfu sér alla burði til þess. Við erum með öflugustu verkfallssjóðina", sagði Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins. Verðlaunahafarnir Böðvar og Þorsteinn með verðlaunagripi sína. Böðvar og Þorsteinn fagna sigri íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent f gær víð hátíðlega athöfn í Listasafni fslands. Eins og búist var við hlaut Böðvar Guðmundsson verð- launin fyrir bestu bókina í hópi fagur- bókmennta, Lífsins tré. f hópi fræði- bóka var bók Þorsteins Gylfasonar Að hugsa á íslenzku hlutskörpust. f þakkaræðum sínum sýndu verðlauna- hafarnir sanna hógværð. Bóðvar, sem sagðist alls óvanur því að fá verðjaun, lauk máli sínu með orðunum. „Ég er glaður í dag. Glaður og stoltur." Loka- orð Þorsteins Gylfasonar voru: „"Það er áreiðanlega enginn vandi fyrir unga menn og ungar konur að gera betur en ég." Verðlaunahöfunum var ákaft fagn- að og áberandi ánægja virtist ríkja með niðurstöður dómnefnda. Utandagskrárum- ræður um kjara- samninga Hvenær fær launa- fólksinn skerf? ,JEg spyr: Hvenær er komið að því að launafólk fái sinn skerf? Það nægir ekki að benda iaunafólkinu í Fram- sókn og Dagsbrún á 10 prósent kaup- máttaraukningu sem það hefur ekki fengið. Ennþá síður að segja því að það eigi annað eins í vændum. Þetta fólk fékk aldrei nema 2 til 3,5 prósent. Það hljóta allir að skilja að fólkið í landinu þolir ekki lengur þessi lágu laun," sagði Rannveig Guðmunds- dóttir formaður þingflokks jafnaðara- manna meðal annars er hún hóf utan- dagskrárumræður á Alþingi í gær um kjarasamninga. ,A meðan gerðar eru gengdarlausar kröfur á hendur launafólki er atvinnu- rekstrinum í landinu aldrei stillt upp né gerðar til hans viðlíka kröfur," sagði Rannveig ennfremur. -Sjá blaðsíðu 5. Ósamið við starfs- menn loðnuverk- smiðju á Fáskrúðsfirði Vil meira kjöt á beinið - segir Eiríkur Stefánsson for- maður Verkalýðsfélagsins. „Ég sagði þeim að þeir yrðu að setja meira kjöt á beinið því að ég mundi ekki semja um það sama og gert var fyrir loðnuverksmiðjurnar fjórar", sagði Eiríkur Stefánsson, for- maður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar í samtali við Alþýðu- blaðið síðdegis í gær. Hann sagði að samningamenn VSÍ hefðu komið til Fáskrúðsfjarðar um hádegisbil og þá boðað komu sína til hans til að ræða samninga, en loðnu- verksmiðjan á staðnum var ekki í samfloti við hinar fjórar sem Alþýðu- samband Austfjarða samdi við á laug- ardaginn. Þegar samtalið við Eirík átti sér stað höfðu samningamenn þó ekki látið sjá sig né heyra í sér frekar. Það síðasta sem blaðið frétti að austan var að samningafundur yrði ekki fyrr en seint í gærkvöldi, eða jafnvel að hon- um yrði frestað þangað til í dag. Vill reisa ferðamannamóttöku í nágrenni álversins Víkingarán í Straumi Jóhannes Bjarnason: Álverið ekki sýnilegtfrá staðnum „Nálægðin við álverið fælir varla ferðamenn frá í þessu tilviki," segir Jóhannes Bjarnason veitingamaður á Fjörukránni í Hafnarfirði. Meðan um- ræðan um áhrif stóriðju á ferðamanna- iðnað hefur staðið sem hæst mun Jó- hannes hafa farið þess á leit við bæjar- yfirvöld í Hafnarfirði að fá úthlutað landi í námunda við Straum til að reisa þar móttökustað fyrir ferðamenn. Straumur er eins og alkunna er í næsta nágrenni við álverið. „Álverið mun varla trufla ferða- menn þar sem þeir vita ekki af því," segir Jóhannes. „Þetta verður ofan í gjótu og álverið sést ekki frá staðnum þó stórt sé. Staðarvalið er því ekki undarlegt og Straumur er í raun aðeins einn af mörgum stöðum sem koma til greina. „Við ætlum að bjóða þarna uppá vfkingarán, menn munu ráðast inn í rúturnar og taka fólk herfangi. Síðan verður því boðið uppá þjóðleg- an mat og snaps." Erindinu var vísað til umsagnar bæjarverkfræðings, skipulagsstjóra og umhverfisnefhdar í Hafnarfirði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.