Alþýðublaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 ó ð m á I MPYBBBLÍDID 21249. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Sæmundur Guðvinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Leturval / Hug- & handverk. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Simi 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Bankar án ábyrgðar Nú er unnið að því að koma á laggimar samstarfshóp stjóm- valda, fjármálastofnana og Neytendasamtakanna, sem á að vinna að því að lánastofnanir veiti fremur lán út á greiðslugetu lántaka en ábyrgðarmanna. Það er svo sannarlega kominn tími til að af- nema kerfi þar sem tvö bankalán af hverjum þremur er veitt með sjálfskuldarábyrgð. Um 90 þúsund einstaklingar em nú í ábyrgð fyrir fjárhagsskuldbindingum þriðja aðila. Ábyrgðarmenn í bankakerfinu em að meðaltali í ábyrgð fyrir einni milljón króna. Á síðustu fimm ámm hefur tíundi hver íslendingur 18 ára og eldri greitt'skuld vegna ábyrgðar og um 4% orðið gjaldþrota í kjölfarið. Hingað til hafa bankar og aðrar lánastofnanir ekki verið til viðtals um að auka eigin ábyrgð við lánveitingar til einstaklinga. Nú virð- ist einhver hugarfarsbreyting vera í uppsiglingu hjá lánastoftiun- um hvað þetta varðar. Má vera að það sé að einhverju leyti að þakka breyttum lögum sem heimila landsmönnum að eiga við- skipti við erlendar peningastofnanir sem lána á eigin ábyrgð og lántakenda, en krefjast ekki ábyrgðar frá ættingjum eða vinum þess sem lánið fær. Ábyrgðarleysi íslenskra lánastofnana í tilhög- - un lánveitinga hefur verið til skammar. Þess em dæmi að van- skilamenn á svörtum lista bankakerfisins hafa fengið lán þótt vit- að sé að þeir hafa enga möguleika á að endurgreiða peningana. Það hefur verið nóg að þeir hafi fengið uppáskrift einhvers sem talinn er vera borgunarmaður lánsins. , , Blygðunarlaus kúgun bankakerfisins á viðskiptavinum sínum kemur hvað gleggst fram í því hvemig komið er fram við þá sem sækja um krítarkort. Þeir sem vilja fá slíkt kort verða að leggja inn í banka víxil með uppáskrift ábyrgðarmanna sem skuldbinda sig til að greiða skuld korthafa ef hann stendur ekki í skilum. Slík- ir víxlar hafa jafnvel verið án tiltekinnar upphæðar og látnir gilda ámm eða áratugum saman án framlengingar. Tilraunir til að setja lög gegn þessari dellu hafa til þessa verið kæfðar í fæðingu á Al- þingi. Þar hafa varðhundar bankakerfisins verið vel á verði. Þetta siðleysi hafa landsmenn látið bjóða sér án þess að nögla. Það staf- ar sumpart af því, að þrátt fyrir að við lifum á öld upplýsinga er þjóðinni haldið í greipum fákunnáttu á mörgum sviðum. Almenn- ingur veit ekki að hann getur sótt um greiðslukort hjá erlendum krítarkortalyrirtækjum þar sem ekki er beðið um neina ábyrgðar- menn. Það þarf ekki að ræða við neinn banka til að komast í slík viðskipti. Erlend krítarkortafyrirtæki dreifa umsóknareyðublöðum á flugstöðvum og öðmm fjölsóttum stöðum. Hver sem óskar eftir að fá krítarkort frá þessum fyrirtækjum getur fyllt út eyðublað og sett í póst. Þar þarf að greina frá fjárhagsástæðum og gefa upp nafn viðskiptabanka og reikningsnúmer ásamt því að undirrita heimild til viðkomandi kortafyrirtækis til að afla sér upplýsinga um greiðslugetu umsækjenda. Ef allt reynist í lagi er krítarkortið sent í pósti og tilbúið til notkunar. Kortaíyrirtækið sendir mkkun- arbréf fyrir úttkektum sem korthafi greiðir í næsta banka. Engir víxlar, engir ábyrgðarmenn. Fyrirtækið treystir sínum viðskipta- vinum á gmndvelli þeirra upplýsinga sem það hefur aflað sér. Þetta er vitaskuld eðlilegur viðskiptamáti og margar hliðstæður má finna í lánaviðskiptum erlenda banka við almenning. Við- skiptaráðherra og félagsmálaráðherra hafa lýst því yfir, að ef að- gerðir til að fækka ábyrgðarmönnum verði ekki famar að skila ár- angri þegar líður á vorið geti komið til þess að lög verði sett sem banni lánastofnunum að krefjast ábyrgðarmanna. Almenningur ætlast til að staðið verði við þau orð. Ef eitthvað er að leggja grunninn að verkföllum á Islandi er það firrt veruleikaskyn at- vinnurekenda og stjórnvalda sem ætla að svíkja það loforð sem gefið var í upphafi þjóðarsáttar. Misskipting gæðanna í DV skrifar Margrét Frímanns- dóttir, formaður Alþýðubandalags- ins, um fátækt á íslandi: „Forsætisráðherra telur að hægt sé að leysa vandamálið fátækt á íslandi með því að loka augunum. Hann sér enga fátækt í landinu og segir þá sem benda á hana fara með fleipur. Verka- lýðshreyfingin hefur lagt fram réttlátar kröfur sínar í þeim viðræðum sem nú standa yfir á vinnumarkaði. Svör vinnuveitenda og ríkisstjórnar við þessum kröfum eru móðgun við launafólk sem sýnt hefur fádæma bið- lund á þjóðarsáttartímanum, enda var því lofað að kjör þess yrðu bætt þegar markmiðinu um lága verðbólgu og betri hag væri náð. Nú þegar fyrirtæki, sem á annað borð birta tölur um rekstur sinn, sýna hagnað á síðasta ári og verðbólga er með því lægsta sem þekkist, bjóða vinnuveitendur almennu launafólki með tekjur á bilinu 50 til 100 þúsund á mánuði launahækkun upp á eitt til þrjú þúsund krónur á mánuði. Þetta er ekkert annað en móðgun við það fólk sem borið hefur uppi og tryggt þann árangur sem náðst hefur í efnahags- málum Gögn frá Þjóðhagsstofnun sýna að um fimm þúsund launahæstu einstak- lingamir í landinu skipta á milli sín launum sem 54 þúsund manns í lægstu launaflokkunum þurfa að láta sér nægja til lífsviðurværis. Á árinu Önnur I sjónarmið 1995 voru um 60 prósent framteljenda með laun undir 1,1 milljón króna á ári. Þessar tökur sýna að misskipting gæð- anna er óheyrileg í landinu... Það er staðreynd að ungt fjöl- skyldufólk leitar í auknum mæli eftir vinnu og búsetu erlendis þar sem laun eru hærri og allur aðbúnaður fjöl- skyldunnar í samfélaginu betri en hér á landi. Það á að nota tekjuskattskerfið til tekjujöfnunar og Alþýðubandalagið hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um lækkun jaðarskatta, þannig að þeir verði aldrei hærri en 55%. í dag er fjölskyldufólk að greiða allt að 70 pró- sent af launum sínum í jaðarskatt. Ríkisstjómin hefur lofað úrbótum og lækkað persónuafsláttinn til-að borga þær úrbætur. Það stendur hins vegar á efndunum þó búið sé að taka um 800 milljónir af launafólki fyrir þeim, meðal annars með frystingu persónu- frádráttar þrátt fyrir mikla tekjuaukn- ingu ríkissjóðs undanfarin tvö ár. Verkalýðshreyfingin er sökuð um það að vera að tala sig inn í verkföll. Verkföll eru neyðarrúrræði launa- fólks. En þegar eðlilegum og sann- gjömum kröfum verkalýðshreyfingar- innar er svarað af blindum mönnum sem sjá ekki kröpp kjör almennings er ekki óeðlilegt að verkalýðshreyfingin velti fyrir sér úrræðum sem hún getur gripið til. Ef eitthvað er að leggja gmnninn að verkföllum á íslandi er það firrt veruleikaskyn atvinnurek- enda og stjómvalda sem ætla að svíkja það loforð sem gefið var í upphafi þjóðarsáttar. Loforðið um að betri hagur ætti að skila sér til launafólks.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.