Alþýðublaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 ■ Sýning í kvöld á Hvanneyri og Japansferð framundan -segir Benedikt Erlingsson leikari en leikritið Ormstunga, ástarsaga, hefur notið óslitinnar velgengni frá því í ágúst. • ísafjörður • ísafjörður • ísafjörður • ísafjörður • ísland að vetri býður upp á fjölmarga möguleika til afþreyingar og skemmtunar. Skíðaferðir, fjallaskoðun, listalíf, matur, menning og skemmtun. Flugleiðir innanlands bjóða flug, gistingu, skemmtun og ævintýri á einstöku Gjugg-verði fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki. Lífgaðu upp á tilveruna í vetur og skelltu þér í ógleymanlega helgarferð til ísafjarðar með Flugleiðum innanlands. á ísafirði - isafjank - feyiiæHk S'?-S*S-S5-2-k%/: fcé 13 14.230 • Flug fram og til baka. • Gisting í 2 nætur með morgunverði. • Afslóttarhefti og flugvall- arskattur innifelinn. Verð pr. mann. ÍSAFJARÐAR.BÆR gleður! QjpgjgftjeJjytij 7A -9a fj&Mar/ Ósvikið vestfirskt þorrablót Boðið upp á stórskemmtilega helgar- dagskrá frá föstudegi til sunnudags, með ótal skemmtilegum uppákomum: • Siglingar • Skíða- og sleðaferðir • Þorrapizzur • Tónleikar • Hlaðborð til sjávar og sveita • Smakkferð r n r X _ n & Munið! Skíðavikan landsfræga verður dagana 23.-31. mars 1997! - skoðunarferð um Neðstakaupstað - upplifun ítónleikasal - náttúruskoðun með vættakorti - skíðaferð Leikararnir Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir í hlutverkum sínum í Ormstungu, en leikritið hefur slegið rækilega í gegn. „Það er svo mikil aðsókn að þessu verki að við önnum henni varla,“ segir Benedikt Erlingsson sem leik- ur ásamt Halldóru Geirharðsdóttur í verkinu Ormstunga, ástarsaga. I kvöld verður verkið sýnt í bænda- skólanum að Hvanneyri og er þar með komið á söguslóðir sínar. „Sag- an gerist að hluta til í Borgarfirðin- um, á bænum Gilsbakka og á Borg og fjallar um bændur og búalið og heimsreisur ungra íslendinga og hvernig þeir verða stjörnur í út- löndum svo ekki sé minnst á Helgu fögru, fegurstu konu fjarðarins,“ seigir Benedikt. Sýningin í kvöld er sú fimmtugasta og fimmta í röðinni en verkið var frumsýnt í skemmtihúsinu þann 1. ág- úst í fyrra og hefur verið leikið fyrir fullu húsi síðan þá. Nú eru síðustu sýningar fyrir dyrum í Skemmtihúsinu vegna anna leikaranna og annara verk- efna. „Við stefnum á leikferð um landið með vorinu en Það hefúr verið beðið um sýningar á Akureyri, Vopnafírði, Egilsstöðum, Bakkafirði, ísaftrði, Tálknafirði, Akranesi." Áhugi á Gunnlaugi Ormsstungu og Helgu fögru er þó ekki einungis bund- in við ísland. „Það eru japanskir sendimenn að safna leiksýningum og öðrum uppákomum á Norðurlöndum vegna norrænna daga sem verða í borginni vegna opnunar á Disneygarði svo þversagnakennt sem það nú hljómar. Það stendur til að byggja vík- ingaþorp inni í skemmtigarðinum. Þeir hafa fengið send gögn um sýn- inguna og eru væntanlegir hingað fljótlega. Þetta er lyginni líkast en af verður þá förum við til Tokyo.“ Einnig eru ungir menn að stofna fé- lag um að efla menningarleg tengsl Is- lands og Argentínu og hefúr komið til tals að leiksýningin haldi þangað á leiklistarhátíð í Buenos Aires, en það er þó ekkert ákveðið í þeim efnum. Aðspurður um hvort að þau hefðu eitthvað nýtt á prjónunum eftir alla þessa velgengni sagði Benedikt: „Við Halldóra erum með ýmislegt á pijónunum en erum bæði dálítið upp- tekin fram á vor. Þetta er búið að ganga lengur en við vonuðum og vild- um, það er ánægjulegt en veldur því að ýmislegt annað situr á hakanum á meðan. Það eru þó allskyns leyniprój- ekt í gangi.“ Listasafn íslands Níu um- sóknir Umsóknarfrestur um stöðu for- stöðumanns Listasafns íslands rann út 31. janúar. Umsóknir frá eftirtöldum höfðu borist 3. febrúar: Guðmundur R. Lúðvíksson, myndlistarmaður, og listfræðingamir Hrafnhildur Schram, Ólafur Kvaran, Þorgeir Ólafsson, Að- alsteinn Ingólfsson, Sigríður Gunnars- dóttir, Halldór Björn Runólfsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir og Guðrún Helga Jónasdóttir. Og að vatnið sýni hjartað sitt Sýningu Halldórs Ásgeirssonar lýk- ur um næstu helgi sunnudaginn 16 febrúar. Á sýningunni er lituðu vatni varpað á vegg með halogenljósum. Ber sýningin nafnið, „Og að vatnið sýni hjarta sitt,“ en titillinn er sóttur í ljóð eftir Octavio Paz. Sýningin er op- in fimmtudaga til sunnudaga frá 14 til 18.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.