Alþýðublaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ■iAð kröfu þingflokks jafnaðarmanna fóru fram utandagskrárumræður á Alþingi í gær um undirbúning kjarasamninga og áhrif nýrra vinnumarkaðslaga. Málshefjandi var Rannveig Guðmundsdóttir, formaður þingflokks jafnaðarmanna og flutti þá eftirfarandi ræðu Fólkið í landinu þolir ekki iengur þessi lágu laun Virðulegi forseti Ég beini umræðu utan dagskrár til hæstvirts forsætisráðherra um undir- búning kjarasamninga. Ég ætla jafn- framt að ræða áhrif vinnumarkaðslag- anna sem sett voru í fyrra á þann und- irbúning. Það ætti að valda þingmönn- um áhyggjum hversu alvarleg staða blasir við í kjarasamningum. Og nú hljóta öllum sem samþykktu breyting- ar á vinnulöggjöfmni í fyrra að vera ljósar afleiðingamar. Forsætisráðherra er ekki beinn samningsaðili. Sem oddviti rfkis- stjómar ber hann þó ábyrgð á hvemig haldið er á samningamálum opinberra starfsmanna og hann ber ábyrgð á þeim lögum sem sett hafa verið og þeim lögum sem em í farvatninu og snúa að aðbúnaði, réttindum og kjör- um launafólks. Þess vegna beini ég spjótum að for- sætisráðherra og kref hann um við- brögð við harðri gagnrýni forystu- manna launþegasamtakanna og hveiju það sætir að ríkið hefur ekki komið með gagntilboð við kröfum ríkis- starfsmanna. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks reynist vera alger ríkisstjóm atvinnurekenda og þarf víst engum að koma á óvart. Óll viðbrögð ríkisstjómarinnar em atvinnurekendamegin. Lög sem sett hafa verið em í samræmi við óskir og vilja atvinnurekenda. Hagsmuna launafólks var ekki gætt. Þessi stað- reynd hefur blasað við. Með lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Með lögum um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna. Með skattalaga- breytingum fyrir jól og við fjárlaga- gerðina, þar sem ljölmargar lagabreyt- ingar rýrðu réttindi launafólks. Mislukkuð lagasetning Nú er það komið í ljós sem bent var á þegar lögin um stéttarfélög og vinnudeilur voru sett - við harða gagnýni stjómarandstöðu og heiftarleg viðbrögð verkalýðshreyfingar - að lögin eru mislukkuð. Sú umgjörð kjarasamninga sem lögin skapa reyn- ist erfið. Á dönskum vinnumarkaði - sem svo oft er vísað til - hafa aðilar þróað með sér samskiptaform byggt á gagn- kvæmri virðingu sem hefur reynst þeim vel. Þessi ríkisstjóm setti ein- hliða og með valdboði lög um sam- skipti á vinnumarkaði. Þetta valdboð hefiir tafið fyrir og skapað tortryggni af hálfu verkalýðshreyfmgar. VSÍ vill setjast að samningaborði um vinnustaðasamninga. Án allra leikreglna. Hér skortir enn allar for- sendur til að trúnaðarmenn geti gert vinnustaðasamning fyrir starfsmenn. I Danmörku hefur staif trúnaðarmanna verið þróað þannig að þeir eru vel í stakk búnir að leiða samninga. Vandinn er sá að ekkert jafnræði ríkir milli aðila. Atvinnurekendur hafa allar lykilupplýsingar svo sem um rekstur fyrirtækjanna. Starfsmenn em vanbúnir til að semja við atvinnurek- endur af margvíslegum ástæðum og stéttarfélög eiga ekki að koma að mál- unum nema sem ráðgjafar. Þetta á allt að gerast undir friðarskyldu. Það er að segja þegar búið er að semja um 2% launahækkun. Með nýju lögunum um stétarfélög og vinnudeilur voru ýmis ákvæði í lögum stéttarfélaga afnumin einhliða af hálfu stjómvalda. Trúnaðarráð fé- laganna innan ASÍ, til dæmis, geta ekki lengur óskað verkfallsheimildar og beðið síðan með boðun verkfalls þar til sýnt þykir að ekki náist samn- ingar, heldur er nú settur af stað þung- ur og mjög dýr ferill atkvæðagreiðslna sem lokar fyrir allan sveigjanleika í samskiptum aðila eftir að í átök er komið. Það á eftir að sannast með þessari löggjöf að oft er betra að aðilar komi sér upp sveigjanlegum leikreglum sjálfir en að þeir séu þvingaðir inn í löggjöf sem greinilega er öðmm aðil- anum mjög í óhag. Þess vegna em lík- umar miklar á að af þessu nýja fyrir- komulagi hljótist afdrifarík vandræði ef til átaka kemur á vinnumarkaði. Félög geta ekki aflað sér verkfalls- heimildar og látið trúnaðarmannaráð ákveða hvort hún er nýtt. Nú þarf af- greiðslu á tillögu til verkfallsboðunar um kjarakröfur, þar sem ákveðið er hvaða dag og klukkan hvað verkfall á að hefjast. Þegar verkfallsheimild liggur fyrir er hún um þessar ákveðnu kröfur og það verður ekki aftur snúið. Það er vel hægt að sjá það fyrir sér sem afleið- ingar þessarar lagasetningar, að verk- föll á næstu vikum, sem kunna að byrja sem skærur á vinnumarkaði, breytist síðan í alvarlegri deilur sem þróist í allsheijarátök á milli atvinnu- rekenda og launafólks. Allt er þetta vegna skammsýni nú- verandi stjómvalda sem töldu að þau gætu með lögþvingunum breytt vinnulöggjöfinni atvinnurekendum í hag án þess að það kæmi einhvers staðar fram. Það eru um þrír mánuðir síðan fyrstu viðræðuáætlanir voru sam- þykktar. Viðsemjendur hafa engan lit sýnt á þessum tíma. Síðast liðin sjö til átta ár hafa nánast engar sérkjaraviðræður átt sér stað. Heildarsamflot hefur verið um samn- inga og sérkjör framlengd hverju sinni óbreytt. Atvinnurekendur vilja ekki ræða sérkröfur félaganna sem sam- komulag var um að hefja samningana á og þeir hafa til framtíðar litið eyði- lagt möguleika samningsaðila til að nota viðræðuáætlanir sem stjómtæki. Launafólk tók á sig byrðar Skoðum hvað hefur verið að gerast hér á vinnumarkaði síðan 1990. Á þessum tíma hafa heildarsamflot verið í kjarasamningum. Launafólk sam- þykkti að binda sérkjör sín vegna þess að allir vildu efla stöðugleika í efna- hagsmálum. Með því lagði launafólk sitt á vogarskálamar til að lækka vexti, ráða niðurlögum verðbólgu og ekki síst freista þess að tryggja atvinnuör- yggí- Launafólk tók þetta á sig. En á sama tíma, frá 1990, hefur atvinnu- reksturinn fengið stuðning hins opin- bera og fólksins í landinu til að bæta stöðu sína. Ég minni á að sköttum fyr- irtækja var breytt, aðstöðugjald var fellt niður sem nam milljörðum króna og stöðugleiki hefur verið í launaút- gjöldum fyrirtækja. Þau jafhvel lækk- að á mörgum sviðum. Eg spyr: Hve- nær er komið að því að launafólk fái sinn skerf? Það nægir ekki að benda launafólk- inu í Framsókn og Dagsbrún á 10 pró- sent kaupmáttaraukningu sem það hefur ekki fengið. Ennþá síður að segja því að það eigi annað eins í vændum. Þetta fólk fékk aldrei nema 2 til 3,5 prósent. Það hljóta allir að skilja að fólkiö í landinu þolir ekki lengur þessi lágu laun. Á meðan gerðar em gegndarlausar kröfur á hendur launafólki er atvinnu- rekstrinum í landinu aldrei stillt upp né gerðar til hans viðlíka kröfur. Er ekki eðlilegt að spyija nú, þegar flest stórfyrirtæki landsins sýna mikinn hagnað ársins 1996 og mörg þeirra annað árið í röð, hvenær ef ekki núna hafa atvinnurekendur tök á að borga mannsæmandi laun? Undir fátæktarmörkum Umræðan á að snúast um þetta. Það er við þessar aðstæður sem forsætis- ráðherrann kemur fram og leggst á sveif með atvinnurekendum. Hann segir að launafólk sé að tala sig inn í verkfallH Hann lýsir launafólki sem er með taxtakaup upp á 50 til 65 þúsund sem skemmdarvörgum og forystumönnum sem þeir séu að svikja fólkið í landinu. Málflumingur hans er þannig að halda mætti að hann væri aðalsamninga- maður VSÍ. Þó er hann að því leyti ógeðfelldari að forsætisráðherra er einmitt í þeirri stöðu að hann ætti að gæta þess að vera maður sátta, maður sem tekur ekki einhliða afstöðu, því þannig rýrir hann allt traust á sér frammi fyrir launafólki landsins. Hvert er umhverfi samninganna nú? Þjóðarsátt um stöðugleika hefur leyst efnahagsþrengingar landsins. Valdhaf- ar boða góðæri. Nánast allir samning- ar eru lausir. Almenn laun í landinu eru orðin alltof lág. Stórir hópar eru undir fátæktarmörkum. Hverjar eru svo kröfumar? Það er grunntónn allra að færa taxta að greiddu kaupi. Að tryggja kaup- mátt. Að tryggja atvinnuöryggi. Það er líka krafa um 70 þúsund króna lág- markslaun. Dagvinnulaun hjá Fram- sókn og Dagsbrún eru í dag 49 til 65 þúsund krónur. VSÍ talar um þessar kröfur sem kollsteypu. Býður tíkall á tímann meðan krafa verkafólks er grunnkaupshækkun sem munar um. Fullyrt er að kaupmáttur ráðstöfun- artekna hafi hækkað um allt að 10 prósent á tveimur árum. Niðurstaða hagfræðings sem kannað hefur kaup- máttaraukningu Dagsbrúnarmanna er að kaupmáttur heildarlauna þeirra sé að meðaltali 2 prósent á ári. Hann byggir á iðgjöldum áranna 1993 til 1995. Þetta eru staðreyndir sem ganga þvert á staðhæfingar forsætisráðherra og atvinnurekenda sem bregða fyrir sig villandi meðaltölum. f áramótaræðu sinni talaði forseti íslands um fátækt sem smánarblett á íslensku samfélagi en forsætisráðherra efaðist - í sínu ávarpi - um sannleiks- gildi slíkra ffétta. Niðurstöður Félags- vísindastofnunar benda til að um 10 prósent íslendinga séu fátækir. Verst settir eru atvinnulausir, námsmenn, bændur, einstæðir foreldrar og lífeyr- isþegar. Viðbrögð ríkisstjómarinnar em sér- staklega eftirtektarverð. í stað þess að taka á málum landbúnaðarins þar sem að mörg býli bera varla einn aðila í launum, hvað þá hjónin bæði, á lausn- in að vera atvinnuleysisbætur. Það er ótrúlegt virðingarleysi gagnvart starfs- stétt sem fyrir ráðaleysi valdhafa í málaflokknum em nú komin undir fá- tæktarmörk. Sömu sögu er að segja um bótaþega Tryggingastofnunar. Með lögum hefur tenging bóta við laun verið afnumin þannig að nú getur ríkisstjórnin ákveðið bætur að eigin geðþótta. Og allir vita að vandi atvinnulausra er að það vantar störf - ekkert gengur með tólf þúsund störfin sem Framsóknar- flokkurinn lofaði fyrir síðustu kosn- ingar - þá birtist okkur í frumvarpi um atvinnuleysistryggingar sú sýn ríkis- stjórnarinnar, að hinn atvinnulausi sjálfur sé vandamálið. Það frumvarp skerðir réttindi atvinnulausra og ýtir þeim út úr réttinda- og bótakerfi inn á félagsmálastofrianir sveitarfélaga. Það þarf því engan að undra að á árunum 1995 til 1996 urðu fátækir á íslandi enn fátækari. Virðulegi forseti. Jafnaðarmenn hafa flutt mörg þing- mál sem varða hag og réttindi launa- fólks og nú síðast sett fram tillögu á Alþingi um 80 þúsund króna lág- markslaun. Jafnaðarmenn vom á erf- iðleikatímanum tilbúnir til að hjálpa atvinnulífinu að rétta úr kútnum. En við gerum líka þeim mun ríkari kröfúr til að launafólk hljóti nú sinni réttláta skerf. Bæði í samskiptum við vinnu- veitendur og ríkisvaldið. Rannveig Guðmundsdóttir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.