Alþýðublaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 1
i Árangurslaus fund- ur á Fáskrúðsfirði um kjarasamninga í Loðnuvinnslunni Drógu okkur á asna- eyrum „Við skrifum ekki undir samning eins og þann sem var gerður við verk- smiðjumar á Neskaupstað, Eskifirði, Vopnafirði og Höfn vegna þess að hann er óviðunandi, það er svo margt í honum sem er algjör niðurlæging. Enda vom þeir bara að draga okkur á asnaeymnum", sagði Eiríkur Stefáns- son, verkalýðsleiðtogi á Fáskrúðsfirði. Samningafundur um kaup og kjör í Loðnuvinnslunni hf. á Fáskrúðsfirði hófst síðdegis á nránudag og stóð til klukkan sex á þriðjudagsmorgun. „Við settum þar firam ýmsar tillögur um breytingar á samningnum sem gerður var við hinar loðnuverksmiðj- umar og sögðumst alls ekki geta skrif- að undir þann samning óbreyttan, og mundum ekki gera það. Við ræddum samninginn í bak og fyrir og fómm mjög nákvæmlega yfir hann. Við höfðum tvo starfsmenn verksmiðjunn- ar með okkur og ég held að fulltrúar vinnumálasambandsins hafi lært mik- ið af að hlusta á menn sem vinna verkin sem verið er að semja um og skilið aðstæður betur á eftir. Þeir ætl- uðu að skoða málið fram til klukkan þijú í dag og koma þá hingað til okkar - á fund“, sagði Eiríkur. Fundurinn var haldinn síðdegis í gær og eftir hann sagði Eirikur: „Það varð ekki neitt úr neinu. Við skrifuðum ekki undir það sem okkur var boðið, en það var það sama og var skrifað undir á Eskifirði. Vinnumála- samband samvinnufélaga bar það fyrir sig hér að ekki væri hægt að gera samninga af því að búið væri að eyði- leggja málið í íjölmiðlum. Eg spurði hvort við ættum ekki að semja um að fjölmiðlum verði lokað og banna að hafa tjáskipti við fólk. Þetta var auðvitað tilbúningur, ég vissi strax á fyrri fundinum að þeir ætluðu ekki að gera nokkum skapaðan hlut í samningunum, þeir vom bara að draga okkur á asnaeyrum. Þeir gátu ekkert samið við okkur vegna þess að ekki var búið að greiða atkvæði um samningana við hina, það gaf auga leið“, sagði Eiríkur Stefánsson. Atkvæðagreiðsla um samningana á hinum stöðunum verður væntanlega um næstu helgi en Eiríkur sagði um næsta skref í viðræðunum á Fáskrúðs- firði: „Sáttasemjari fær væntanlega eitthvað að höndla um málið núna“. Akureyri Leigjendafé- lag stofnað Stofnfundur Leigjendafélags Norð- urlands verður haldinn í Alþýðuhús- inu á Akureyri annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, klukkan 20. Fram til þessa hafa engin slík samtök leigjenda verið starfandi utan höfuðborgarsvæðisins. Jón Kjartansson, formaður Leigjenda- samtakanna, kemur á fundinn og greinir frá starfi samtakanna og ástandi á leigumarkaði. Mikil þörf er talin vera á félagi leigjanda á Akur- eyri, enda er kaupstaðurinn mikill skólabær og fjöldi fólks á leigumark- aði. Akureyri er eitt þeina sveitarfélga sem greiðir ekki húsaleigubætur. Þeir sem einkum hafa unnið að stofnun Leigjendafélags Norðurlands eru bræðurnir Sigurjón og Guðlaugur Pálmasynir. Þeir hyggjast setja á stofn leigumiðlun á Akureyri. ■ Björn Bjarnason menntamálaráðherra leggur niður nefnd um Lánasjóð íslenskra námsmanna Stóreinkennileg vinnubrögð ráðherra - segir Vilhjálmur H. Vilhjálms- son formaður Stúdentaráðs. Nefnd um endurskoðun á frumvarpi um LÍN hefur nú verið lögð niður en hún hefur ekki haldið fund síðan í ágúst. „Þetta eru stóreinkennileg vinnu- brögð hjá ráðherra," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson formaður Stúdenta- ráðs. „Bjöm Bjamason setur á laggimar nefhd til að endurskoða þessi lög með þáttöku námsmanna en áður en nefnd- in lýkur störfum leggur hann hana niður. Nefiidin hafði ekki lokið við að ræða helming þeirra mála sem lágu fyrir en hún hefur ekki komið saman síðan í ágúst. Þetta em sjálfsagt pólit- ísk vonbrigði Bjöms í hnotskum, hann er ekki sáttur við að hafa orðið undir í þessu máli. Þorvaldur Búason niður- skurðarmaður ráðherra og formaður nefhdarinnar hefur kannski ekki treyst sér til að starfa eftir þeirri línu sem formenn stjórnarflokkanna höfðu komið sér saman um en hún var að lækka endurgreiðslubyrði og koma á samtímagreiðslum lána,“ sagði Vil- hjálmur. „Þetta veldur því óhjákvæmilega að við fáum ekki að koma að þessu máli með þeim hætti sem er kveðið á um í stjómarsáttmála. Við spurðum ráðherra því hvernig við ættum að koma að endanlegri gerð frumvarps- ins því það era fjölmargir aðrir þætt- ir í lögum um Lánasjóðinn sem betur mættu fara en samtímagreiðslur og greiðslubyrði. Ráðherra hefur sent okkur bréf og beðið um athugasemd- ir frá okkur og þær eiga að berast honum fyrir áttunda febrúar. Við munum senda honum heildstætt lagafrumvarp og greinargerð þar að lútandi. Ef frumvarpið á að fara í gegn á þessu þingi, sem er nauðsyn- legt svo að lögin megi taka gildi á næsta skólaári verður það að liggja fyrir í mars. Þangað til verðum við að treysta orðum forsætisráðherra um samtímagreiðslur og minnkandi greiðslubyrði,“ sagði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. ■ Ný skoðanakönnun Gallups á fylgi stjórnmálaflokkanna sýnir mikla uppsveiflu á fylgi Alþýðuflokksins Fylgishrun Framsóknar í Reykjavík og á Reykjanesi - Alþýðuflokkurinn með næstmestfylgi á landinu í heild. Niðurstöður nýrrar skoðanakönnun- ar Gallups sýna fylgishrun Framsókn- arflokksins í Reykjavík og Reykjanes- kjördæmi. í Reykjavík fær flokkurinn 8,3% atkvæða en fékk 14,9% í þing- kosningunum 1995. f Reykjaneskjör- dæmi mælist fylgi Framsóknarflokks- ins nú 11,6%, en í kosningunum fékk flokkurinn 21% atkvæða. Fylgi Fram- sóknarflokksins á landinu í heild mæl- ist nú 17,7%, en við síðustu Alþingis- kosningar fékk flokkurinn 23,3% at- kvæða. Fylgishrunið í þessum tveimur kjördæmum kemur illa við forystu flokksins, sem hefur haldið því fram, að neikvæð áhrif umræðu um stóriðju og landbúnaðarmál hafi dregið fylgi flokksins og þá fyrst og fremst á landsbyggðinni. Fylgi Alþýðuflokksins mælist nú 20,6% á landsvísu, en flokkurinn fékk 11,4% atkvæða í síðustu kosningum. f Reykjavík hefur fylgið aukist úr 11,4% í kosningunum 1995 í 23,1%. í Reykjaneskjördæmi mælist fylgi flokksins 24,8% í könnun Gallups, en var 15,8% í kosningunum. Alþýðu- flokkurinn er með næstmest fylgi allra stjómmálaflokkanna á landsvísu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með heldur meira fylgi en í síðustu kosning- um þegar hann var með 37,1% fylgi. Nú er fylgi flokksins 39,9% á landsvísu samkvæmt skoðanakönnun Gallups. Flokkurinn bædr nokkra við sig bæði í Reykjavík og á Reykjanesi. Alþýðubandalagið fær 17,5% fylgi á landinu í heild í könnuninni, en var með 14,3% í kosningunum. Flokkurinn bæt- ir við fylgi sitt bæði í Reykjavík og á Reykjanesi. Fylgi KvennaÚstans heldur áfram að minnka. Listinn fékk 4,9% at- kvæða í síðustu kosningum en fylgið mælist nú 3,9%. Fylgi Þjóðvaka á land- inu í heild er 0,5% samkvæmt könnun Gallups, en var 7,1% við síðustu kosn- ingar. Könnunin var framkvæmd dagana 24. til 30. janúar. Úrtakið var 1.200 manns á aldrinum 15 - 75 ára, en þessi hluti náði til 18 ára og eldri. Svarhlut- fall var 72,6%. TALAÐ YFIR TÓMUM STÓLUM. Það var afskaplega fámennt í þingsal í gærdag meðan Hjörleifur Guttormsson stóð í pontu og hélt ræðu um mál tengd Landsvirkjun. Það var meira að segja svo fámennt að þeir fáu sem hlustuðu náðust ekki á myndina með ræðumanni. -Fróttir af Alþingi á baksíðu. Ljósm. E. Ól.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.