Alþýðublaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 2
+ ALÞYÐUBLAÐIÐ ó ð m á I MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRUAR 1997 21251. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Sæmundur Guðvinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Leturval / Hug-& handverk. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Náttúruvernd og virkjanir . Allt frá þyí að stóriðjuframkvæmdir ísals hófust fyrir miðbik sjöunda áratug- arins hefur Alþýðuflokkurinn verið í forystu þeirra stjómmálaafla sem Jagt hafa mikla áherslu á nýtingu innlendra orkulinda við mótun og framkvæmd íslenskrar atvihóuRtefnu. Þéssi kostur hefur verið ótvíræður og styrk atvinnustoð í þeim héruðum þar sem stóriðja er staðsett. Ekki hvað síst hefur sjónum verið beint að stóriðjukostum á tímum atvinnuleysis og samdráttar sem raunhæfri leið til ör- uggajri;.afkonau fyrir tstarfsfóJk, og til að styrkja atvinnulífið og skjóta undir það nýjum stoðum. Jafiiffamt hefur verið reynt að fylgja fram ásættanlegum mengunarvömum, þótt vissulega hafi íslendingar ekki verið þar í þeirri forystu sem æskilegt hefði -'VíTji-. .-.I+Iti-M !*.• -itri * fSffinð*.' W b* MUf! Öll þessi rök em gamalkunn og þekkt og við þau ekki miklu að bæta. Þessi stefna hefur verið affarasæl og skilað þeim árangri sem að var stefnt. Ekkert hefur komið fram sem kallar á breytingu á meginsjónarmiðum. Við höfum ekki efni á því að láta orkuna renná pnýtta til sjávar eða rjúka upp í loftið. Stóriðja mun því áfram verða á dagskrá og samfara þeim leitað hentugra virkj- unarkosta. ■ Á.'síðarí tímum em aðstæður í atvinnuppbyggingu að breytast og þar með inunu menn þurfa að leggja annarskonar heildarmat á hagkvæmni stóriðju og stórvirkjana en áður. Margt bendir til þess að í framtíðinni muni fleiri atriði verða teJcin til skoðunar en áður. Við verðum til dæmis að geta svarað þeirri spumingu hvort við séum að skaða tekjumöguleika þjóðarinnar og lífsgæði til lengri tíma séð með áftamhaldandi stórvirkjunum og þeim umbreytingum á há- lendi landsins sem þeim er samfara. Er hálendi íslands meira virði ósnert eða eftir að hafa gengið í gegnum lýtalækningar Landsvirkjunar? Umgengni Lands- virkjunar er yfirleitt til fyrirmyndar en uppistöðulón og stíflur breyta óhjá- kvæmilega landslaginu. Stundum er lítið við því að segja. Minni hagsmunir þurfa að víkja fyrir meiri hagsmunum. Síðan komum við að þeim virkjunarkostum sem eru svo stórir og kalla á svo umfangsmildar breytingar á náttúrunni og gróðurfari að staldra verður við og meta það vandlega hvaða hagsmunir séu meiri og hveijir minni. Það er augljóst og hefur ekki farið fram hjá þeim sem átt hafa einhveija samJeið með erlendum ferðamönnum hér, að þeir eru fyrst og fremst að sækja í hálendið og öræfm. Ékki öræfi af mannavöldum heldur öræfi og óbyggðir af völdum náttúrunnar. Slíkt land er auðlind ekkert síður en orkan. í okkar heimshluta hefur fsland upp á að bjóða síðasta „frumlandslag“ í Evrópu. Sú auðlind á eftir að hækka í verði Syo fremi við höfum vit til að varðveita hana ósnortna. ; Atvinnuþróun sérhvers lands er sífellt að taka á sig nýjar myndir. Hún breytir l um spor og haslar sér völl á sviðum sem áður þóttu ófýsileg. Þannig var það með stóriðjuna á sínum tíma. Þannig verður það með ferðamannaiðnað framtíð- arinnar. ■ 'Þar að aúki megum við ekki gleyma okkur sjálfum. Öræfin eru hluti af okkur sjálfum. Þau geyma hlut af sjáífsímynd okkar og lönguninni til að búa hér en ekki annarsstaðar. Afkoma heimilanna Pað er broslegt að fylgjast með íjár- málaráðherra þessa dagana. Hann kemur skælbrosandi í fjölmiðla og segir afkomu ríkissjóðs vera þá bestu frá 1984. Hallinn sé nú „aðeins" um tveir milljarðar króna. Að vísu er þá búið að fara í nokkrar bókhaldsæfing- ar; nefnilega draga frá tíu milljarða króna vaxtagreiðslur, sem féllu til vegna innköllunar þriggja flokka spariskírteina ríkissjóðs, en að þeim meðtöldum er hallinn ekki tveir millj- arðar, heldur tólf og fer þá orðið ansi lítið fyrir einhveijum Islandsmetum í bættri afkomu ríkissjóðs. En látum það vera. Við skulum ein- faldlega fara að vilja fjármálaráðherra og viðurkenna réttmæti þess að draga þessar óhefðbundnu vaxtagreiðslur ffá og samþykkja að samanburðarhæfur halli ríkissjóðs hafi verið tveir millj- arðar en ekki tólf. Pallborð I Guðmundur Árni Stefánsson skrifar Einstaklingar borga meira Batnandi hagur ríkissjóðs er ein- faldlega tilkominn vegna þess að skattgreiðslur reyndust miklum mun hærri en áætlanir sögðu til um. Og þar vega langþyngst tekjuskattar einstak- linga, sem urðu heilum fjórum millj- örðum króna hærri en fjárlög sögðu til um. Og heildartekjur ríkissjóðs frá fjárlögum urðu tæpum sjö milljörðum króna hærri en fjárlagatalan sýndi. Og • einhveijir myndu þá halda að létt verk væri að skila ríkissjóði hallalausum við slíkar aðstæður. En það er öðru nær. Hinn aðhaldssami fjármálaráð- herra slakaði út tæpum fimm milljörð- um króna meira en fjárlög heimiluðu. Það var á það bent af hálfu stjómar- andstöðunnar við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1996 að tekjumar væru vem- lega vanáætlaðar. Það kom á daginn. En það er auðvitað áfellisdómur fyrir fjármálastjórn fjármálaráðherrans og ríkisstjómarinnar í heild að „lottóvinn- ingur“ upp á tæpa sjö milljarða króna dugði ekki til. Ekki einu sinni sá ávinningur dugði til að unnt yrði að reka ríkissjóð án halla. Heimilin á hausnum En allt er þetta þó aðeins efsti hluti ísjakans - sá sýnilegi og mest um- ræddi. Stærsti hluti hans er neðansjáv- ar og fæst alltof lítið ræddur í hinni daglegu pólitísku umræðu. Hér á ég auðvitað við sívaxandi skuldir heimil- anna í þessu landi - hinar sameigin- Á sama tíma og fjármálaráðherra brosir breitt og tínir inn hvern viðbóta- milljarðinn af öðrum hjá launafólki til að lappa upp á stöðu ríkissjóðs, þá hallar einfaldlega á ógæfuhliðina hjá þessum sömu greiðendum ríkis- sjóðs, skattgreiðendum í þessu landi. legu skuldir allrar þjóðarinnar. Á sama tíma og ijármálaráðherra brosir breitt og tínir inn hvem viðbótamilljarðinn af öðrum hjá launafólki til að lappa upp á stöðu ríkissjóðs, þá hallar ein- faldlega á ógæfuhliðina hjá þessum sömu greiðendum ríkissjóðs, skatt- greiðendum í þessu landi. Þeir safna skuldum. Vilja stjómarherramir ekki vita af því að heimilin í landinu juku skuldir sínar á þessu sama fjárhagsári, 1996, um heila 25 milljarða króna? Hvar em bjargráðin gagnvart fólki í þessu landi? Em þetta efndimar á loforðun- um fyrir síðustu kosningar, sem hljómuðu eitthvað á þessa leið: Stöðv- um skuldasöfnun heimilanna. Auðvitað erum við öll samábyrg fyrir þessum þjóðarskuldum, þótt ein- staklingar í þessu landi séu íyrir þeim skráðir. Vitaskuld er það þannig að þúsundir heimila í landinu hafa orðið að stofna til umtalsverðra fjárskuld- bindinga til þess að geta látið enda ná saman. Hvar eru bjargráðin? Einhverju sinni var sagt að tvær þjóðir byggðu þetta land. Annars veg- ar þeir sem sigldu lygnan sjó hvað varðar ffamfærslumöguleika fyrir sig og sína og svo aftur hinir sem eiga litla sem enga möguleika á því að láta enda ná saman. Þessi ástandslýsing á svo sannarlega við í dag. Misskipting- in og tekjuójöfhuðurinn færist einfald- lega í vöxt. í sívaxandi mæli er það einfaldlega þannig að æ stærri hópur almenns launafólks verður að reka sitt heimils- hald með halla. Tölumar í gluggabréf- unum er einfaldlega hærri en þær sem koma ffarn í launaumslaginu. Og hvað þýðir það? Það merkir það eitt að fólk safnar skuldum ellegar að það géfst upp. Það er við þessar hörmulegu að- stæður þúsunda og aftur þúsunda heimila í þessu landi sem manni dettur helst í hug að stjórnarherramir lifi í lokuðum heimi. Vissulega er það mik- ilvægt að reka ríkissjóð með vitrænum hætti - skila honum helst hallalausum, þannig að vandi komandi kynslóða aukist enn meir en þegar er orðið. En ósköp er það hins vegar létt í vasa fyr- ir fólk í þessu landi, sem fær ekki hlut- ina til að ganga upp á núlli f eigin heimilishaldi á meðan launum er hald- ið niðri en sköttum og vöxtunum uppi. Hvar eru úrræði ríkisstjómarinnar fyrir þetta fólk? Hvar eru bjargráðin fyrir skuldugu heimOin á íslandi? Höfundur er þingmaöur Aiþýðuflokksins. il allerí e n a r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.