Alþýðublaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 m e n n i n g Jochen Ulrich setur upp verkin Ein og La Cabina 26 - segir Katrín Hall en fyrsta frumsýning flokksins eftir að hún tók við starfinu verður þann fjórtánda febrúar. Katrfn Hall og Jochen Ulrich. „Ég held að það séu ekki nægilega margir íslenskir dansarar starfandi erlendis og það fer lítið fyrir þeim;" segir Katrín. „Ef þessir örfáu einstaklingar væru íþróttamenn, væri annað uppá teningnum. íþróttamenn mega ekki fá fiensu án þess að það komi í blöðunum." „Við ætlum að breyta ímynd dans- flokksins, mig langar að gera hann sýnilegri í þjóðfélaginu en hann hefur verið til þessa og vonandi tekst það,“ segir Katrín Hall listdansstjóri ís- lenska dansflokksins. „Dansflokkur- inn hefur ekki verið nógu öflugur en dansinn er nauðsynleg listgrein í menningarþjóðfélagi. Við erum fá- menn þjóð og dansflokkurinn er lítill, við þurfum að fmna farveg sem hentar sérstöðu okkar en ekki að hjakka í fari sem hentar stærri þjóðum. Þessi sér- staða okkar getur verið jákvæð ef vel er haldið á spilunum en það má þó ekki þrengja um of að flokknum. Það þarf að efla flokkinn og bæta við fleiri dönsurum.“ íslenski dansflokkurmn er nú að æfa verkin „La Cabina 26“ og „Ein" eftir Jochen Ulrich á stóra sviöi Borgar- leikhússins og er frumsýning fyrirhuguð þann fjórtánda febrúar næstkomandi. Þetta verður jafnframt fyrsta frum- sýning íslenska dansflokks- ins eftir að Katrín Hall tók við störfum af Maríu Gísla- dóttur sem listdanstjóri. „Þetta er jafnframt fyrsta kortasýn- ing flokksins í hálfan áratug, en nú- verandi leikhússtjóri Leikfélags Rtíykj’av’íkúr, ÞórhiTdur Þorieifsdóttir hefur sýnt dansflokknum mikinn skilning enda hefur hún sjálf starfað sem listdansari," segir Katrín. Jochen kom sérstaklega hingað til lands, frá Aþenu þar sem hann setti upp óper- una „Macbeth" eftir Verdi ásamt dr Claus Helmutt. Joc- hen mun fylgjast með æfing- um auk þess að semja dans- verkið „Ein" sem hann sem- ur sérstaklega fyrir íslenska dansflokkinn af þessu til- efni. Það fjallar um sam- skipti mannsins við fíflið í sjálfum sér og sér hljóm- sveitin Skórren ekkert um tónlistarflutning. „Jochen hefur komið tvisvar til landsins en í fyrra skiptið setti hann upp verkið Blindingsleikur, sem er unnið upp úr þjóðsögunni um Gi- litrutt, við tónlist Jóns Ásgeirssonar. í seinna skiptið setti hann upp verkið „Ich tanze mit dir,“ en sú uppfærsla hlaut einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda og er án efa ein mest sótta sýning dansflokksins á 24 ára ferli hans. Rúmlega þrettán þúsund áhorf- endur sáu sýninguna sem hætti fyrir fullu húsi þegar gestadansarar þurftu að snúa til annarra verkefna."Katrín Hall er fædd árið 1964 og hóf dansnám við Ballett- skóla Eddu Scheving og var tekin inn í Listdmnskóla Þjóð- leikhússins níu ára gömul. Hún hefur sótt námskeið hjá David Howard í New York, Palucca SchiUe í Dresden eg vfð Akademíuna í Köln. Hún hefur tekið þátt í sýningum ísleneka dansflokksins frá árinu 1977 og varð fullgildur meðlimur hans frá árinu 1982 tll 1988, en þá varð hún sólódansari við Tanz-Forum í Köln. Lesendur hins virta danstímarits Ballet Tanz International, völdu hana eina af ellefu bestu dönsurum síðasta árs. Hún verður gestadansari hjá Tanz-Forum í vetur jafn- framt því að vera listdan- stjóri íslenska dansflokksins. „Ég kynntist Jochen þegar hann kom hingað og setti upp Ich tanze mit dir, og í kjölfar þess bað hann mig að koma til starfa hjá sér við Tanz-For- um í Köln í Þýskalandi. Fyrsta stóra hlutverkið mitt var Marie í Hnotu- brjótnum í hans eigin nútíma upp- færslu. Sveinbjörg Alexanders starfaði einnig hjá Tanz-Forum, en það var fyrir mína tíð. Hún var að hætta þegar ég kom út en átti mjög farsælan feril. Tanz-Forum er elsti nútímadansflokk- ur í Þýskalandi, stofnaður 1971 og á sér langan og merkilegan feril þar sem margir frægir dansarar og danshöf- undar hafa komið við sögu enda eins- konar MetropoJitan dansheimsins. Jochen hefur tilhneigingu til að leita uppi sterka einstaklinga og í flokknum var hver og einn sólódansari, þarna voru einstaklingar með mikla útgeisl- un, bæði á sviði og utan þess. Maður gat þurft að olnboga sig áffam og nýir dansarar þurftu að hafa mikið fyrir að falla ekki í skuggann á sýningum. Þetta var jafhframt það jákvæðasta við flokkinn því að í listdansi eru sumir einungis góðir stúdíódansarar en aðrir hafa útgeislun á sviði. Það er eigin- leiki sem ekki er hægt að kenna. Fyrir vikið varð þetta harðari heim- ur en maður átti að venjast hér heima. Ég lærði ýmislegt á því líka. Ég starf- aði í Þýskalandi í alls átta ár og dansa þár enn sem gestadansari. Bakgrunnur verksins La Cabina 26, sem er annað verkanna sem við sýn- um núna tengist sögu Tanz- Forum. Árið 1994 átti að spara í óperunni í Köln en þá gerist það alltaf fyrst að dansflokkunum er hent út. Jochen fékk því reisupassann og undir þeim kringumstæðum samdi hann þetta verk á þremur vikum. Það lýsir kannski best þeim átökum sem hafa verið innra með honum og þeirri von sem samt bærðist undir niðri. Tanz-Forum var úthýst úr ópemnni en flokkurinn lifði af hremmingamar og starfar enn, nú sem hlutafélag á fijálsum markaði. Jochen er hinsvegar að fara að taka við fjörutíu manna danshópi í Hannover sem er einn af stærsm dansflokkum Þýskalands. Það var mikil reynsla og upplifun að vera í hringiðunni í Evrópu. Það er mikilvægt fyrir dansara að sjá aðrar sýningar og fylgjast með því sem ver- ið er að gera. En að taka þátt í sýning- um gefur bestu reynsluna. Það eru blendnar tilfinningar og kannski við- brigði að koma aftur í þetta smáa þjóðfélag. Ég var með fjölskylduna hjá mér í Þýskalandi, maðurinn minn, Guðjón Petersen leikstjóri kom og fór en sonur okkar var hjá mér allan tím- ann. En það hefur ekki svo mikið að segja hvar maður starfar ef maður nýt- ur þess sem maður er að gera og getur haft eitthvað að segja.“ Hvað er á döfinni hjá dans- flokknum eftir þessa sýn- ingu7 ,J>að er ýmislegt spennandi í gangi og ég er í viðræðum við þó nokkurra einstaklinga en þar má nefna Ed Wub- be stjórnanda Scapino ballettsins í Rotterdam en hann leikstýrði sýning- unni Stöðugir ferðalangar árið 1986 en hún hlaut þá menningarverðlaun DV. Eins hefiir okkur verið boðið til Helsinki í apríl og til Rika í Lettlandi. Það eru hjá okkur Ijórir erlendir dans- arar núna en þeir voru hér við æfingar í desember og eru komnir aftur." Nú hefur stundum verið kvartað yfir stöðnun hjá dansflokknum. Er nægileg endumýjun núna7 „Um jólin komu til okkar íslenskar stelpur sem hafa farið erlendis í list- dansnám. Það væri bæði spennandi og gaman að ná í skottið á þeim og gæti gerst fljótlega. Það er þó alltaf skortur á strákum en það er hægt að efla áhugann hjá þeim líka. ímynd flokks- ins hefur ekki höfðað til karlkynsins í gegnum tíðina, í dag er þó hægt að efla karlímyndina í dansi. Þeir þurfa ekki alltaf að leika prinsa í hvítum sokkabuxum. En þetta breytist þó ekki yfir nótt. Við þuríum tíma.“ Eru margir íslenskir dansarar starfandi erlendis í dag7 „Nei, ég held að það séu ekki nægi- lega margir íslenskir dansarar starf- andi erlendis og það fer lítið fyrir þeim. Ef þessir örfáu einstaklingar væru íþróttamenn, væri annað uppá teningnum. íþróttamenn mega ekki fá flensu án þess að það komi í blöðun- um. Ég var síðast í haust að dansa er- lendis og mun halda því eitthvað áfram þegar færi gefst, það má líka nefha Jóhannes Pálsson sem starfaði í Kóreu en er fluttur til Bandaríkjanna þar sem hann er við nám, Þóra Guð- jónsen starfaði erlendis en stundar nú nám. Nadia Banine starfar með litlum dansflokki í Bretlandi. Eva Hallbæk hefur starfað í Hamborg en hún er meira á söngleikjalínunni og starfar sem stendur í Las Vegas. Sveinbjörg Alexanders starfaði lengi hjá Jochen en er nú farin að kenna í Bandaríkjun- um. Það má einnig nefna, Auði Bjarnadóttur, María Gísladóttur og Unni Guðjóns sem hafa allar starfað eriendis en eru hættar og örfáir aðrir eru ótaldir. Ég hugsa að yfir heildina litið hafi íslenskir dansarar ekki reynt mikið fyrir sér erlendis. Ég segi sem betur fer. Það er af hinu góða að þeir fái aukna reynslu og menntun en við megum ekki við að missa þá alveg úr landi, það er af hinu vonda fyrir dans- flokkinn. En við þurfum fleiri samn- inga hér heima til að þróa flokkinn. Listdansarar fara ekki strax upp á svið að loknu námi, það þarf að aðlaga þá og gera þetta smátt og smátt," segir Katrín að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.