Alþýðublaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 1
MÞYÐIWÐIB Fimmtudagur 6. febrúar 1997 Stofnað 1919 19. tölublað - 78. árgangur Vinnuveitendasambandið segir tæknileg ómögulegt að semja um meginkröfur verkalýðshreyfingarinnar Umræðan snýst ekki um einhver lægstu laun - segir Þórarinn V. Þórarinsson og fullyrðir að kjarasamningar strandi á kröfum um að taka yfirborganir inn í kauptaxtana „Ég hef mjög miklar efasemdir um að fólk vilji fara í verkfall, óskaplega miklar.Það er aldrei hægt að útiloka verkföll. Hins vegar getur ekki komið til þeirra nema fullreynt sé um samn- inga og að fólkið sjálft samþykki að fara í verkfall", sagði Þórarinn V. Þór- arinsson, framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands íslands. Alþýðu- blaðið spurði hann álits á þeim um- mælum ýmissa verkalýðsleiðtoga að undanförnu, að þeir væru að yfirfara kjörskrár með það í huga að hefja at- kvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Þegar Þórarinn var spurður um hvort ógjörningur væri að koma til móts við kröfur sem gerðar eru um hækkun lægstu launa svaraði hann: „Við höfum verið reiðubúnir til að skoða sérstaklega stöðu þeirra sem hafa lægstar tekjur, en það hefur hins vegar komið upp nýtt í þessum við- ræðum. Umræðan snýst ekki um ein- hver lægstu laun, og kannski ekki heldur um lægstu tekjur. Þær hafa snúist um taxtakerfi, um það sem kall- að er að færa taxtakaup að greiddu kaupi, að taka yfirborganir inn í kaup- taxtana. Hins vegar hefur það gerst að dómur hefur fallið á þann veg að ein- staklingsbundna yfirborgun í formi óunninna tíma er óheimilt að lækka, Þórarinn hefur verið tíður gestur í Karphúsinu að undanförnu þar sem Þórir Einarsson ríkissáttasemjari reynir að miðla málum í kjardeilunum. með öðrum orðum að fella hana inn í kauptaxta. Þetta gerir tæknilega ómögulegt að semja um þessa megin- kröfu verkalýðshreyfingarinnar". Finna samningsaðilar þá enganflöt til að rœða saman á? „Þetta þvælist fyrir okkur", svaraði Þórarinn. Er krafan sem sett er fram um hœkkun lœgstu launa ósanngjörn? „Sanngirni eða ósanngirni kemur þessu máli afskaplega lítið við. Öllu frekar snýst málið um hvað er eðlilegt eða skynsamlegt", sagði Þórarinn V. Þórarinsson. Þaö var snjóþungt í gær og vindar létu ófriðlega. Meðan bílar sátu fastir í snjósköflum, eða ráku trýnið hver í annan blind- aðir af snjófjúki, treysti þessi aldni vegfarandi á tvo jafnfljóta. Enda vel bú- inn, í bomsum og íslands- úlpu með ullarvettlinga. Ljósm. E. Ól. Þingflokkur jafnaðar- manna með opinn fund Samræða um launin og réttlætið Þingflokkur jafnaðarmanna hefur ákveðið að efna til Samræðu um laun- in og réttlæuð á íslandi á Hótel Loft- leiðum á laugardaginn klukkan 14. Formið á fiindinum er nýlunda hér á landi. Þar munu forystumenn úr verkalýðshreyfingunni og hagfræð- ingar segja álit sitt á stöðu mála og svara fyrirspurnum þingmanna þing- flokks jafnaðarmanna. Þingflokkur jafnaðarmanna hefur að undanfömu heimsótt vinnustaði og rætt við ýmsa fulltrúa launafólks á skrifstofum samtaka þeirra. í fram- haldi af því efndi þingflokkurinn til umræðu utan dagskrár á Alþingi um alvarlega stöðu samningamála. Nú vill þingflokkurinn gefa almenningi kost á að fylgjast með samræðum þingmanna sinna við frammámenn í samtökum launafólks fyrir opnum tjöldum. Allir eru velkomnir á Hótel Loftleiðir laugardaginn 8. febrúar klukkan 14 til þess að sýna samstóðu og fræðast um þau viðhorf sem uppi eru. -Sjá auglýsingu um dagskrá fundarins á bls. 6. Fylgishrun Framsókn- ar á Reykjanesi Höfum ekk- ert málgagn „Vegir kjósenda eru órannsákan- legir. Þetta segir okkur að við höfum ekki staðið okkur nógu vel í að kynna markmiðið með því sem við erum að vinna að. Það gildir jafnt um forystu flokksins og okkur þingmennina, enda erum við málgagnslaus", sagði Hjálmar Árnason, alþingismaður Framsóknarflokksins í Reykjaneskjör- dæmi, vera helstu ástæður þess að flokkur hans tapaði 46,2% fylgi í skoðanakönnun Gallup, miðað við úr- slit síðustu kosninga. Hjálmar nefndi auk þess ýmsar aðr- ar ástæður, heilbrigðismál, álmál, um- hverfismál, erfiðar ákvarðanir í rfkis- stjórn og svo það að á miðju kjörtíma- bili vilji stjórnarflokkar standa veikt, einkum minni stjómarflokkurinn, og bætti svo við: „Þegar nær dregur kosningum gerist annað hvort að þeir hrynja eða blómstra. Eg trúi því að við munum blómstra". Hjálmar hafði enga haldbæra skýr- ingu á því að hinn stjórnarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur heldur aukið fylgi sitt í kjördæminu, sam- kvæmt könnun Gallup. -( Gísli Jónsson prófessor heldur því fram að Hitaveitu Reykjavíkur beri ekki að greiða neitt afgjald Kærir borgina fyrir meinta ólögmæta gjaldtöku „Það nær ekki nokkurri átt að fara svona í vasa borgaranna og það fbúa annarra bæja eins og Reykjavfkurborg fer í vasa Hafnfirðinga, Garðbæinga og Kópavogsbúa", sagði Gísli Jóns- son, prófessor, í samtali við blaðið. Hann hefur kært Reykjavfkurborg til félagsmálaráðuneytisins vegna meints ólögmæts afgjalds, sem Hitaveitu Reykjavfkur er ert að greiða. I greinargerð sinni segir GísU meðal annars: Á undanförnum árum hefur Reykjavíkurborg gert Hitaveitu Reykjavfkur að greiða afgjald til borg- arsjóðs. Gjaldið hefur farið sfhækk- andi og er nú komið í um það bil 30% af veltu. Hitaveita Reykjavfkur hefur einka- rétt á að reka hitaveitu á orkuveitu- svæði sínu, þar með talið í Hafnar- firði. Til að mæta kostnaði er Hitaveit- unni heimilt með lögum að taka gjald samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra orkumála staðfestir. Ekki er gert ráð fyrir að Hitaveitan skili arði, enda sé vandséð hvert hann ætti að renna. Reykjavfkurborg hefur ekki lagt Hita- veitunni til stofnfé að ráði, heldur hef- ur veitan nær alfarið verið byggð upp af kaupendum heita vatnsins. Umrætt gjald er í raun skattur sem Reykjavíkurborg leggur á notendur Hitaveitunnar, jafnt í Reykjavfk sem og í þeim bæjarfélögum sem orku- veitusvæði hennar nær til. Ekki er heimilt að leggja á skatt, nema með sérstakri lagaheimild en slfkt er ekki fyrir hendi í umræddu tilviki. Hér er því verið að misnota einokunarað- stöðu til ólögmætrar skattlagningar. I samtali við Alþýðublaðið sagðist Gísli eiga eftir að senda aðra kæru vegna Perlunnar, þar sem hann telur óheimilt að taka fé frá Hitaveitunni til reksturs hennar. Hann telur að fleira sé athugavert við rekstur Hitaveitunn- ar, meðal annars hafi hann séð í frétt frá 1995, að hún hafi fjárfest tíu millj- ónir í einhverju fyrirtæki í Austur- Evrópu og segir að til þess skorti allar heimildir. Gísli telur að það sé skýlaust að hafi vatnsveitur - og hann telur að hitaveita hljóti að vera skilgreind sem vatn- sveita - arð af rekstri sínum beri þeim að nota hann til þess að lækka gjald notenda næsta ár á eftir og að þær hafi ekki heimild til að ráðstafa honum á annan hátt. Því telur hann að sá hluti samnings hitaveitunnar og Hafnar- fjarðarbæjar sem kveður á um að Hafnarfjarðarbær fái ákveðna hlut- deild í þeim arði Hitaveitunnar sem fer yfir ákveði mark, standist ekki og krafa Hafnarfjarðarbæjar um að fá ágóðahlut nú sé í raun tilraun til að fá hlutdeild í illa fengnu fé. Gísli sagði að lokum að hann ætti ekki von á að fá neina niðurstöðu í þetta mál frá félagsmálaráðuneytinu, en formsins vegna yrði hann að kæra þangað fyrst, áður en hann gæti sent málið til umboðsmanns Alþingis, en þar á hann von á málefnalegri méð- ferð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.