Alþýðublaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 4
I 4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ F Islensk dagskrá í Kaffileikhúsinu Forn fróðleikur og trúðalæti Ég er dubbaður upp eins og doktor, með hatt og tilheyrandi, og reyni að miðla af fornri speki en er sýknt og heilagttruflaður af trúðalátum einhverra afstyrma," segirÁrni Björnsson þjóðháttafræðingur en Kaffileikhúsið frumsýnir á laugardag dagskrá sem fengið hefur heitið, „íslenskt kvöld með...Þorra, Góu og þrælum." „Ég tala eins og íslensku hirð- skáldin þegar norrænir konungar fóru að vera alþjóðlegir og hafa hjá sér hirðfífl og láta þýða fransk- ar riddarasögur," segir Árni. „Þá brugðust íslensku skáldin illa við því áður voru þau svo að segja að- alskemmtikraftarnir við hirðina. Það eru til kvæði eftir íslensk hirð- skáld þar sem þau býsnast yfir því að missa bissniss. En ég sé um að tengja dagskrána og fjalla almennt um Þorra og Góu og nokkur önnur atriði sem tengjast þessum miðs- vetrarfagnaði. Mér leyfist ekki að segja meira um sýninguna. Leik- stjórinn bannar það.“ Skrípaleikur og fróðleikur Ekki er um að ræða Þorrablót heldur kvöldskemmtun þar sem leitast er við með frásögn, leikat- riðum og tónlist að varpa ljósi á forna og nýja Þorra og Góusiði á fræðandi og sprellfyndinn hátt. „- Þetta verður því einskonar blanda af hálflærðum fyrirlestri og skrípa- leik,“ segir Árni og bætir við að fyrirmyndin sé sótt í gamla ítalska leikhefð sem Dario Fo hafi endur- vakið. H Arni Björnsson þjóðháttafrædingur hefur samið kafla með þjóðlegum fróðleik og leiðir dagskrána áfram í hlutverki sögumanns. Góa kemur með gæðin sín gefst þá nógur hitinn. Fáir sakna Þorri, þín. Þú hefur verið skitinn. Diddi fiðla og Vala Þórs Meðan Árni Björnsson sér um fræðimannshliðina og leiðir dag- skrána áfram í hlutverki sögu- manns hefur Vala Þórsdóttir leik- kona samið leikatriði sem hún flyt- ur ásamt Haraldi G. Haralds leik- ara. Um tónlistina sér svo alfarið Diddi fiðla en leikstjóm er í hönd- um Brynju Benediktsdóttur. Boðið er að venju upp á kvöld- verð fyrir sýningar á hóflegu verði en um matreiðsluna sér hinn ís- lensk/spænski kokkur Eduardo Perez. Lögð verður áhersla á ljúf- fengt íslenskt hráefni eins og söl, hrogn, eðalfisk, gellur og rúgbrauð matreitt á óvæntan hátt. Sýningar hefjast klukkan 21, en húsið opnar klukkan 19. Allar nánari upplýs- ingar fást í síma 551-9030. Leikararnir, Harald G. Haralds og Vala Þórsdóttir ásamt leikstjóranum Brynju Benediktsdóttur og Didda fiðlu. Ásdís Sigurþórsdóttir sýnir í Gerð^rsafni Lágmyndir Asdísar Li^taklúbbur Leikhúskjallarans á mánu- dagkvöld Einstakur tónlistar- viðburður! Tveir ungir tónlistarmenn frá Hol- landi halda tónleika á vegum Lista- klúbbs Leikhúskjallarans næstkom- andi mánudagskvöld í samvinnu við ræðisskrifstofu Hollands á fslandi. Það eru þeir Jeroen den Herder selló- leikari og Folke Nauta píanóleikari sem leika fýrir áhorfendur en þeir em með fremstu tónlistarmönnum Hol- lendinga og koma hér við á leið í tón- leikaferð til Bandaríkjanna. Báðir hafa þeir hlotið margvíslegar viðurkenn- ingar og verðlaun. Jeroen den Herder er 25 ára að aldri og prófessor við Tónlistarháskólann í Utrecht. Hann hefur leikið einleik með ýmsum hljómsveitum, meðal annars Sinfóníuhljómsveitinni í Pét- ursborg, Austurhollensku Sinfóníu- hljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveit Bohemíu. Hann hefur leikið einleik víða um heim m.a á Spáni, Frakk- landi, Ítalíu, Rússlandi og Bandaríkj- unum. Er hann lék með Sinfóníu- hljómsveit Pétursborgar á tónleikum í Reims árið 1993, sagði Yehudi Menu- hin meðal annars: ,Jeroen den Herder lék með tilfmningu og næmi og ég trúi að hann eigi eftir að verða dásamlegur sellóleikari. Folke Nauta er 23 ára að aldri og hlaut fyrstu verðlaun sín aðeins og hlaut fyrstu verðlaun sín aðeins 12 ára gamall er hann vann alþjóðlegu Moz- art samkeppnina íyrir unga píanóleik- ara. Ári síðar vann hann samkeppni um efnilegustu tónlistarmenn Hol- lands en þau verðlaun hlaut hann aftur árið 1988. Hann hefur unnið fjölda- mörg önnur verðlaun meðal annars tónlistarverðlaun hollensku pressunn- ar og leikið víða um heim til dæmis með norsku Fílharmóníusveitinni. Þegar hann fékk aðalverðlaun Philips Morris samkeppninnar fylgdu þessi orð: „Píanóleikari í hæsta gæðaflokki með einstakar tónlistargáfur." Á verkefnaskrá tónleikanna eru meðal annars verk eftir Debussy, Schumann, Messiaen de Falla og Brahms. Tónleikamir hefjast kl. 21.00 en húsið opnar klukkan 20.30. Laugardaginn 8. febrúar opnar Ás- dís Sigurþórsdóttir sýningu á lág- myndum í vestursal Listasafns Kópa- vogs. í verkunum á sýningunni sam- einar hstakonan skúlptúr og málverk. Lágmyndimar em mótaðar úr bómull- arpappír sem festur er á tré. Pappírinn gefur myndunum lífræna áferð og á þennan gmnn málar Ásdís ýmist með olíu, akrýlitum eða vaxi. Ásdís útskrifaðist úr Myndlista og handíðaskóla íslands árið 1980. Hún stundaði framhaldsnám við Listaskól- ann í Toronto veturinn 1994 til 1995. Þetta er fimmta einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt í mörgum sam- sýningum heima og erlendis. Sýning- unni lýkur sunnudaginn 2. mars. Hún er opin alla daga nema mánudaga frá 12 til 18. Fyrsta einkasýning Sólveigar Helgu Jónasdóttur Táknmyndir hug- ans-minningarbrot Sólveig Helga Jónasdóttir mynd- menntakennari opnar sýningu á neðri hæð Listasafns Kópavogs á laugar- daginn sem hún nefnir Táknmyndir hugans- minningarbrot. Verkin á sýningunni em unnin í olíu á striga á árinum 1991 til 97. Maðurinn og fjöllin em meginstefið í minninga- heimi listakonunnar en eðli minning- ana ólíkt. Sumar eru sléttar og stroknar, aðrar þokukenndar og enn aðrar túlkaðar af tilfinningahita og snöggum pensildráttum. Sólveig Helga er fædd á Siglufirði 1945. Hún stundaði nám við Mynd- lista og handíðaskóla íslands 1962 til 66, og 1988 til 89. Þetta er fyrsta einkasýning hennar en áður hefur hún tekið þátt í samsýningu Félags íslenskra myndlistarmanna í Nor- ræna húsinu árið 1975. Sýningunni lýkur sunnudaginn 2. mars en hún er opin alla daga nema mánudaga frá 12 til 18. Félag um 18 aldarfræði Málþing um 18. öldina í Þjóðarbókhlöðu Félag um 18 aldar ífæði heldur mál- þing sem ber yfirskriftina „Staða rann- sókna á sviði 18 aldar fræða,“ laugar- daginn 8. febrúar næstkomandi í Þjóð- arbókhlöðu, fyrirlestrarssal á 2. hæð. Málþingið hefst klukkan 13 og því lýkurum 16.30. Á málþinginu verða flutt fimm stutt erindi um stöðu rannsókna í einstök- um fræðigreinum á sviði 18 aldar fræða. Erindi og flytjendur eru sem hér segir: Guðmundur Hálfdánarson dósent í sagnfræði við Háskóla íslands flytur erindi um sagnffæði. Vésteinn Ólason, prófessor í ís- lenskum bókmenntum við Háskóla ís- lands flytur erindi um bókmenntir. Gísli Sigurðsson, sérfræðingur við stofnun Áma Magnússonar flytir er- indi um þjóðfræði. Svavar Sigmundsson dósent í ís- lensku fyrir erlenda stúdenta við Há- skóla Islands flytur erindi um mál- fræði. Inga Huld Hákonardóttir sagnfræð- ingur flytur erindi um kvennafræði. Að erindunum loknum verða pall- borðsumræður sem fyrirlesarar taka þátt í ásamt Gunnari Harðarsyni lektor í heimspeki við Háskóla íslandis Veitingar verða fáanlegar í kaffi- stofu Þjóðarbókhlöðu, 2. hæð en fund- arstjóri verður Sveinn Yngvi Egilsson bókmenntafræðingur. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 Helgi Gíslason sýnir í Listasafni Kópavogs Högg- myndir, mannlýs- ingar, kolateikn- ingar „Verkin á sýningunni vísa til fýrri verka minna en maður endurfæðist ekki í hvert sinn," segir Helgi Gíslason myndhöggvari en hann opn- ar á laugardaginn sýningu á höggmyndum ívestursal Gerðarsafns í Kópavogi. Á sýningunni eru sjö höggmyndir unnar í gifs og fjórar mannlýsingar úr bronsi og gifsi. „Ég kalla portrettin mannlýsingar því mér finnst það fal- legra orð, mannslýsingamar em af ein- stakhngum sem mér finnst áhugaverðir en nöfn þeirra hanga uppi við hlið verkanna.“ Einnig mynda þijár stórar kolateikn- ingar sem vísa til fyrri verka lista- mannsins eins konar ramma um sýn- inguna. Mannslíkaminn er meginvið- fangsefnið í verkum Helga að þessu sinni og því er um visst afturhvarf til verka hans ífá upphafi 9. áratugarins að ræða. Þetta er fjórtánda einkasýning Helga sem er fæddur árið 1947 en hann hefur tekið þátt í íjölmörgum samsýn- ingum hér heima og erlendis. Utílista- verk hans em víða um landið og einnig vann hann mörg verk í Fossvogskirkju er hún var endurgerð að innan árið 1990. Helgi hefur fengið ýmsar viður- kenningar fyrir list sína, þar á meðal bjartsýnisverðlaun Bröstes árið 1991. Sýningunni lýkur 2. mars en hún er op- in alla daga nema mánudaga ffá klukk- an 12tíl 18. Staðfastur í trúnni á listrænt sannleiksgildi í Hafnarborg opnaði um helg- ina sýning á verkum Einars Bald- vinssonar listmálara. Hann er ís- lendingum að góðu kunnur enda hefur hann haldið fjölda sýninga frá því hann sýndi fyrst í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1958. I sýningarskrá ritar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur en hann segir meðal annars. „Einar G. Baldvinsson hefur nánast alla starfsævi sína málað tilbrigði um þann veruleik sem blasti við hon- um á þroskaárum hans, þorps- stemmningunni í Reykjavík, and- rúmsloftið við höfnina, sambýli þorps og hafs. Einar er maður formfestu, skipulegrar mynd- byggingar og samræmdra lita. Hann er staðfastur í trúnni á list- rænt sannleiksgildi þessara þátta og unir sér sjaldan hvíldar fyrr en þeim hefur verið haldið til skila. En hann er líka ljóðskáld og músíkant í litum,- tónlistin var enda hans fyrsta ást- og fetar í myndum sínum mjótt einstigið milli angurværðar og gleði. Um- fram allt er Einar heill og sannur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur." Sýningin stendur til 17 febrúar og er hún fyrsta einkasýning Ein- ars um nokkurt skeið en hann hefur þó einnig tekið þátt í fjölda samsýninga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.