Alþýðublaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 5
FiMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 v i ð t a I i ð ■ Skömmu fyrir andlát Haraldar Sigurðssonar átti nafni hans Jóhannsson samtal við hann um gamla tíma í desembermánuði 1994 horfir Haraldur Sigurðsson eftir bókasafni sínu niður í kassana, en það var selt Bókasafni Akraness. Viðtal við Harald Sigurðsson rit- höfund og fyrrum bókavörð í Landsbókasafninu átti ég sum- arið 1995 og hóf ég það á þessum orð- um: Haraldur, þú munt fœddur í Lund- arreykjadal? ,Já, á Krossi í maí 1908. Foreldrar mínir voru Sigurður Jónsson, bóndi þar og kona hans, Halldóra Jóelsdóttir. Vorum við fjögur systkinin, tvær dæt- ur og tveir synir. Systur mínar eru lámar, Guðjón bróðir minn er á lífi.“ Voru foreldrar þínir af borgfirskum œttum? ,Já, eins langt aítur sem vitað er, en ekki úr Lundarreykjadal heldur úr uppsveitum Borgarljarðar. Rek ég þær ekki. Fyrir ættfræði er ég ekki gefinn. Þrennt hef ég ráðlagt mönnum að forðast: Að stunda ættfræði, að tefla skák, að lesa Sturlungu. Þeir sem á því byija verða brátt forfallnir." Hvernig var umhorfs í Lundar- reykjadal á þfnum bemskuárum? „Gamli tíminn var þá enn ríkjandi að miklu leyti, þótt til nýs tíma segði líka. Margir gamlir torfbæir höfðu verið rifnir og timburhús reist í þeirra stað. Nokkrir torfbæir stóðu þó enn fram yfir 1930.“ Snartastaðir, Kistufell og bær fyrir innan Hól. „Það mun rétt munað." Hvemig var bamafræðslu háttað í dalnum? „Hún var léleg. Bamaskóli var ekki haldinn í sveitinni. Nokkra tilsögn veitti presmrinn á Lundi, séra Sigurð- ur Jónsson, sem giftur var bróðurdótt- ur Hallgríms Sveinssonar biskups. Þekkti ég fólkið í Lundi vel. Ýmsir leiðbeintu bömunum. Og öðm hveiju var kennari um skeið í dalnum. Mér var kennt að lesa á bók sem hét Krist- urfrelsari vor. Með þá bók mátti ekki fara illa, svo að mér var ekki trúað fyr- ir henni. A bæinn kom svo kaupakona sem átti aðra bók, Óttalegan leyndar- dóm. Þegar hún fór gaf hún mér bók- ina. Þá fór ég að lesa.“ Minnist þú margs fólks úr Lundar- reykjadal? „Eg man eftir öllum í dalnum á bernsku- og æskuárum mínum. Of langt yrði upp að telja. Get ég þess að á grannbæ, Skarði, var mikið kunnin- gjafólk okkar, hjónin Amý og Þor- steinn, sem síðar dó úr berklum eins og allmargir úr fjölskyldu hans. Frið- jón, eldri sonur þeirra hjóna, var tveimur árum yngri en ég, fæddur 1910, og var vinskapur með okkur. Hann veiktist síðar af berklum. Get ég þess að svo bar við 1931 að ég heim- sótti Friðjón á Vífilsstaði daginn sem hann dó.“ Var kunningsskapur með ykkur Magnúsi Ásgeirssyni? „Ekki á bernskuárum mínum. Magnús var átta ámm eldri en ég, en ég man eftir honum sem strák. Kunn- ingsskapur okkar hófst síðar." Fékkstu snemma hug á framhalds- námi? ,Já, það má segja. Þegar ég hafði á því tök þá 18 ára gamall, fór ég til Ak- ureyrar, í gagnftæðadeild Menntaskól- ans.“ Það hefur veríð 1926? „Ég var í öðrum og þriðja bekk skólans frá 1926-1928.“ Hvemigféll þér námið? „Gagnfræðadeildin var góður skóli. Af bám samt sem áður tveir kennarar, Einar Olgeirsson og Pálmi Hannes- son. Sigurður Guðmundsson var líka ágætur kennari, en af gamla skólan- um.“ Hverra skólafélaga viltu minnast? „Að sjálfsögðu margra, en ég nefni aðeins þijá sem vom í bekk með mér, Ásgeir Blöndal Magnússon, Karl fs- feld og Sölva Blöndal. Ári á eftir okk- ur var Sigurður Guðmundsson." Fékkstu áhuga á stjómmálum á Ak- ureyrí? „Áhuga á stjómmálum fékk ég þeg- ar ég las bók' Stefáns Péturssonar, „Byltinguna í Rússlandi". Kynntist ég Stefáni síðar og urðum við ágætir kunningjar. Var ég einn af þeim fáu sem fylgdu honum til grafar." Hvenær hófstu nám í Menntaskól- anum íReykjavík? „Það mun hafa verið 1930.“ Þú hefur þá verið í Reykjavík þegar Kommúnistaflokkur íslands var stofn- aður? „Ég var einn stofnenda flokksins og í honum starfaði ég.“ Hvers vegna hœttir þú námi í Menntaskólanum ? „Sakir féleysis. Þá var kreppa og lít- ið um vinnu.“ Hvað tókstu þér síðan fyrir hendur? ,,Ég tók til við þýðingar." Varstu við þýðingar á Krossi eða í Reykjavík? „í Reykjavík. Eftir að ég fór ftá Ak- ureyri dvaldist ég ekki á Krossi nema sem gestur og þá ekki langdvölum." Hver var fyrsta þýðing þt'n? „Sagan af San Michele eftir Axel Munthe. Þýddi ég hana ásamt Karli ís- feld. Sat ég heilt sumar yfir þýðing- unni. Kom bókin út árið 1933, náði miklum vinsældum og seldist sem heitar lummur. Og á eftirfylgdi Frá San Michele til Parísar? „Já, þremur árum síðar, 1936. Ári áður, 1935, kom út þýðing mín á Silju, skáldsögu eftir F.E. Sillanpaa og þremur árum síðar, 1939, á annarri skáldsögu hans, Skapadægri. Árið eft- ir, 1940, komu út tvær bækur í þýð- ingu minni, Gösta Berlings saga eftir Selmu Lagerlöf og Marco Polo eftir Aage Karup Nielsen." Þú munt Kka hafa búið bœkur til prentunar? „Sjálfsævisögu séra Þorsteins Pét- urssonar á Staðarbakka 1947 og síðar Skólaræður Sveinbjarnar Egilssonar rektors og Voyage en Islande eftir Gaimard." Og að auki eina af Árbókum Ferða- félags íslands? „Já, 1954, um Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar.“ Þegar Þjóðviljinn var stofnaður haustið 1936 varðst þú blaðamaður hans. Hvemig atvikaðist það? „Að nokkru fyrir hendingu. Einar Olgeirsson var ritstjóri og ég blaða- Þrennt hef ég ráðlagt mönnum að forðast: Að stunda ættfræði, að tefla skák, að lesa Sturl- ungu. Þeir sem á því byrja verða brátt for- fallnir. maður, en Þorsteinn Pétursson lagði okkur stundum lið. I ársbyijun 1937 kom Sigurður Guðmundsson að blað- inu. Hvarf hann ffá námi í jarðfræði í Svíþjóð." Skrifaðir þú aðallega innlendar fréttir eða útlendar? „Með okkur var engin verkaskipting." Telur þú að Kommúnistaflokkurinn hafi átt Þjóðviljanum að þakka kosn- ingasigur sinn 1937 þegar hann fékk þrjá þingmenn kjöma? , Já, að talsverðu leyti.“ Hvar var Þjóðviljinn prentaður ( fyrstu? „f prentsmiðju Ljósberans í Berg- staðastræti, sem manna á milli var kölluð Jesúprent. Þar var síðar prent- smiðja Jóns Helgasonar. Þarna var Þjóðviljinn prentaður í liðlega tvö ár en fluttist síðan í kjallarann í húsi Garðars Gíslasonar við Hverfisgötu. Þaðan fluttist hann í Garðastræti, í prentsmiðju Björns Jónssonar, sem Ragnar Jónsson í Smára tók við. Tveimur eða þremur árum síðar stofh- aði Ragnar Jónsson Bókaútgáfuna Helgafell." Hvenær hættir þú á Þjóðviljanum? „Veturinn 1940.“ Hvað tók við? „Ég fór að starfa fyrir Ragnar Jóns- son við bókaútgáfuna.“ Hvenær varðst þú bókavörður á Landsbókasafninu ? „Það var sex árum síðar, 1946.“ Hafðir þú þá þegar áhuga á landa- kortum? „Stráklingur, um 13 ára gamall, kom ég að Hóli í Lundarreykjadal. Húsfreyjan þar átti 1. hefti af Land- fræðisögu Þorvalds Thoroddsens. Ég held að áhugi minn á landakortum hafi vaknað við lestur hennar." Var sú húsfreyja móðir Kristins Bjömssonar læknis? ,Já, þeirra bræðra." Fyrra bindi Kortasögu þinnar kom út nokkru eftir 1970, ef mig misminnir ekki. Áður hlýtur þú að hafa unnið að henni ífjölmörg ár? „Ég fór að undirbúa hana á fimmta áratugnum, að viða að mér efni, en við skriftir tók ég ekki til fyrr en komið var fram á sjötta áratuginn. Og þá sneri ég mér alls hugar að samningu hennar.“ Hvemig gekk þér að fá útgefanda að Kortasögunni? „Annar útgefandi en Menningar- sjóður kom ekki til álita. Hann var lengi að gera upp við sig hvort í út- gáfu hennar skyldi ráðast. Til útgáfu hennar þarfnaðist hann aukalegs fjár- framlags." Meðal annarra orða, er talið að Pýþeas frá Massalia hafi siglt hingað til lands? „Frá stað þeim sem nú er Marseille, lagði hann upp á fjórðu öld f. Kr. og mun hafa kornið til einhvers lands norðan Bretlands." Kort sín gerði Ptolemaeus á Eg- yptalandi á 2. öld, ef ég man rétt? „Það er að segja ef hann gerði korún.“ Dregur þú í efa að ís t' Islandi merki klaka? „Nei, alls ekki, hvað sem um nafh- gift Hrafna-Flóka verður sagt.“ Eru til engilsaxnesk kort frá því um 1000 með heitinu Island við eyland? , Já, til er það kort.“ Sagnir eru um að fiskiskip frá Brist- ol hafi stundað veiðar við Nýfundna- land, áður en Kólumbus sigldi til Am- eríku 1492. ,Já, það er nær víst að veiðar þeirra þar hafi áður hafist." Mun Kólumbus hafa komið til ís- lands? „Það ritaði sonur Kólumbusar eftir dauða hans. Vitað er að Kólumbus kom til Bretlands. Lítil ástæða er þess vegna til að rengja þá frásögn sonar hans.“ Eru uppi getgátur um að Portúgalar hafi haft spumir af Ameríku áður en Kolumbus lagði upp? „Hvað sem þeim sögusögnum líður, er fullvíst að Kólumbus þekkti vinda- kerfi Atlantshafs. Hann sigldi ekki beint í vestur frá Portúgal, heldur til Kanaríeyja í veg fyrir staðvindinn frá austri til vesturs. Við eyjar í Karíbahafi beið hann staðvindsins frá vestri til austurs." Á miðöldum hlýtur kortagerð að hafa verið nær ævintýralegt starf? „Já, ekki síst vegna hleypidóma manna.“ Undir lokin, hvemig féll þér staða bókavarðar í Landsbókasafhinu? „Mér lfkaði þar vel. Starfsliðið var gott þegar ég hóf þar störf og alla tíð síðan." Þú munt hafa starfað í Félagi bóka- varða. ,Já, á sjöunda áratugnum." Og varst formaður þess um skeið? , Já, frá 1965 til 1969 “ Að síðustu, Hdskóli íslands gerði þig að heiðursdoktor. „Það var 28. júní 1980.“ ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.