Alþýðublaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 ■ Steingrímur J. Sigfússon leggurfram fyrirspurn um áfeng- isauglýsingar og krafðist utandagskrárumræðu um Þetta furðulega brennivínsmálaráð... ■ Óhreyfðar sparisjóðsbækur 66 milljónir á biðreikningi - sem virðist komið fram í dulargervi sem stjórn ÁTVR. Tugír milljóna króna liggja inni á sparisjóösbókum sem ekki eru hreyfðar árum saman. svari viðskiptaráðherra við fyrirspum Guðmundar Hallvarðssonar. Fjöldi bóka á biðreikningi em um 216.000 og heildarupphæð þeirra nemur rúmlega 66 milljónum. sparisjóðsvöxtum. Haldin er nafna- skrá yfir allar bækur sem fluttar hafa verið á biðreikning og jafn- framt er eigendum gert viðvart ef unnt er að ná til þeirra. ■ „Það á ekki að setja svona ákvæði í lög og gefa fjálglegar yfirlýsingar um að á svona málum eigi að taka, ef það em svo orðin tóm“, sagði Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, þegar blaðið spurði hann hvort það væri að gefnu tilefni að hann hefur lagt fram fyrirspum á Alþingi til dómsmálaráð- herra um áfengisauglýsingar. Þá óskaði Steingrímur eftir utandagskrár- umræðum um „þetta furðulega brenni- vínsmálaráð sem virðist vera komið fram í dulargervi sem stjóm ÁTVR.“ Fyrirspurnin um auglýsingar er í tveim liðum þar sem Steingrímur spyr hvernig eftirliti ráðuneytisins um framkvæmd banns við áfengisauglýs- ingum sé háttað og hvort ráðuneytið telji að gildandi lög þar um hafí náð því markmiði sínu að draga úr beinum eða óbeinum áfengisauglýsingum. „Ég hef orðið var við dæmi þess að menn séu heldur að færa sig upp á skaftið í óbeinum og jafnvel hreinum og beinum áfengisauglýsingum, þvert á þann tilgang Iagabreytinga ffá 1995 að draga úr þessu og auðvelda mönn- um að koma í veg fyrir duldar eða óbeinar auglýsingar", sagði Stein- grímur. Steingrímur sagðist bíða eftir að heyra hvert svarið verður, en útilokar ekki að hann muni flytja tillögu til úr- bóta ef svarið gefur tilefni til. „Bæði er að ég tel að við eigum að vera vel á verði gegn því að mönnum sé auðveldað að auglýsa þessa vöru eða ýta undir sölu hennar, hvort held- ur það er með auglýsingum eða gegn- um einkavæðingu á versluninni svo einkaaðilar geti grætt á því að selja sem mest af henni“. Steingrímur sagðist hafa beðið um utandagskrárumræðu um „þetta furðu- lega brennivínsmálaráð sem virðist Steingrímur: Lætt inn í lögin heimild til að setja rekstrarstjórn yfir ÁTVR og hún er allt í einu orðin stefnumótandi batterí í áfengismáium. vera komið fram í dulargervi sem stjórn ÁTVR“, eins og hann orðar það. „Það er hið kostulegasta mál. Því var lætt inn í lögin, með sakleysislegu yfirbragði, sem heimild til að setja einhvers konar rekstrarstjórn yfir ÁTVR og hún er allt í einu orðin að stefnumótandi batteríi í áfengismál- um“, sagði Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður. ■ Alls hafa 3,608 sparisjóðsbækur innan ríkisbankanna staðið óhreyfðar í meira en fimmtán ár og nema inni- stæður þeirra samtals rúmlega 30 milljónum. Að auki eru sparisjóðs- bækur sem ekki hafa hreyfst síðastlið- inn 20 ár fluttar á svonefndan bið- reikning, þangað eru einnig fluttar sparisjóðsbækur með nijög lágar inni- stæður sem ekki hafa hreyfst um nokkurra ára skeið. Þetta kemur fram í Almennt flytjast innistæður á biðreikning ef sparisjóðsbókin hef- ur ekki hreyfst í 20 ár en gerð er undantekning frá þeirri reglu ef um mjög lágar fjárhæðir er að ræða. Tilgangurinn með því að flytja bækur á biðreikning er að spara í rekstri því kostnaður fylgir hverjum reikningi. Innistæður bíða á bið- reikningi þar til þeirra er vitjað og eru reiknaðir vextir með almennum ■ Ungir sjálfstæðismenn vilja uppstokkun á tekjuskattskerfinu Verður að koma með einfalt gegnsætt kerfi fengið að standa óbreytt. Tekjutenging ýmissa bóta og greiðslna hefur ýmist verið tekin upp eða stóraukin. Þar má nefna: bama- bætur (barnabótaauka), vaxtabætur, húsaleigubætur, ellilífeyri og afborg- anir af lánum LÍN. Þrátt fyrir tal stjómmálamanna um neikvæð áhrif tekjutenginga var á síðast liðnu ári ákveðið að bæta um betur og láta vaxtatekjur skerða rétt til töku ellilífeyris, enda hafa mót- mæli eldri borgara við þessu hátta- lagi ekki farið framhjá neinum. Orð og athafnir virðast því ekki hafa far- ið saman. Tillögur SUS til úrbóta em þessar: Tekin verði upp tvö skattþrep, 2% á mánaðartekjur upp að kr. 125.000, og 25% á mánaðartekjur umfram það Persónuafsláttur og sjómannaafslátt- ur falla niður. Barnabætur verði kr. 50.000 með hverju barni á ári til 16 ára aldurs. Barnabætur einstæðra foreldra verði kr, 100.000 með hveiju bami. I stað vaxtabótakeríís verði tekinn upp sérstakur skattafsláttur til þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu fbúð, í samræmi við tillögur þær sem SUS gefur áður kynnt. „Núverandi kerfi kemur sérstak- lega illa niður á ungu fólki sem er að koma sér upp fjölskyldu. Það má segja að það fólk sé fast í fátæktar- gildru og við viljum losa það úr henni“, sagði Guðlaugur Þór. ■ - segir Guðlaugur Þór Þórðarson formaður SUS. „Það er skoðun okkar að það þýði verið ákveðinn. Með sama hætti hefðu ekkert að reyna að lappa upp á þetta skattleysismörk einstaklings nú átt að tekjuskattskerfi. Það er búið að reyna vera við tekjur að fjárhæð kr. 77.151. það síðan 1988 með árangri sem allir þekkja. Það verður að gera uppskurð á því og koma með einfalt gegnsætt kerfi sem gefur fólki kost á að njóta árangurs erfiðis sfns“, sagði Guðlaug- ur Þór Þórðarson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, í samtali við blaðið. SUS hefur afhent Davíð Odds- syni, forsætisráðherra, tillögur sínar um uppstokkun á tekjuskattskerfinu. Tekjuskattskerfi okkar íslendinga er komið í ógöngur, er inngangssetningin í tillögunum. Þar segir einnig að gagn- rýnisröddum fjölgi og flestir geri sér Ijóst að við óbreytt ástand verði ekki unað lengur. Stjómmálamenn segjast skilja vandann og viðurkenna að end- urbóta sé þörf. En þar við situr. Helstu staðreyndir til stuðnings máli sínu segir SUS vera þessar: Þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp á árinu 1988 var skatthlut- fallið 35,2%. í ár verður það 41,98%. Skatthlutfallið hefur því á þessu ára- bili hækkað um tæplega 20%. Til við- bótar hefur verið tekinn upp sérstakur 5% hátekjuskattur. Persónuafsláttur hefur hækkað að raungildi frá því að staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp. Ef persónuafslátt- ur hefði fylgt verðlagsbreytingum, eins og stefht var að við upptöku stað- greiðslunnar, hefði persónuafsláttur í janúar 1997 átt að vera kr. 27.157 í stað kr. 24.544 eins og hann hefur nú Skattleysismörkin nú miðast hins veg- ar við kr. 60.902. Þessar breytingar hafa leitt til þess Guðlaugur Þór Þórðarson telur að það hafi fjarað undan tekjuskattskerfinu. að skattbyrði hjóna með meðaltekjur er nú að minnsta kosti 70% hærri en ákvæði skattalaganna frá 1988 hefðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.