Alþýðublaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 1
MÞYD1W9IB Föstudagur 7. febrúar 1997 Stofnað 1919 20. tölublað - 78. árgangur ¦ Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri tekur undir skoðun Davíðs Oddsson- I ¦ Fylgishrun Fram- ar á mögulegri kaupmáttaraukningu | sóknar í Reykjavík Stærsta verkefniö að bæta lægstu launin - segir Steingrímur og vill að dagvinnukaup verði hækkað en launfyriryfirvinnu lækki. „Vitanlega hef ég mína skoðun og get ekki leynt henni. Hún er sú, að ég held að það hljóti að vera eitt stærsta verkefnið framundan að bæta lægstu launin og ég held að það sé brýnna ný en nokkru sinni fyrr", sagði Stein- grímur Hermannsson, seðlabanka- stjóri og fyrrverandi forsætisráðherra, þegar Alþýðublaðið spurði um hans mat á kröfum verkalýðshreyfmgarinn- ar í yfirstandandi kjarabaráttu. „Eg tek undir það sem forsætisráð- herra sagði í þessu efni. Hann sagði að nú ætti að bæta launin eins og frekast væri unnt og nefhdi í því sambandi í viðtali við Morgunblaðið kaupmáttar- aukningu um þrjá til fjóra af hundraði á ári næstu þrjú ár. Það tel ég mjög gott markmið og ég tel að þjóðarbúið þoli það prýðilega. Hinu er svo ekki að leyna að ef launin spennast upp úr öllu valdi í hundraðshlutum til þeirra sem hærra eru launaðir líka, þá kahn það að fara að hafa áhrif. Menn verða að finna leið til að hemja það á ein- hvern máta. Það hefur að vísu aldrei tekist," sagði Steingrfmur. „Leiðin til að ná þessum launabót- um er framleiðniaukning. Vitanlega er afar sárt að sjá það sem tölur virðast benda til, að afköst hér séu ekki eins mikil í ýmsum atvinnugreinum hér eins og eru erlendis. Eg er líka þeirrar skoðunar að við eigum að hækka dagvinnukaupið og lækka yfirvinnukaupið til þess að draga okkur út úr þessari yfirvinnu- plágu sem hér hefur verið og þrælkun á fjölda fólks. Að vísu er tilskipun um takmörkun á vinnutíma að koma frá Brussel, en það er helv. . . hart að þurfa að láta Brussel skipa okkur fyrir í svo sjálfsögðum málum. Með þeirri tilskipun er heldur ekki sagt að dag- vinnukaupið verði hækkað og eftir- vinnukaupið lækkað. Það er mjög ánægjulegt að hér virð- ist vera mjög mikill vöxtur í hátækni- iðnaði, einkum hugbúnaðarfram- leiðslu. Þar má nefna fyrirtæki eins og Marel og mörg önnur sem hafa staðið sig mjög vel og ég held að þegar við lítum á framtíðarþjóðfélag ættum að færa okkur sem allra mest yfir á það svið. Þetta eru fyrirtæki sem hafa efni á að greiða hærri laun. Þarna held ég að menntakerfið þurfi að bæta og það eru sorgarsögur sem af því eru sagðar, og satt að segja hroða- legar. Ég held að mikil hækkun á launum núna, ef þær ganga yfir allt og án þess að grundvöllurinn sé treystur, geti þýtt kollsteypur. Ég held að við eigum að koma okkur yfir í þjóðfélag sem borgar verulega hærri laun, mannsæmandi laun. Það gerum við með því að auka menntunina mikið og leggja áherslu á þær atvinnugreinar sem skapa mikinn virðisauka og geta borgað hærri laun", sagði Steingrímur Hermannsson. ¦ Jón Baldvin Hannibalsson Vill úttekt á áhrifum mynt- bandalags Evrópu „Meðan ríkisstjórnir allra aðild- arrfkja Evrópusambandsins og EES-rfkja eru nú að kanna til þrautar hvaða áhrif þessar breyt- ingar muni hafa á viðskiptalega stöðu þeirra svarar forsætisraðherra íslands því aðspurður á Alþingí, að myntbandalag Evrópu yrði vænt- anlega til þægindaauka fyrir ís- lenska ferðamenn í útlöndum. Helst var á honum að skilja að máhðsneristeinnúttumþað.Hann sagði að ekki kæmi til greina að ls- lendingar gerðust aðilar að þessu samstarfi - eins og þeim standi það til boða. Svar forsætisráðherra lýsir með dæmigerðum hætti hugsun núverandi stjórnarforystu um al- vörumál af þessu tagi," segir Jón Baldvin Hannibalsson. Hann hefur ásamt þeim Ágústi Einarssyni og Sighvati Björgvinssyni lagt fram á Alþingi þmgsályktunartillögu þess efnis, að fram fari á vegum stjórii- valda úttekt á áhrifum peningasam- runa og myntbandalags Evrópu á íslenskt efhahagslíf. -Sjá viðtal bls. 5. Það er ekki á hverjum degi sem bílvelta verður á Laugavegi. Þessi sandbill borgarinnar iagðist hins vegar á hlið- ina í hálku neðst á Laugavegi í gærmorgun. Bílstjórann sakaði ekki og hélt áfram að dreifa sandi á hálkuna eftir að bíllinn komst aftur á fjögur hjól. Ljósm. E. Ól. Kjaramál- in spila inn í - segir Finnur Ingólfsson við- skiptaráðherra. „Svona kannanir trufla mig ekki í þeim verkum sem ég er að vinna í, og ég sef vel fyrir þeim", sagði Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, þegar blaðið bað hann um álit á 44% fylgishruni flokks hans í Reykjavík sem kom fram í nýrri skoðanakönnun Gallups. ,J?að eru margir samverkandi þættir sem hafa þessi áhrif einmitt núna. Ég hef trú á að kjaramáUn spili þarna inn í, umhverfismálin geta verið hluti af því, stóriðjan getur verið hluti af þessu og heilbrigðis- og tryggingamálin geta átt sinn hlut að því, en maður lætur það ekki villa sér sýn í þeim góðu verkum sem maður er að vinna að. Þetta eru ekki mikil frávik frá kosn- ingafylgi flokksins, sem hefur verið 9- 10% allt frá árunum 1978. Aftur á móti unnum við stóra sigra í síðustu kosningum. I annarri könnun nýlega jókst fylgið um 30%. Þetta segir bara til um það hvað sveiflurnar geta verið miklar á milli kannana," sagði Finnur Ingólfs- son. ¦ Borgarstjóri Fundurí Fjörgyn Næstu vikur mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri halda hverfa- fundi með íbúum Reykjavíkur. Fyrstí fundurinn verður í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn mánudaginn 10. febrúar klukkan 20 með íbúum Grafarvogs- hverfa. Á fundunum mun borgarstjóri með- al annars ræða um áætlanir og fram- kvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættis- manna borgarinnar. A öllum fundun- um verða settar upp teikningar af fyr- irhuguðum framkvæmdum í hverfun- um ásamt ýmsu fróðlegu og mynd- rænu efni sem íbúar í viðkomandi hverfi kunna að hafa áhuga á. í tengsl- um við hverfafundina mun borgar- stjóri heimsækja stofnanir borgarinnar og fyrirtæki í viðkomandi hverfum. ¦ Fundur með ráðuneytismönnum vegna Myndlista- og handíðaskólans Reyna að fría sig ábyrgð -segja María Pétursdóttir og Helga Þórsdóttirfrá Nemendafélagi Myndlista og Handíðaskólans um fulltrúa menntamálaráðuneytisins. „Fulltrúar ráðuneytisins reyna að fria sig ábyrgð," segja María Péturs- dóttir formaður nemendafélags Mynd- lista og handíðaskólans og Helga Þórsdóttir skólastjórnarfulltrúi. Eins og komið hefur fram í fréttum hafa nemendur kvartað undan bágu ástandi kennsluhúsnæðis skólans í Laugarnesi og kært það til Heilbrigðiseftirlitsins. í gær áttí stjóm nemendafélagsins fund með fulltrúum menntamálaráðuneytis- ins og Heilbrigðiseftirlitsins. „Fulltrúar ráðuneytisins sögðust á fundinum ætla að ræða framtíðarhús- næði skólans og láta þrífa húsnæðið," segir María Pétursdóttir. „Þrautalend- ingin er að kenna um umgengni nem- enda, sérlega reykingum. En nemend- ur eru hættír að reykja þarna inni svo að þeir geta ekki hengt sig í þá skýr- ingu. Þeir segja líka að okkur hafi ver- ið kappsmál að komast inn í þetta hús en það var þegar fólk var að bíða eftir Listaháskóla og gerði ráð fyrir að hús- ið yrði útbúið sem slíkt. Undir þessum kringumstæðum vilja allir þaðan út, bæði nemendur og kennarar enda hentar staðsetningin ekki né heldur húsnæðið," segir María. „Fulltrúi ráðuneytisins sagði til dæmis á fundinum: „Ef þið takið á umgengninni munum við koma til móts," segir Helga. „Við erum búin að berjast fyrir því í mörg ár að fá hillur í kennslustofurnar en talað fyrir daufum eyrum. Nú þykjast þeir hissa á því að hlutir séu á gólfum og tóku meðal annars svo tíl orða að við þyrftum að gera upp við okkur hvað væri drasl og hvað væri listaverk." Fulltrúar heilbrigðiseftirlitsins voru einnig á fundinum, en eftirUtið veitti á sínum tíma undanþágu vegna húsnæð- isins í Lauganesi. ,,Þeir frá Heilbrigð- iseftirlitinu sögðu meðal annars að þetta rými á bak við hafi aldrei verið samþykkt sem kennslurými þar sem það sé gluggalaust," segir María. „Þar er loftræstikerfið einnig bilað og lokað fyrir niðurföll því að annars gýs ypp skólplykt. Heilbrigðiseftirlitið lofaði að láta heyra frá sér mjög fljótlega en upp úr því er von til þess að eitthvað gerist í málunum," sögðu María og Helga að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.