Alþýðublaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 s k o ð a n i r ALÞYHIIIIireill 21253. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Sæmundur Guðvinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Leturval / Hug- & handverk. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Tímamótamaður Gylft Þ. Gíslason, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins og mikil- virkur ráðherra í mörgum ríkisstjómum í 15 ár, er áttræður í dag. Tuttugu ár eru senn liðin frá því að hann dró sig í hlé frá orrahríð stjórnmálanna, rúmlega sextugur að aldri, og sneri sér aftur að kennslu- og fræðistörfúm. Stjómmálaferill Gylfa Þ. Gíslasonar spannar tæplega 40 ára sögu, ffá upphafi seinni heimsstyijaldar til ársins 1978. Þetta vom einhver mestu umbrotaár íslandssögunnar: Stofhun lýðveldis, stofnaðild að Atlantshafsbandalaginu, vamarsamstarfið við Bandaríkin, útfærsla lahdhelginnar og inngangan í EFTA. Þetta tímabil einkenndist af miklum flokkadráttum, harðri stéttabaráttu, óðaverðbólgu og óstjóm efnahagsmála framan af, sem vakti efasemdir um að íslendingar kynnu að sjá fótum sínum forráð sem sjálfstæð þjóð. Flestir stjómmálamenn em þeirrar gerðar, að það fennir fljótt í sporin þeirra, þótt þeir hafi virst fyrirferðarmiklir í augum samtím- aíjpa,.Eýðræðið kallar marga til þessa leiks, en fáir reynast útvaldir. Hinir fáu útvöldu verða hins vegar í æ meiri metum hafðir, í vitund þeirra sem á eftir koma, þegar verk þeirra em metin í hæfilegri sögu- legri fjarlægð. Það er óhætt að slá því föstu, að Gylfi Þ. Gíslason er einn hinna fáu útvöldu, sem vaxa mun af verkum sínum, því meir sem fjær dregúr'sleggjudómums samtímans. Gylfi var alla tíð umdeildur stjómmálamaður, eins og títt er um þá sem ryðja braut nýjum hugmyndum, og beygja sig hvergi fyrir ofríki (rötgróinna sérhagsmuna. Nú viðurkenna flestir, líka þeir sem honum vö'ríinváð'árrdshúnastir, að hann var framsýnni en flestir samtíma- menn hans. Þess vegna er hann nú metinn að verðleikum. Nú sjáum við að Gylfi var tímamótamaður í íslenskum stjómmál- um. Hann var brautryðjandi þeirrar nútíma jafnaðarstefnu, sem bygg- ir á samspili markaðskerfis og velferðarríkis, sem flokkur hans hefúr fylgt allar götur síðan og nú nýtur vaxandi viðurkenningar. Gylfi var, ásamt fámennum hópi ungra hagfræðinga, pólitískur framkvöðull að því að skipt var um gangvirkið í íslensku efnahags- lífi, með því að hverfa frá spilltu skömmtunar- og millifærslukerfi stjómmálaforingja til markaðsbúskapar og þátttöku í alþjóðlegu sam- starfi, á grandvelli fríverslunar í milliríkjaviðskiptum. í þessum efn- um var hann langt á undan samtíð sinni. Sannkallaður tímamótamað- ur, sem skipti sköpum fyrir framtíðarþróun íslensks þjóðfélags. Gylfi nýtur viðurkenningar sem besti menntamálaráðherra lýðveld- issögumnar. Hann skildi öðram fremur gildi menntunar og góðs upp- eldis og hóf Háskóla íslands til vegs og virðingar. Forystumenn í lista- og menningarlífi þjóðarinnar líta til þeirra tíma með söknuði og eftirsjá. Og hver kannast ekki við að heyra, í umræðu um harmkvæli íslenskra bænda, eftir 30 ára ráðstjóm: Okkur hefði verið nær að fara að ráðum Gylfa, í stað þess að skella við skollaeyram og líta á við- hlæjendur sem vini. Gylfa verður ekki aðeins minnst sem stjómmálaleiðtoga í fremstu röð. Hann gerðist ungur brautryðjandi hagfræðikennslu við háskól- ann og gekk í endumýjun lífdaganna í fræðum sínum, að loknum glæsilegum stjómmálaferli. Afköst hans við rannsóknir og ritstörf era með ólíkindum og á hann þó nægar tómstundir aflögu til að sinna tónsmíðum og njóta fagurra Usta. Gylfi Þ. Gíslason hefúr í lífi sínu og starfi verið hinn mikli húmanisti íslenskra stjómmála. Á stofnfundi Grósku, samtaka nýrrar kynslóðar undir merkjum nú- tímalegrar jafhaðarstefhu, vitnaði Þóra Amórsdóttir til orða Gylfa og gerði að sínum: • Ef hófsemi og heiðarleiki, ásamt virðingu fyrir sannleika og rétt- læti, era homsteinar stjómmálalífs, verður árangurinn gott þjóðfélag. • Hinn áttræði húmanisti á auðheyrilega greiða leið að hug og hjarta yngstu kynslóðarinnar, sem mun ávaxta arfinn á næstu öld. Það geta þeir einir sem era fijóir í hugsun og ungir í anda. Þess vegna stöndum við í mikilli þakkarskuld við hinn áttræða húman- ista. Aðgerðir strax Þegar jafnaðarmenn fóru með fé- lagsmálaráðuneytið í tíð síðustu ríkis- stjómar urðu miklar breytingar og úr- bætur í málefnum barna. Þá hafði ráðuneytið fmmkvæði að stofnun um- boðsmanns bama, sem í tíu ár áður hafði verið að velkjast í dómsmála- ráðuneytinu án nokkurrar niðurstöðu. Málefni bama vom flutt til ráðuneytis- ins, framlög til bamavemdarmála tvö- földuð, þijú ný vistheimili opnuð fyrir böm sem leiðst höfðu úti óreglu og af- brot. Auk þess urði miklar skipulags- breytingar í málaflokknum, meðal annars var bamavemdamefndir efldar og þeim fækkað úr 160 í 80 og komið á fót Bamavemdarstofu. Talsverð gagnrýni hefur komið frá á Alþingi hve oft það kemur fyrir að ráðherrar svari illa og oft villandi fyr- irspumum frá þingmönnum, þannig að lítill árangur verður af þó fyrir- spumimar lúti að brýnum þjóðfélags- málum. Svör við fyrirspumum þing- manna geta ef ráðuneytin leggja sig ffam um vandaðan undirbúning þeirra orðið tilefni til úrbóta og aðgerða á ýmsum sviðum. VÖNDUÐ VINNUBRÖGÐ BARNAVERNDARSTOFU Þetta gerðist nú, þegar félagsmála- ráðuneytið svaraði fyrirspum minni um kynferðislegt ofbeldi gegn böm- um. Þökk sé barnaverndarstofu og starfsliði hennar sem lagði á sig mikla vinnu og lét fara fram sérstaka könnun til að fá sem gleggsta mynd af ástand- Pallborð Jóhanna Sigurðar- dóttir skrifar inu. Þetta er fyrsta könnun sem gerð hefur verið á umfangi kynferðislegs ofbeldis gegn börnum. Flestum þar með talið fagfólki í málefnum bama kom á óvart sú ógnvekjandi niður- staða sem kom fram í könnun Bama- vemdarstofu. Könnun Barnaverndarstofu sýnir að, staða þessara mála er mjög alvar- leg og ógnvekjandi. f umræðunni hef- ur komið fram að ætla megi að aðeins 10 prósent mála þar sem böm em beitt kynferðislegu ofbeldi komi ífam f op- inberum göngum. BROTALÖM í RÉTTAR- KERFINU Þegar til þess er litið að aðeins 10 prósent þeirra mála sem vísað hefur verið til bamavemdamefnda á síðast- liðnum 5 ámm fara til dómsstólanna eða 45 af 465 málum, þá er full ástæða til að kryfja til mergjar hvort eitthvað sé mjög ábótavant í rann- sóknar- ákæm og dómsferlinum, sem Könnun Barnaverndarstofu sýnir að staða þessara mála er mjög al- varleg og ógnvekjandi. í umræðunni hefur komið fram að ætla megi að aðeins 10 prósent mála þar sem börn eru beitt kynferðislegu of- beldi komi fram í opinberum göngum. geri það að verkum að svo fáum mál- um er vísað til dómsstólanna og sak- fellt í. Er réttarkerfið sem við búum við ekki sniðið fyrir þessa alvarlegu tegund afbrota? Málin em oft orðin gömul þegar brotaþolar hafa kjark til að koma fram og leita réttar síns, þol- endumir oft mjög ung böm, sönnunar- byrðin erfið, sönnunargögn glötuð, staðhæfmg stendur gegn staðhæfingu og svo framvegis. Ástæða er því til að spyija hvort sérdómsstólar séu nauð- synlegir eða að minnsta kost að skylda sé að dómarar með sérþekkingu á þessu sviði ljalli um þessi mál og hafi nauðsynlegan aðgang að fagaðilum sem þekkja til þessara mála. Einnig þarf að endurskoða lögin um meðferð opinberra mála svo sem varðandi rannsóknaraðferðir, sönnun- arkröfur og mat á sönnunargögnum þegar þessi mál eiga í hlut. Umboðs- maður bama hefur sérstaklega verið að skoða þennan þátt málsins og bera saman löggjöf og dóma erlendis og hér sem snerta kynferðislega misnotk- un á bömum sem vænta má fljótlega og ég tel mjög mikilvægt innlegg í þetta mál. Dómsmálaráðherra hefur haldið því fram að beita eiga strangari refsingum þegar um er að ræða kynferðislega misnotkun á börnum en nú er gert. Undir það ber að taka, enda hafa dóm- arnir oft verið langt úr takt við réttar- vitund almennings. En vissulega em tvær hliðar á því máli. Hin hlið snýr að gerendunum sem oft hafa sjálfir í æsku verið fómarlömb kynferðislegs oíbeldis. Þeir þurfa líka á hjálp, með- ferð og stuðningi að halda, einmitt til að koma í veg fyrir að þeir leiðist aftur útí slíkan voðaverknað. BÖRNIN LÍÐA SÁRLEGA Fram hefur komið að mikið vanti á stuðning og meðferðarúrræði fyrir þolendur kynferðisafbrota. Börnin sem verða fyrir kynferðisofbeldi og fjölskyldur þeirra líða því sárlega. Engin hópmeðferð stendur þolendun- um eða fjölskyldum þeirra til boða, áfallameðferð skortir yfirleitt hérlend- is og lítið eða ekkert skipulag er á því hvernig langtímameðferð í þessum málum er veitt, sé hún veitt á annað borð. Bömum er almennt ekki tryggð- ur fullnægjandi stuðningur af hálfu ríkis og sveitarfélaga og á það ekki síst við um landsbyggðina. Skýringin á því er vafalaust ekki síst að um helmingur þeirra áttatíu bamavemdar- nefnda sem nú em starfandi hafi ekki fastan starfsmanna í þjónustu sinni og enn fleiri hafa ekki sérhæfðu starfsliði á að skipa. Nálægðin í litlu fámennu sveitarfélagi gerir það að verkum að þessi mál fá ekki viðhlítandi meðferð eða faglega umfjöllun. Það er einmitt mjög mikilvægt að meðferð mála á frumstigi séu faglega unnin til að meiri möguleikar séu síðar á rann- sóknarferlinum að þau fá fullnægjandi niðurstöðu. ÚRBÆTUR FRAMUNDAN Það var því sérstakt fagnaðarefhi að félagsmálaráðherra boðaði í kjölfar þessara upplýsinga stækkun barna- verndarumdæma og betri aðbúnað barnaverndarnefnda til að fjalla um þessi mál, auk þess sem Bamavemd- arstofu var falið að leggja fram sér- stakar tillögur um aðgerðir til að bæta alla meðferð og stuðning við böm sem beitt em kynferðislegu ofbeldi. Dóms- málaráðherra boðaði líka aðgerðir á réttarfarssviðinu, sem ástæða er til, að ætla að bæði stöðu þessara barna í réttarkerfinu. Kynferðisleg misnotkun á bömum er einn alvarlegasti glæpur sem ffamin er. Þær hroðalegu upplýsingar sem nú hafa komið fram í þessu máli og við- brögð ráðherra sem nú boða mikil- vægar úrbætur í meðferð og stuðningi við böm og bætta stöðu þeirra í réttar- kerfinu, eiga að tryggja að Alþingi ásamt framkvæmdavaldinu geti í sátt komið fram ineð aðgerðir sem leiði til úrbóta á þessu ófremdarástandi. Höfundur er formaður Þjóðvaka. gallerí einar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.