Alþýðublaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐ U BLAÐIÐ 7 ■ Sffellt fleiri ungmenni koma í meðferð á Vog vegna mis- notkunar ólöglegra vímuefna Um 50% eru stórneyt- endur amfetamíns Á síðasta ári kom fleira af mjög ungu fólki í meðferð á sjúkrahúsið Vog en nokkm sinni áður í sögu SÁÁ. Vímuefnavandi unga fólksins var jafnframt meiri en áður hefur sést og algengt að einstaklingar notuðu margskonar vímuefni saman. Alvar- legust er þróunin vegna misnotkunar afmfetamíns. í fyrra voru 57% ungs fólks sem kom á Vog stómeytendur kannabisefna og 50% stómeytendur amfetamíns. Um 16% vom stómeyt- endur helsælu, eða E-pillunnar. Þessar upplýsingar komu fram á fréttamannafundi með Þórarni Tyr- fingssyni yfirlækni og formanns SAÁ í gær. Alls komu 179 einstaklingar yngri en 20 ára í meðferð á Vog árið 1996. Árið áður vom þeir 137 og er aukningin 30% milli ára. Áberandi er að sífellt fleiri koma mjög ungir í meðferð úr hveijum ár- gangi sem er að vaxa úr grasi. Af þeim sem fæddust árið 1973 komu 19 einstaklingar í meðferð á Vog áður en þeir urðu 18 ára. Af þeim sem em fæddir 1978 komu 51 í meðferð áður en þeir náðu 18 ára aldri. Aukningin byijar með árganginum sem fæddur er 1976. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir útskýrir þá óheillaþróun vímuefnaneyslu ungmenna. Fólkið illa statt Það unga fólk sem komið hefur að undanfömu í meðferð á Vog er flest Lýðskól- inn tekur til starfa Lýðskólinn hefur fengið húsaskjól um stundarsakir og munu nemendur byija skólaönnina á því að hreiðra um sig í gamla Bústaðaskólanum. Að þessu sinni hefur skólinn íjármagn til að starfa í fjóra mánuði að fram í miðjan maí. Skólastjóri Lýðskólans er Oddur Albertsson en þrír fastráðnir kennarar starfa við skólann auk gestakennara. Þeir sem standa að skólanum ásamt Lýðskólafélaginu eru Reykjavíkur- borg, Námsflokkar Reykjavíkur, Rauði Kross íslands, Menntamála- ráðuneytið og Norræna húsið. Lýðskólinn vill mæta ungu fólki sem ekki hefur náð að fóta sig í hinu hefðbundna framhaldsskólakerfi og ennffemur vill skólinn mæta einstæð- um mæðrum sem sumar hveijar ein- angrast í stöðu sinni. Alls eru 24 pláss í skólanum en verkefnin eru sniðin að nemendum hveiju sinni, en samþætt- ing og þemavinna eru ráðandi vinnu- form. Lýðræði, samvinna og áhersla á ábyrgð eru dagleg verkefni skólans. „Mikið hefur verið rætt um gildi náms að undanfömu," segir í tilkynn- ingu ffá skólanum. „Ýmsir hafa kom- ið upp um grundvallar gildi sín og viðhorf til menntunar og uppeldis. Er- lendis hefur Lýðskólahreyfingin frá upphafi kynnt mannfólkið sem skap- andi tilfinningaverur með alla mögu- leika á að taka ábyrgð á örlögum sín- um og þroskaferli. Lýðskólinn vill skapa lýðræðislegt samfélag þar sem þegnamir bera ábyrgð á umhverfi sínu og afla sér þekkingar á tilverunni svo stór sem hún er hveiju sinni. Ný að- staða skólans skapar möguleika á öðru námsefni nefnilega matargerð. Skól- inn mun starfrækja grænt eldhús og eins þemavikan af tólf fer í verkefni tengt þvi umhverfisátaki. Innritun er í gangi þessa dagana og er æskilegur aldur nemenda 17 til 23 ára. Um- sóknareyðublöð liggja frammi í Nor- ræna húsinu en síminn er 551 7030. Auk þess er hægt að koma umsóknum til skila gegnum faxtæki 552 6476 eða á súnsvara í síma 562 6663. mjög illa statt vegna mikillar vímu- efnanotkunar. Yfirgnæfandi meirihluti hefur notað ólögleg vímuefni ásamt áfengi og stór hluti hefur notað amfet- amín, kannabis, áfengi og önnur efni jöfnum höndum. Þeir sem hafa notað vímuefni vikulega í hálft ár eða lengur eru kallaðir stórneytendur efnanna. Árið 1996 var stærra hlutfall unga fólksins stórneytendur ólöglegra vímuefha en áður hefur verið greint. Amfetamínfaraldur í lok júlí á síðasta ári skýrði SÁÁ frá því að amfetairu'nfaraldur geysaði hér á landi og ástandið virtist versna hröðum skrefum. Þessar fullyrðingar voru byggðar á upplýsingum sem teknar voru saman á Vogi fyrstu sex mánuði ársins. Tölumar sem nú liggja fyrir um allt árið 1996 sýna að vamaðarorð SÁÁ á miðju ári vom síst of sterk. Vandinn, einkum meðal unga fólksins, var í jafn hröðum vexti síðari hluta ársins 1996 og fyrri hlutann. Ekki sér fyrir endann á þessari þróun. Misnotkun amfetamíns eykst jafn- framt hraðar en ungu fólki í meðferð ■ Borgarleikhús Aukasýningar á Dómínó Leikrit Jökuls Jakobssonar, Dóm- ínó, var fmmsýnt á Litla sviði Borgar- leikhússins 10. janúar og hefur verið sýnt fyrir fullu húsi síðan. Allar sýn- ingar í febrúar og ffam í mars em upp- seldar. Vegna hinnar miklu aðsóknar hefur verið bætt við aukasýningum Hlíf90ára Mikil hátíð var haldin í Skútunni í Hafnarfirði síðast liðinn sunnudaginn þar sem Verkamannafélagið Hlíf hélt uppá 90 ára afmæli sitt. í upphafi hélt formaður fé- lagsins, Sigurður T. Sigurðsson, ræðu og síðan ávörpuðu Hervar Gunnarsson, varaforseti ASÍ, og Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands fslands, há- tíðargesti. Þá vom ýmis skemmtiatriði sem tókust hvert öðm betur. Fyrsta gjörðabók félagsins er glötuð og þar með ná- kvæmar upplýsingar um stofndag félagsins, en þó er tal- in vissa fyrir að hann hafi verið annað hvort seint í janú- ar eða snemma í febrúar. Vegna þessa hefur afmælisdag- urinn verið fast settur fyrsti sunnudagur í febrúar. í til- efhi afmælisins var gerð sjónvarpsmynd um félagið og var hún sýnd í Sjónvarp Hafnarfjörður á afmælisdaginn klukkan sex. „Afmælisveislan fór hið besta fram og við emm allir sem að þessu stóðum í sjöunda himni“, sagði Sigurður T. Sigurðsson blaðinu. ■ Doktorsvörn við HÍ | Áhrif fjölliða á fléttumyndun Sigurður T. Sigurösson sem á sér stað í Ljósm. E. Ól. fjölgar. Meðan 30% fleiri einstakling- ar undir tvítugsaldri komu í meðferð á Vog 1996 en 1995, þá greindist 56% aukning á stórneytendum efnisins í þessum aldurshópi. Þennan mikla amfetamínfaraldur má rekja tiltölulega skammt aftur í tímann. Hann hófst um mitt ár 1995 með því að fjöldi ungmenna prófaði helsælu (E-pillu) f fyrsta skipti og fór að nota amfetmín í framhaldi af því. Misnotkun helsælu og amfetamíns fór vaxandi eftir því sem leið á árið. Hættulegt vímuefni Amfetamín er hættulegt vímuefni sem fer illa með þá sem misnota það. Skamman tíma tekur fyrir stórneyt- endur þess að komast á alvarlegt stig fíknar og fá alvarleg þunglyndisein- kenni. í kjölfarið koma vaxandi of- sóknarhugmyndir. Þórarinn Tyrfingsson sagði, að ljós- ið í myrkinu væri sú staðreynd, að unga fólkið unir sér eins vel í meðferð hjá SÁÁ og þeir fullorðnu og meiri- hluti þeirra sem leitar sér meðferðar eða 61%, ljúka fullri meðferð. Á laugardaginn fer fram doktors- vöm við lyfjafræði lyfsala, læknadeild Háskóla fslands. Hafrún Friðriksdóttir lyfjafræðingur ver doktorsritgerð sína; áhrif fjölliða á fléttumyndun cýkló- detrína, sem læknadeild hefur metið hæfa til doktorsprófs. Andmælendur af hálfu læknadeildar verða Dr. Nicholas Bodor, prófessor við University of Florida, Bandaríkj- unum og Dr. Arto Urtti, prófessor við University of Kuopio, Finnlandi. Deildarforseti læknadeildar, prófessor Einar Stefánsson stjómar athöfninni. Doktorsvörn fer fram í Odda, sal 101 og hefst klukkan 14. Öllum er heimill aðgangur. Ráðherra afhentar tillögur námsmanna Fulltrúar námsmanna afhentu Bimi Bjamasyni menntamálaráðherra til- lögur sínar og hugmyndir varðandi breytingar á lögum um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna. Eins og fram hef- ur komið í blaðinu lagði ráðherra nið- ur nefndina sem átti að endurskoða lög og reglur sjóðsins án þess að hún hefði lokið störfum. í bréfi til samstarfsnefndar náms- mannahreyfinganna óskaði mennta- málaráðherra eftir tillögum náms- manna fyrir ó.febrúar, en unnið er að samningu frumvarps til nýrra lagh LÍN í ráðuneytinu. Engu að síður telja námsmenn mikilvægt að að þeir komi með beinum hætti að samningu ffurn- varpsins svo að skapa megi sátt um nýjan og sanngjaman Lánasjóð. ■ Tillaga tíu þingmanna úr þremurflokkum Skólabáturtil kennslu í sjómennsku sem verða á morgun, laugardag, klukkan 17 og þriðjudaginn 18. febrú- ar klukkan 20. Meðal leikenda í sýningunni eru Eggert Þorleifsson, Hanna María Karlsdóttir og Halldóra Geirharðsdótt- Alþingi ályktar að fela sjávarút- vegsráðherra að skipa nefnd til að kanna forsendur fyrir kaupum eða leigu á skólabát sem nýttur verði til kennslu í sjómennsku. Nefndinni verði einnig falið að finna leiðir til fjármögnunar á hugsanlegum kaupum og rekstri bátsins. Jafnframt kanni nefndin möguleika á viðvaningshluta- skráningu sjóvinnunemenda um borð í fiskiskipum. Svo segir í tillögu til þingsályktunar sem tíu alþingismenn úr Sjálfstæðis- flokki, Alþýðuflokki og Framsóknar- flokki hafa lagt ffam. Fyrsti flutnings- maður er Kristján Pálsson. Lagt er til að nefndina skipi fulltrúar sjávarút- vegsráðuneytis, Fiskifélags íslands, sjómannasamtaka, samtaka útgerðar- manna, Stýrimannaskólans í Reykja- vík, Sambands íslenskra sveitarfélaga, menntamála-, fjármála- og samgöngu- ráðuneytis. Nefndin skili áliti sem fyrst. í greinargerð kemur fram að sá stutti reynslutími sem fengist hefur á skólabát hafi gagnast mörgum ungum manninum til að komast í fyrsta skip- rúmið. Enn vanti frekari möguleika fyrir þá sem vilji kynnast sjómennsku. Vonandi sé hægt að koma í veg fyrir misnotkun á viðvaningshlutaskrán- ingu með því að leyfa aðeins mjög tímabundna ráðningu og að aðeins megi vera tveir viðvaningar á hveiju skipi. ■ Námskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskólans Rýnt í köttinn á heita blikkþakinu Næstkomandi mánudagskvöld hefst hjá Endurmenntunarstofnun Háskólans kvöld- námskeið fyrir almenning um leikverkið Köttur á heitu blikkþaki eftir Tennessee Williams, en leikritið verður ffumsýnt í Þjóð- leikhúsinu þann 28. febrúar næstkomandi. Á námskeiðinu verða fluttir fyrirlestrar, farið á æfingu og síðan á lokaæfingu í Þjóðleikhús- inu þar sem þátttakendum gefst kostur á að ræða við leikstjóra, leikendur og fyrirlesara. Námskeiðið stendur í fimm kvöld á tímabil- inu 10. febrúar til 3. mars. Á námskeiðinu munu flytja fyrirlestra þau Hávar Sigurjónsson leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins, Melkorka Tekla Ólafsdóttir leikhúsfræðingur og Hallmar Sigurðsson leikstjóri verksins Tennessee Williams hefur verið talinn það leik- skáld sem best getur fangað óbeislaðar tilfinningar augnabliksins í persónusköpun sinni; tilfinningar sem lúta engum sýnilegum bókmenntalegum rökum en eiga þó alltaf sterkan hljómgrunn í mannlegri hegðan. Williams hefur einnig verið stillt upp sem andstæðunni við hina tvo stóru bandarísku leikrita- höfunda á þessari öld, Eugene O’Neill og Arthur Miller. Williams er sagðir „amerískastur" þeirra þriggja. Elizabeth Taylor í hiutverki sínu í kvikmyndaút- gáfu af leikritinu Köttur á heitu blikkþaki. Höf- undurinn sagði leikritið vera mesta raunsæis- verk sitt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.