Alþýðublaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 skoðanir MMUBII 21254. tölublað Sáningarmennirnir góðu Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Framtíð Alþýðublaðsins Föstudaginn 7. febrúar var gerður samningur milli Alprents hf. og Alþýðublaðsins annars vegar og Alþýðublaðsútgáfunnar ehf. hinsvegar um útgáfu Alþýðublaðsins næstu níu mánuði. Litið er á þetta sem úrslitatilraun til að tryggja áframhaldandi útgáfú blaðs- ins. Reksmr blaðsins hefur verið erfiður og sýnt var að hann gat ekki haldið áfram í óbreyttu formi. Stjóm Alprents hf. hafði tjáð framkvæmdastjóm Alþýðuflokksins að hún treysti sér ekki til að halda útgáfu blaðsins áfram að óbreyttu. Á flokksstjómarfundi Alþýðuflokksins fékk framkvæmdastjóm fulla heimild til að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar mættu teljast, jafnframt því sem reynt yrði til þrautar að gefa blað- ið út áfram. Leitað var til flokksmanna um hlutafjárframlag til blaðsins en sú tilraun sýndi ekki nægilegan árangur til að flokkur- inn gæti staðið að útgáfunni til frambúðar. Samkomulagið við Alþýðublaðsútgáfuna ehf. miðar við að blaðið komi áfram út í óbreyttu formi og tíðni þess verði sú sama og verið hefur. Það verði málsvari jafnaðarstefnunnar og ritstjóri verði skipaður í samráði við Alþýðuflokkinn. Um leið og samningsaðilar lýsa því yfir að markmið samnings- ins sé að gera úrslitatilraun til að tryggja útgáfugmndvöll Alþýðu- blaðsins stefna þeir sameiginlega að því að auka áskrifendahóp blaðsins á næstu mánuðum. Alþýðuflokkurinn mun því á næstunni leita til flokksmanna og stuðningsmanna um að hvetja þá sem ekki kaupa blaðið að gerast áskrifendur að því sem fyrst. Megin forsenda þess að blaðið komi út eftir að samningstímanum í haust lýkur er að okkur hafi tekist að stækka áskrifendahóp blaðsins um nokkur hundmð svo tryggja megi rekstrargrundvöll þess. Flokksmönnum verður að vera það ljóst að blaðið verður ekki gefíð út án stuðnings þeirra. Ef þeir hafa ekki áhuga á því að blaðið komi út hver skyldi þá hafa það? Það er vitað mál að heilbrigður rekstrargmndvöllur blaðsins er háður því að áskrifendafjöldi blaðsins aukist. Þess vegna er fram- tíð þessa blaðs algjörlega í höndum flokksmanna. Ef þeir fylkja sér ekki um blaðið em allar líkur á því að útgáfu þess ljúki í haust. Samningurinn við Alþýðublaðsútgáfuna ehf. er einskonar lokatil- raun. Hún getur vissulega heppnast. Þess er óskandi, því margir hafa sterkar taugar til þessa blaðs sem komið hefur út í nær áttatíu ár. Samstarf Alþýðublaðsútgáfunnar ehf. og Alþýðublaðsins er ekki nýtt af nálinni, á ámnum 1972-1974 gaf þetta félag blaðið út og gekk það samstarf vel þótt því lyki að tveimur ámm liðnum. Engin ástæða er til að ætla annað en samstarfið verði ákjósanlegt í þetta sinn. Því er ástæða til að óska báðum samningsaðilum til hamingju með samkomulagið. Það em þó lesendum blaðsins og velunnurum sem ber að senda ámaðaróskir. Það tókst í þetta skiptið. Næst verður það erfíðar. Sagt er að tími flokksblaða sé liðinn. Það má til sanns vegar færa ef enginn áhugi er hjá lesendum fyrir útgáfu blaða sem bera með sér að vera málsvarar pólitískra sjónarmiða. Sé þessi áhugi ekki fyrir hendi er sjálfhætt. Ef það tekst hinsvegar að gefa út dagblað sem er hvorttveggja skemmtilegt og hefur pólitíska skoð- un og hefur jafnframt hóp lesenda sem er reiðubúinn að slá um það skjaldborg þá er þeirra tími ekki liðinn enn. Það er vissulega á brattann að sjekja í þeim efnum - en ekkert er ómögulegt. Það er spennandi og eftirsóknarvert að taka þátt í að skapa jafn innihaldsríkan miðil og Alþýðublaðið ér þegar best lætur. Það skýrir að einhverju leyti fulltingi hins fjölskrúðuga hóps andans manna sem léð hafa blaðinu íið að undanförnu. Við nýliðin áramót urðu ritstjóra- skipti á Alþýðublaðinu. Hrafn Jökuls- son, ritstjóri og skáld, sagði starfi sínu lausu eftir að hafa ritstýrt blaðinu í nokkur ár. Ástæða er til að bjóða nýj- an ritstjóra og ritstjórn velkomna til starfa með óskum um velfamað. Það hlýtur að teljast ögrandi viðfangsefni að taka við ritstjóm Alþýðublaðsins á tímum óvissu um framtíð þess og ekki síður sökum þeirrar metnaðarfullu og menningarlegu ritstjórnarstefnu sem einkennt hefur blaðið frá því að Hrafn hóf þar störf. Blaðið hefur að sjálf- sögðu sætt gagnrýni fyrir skrif um ein- stök mál eins og gengur, en framhjá því verður ekki horft að Hrafni Jökuls- syni tókst að gera Alþýðublaðið að einhverju læsilegasta og áhugaverð- asta dagblaði síðari tíma á Islandi. Það er í raun og vem með ólíkindum að margir af bestu pennum þjóðarinnar skuli hafa fengist til að beina regluleg- um skrifum sínum til blaðs með jafn takmarkað fjárhagslegt bolmagn og jafn takmarkaða dreifmgu og Alþýðu- blaðið. Dálkahöfundar á borð við Guðmund Andra, Hallgrím Helgason, Gunnar Smára, Jón Baldvin og fleiri og fleiri hafa ásamt Hrafni og hinni traustu og góðu blaðakonu Kolbrúnu Bergþórsdóttur gert Alþýðublaðið að þeirri bráðskemmtilegu lesningu sem raun ber vitni. ■ , . Pallborð Jakob Frímann Magnússon skrifar Það er sjálfsagt og eðlilegt að menn staldri við og velti því fyrir sér hvað hlutirnir kosta. Það er sorgleg stað- reynd að þrátt fyrir allt hefur ekki tek- ist að selja blaðið sem skyldi. Á því verður að ráða bót. Hins vegar má ekki horfa framhjá þeirri staðreynd að Alþýðublaðið hefur átt stóran þátt í því að þjappa jafnaðarmönnum allra flokka saman og leiða umræðuna um réttlátara samfélag. Það er spennandi og eftirsóknarvert að taka þátt í að skapa jafn innihaldsríkan miðil og Al- þýðublaðið er þegar best lætur. Það skýrir að einhveiju leyti fulltingi hins fjölskrúðuga hóps andans manna «em Téð hafa þbiðrnu; I ið 'að undáia.fönui. Það sem meirá •&£',. bfaðitL hbfúrliutn leið orðið að einhveiju sem menn og konur langt út fyrir raðir Alþýðu- flokks hafa getað orðið sammála um: „Alþýðublaðið er frábært". Þess konar umræða og þel skilar sér þegar til lengri tíma er litið, af þeirri sáningu uppskerum við hveitið í lím framtíðar- innar. . •. • ; Sjónarmið sem þessi verður að*ha£a í huga þegar velt er fyrir sér tilgángi kostnaðarsamrar blaðaútgáfu um leið og menn verða að strengja þess heit að gera nú umtalsvert átak í sölumálum. Á mínu heimili er slegist um hvert eintak af blaðinu sem berst og það les- ið upp til agna. Þannig vil ég hafa það áfram. Hrafni Jökulssyni og sáningar- mönnum hans vil ég þakka frábært starf. Lengi lifi Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.