Alþýðublaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 S t ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 j ó r n m ó I ■ Síðastliðinn laugardag hélt þingflokkur jafnaðarmanna ráðstefnu á Hótel Loftleiðum um launamál á ís- landi. Þar svöruðu hagfræðingar og forystumenn úr verkalýðshreyfingunni fyrirspurnum þingmanna. Al- þýðublaðið spurði nokkra þátttakendur hvert væri að þeirra áliti helsta gildi slíkrar ráðstefnu Mikilvægur umræðuvettvangur Það fór vel á með þeim Jóni Baldvini Hannibalssyni og Merði Arnasyni. Svanfriður Jónasdóttir og Jón Karlsson fylgjast með. Séð yfir salinn. Margrét Björnsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Jóhanna Sig- urðardóttir höfðu greinilega margt að spjalla. Sighvatur Bjorgvinsson formaður Alþýðuflokksins Samstaða um að bæta kjörin „Ætli þetta sé ekki eini vettvangur- inn í dag þar sem forsvarsmenn svo margra stéttarfélaga geta komið sam- an. Eitt af því athyglisverðasta sem hér hefur komið fram er hversu mikil samstaða ríkir um nauðsyn þess að bæta kjör lægst launaða fólksins. Jafn- framt lýsa menn erfiðleikunum sem því eru samfara. Launakerfið er byggt upp á eilífri samanburðar- fræði og ef einn hópur hækkar í launum koma aðrir og krefjast sambærilegrar hækkunar. Mér finnst þetta góð ráðstefna og athyglisverð, þótt engar meiri- háttar ákvarðanir hafi verið tekn- ar.“ Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins Skilaboð beint í æð „Ráðstefna eins og þessi varpar Ijósi á það hvað fólk í hinum ýmsu stéttarfélögum og samtökum er að íhuga í kjaramálum. Ég leit nú allt- af svo á að-þingmennimir þyrftu á því að halda áð fá beint í æð hvað við emm að hugsa.“ Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ Þörf umræða framtíðinni. Það er einfaldlega svo að umræða eins og þessi er áhugaverð og þörf.“ Rannveig Guðmundsdóttir formaður þingflokks jafnaðarmanna VSÍ og ríkisstjórnin vilja drepa umræðuna „Við í þingflokki jafnaðarmanna vom staðráðin í því að leiða saman fulltrúa ólíkra stéttarfélaga til að reifa stöðu launamála. Það er ljóst að VSÍ og ríkisstjómin vilja drepa umræðuna. Við ákváðum því að blása til þessarar ráðstefhu og hafa hana í líflegu samræðuformi. Ég er sannfærð um að þessar umræður varpa ljósi á stöðu samningamála. En það er líka alveg ljóst að um- ræðan hér í dag skilar ekki niður- stöðu sem hafa mun áhrif á kom- andi samninga." „Það er áhugavert þegar fólk þingar til að bera saman viðhorf sín. Á þ§s$ari ráðstefnu hefur margoft komið fram að verkalýðs- hreyfingunni hafi ekki tekist að koma nægilega skilmerkilega til skila hvað það er sem ætlar sér í Kaup og kjör. Einar Karl Haraldsson rukkar og Jóhann Geirdal hefur efni á að borga. Grétar Þorsteinsson virðist þegar hafa gert upp sinn reikning. Sighvatur Björgvinsson og Hervar Gunnarsson ræða saman í kaffihléi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.