Alþýðublaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 8
MMIIIIBim Þriðjudagur 11. febrúar 1997 21. tölublað - 78. árgangur Verð f lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Námsmenn biöja Bjöm að vera námsmaður í einn dag Fer Björn aftur á skólabekk? „Við teljum að ráðherra muni bregðast skjótt við þegar hann skynjar veruleika námsmanna af eigin raun,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson formaður Stúdentaráðs Háskóla fslands. „Ég trúi ekki öðru en að Bjöm þiggi boðið,“ seg- ir Vilhjálmur H. Vihjálmsson en stúdentaráð hefur boðið Bimi Bjamasyni menntamálaráðherra að ger- ast námsmaður í einn dag í því skyni að hann geti reynt á sjálfum sér hversu aðkallandi breytingar á núgildandi lögum um Lánasjóð íslenskra náms- manna era. „Honum er ætlað að leysa ýmis verkefni. Hann mun auðvitað sækja um námslán og falast eftir yfir- dráttarláni hjá banka eða sparisjóði til að framfleyta sér. Hann verður að redda ábyrgðarmönnum á námslánið og yfirdráttinn og ef það tekst fær hann grannframfærslu eins dags greidda inn á reikning. En að sjálfsögðu fær hann engin námslán nema að sýna tilskildan árangur," segir Vilhjálmur. „Hann mun væntanlega sækja tíma í hjúkranarfræði og við skellum á hann skyndiprófi til að meta árangurinn. Ef hann fær ekki 7,5 verður hann að svelta. Hann mun fara í heimildaöflun í Þjóðarbókhlöðuna og gera tilraun til að snæða nestið sitt á sama stað. Hann mun áætla námslánaskuldir og laun, fara í greiðslumat og veita fyrir sér hvort nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur geti fjárfest í húsnæði og greitt námslánaskuldir á sama tíma. Hann hyggur á lestur í Þjóðarbókhlöðunni eftir kvöldmat en kemur þá að læstum dyram. Þetta og margt fleira mun ráðherr- ann skemmta sér við ef hann þekkist boðið um að vera námsmaður í einn dag.“ Að afloknum annasömum degi býðst ráðherra gisting á görðunum þar sem hann getur blandað geði við aðra námsmenn og kynnst viðhorfum þeirra. Lagt hefur verið til að mánudagurinn 17. febrúar verði fyrir valinu, en ef það kemur í ljós að sá dagur hentar ekki ráðherranum ætla stúdentar að vera sveigjanlegir í samningum. Vilhjálmur um Björn: Ef hann fær ekki 7,5 verður hann að svelta. Brotið á myndlistarnemum Árið 1993 er Myndlista og handfða- skóli íslands flutti inn í húsnæðið í Laugarnesi sem Sláturfélag Suður- lands lét reisa sem sláturhús, var uppi mikil ánægja meðal nemenda vegna þess að loksins var hreyfigeta þeirra möguleg. Ekki þurfti lengur að frekj- ast um hvem sentimeter og ekki þurfti að reka rassana saman að nauðsynja- lausu. Þá bjuggust nemendur við að innan örfárra ára yrði húsið gert að sómasamlegu vinnuumhverfi. Raunin er sú að engin metnaður er sjáanlegur í uppbyggingu Myndlista og handíða- skólans að hálfu yfirvalda. Minnstu breytingar hafa verið tafðar og að engu hafðar. Fasteignir ríkisins hafa staðið í vegi fyrir öllum umbótum ásamt því að eldcert frumvarp er sjáanlegt frá ráðuneyti menntamála sem miðar að því að fjármunir verði lagðir í uppbyggingu skólahúsnæðis til handa Listaháskóla eða Myndlista og handíðaskóla íslands. Þvert á móti er hver Listaháskólanefndin skipuð á fætur annarri eins og til að tefja málið. Á vorönn 1995 tóku nemendur af skarið og höfðu samband við fjölmiðla vegna óánægju sinnar með húsið í Laugarnesi. Skóla- stjórinn tók undir með nem- endum sínum og í kjölfar þess brugðust fulltrúar Fatseigna ríkisins ókvæða við og létu loka fyrir ákveðin rými, svo sem allar efri hæðir hússins. Þau tými höfðu vissa þýðingu fyrir nemendur vegna birtu og útsýnis. Jarðhæð hússins þar sem skólinn er með aðstöðu þriggja myndlistardeilda í dag, er bæði ófúll- gerð og hefur á engan hátt verið end- urhönnuð með starfsemi skólans í huga. Helmingur hæðarinnar er nánast gluggalaus og stangast það á við lög heilbrigiseftirlits um byggingu skóla- húsnæðis. Þar er gert ráð fýrir því að gluggastærð skuli vera í hlutfallinu 1/6 miðað við gólfflöt. Þar sem um- ræddur hluti jarðhæðar er algerlega niðurgrafinn er ólíklegt að hægt verði að aðlaga hann þessum kröfum. Það gefur auga leið að birta hlýtur að skipta miklu máli við allt skólastarf, og þó sérstaklega við myndlistarsköp- un. Þó að gólfefni yrðu sett á gólfin til að auðvelda ræstingu stæði glugga- leysið því alltaf fyrir þrifum að þetta húsnæði gæti hentað starfsemi skól- ans. Mikill fermetrafjöldi fer í geypi- mikla ganga og nær birtan að utan ekki að lýsa þá upp. Byggingin er drungalegt gímald sem nemendum jafnt sem kennurum gengur illa að vinna í, ekki síst vegna þess sem hús þetta er rétt fokhelt og því óheilbrigt vinnuumhverfi. Við skoram á yfirvöld að finna skólanum ásættanlegt hús- næði hið snarasta því ekki verður un- að við þetta ófremdarástand lengur. Við eram stolt og skapandi fólk sem geram þær lágmarks kröfur að heilsu okkar og geðheilsu sé borgið, þvf goð- sögnin um hinn hrjáða myndlistar- mann heyrir sögunni til. Byggingin er drungalegt gímald sem nemendum jafnt sem kennurum gengur illa að vinna í, ekki síst vegna þess sem hús þetta er rétt fokhelt og því óheilbrigt vinnuumhverfi," skrifa María Pétursdóttir og Sólrún Trausta Auðunsdóttir nem- endur í MHÍ. Ragnheiður Steindórsdóttir, Erlingur Gíslason, Margrét Vilhjálmsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Kristján Franklin Magnússon og Steinn Ármann Magnússon í hlutverkum sínum. Skækjan til Svíþjóðar Þjóðleikhúsinu hefur verið boðið með sýninguna Leitt hún skyldi vera skækja í leikstjóm Baltasars Kormáks, á leiklistarhátíð í Stokkhólmi í lok maí. Hátíð þessi er haldin árlega á vegum sænska ríkisleikhússins og er stærsti viðburður af þessu tagi á Norðurlöndum. Um fjörtíu leiksýningar verða í boði, frá írlandi, Noregi, Þýskalandi, Rússlandi, Argentínu, íslandi og Svíþjóð. Meginviðfangs- efni hátíðarinnar er „leikhúsið og framtíðin" og verða fjölmargar námsstefnur tengdar því efni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.