Alþýðublaðið - 12.02.1997, Page 1

Alþýðublaðið - 12.02.1997, Page 1
■ Urgur vegna kröfugerðar Verslunarmannafélags Reykjavíkur Veröum að reisa flaggið - segir Ögmundur Jónasson. Halldór Ásgrímsson segir for- sendur fyrir mun hærri kaup- máttarauka en VR fer fram á. Innan verkalýðshreyfingar er víða undrun með kröfugerð Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, og formaður BSRB segir að það sé ekki ásættanlegt að leggja hana upp sem almenna kjara- stefnu. Hann vekur eftirtekt á því að kröfugerð VR, sem felur í sér 8-10 pró- senta kaupauka á þremur árum, er tals- vert minni en annar forystumanna rík- isstjórnarinnar, Halldór Ásgrímsson, sagði að væri sanngjamt að vænta á næstu árum. Það vekur einnig eftirtekt, að kröfur VR falla nær algerlega að því sem for- sætisráðherra sagði fyrir um hálfum mánuði að væri í lagi að veita verka- lýðshreyfingunni. “Á Davíð Oddsson að gera forskrift að kröfum verkalýðs- hreyfingarinnar í einu mesta góðæri aldarinnar?”, sagði einn samninga- manna við Alþýðublaðið í gær, en al- mennt var ekki vilji til að tjá sig um þær að svo stöddu lyrr en menn hefðu talað saman. Heimspekingur í mynd í blaðinu í dag er rætt við Þorstein Gylfason heimspeking um heimspekina og áhrifavalda, þverrandi stílgáfu íslend- inga, stofnanaþjóðfélög samtímans og sitthvað fleira. Sjá miðopnu. “Þetta er kröfugerð VR og ber að virða sem slíka,” sagði Ögmundur Jón- asson.”Ef menn ætla hinsvegar að leg- gja þetta upp sem kjarastefnu til næstu þriggja ára kemur það öllum við og er einfaldlega óásættanlegt. Ég tel að hægt væri að halda verðbólgu niðri þó taxtar væru hækkaðir mun meira en nemur þessari kröfugerð. Hún gerir ráð fyrir sömu aukningu á kaupmætti og forsætisráðherra lagði upp í Morgun- blaðinu fyrir hálfum mánuði. Fyrir að- eins örfáum dögum sagði hins vegar Halldór Ásgrímsson í þinginu að nú væru aðstæður til að hækka kaupmátt einstakliga og fjölskyldna um 15-20 prósent á næstu 3 árum, eða fram til aldamóta. Ætti ekki verkalýðshreyfmg- in heldur að taka hann á orðinu fremur en hlusta á Davíð Oddsson?” Þau orð Halldórs sem Ögmundur vísar hér til féllu þann 3. febrúar, og voru svohljóðandi: “Ég tel að við séum að ná verulegum árangri í efnahags- málum og öll skilyrði hafi skapast til þess að hér geti ríkt allgóð sátt á vinnu- markaði, við getum reiknað með því að kaupmáttur fjölskyldna aukist að með- altali um 15-20 prósent fram til alda- móta sem er meira en hjá nokkurri annarri þjóð í nágrenni okkar.” Ögmundur sagði að það sem stingi mest í augum væru viðbrögð Þórarins V. Þórarinssonar hjá VSÍ við þessari kröfugerð. “Hann leyfir sér að segja að þetta samrýmist ekki þeim markmiðum að við verðum áfram í fyrstu deild. Svona talar sá maður sem mestu hefur ráðið um það, að með tilliti til lág- launastefnu höfum við íslendingar ekki enn komist upp í fyrstu deild, ekki einu sinni aðra deild, en slefum hugsanlega upp í þriðju deild. Þetta eru kaldar kveðjur frá hálaunamönnunum í Garðastræti.” ■ Myndlistinni stolið í Gerðubergi Unglingarnir létu greipar sópa “Þjófnaðurinn hefur verið kærður og það gengur sína leið,” segir Elísa- bet B. Þórisdóttir forstöðumaður Gerðubergs en hljóðverkasýning Finnboga Péturs- sonar í anddyri Gerðubergs vegna ný- afstaðins Sjónþings fór ekki vel af stað í upphafi. @meginmál:Unglingar létu greipar sópa í anddyri hússins og höfðu á brott með sér í pörtum, hljóð- verk sem þar stóð til sýnis. Þetta gerð- ist á þriðjudag í síðustu viku en Sjón- þingið var haldið á sunnudag. Anddyrið er besta svæði hússins til sýningarhalds þó að það sé ekki hann- að með slíkt i huga. Flestir fara þar í gegn, bæði þeir sem sækja Sjónþing og sýningar og þeir sem nota Borgar- bókasafnið eða taka þátt í námskeið- um eða öðru félagsstarfi. “Þetta er þijúþúsund fermetra hús og það fara fimm til áttahundruð manns hér í gegn á hveijum degi,” segir Elísabet. “Það hefur komið fyrir að það hafa horfið hlutir en við höfúm þó verið heppin. Ég var sjálf ekki í húsinu þegar þetta gerðist. Én það var ekki búið að ganga fyllilega frá verkinu þar sem Sjón- þingið sjálft átti ekki að hefjast íyrr en á sunnudag. Það er þó ljóst að þama er óvitaskapur á ferðinni og þeir sem stóðu að verki hafa sjálfsagt ekki gert sér grein íyrir að þama er um hluti að ræða sem nýtast aðeins listamanninum í verkinu.” Þetta er áttunda Sjónþingið sem verið hefur í Gerðubergi en ekkert þessu lfkt hefur komið uppá áður. Ekkert skipulagt eftirlitskerfi er á staðnum hvorki gæslumaður né myndavélar en það er talið að þetta sé einstætt atvik vegna eðhs verkanna en hljóðverk Finnboga Péturssonar eru rafvædd og má ætla að skemmdar- vargamir hafi haft augastað á hátölur- um og öðm slíku dóti. Að sögn Elísa- betar hafa verkin verið boltuð niður eða í veggina þegar um hefðbundin verk er að ræða en eðlilega var ekki um neitt slíkt að ræða í þetta skipti. Verkin vom ótryggð en að sögn Elísa- betar mun Gerðuberg bæta listamann- inum skaðann ef þjófarnir finnast ekki. ■ Kosningar til Stúdentaráðs Tekist á um málefni Kosningar til Stúdenta og háskóla- ráðs verða 19 febrúar og er kosninga- baráttan hafin af fullum krafti. Röskva er með skrifstofur sínar að Vesturgötu 10, en Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta er með skrifstofu að Hverfis- götu 50. Á myndinni eru forsprakkar Röskvu, Haraldur G. Eiðsson, Ásdís Magnúsdóttir, Bjöm Ingi Hrafnsson, Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Hjalti Már Þóris- son og Óskar Óskarsson. Á baksíðu er að finna viðtöl við efstu menn listanna um helstu baráttumálin. FIUGFÉLAG AKUREYMR 1937 1997 I tilefni 60 ára flugafmælis bjóða Flugleiðir 6.000 kr. afslátt af verði allra pakkaferða* í 6 daga til laugardagsins 16. febrúar. Söluskrifstofur Flugleiða eru opnar laugardaginn 16. febrúar til kl. 16. FLUGLEIDIR ’Afslátturinn bætist ekki við afsláttartilboð í ferðabæklingum Flugleiða. Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.