Alþýðublaðið - 12.02.1997, Síða 2

Alþýðublaðið - 12.02.1997, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 skoðanir MMIBIMD 21254. tölublað Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Líf og dauði flokksblaða Umræður um framtíð Alþýðublaðsins hafa ekki farið framhjá nein- um. FlokJcsblöð hafa átt erfitt uppdráttar, og hafa eitt af öðru lagt upp laupana. Engum dylst heldur, að fjölmiðlar á íslandi hafa þróast með þeim hætti, að það er ekki lengur þörf á hreinræktuðum flokksblöð- um til að koma á framfæri skoðunum flokkanna og forystumanna þeirra. Stjómmálamenn, án tillits til þess hvaða flokkum þeir til- heyra, hafa í dag góðan aðgang að jafnt blöðum sem miðlum etersins svo ffemi þeir hafi eitthvað að segja. Gengi stjómmálaflokka ræðst því ekki lengur af aðstöðu þeirra til að koma fram skoðunum sínum í gegnum flokksleg málgögn. Um það em óræk dæmi ffá seinni ámm. Uppgangur Kvennalistans á sín- um tíma var eitt þeirra. Skoðanir og málflutningur talsmanna listans snart einfaldlega streng í samtímanum og þurfti ekki sérstakt mál- gagn til að bijótast í gegn. Sama gilti um Alþýðuflokkinn þegar Jón Baldvin Hannibalsson varð formaður árið 1984. Hann reif upp fylgi við jafnaðarstefnuna með vel útfærðum og skeleggum málflutningi, sem hann kom á ffamfæri með því að tala við fólkið sjálft á hundrað fundum út um landið. Hefði atburðarásin annars staðar ekki leitt til fyrirvaralítillar stofnunar nýs stjómmálaflokks, Borgaraflokksins, sem tók mikið af fylgisaukningunni þá, hefði hinn góði sigur Al- þýðuflokksins í kosningunum 1987 orðið að stórsigri. Alþýðublaðið lék ekki aðalhlutverk í þeirri þróun, þó það hjálpaði til. Formaður Alþýðuflokksins hafði einfaldlega fram að færa nýja sýn, sem ijölmiðlar tóku eftir, og veittu farveg. Þegar Þjóðvaki kom fram á sínum tíma náði flokkurinn líka miklu fylgi um skeið, _ án þess að flokksblað skipti þar nokkm. Staðreyndin er einfaldlega sú, að við lifum í opnu og umburðarlyndu þjóðfélagi, þar sem fjölmiðl- amir spegla með dágóðum hætti þau viðhorf sem hverju sinni em upp á vettvangi stjómmálanna. í gegnum þá hafa stjómmálamenn aðgang að þjóðinni í tiltölulega réttu hlutfalli við það, sem þeir hafa ffam að færa. Orð þeirra em aðeins metin á einum kvarða: efndun- um. Þegar þær skortir brestur lfka trúverðugleikann og í humáttina tapast fylgið. Þetta ættu þeir að íhuga, sem telja að þröng málgögn flokka skipti sköpum um framvindu þeirra. Alþýðublaðið í dag mun ekki skipta sköpum um framvindu jafnað- arstefnunnar. Það breytir ekki hinu, að vel skrifað, hvasst blað, sem heldur uppi málefnalegri þjóðfélagsumræðu hefur hlutverki að gegna. A köflum hefur tekist að gera Alþýðublaðið að slíku blaði. Menn minnast enn glæsilegra ritskeiða Finnboga Rúts og Gísla Ást- þórssonar. Á síðustu ámm hefur Alþýðublaðið aftur vakið athygli, og segja má að síðustu tveggja ára verði minnst klassísks tíma í sögu blaðsins. Undir forystu Hrafns Jökulssonar var Alþýðublaðið ekki aðeins best skrifað dagblað landsins, heldur líka það hvatskeyttasta. Þó blaðið væri ekki stórt, og hefði ekki mikla útbreiðslu vissu allir að það var til. Nú er enn lagt í ferðalag fyrir hönd Alþýðublaðsins. Um tíma leit út fyrir að ferill þess yrði ekki lengri, en sú umhyggja og virðing sem blaðið nýtur vegna sögu sinnar, og ekki síst vegna frammistöðu þess á síðustu ámm er nú gerð úrslitatilraun til að láta það enn um sinn beita brandi sínum í þágu jafnaðarstefnunnar. Um þessar mundir hill- ir undir kaflaskil í íslenskum stjómmálum, þar sem langþráð sam- vinna og sameining á vinstri væng stjórnmálanna er nú meira en vonin blíð. Það erindi sem Alþýðublaðið hefur nú brýnast er að styð- ja þær tilraunir á alla lund. Það verður því ekki lokað blað Alþýðu- flokksins eins, heldur verður það opið öllum jafnaðarmönnum, og mun freista þess að gera mismunandi sjónarmiðum innan hreyfingar jafnaðarmanna góð skil. Fátæktargildra Dagvinnulaun ófaglærðs verkafólks á Islandi eru orðin sultarlaun. Lægstu taxtar hljóða uppá 50-65 þús. kr. á mánuði. Rúmlega 10. hver félagsmað- ur ASI er á þessum launum. Þetta eru smánarlaun. Menn hljóta að spyrja hvort fyrirtæki, sem ekki þykjast hafa efni á að greiða hærri laun fyrir átta stunda dagvinnu, eigi nokkum tilveru- rétt? f efnahagslægðinni 1987-94 jókst atvinnuleysi verulega. Fyrir þá sem héldu vinnunni birtist efnahagslægðiti í samdrætti eða afnámi yfirvinnu. Þetta þýðir að hluti verkafólks fór raunverulega á hina nöktu taxta. Nú hafa orðið umskipti til hins betra í atvinnulífinu á síðast liðnum tveimur árum. Dregið hefur úr at- vinnuleysi og eftirspum eftir vinnuafli fer vaxandi. En vilji menn nýta tæki- færið í batnandi árferði til að hækka launataxta eða með því að leggja á sig aukið vinnuframlag, þá reka menn sig á vegg. Fjölmennir hópar lág- og millitekjufólks em læstir inni í þeim vítahring að geta ekki aukið kaupmátt sinn eða unnið sig út úr skuldum, í óbreyttu kerfi. Hvers vegna? Vegna þess að hærri laun þýða hærri tekjuskatt og útsvar. Vegna þess að álagningarprósenta tekjuskatts og útsvars hefur hækkað jafnt og þétt á undanförnum árum. Vegna þess að persónuafsláttur og til- færslur til launþega og lífeyrisþega hafa verið frystar _ ekki látnar íýlgja verðlagi. Vegna þess að hinni skul- dugu bamafjölskyldu, sem fær kaup- hækkun með kjarasamningum eða afl- ar aukinna tekna með meiri vinnu, er refsað með því að barnabætur og vaxtabætur vegna húsnæðiskulda em sérstaklega skertar af því tilefni. Forysta Félags járniðnaðarmanna hefur látið reikna út hvaða áhrif 5 pró- sent kauphækkun haft á ráðstöfunar- tekjur fjölskyldu með tvö böm. Niður- staðan er sú, miðað við 2,5 prósent verðbólgu á samningstímanum, að kauphækkunin dugar ekki til þess að halda óbreyttum kaupmætti miðað við 110 þús. kr. laun á mánuði. Óbreytt staðgreiðsla tekjuskatts og útsvars, frysting persónuafsláttar og bóta, og víðtæk tekjutenging bóta- greiðslna lágtekjufólks og lífeyrisþega er þannig samspyrt að stórir hópar launafólks em læstir í fátæktargildm. Óbreytt lög þýða að vinnuveitendur og launþegar geta ekki samið um raunveralega aukinn kaupmátt í kjara- samningum, vegna þess að ríkið hirðir væntanlegan ávinning jafnharðan af launþegum til baka. Það er þess vegna laukrétt sem Öm Friðriksson, formaður Félags jámiðn- aðarmanna, hefur sagt, að ríkisstjómin verði að setja fram nákvæmar tillögur um skattalækkanir, áður en samið er um launalið samninga, ef meta á þær til kaupmáttarauka. Þessi gmndvallar- staðreynd um pattstöðuna í yfirstand- andi kjarasamningum var rækilega áréttuð á málþingi þingflokks jafnað- armanna og forystumanna launþega- samtakanna, sem fram fór á seinustu helgi. Umvandanir forsætisráðherra í umræðum á Alþingi, við forystumenn launþega fyrir óhóflegar kaupkröfur sem muni kollvarpa stöðugleikanum, og stjómarstefnan, sem stefnir stöðug- leikanum í hættu. Meginkrafa Dagsbrúnar og Verka- mannasambandsins í þessum samn- ingum er hækkun lægstu launa. Kraf- an er sú að lægstu taxtar verði færðar að raunverulega greiddu kaupi, þannig að lágmarkslaun nái 70 þús. kr. á mánuði á samningstímanum. Vinnu- Stjórnarflokkarnir hafa vanefnt hátíðlegar yfirlýsingar frá því fyrir kosn- ingar og í stjórnarsáttmála um að þeir myndu taka á þessum óbærilegu jaðaráhrifum tekjuskattskerfisins. Meðan svo er, er lítils árangurs að vænta af þráteflinu í Karphúsinu. koma við þessar kringumstæður úr hörðustu átt. Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar, með ijármálaráðherrann Friðrik Sophusson í broddi fylkingar, hefur aukið tekju- skattsálögur á launafólk milli áranna 1995 og 96 um ljóra og hálfan millj- arð króna. Þar að auki hefur ríkis- stjórnin ákveðið við afgreiðslu fjár- Iaga að persónuafsláttur og helstu bótagreiðslur til launþega fylgi ekki verðlagi. Þar með hirti ríkissjóður einn Pallborð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar milljarð til viðbótar af launþegum, á sama tíma og tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti fyrirtækja hafa lækkað, þrátt fyrir stórbætta afkomu þeirra. Stjómarflokkamir hafa vanefnt hátíð- legar yfirlýsingar frá því fyrir kosn- ingar og í stjómarsáttmála um að þeir myndu taka á þessum óbærilegu jað- aráhrifum tekjuskattskerfisins. Meðan svo er, er lítils árangurs að vænta af þráteflinu í Karphúsinu. Niðurstaðan er því sú að það er ríkisstjómin sjálf veitendasambandið hefur farið ham- förum í áróðri sínum gegn þessari kröfu. Því er haldið fram að í þessu felist krafa um 40 prósent kauphækk- un og í kjölfarið sigli óðaverðbólga, gengisfelling og kollsteypa. Forsætisráðherra hefur tekið undir þennan áróður vinnuveitenda. Hag- fræðingar Alþýðusambandsins halda því hins vegar fram að umrædd hækk- un lágmarkslauna þýði 0,3 prósent launakostnaðaráhrif fyrir fyrirtækin í landinu. Almenn 5 þús. kr. hækkun á mánuði innan ASI leiði hins vegar til 5,4 prósent hækkunar á launakostnaði fyrirtækja. Þetta eru ekki kröfur sem valda neinni kollsteypu við rfkjandi aðstæður. Þetta er því hreinn hræðslu- áróður. Allir dómbærir aðilar viðurkenna að þeir sem síst þyldu afleiðingar óða- verðbólgu og kollsteypu eru hin skuldsettu heimili í landinu. Sérstak- lega barnafjölskyldur með þunga greiðslubyrði af húsnæðislánum. En að óbreyttri stjórnarstefnu og að óbreyttum lögum er ekki unnt við samningaborðið að rétta hlut þessa fólks. Niðurstaðan er því sú að það er ríkisstjóm Davíðs Oddssonar sem er helsti dragbítur á skynsamlega kjara- samninga, sem ættu að tryggja vax- andi kaupmátt launþega og aukinn kjarajöfnuð, á grundvelli áframhald- andi stöðugleika.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.