Alþýðublaðið - 12.02.1997, Síða 3

Alþýðublaðið - 12.02.1997, Síða 3
MIÐVIKUAGUR 12. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ö a n Hnefahögg Verkalýðshreyfingin reynir nú að ná fram kjarabótum í kjarasamning- um, einkum hækkun lægstu launa í 70 þúsund krónur. Vinnuveitendasam- bandið heldur því blákalt fram að þessar kröfur setji allt á hvolf í efna- hagslífmu og verðbólgan fari upp um tugi prósenta. Pallborð Jóhanna \ Sigurðardóttir f skrifar Nær þreföld mánaöar- laun láglaunafólks Það var því eins og hnefahögg franian í launafólk þegar viðskiptaráð- herra birti svar sitt á Alþingi í gær við fyrirspum núnni um starfskjör og líf- eyrisréttindi stjórnenda Búnaðar- banka, Landsbanka og Seðlabanka. Þar kemur fram að mánaðarlaun þeir- ra geta samsvarað tveimur árslaunum láglaunahópanna. Laun bankastjór- anna hafa hækkað frá 27-52 prósent á þjóðarsáttatímanum og hækkun á iaunum Seðlabankastjóra síðustu tvö árin vom 36 prósent eða tæp 130 þús- und á mánuði eða nær þreföld lægstu laun. Mánaðarlaun 800 þúsund Þar með er ekki öll sagan sögð. Bankastjórarnir sitja í launuðum stjómum fyrir bankana. Landsbanka- stjórar sitja í 16 stjórnum, Búnaðar- bankastjórar í 10 stjómum og Seðla- bankastjórar í 5 stjómum. Laun fyrir hveija stjóm em frá 20 þúsund kr. á mánuði upp í 100 þúsund kr. Viðbót- artekjur bankastjóranna em líklega frá Ný fyrirspurn verður því lögð fram þar sem knúið verður á um að fá fram í dagsljósið þessar neðanjarðargreiðsiur til bankastjóranna. 50 þús kr. upp í 250 þús. kr. á mánuði, varlega áætlað, en spurningu rninni um heildargreiðslur vegna stjómarset- unnar var ekki svarað. Ný fyrirspum verður því lögð fram þar sem knúið verður á um að fá fram í dagsljósið þessar neðanjarðargreiðslur til banka- stjóranna, auk þess sem spurt verður um hvort ætla megi að seta þeirra í ýmsum sjóðum dóttur- og hlutdeildar- fyrirtækjum bankanna brjóti í bága við samkeppnislög og um sé að ræða óeðlileg hagsmunatengsl eða við- skiptahætti. Varlega áætlað má því ætla að heildarlaun margra banka- stjóra með ofangreindum stjómaríaun- um sé ekki undir 7-800 þúsund krón- um á mánuði. Auk þess fá bankastjór- ar nfleg bílafríðindi, ferðakostnað og dagpeninga. 20 faldar lífeyris- greiðslur Ríkisbankamir greiða bankastjóra- lífeyri til 17 einstaklinga að meðaltali 291 þús. krónur á mánuði. Hæsta Kf- eyrisgreiðsla nemur að minnsta kosti 445 þús. kr. á mánuði. Margir þessara einstaklinga njóta einnig ríflegs h'feyr- is úr öðmm sjóðum svo sem úr Lífeyr- issjóði alþingismanna og Lífeyrissjóði ráðherra. Ætla má því að margir bankastjórar njóti 6-800 þúsund króna í lífeyrisgreiðslur á mánuði meðan þorri launafólks þarf að láta sér nægja 3-40 þúsund króna mánaðargreiðslur. Hungurtaxtar láglaunafólks Ofangreindar upplýsingar staðfesta enn einu sinni það gap sem er milli ríkra og fátækra í þjóðfélaginu og hvernig topparnir í kerfinu nánast skammta sér laun meðan VSI og stjómvöld hafa allt á homum sér ef hækka á hungurtaxta láglaunafólks um nokkur þúsund krónur á mánuði. Þarf nokkum að undra þó mikil undir- alda sé í þjóðfélaginu og upp úr geti soðið hvenær sem er. Listamiðstöðin Gerðuberg hef- ur verið ein skemmtilegasta og frumlegasta listamiðstöð borg- arinnar um langt skeið og Sjón- þingin hafa vakið verðskuldaða athygli. Stundum þegar Gerðu- berg ber á góma vilja menn meina að miðstöðin þjóni þeim göfuga tilgangi að færa listina til fólksins. Eitthvað virðast listunn- endur yngstu kynslóðarinnar hafa misskilið þetta því þeir höfðu á brott með sér sýningu Finnboga Péturssonar í bókstaflegum skilningi samanber frétt á forsíðu blaðsins... Svanurinn eftir Guðberg Bergsson kom út í Frakk- landi fyrir nokkru síðan hjá frans- ka útgáfufyrirtækinu Gallimard. Bókin fékk frábærar viðtökur gagnrýnenda, meðai annars skrifaði tékkneski rithöfundurinn Milan Kundera lofgrein um bók- ina í í blað frönsku intelligensí- unnar le nouvel Observateur. Bókin er nú uppseld hjá útgef- anda og er önnur prentun vænt- anleg í verslanir. Gallimard hygg- ur á útgáfu fleiri bóka Guð- bergs... Snarpar umræður urðu á Al- þingi í gær, þegar greidd voru atkvæði við lok annarrar umræðu um frumvarp til laga um Landsvirkjun. Talsmenn Alþýðu- bandalagsins gengu langharðast fram gegn frv. og töldu það fyrst og fremst miða að því að ná arði út úr fyrirtækinu fyrir eigendurna, þar sem Reykjavíkurborg fer fyrir. Svavar Gestsson formaður þingflokksins hafði sig mest í frammi í umræðunum og taldi hann frumvarpið leggjast með margvíslegum hætti gegn kjörum landsmanna. Stefán Guð- mundsson formaður iðnaðar- nefndar og reyndur þingmaður úr Framsóknarflokknum náði hins- vegar liprum hælkrók á Alþýðu- bandalagið þegar hann upplýsti við atkvæðagreiðsluna að arð- greiðslur af Landsvirkjun hefðu fyrst verið teknar upp í tíð ríkis- stjórns, sem Svavar Gestsson hefði óvart átt sæti í... r Iþinginu veltu menn fyrir sér hvernig umræðurnar um Lands- virkjunarmálið væru við morgun- verðarborðið á heimili Svavars. Frumvarpið er nefnilega afar mik- ilvægt fyrir Reykjavíkurborg, og þvi hafa borgarfulltrúar Reykja- víkurlistans ýtt fast á eftir sam- þykkt málsins. Eiginkona Svav- ars og vonandi fastagestur við morgunverðarborðið er nefnilega hinn góðkunni forseti borgar- stjórnar.Guðrún Ágústsdóttir.:.. Sumir höfðu á orði við af- greiðslu frumvarpsins um Landsvirkjun að ekki bæri mjög á samstöðu jafnaðarmanna því þingflokkur jafnaðarmanna var með samþykkt málsins. Hafnfirð- ingurinn Guðmundur Árni Stef- ánsson: bjargaði þó málinu með að hafa aðra afstöðu en hinn Reykjavíkursinnaði þingflokkur, og greiddi atkvæði með tillögu Svavars og félaga um að málinu yrði vísað frá. Við það varð gam- alreyndum Framsókarnmanni að orði, að það væri ekki nema von að jafnaðarmenn færu með him- inskautum í skoðanakönnunum. Þeir hefðu nefnilega tekið up þrautreynt þjóðráð Framsóknar- flokksins frá fyrri tíð: vera bæði með og móti umdeildum málum!.. fimm q förnum vcgi Hverjir vinna kosningar til Stúdentaráðs? Þröstur Þorkelsson véla- verkfræðinemi: “Röskva vinnur með sextíu prósent atkvæða. Bolli Pétur Bollason guðfræðinemi: Röskva eins og venjulega. þetta er orðin hefð en við verð- um að hafa eitt og eitt Vöku- andlit með. Iðunn Vigfúsdóttir bókmenntafræðinemi: Röskva vinnur. Það þarf hug- arfarsbreytingu til að Vaka geti unnið. Kristín Agústsdóttir Raunvísindadeild: Haki, samtök öfgasinnaðra stúdenta vinna glæsilegan sig- ur. Omar Ivarsson landafræðinemi: Vaka sigrar vegna þess að kærastan mín heitir Vaka. v i t i m c n n “Fólk tekur ekki einu sinni ábyrgð á eigin heilsu. Það hegðar sér á heilsuspillandi hátt. Það reykir og drekkur og étur sykur. Það hreyfir sig ekki. Svo ætlast það til að til skjalanna komi velferðarkerfi og hirði upp hræið til lyfjameðferðar og uppskurðar á sjúkrahúsum.” Jónas Kristjánsson í leiöara DV í gær. “Að sjálfsögðu tekur þetta fólk ekki heldur neina ábyrgð á upp- eldi barna sinna. Það heldur að þjóðfélagið hafi sett upp skóla til að taka að sér barnauppeldi. Af- skiptaleysið leiðir af sér agaleysi og kröfuhörku.” Jónas Kristjánsson aftur. DV í gær. Stífur kjóll alsettur tippum, svo stuttur að nærbuxurnar fá að njóta sín, úr gegnsæju efni svo móta megi fyrir líkamanum ögraði dómnefndinni í Facette hönnunar- keppninni svo hann hafnaði í fyrsta sæti. Marta María Jónasardóttir sigraöi í Facette hönnunarkeppninni um helgina. DT í gær. “Ég hringdi á skrifstofu blaðsins við Hverfisgötu í dag„ og þá var mér sagt að blaðið væri flutt. Það er verkefni morgundagsins að finna út hvar kontórinn er." össur Skarphéöinsson nýbakaöur ritstjóri Al- þýöublaösins í DT. “Nýja testamentið er sósíalískt rit og ef kristið þjóðríki hefur ein- hverstaðar tekist í framkvæmd, þá er það á Kúbu.” Grímur Hákonarson áhugamaöur um aöskilnaö ríkis og kirkju í greininni Nýr hjúskaparsáttmáli rlkis og kirkju. DT í gær. “Ágreiningur um það, hvort bygg- ja skyidi ný hverfi við Rauðavatn átti þátt í að fella hinn fyrri vinstri meirihluta frá völdum. Það skyldi þó aldrei vera, að Geldinganesið eigi eftir að verða banabiti núver- andi borgarstjórnarmeirihluta.” Víkverji Moggans í gær. “Að kalla á starfsfólkið til að af- eitra það af alkahóli er vægast sagt kynleg aðferð til að halda starfsfólki gangandi_ Og reka það svo ef ekki tekst sæmilega til eins og raunin er í þessum undarlega farsa.” Sigurbjörg hringdi í lesendasíöur DV og er æf út af einhverju áfengisvarnarnámskeiöi fyrir starfsmenn. ■KnnnDiEHni s “Og sorglega er nú komið fyrir konun ef engin önnur leið fmnst til að njóta jafnréttis á netinu en að taka á sig karlmannsgervi, klæða sig í and- lega brók með tippagati, troða virtual- tóbaki í sýndarveruleikavörina, klóra sér myndrænt í pungnum og röfla rámum rómi.” Þórlaug Ágústsdóttir skrifar pistil I tímaritið Tölvuheim sem nefnist Lemur þú kvenfólk

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.