Alþýðublaðið - 12.02.1997, Page 4

Alþýðublaðið - 12.02.1997, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 V Í ð t Q I ■ Þorsteinn Gylfason hlaut fyrir skömmu íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Að hugsa á íslenzku. Kolbrún Bergþórsdóttir náði tali af Þorsteini og spurði hann um fyrstu niðurstöðuna, uppvöxtin, heimspekina, áhrifavalda, skil- greiningaráráttu og stofnanaveldi nútímans Óþolinmóður maður ætti að vera einyrki Ég held að stjórnmálastúss eigi ekki við mig. Ég er of óþolinmóður til þess að geta orðið farsæll við einhvers konar stjórnarstörf. Hver var fyrsta niðurstaða sem þú manst eftir að hafa kom- ist að? „Þegar ég var þriggja ára bjó ég hjá Vilmundi afa mínum og ömmu. Ég vaknaði venjulega á morgnana fyrir allar aldir löngu á undan þeim og fór þá inn til langömmu minnar, móður afa míns, sem líka var vöknuð. Hún sagði hún mér sögur, kenndi mér vísur og lék við mig alls konar leiki. Einn góðan veðurdag er hún ekki vöknuð og mér finnst hún öll svo undarleg. Ég hleyp inn til afa, vek hann og segi hon- um að koma fljótt því langamma „hrýtir svo skrýtilega". Ég hafði orðið vitni að dauðastund henn- ar. Hljóðin sem ég heyrði voru dauðahryglur. Svo var það ekki löngu seinna á sunnudagsmorgni að ég er að leika við afa uppi í rúmi með miklum ærslum. Þá rennur hon- um £ brjóst og hleyp ég niður í eldhús til ömmu og segi við hana: „Amma, amma, komdu fljótt, nú er afi dauður líka.“ Þetta er ein af fyrstu niður- stöðum sem ég komst að í lífinu og fyrstu kynni mín af dauðan- um. Trúirðu á lifeftir dauðann? „Nei, það hef ég aldrei gert.“ Sem heimspekingur, ertu sátt- ur við að dauðinn sé eðlilegur hluti af mannlífinu? „Já.“ En ertu sáttur við það sem manneskja ? „Líka.“ Hvaða manneskja heldurðu að hafi haft mest áhrifá þig? „Foreldrar mínir að sjálfsögðu og á eftir þeim afi minn, Vil- mundur. Vilmundur afi hafði un- un af börnum. Hann tók ókunn börn iðulega tali á götu og gat gleymt sér í samræðum við þau. Hann var mikill og góður félagi minn, bjó til vísnabækur handa mér og fjöldann allan af gátum. Við höfðum mikil samskipti og þegar ég flutti á Aragötuna sex ára gamall komst sú venja á að við töluðum saman í síma allan sunnudagsmorguninn fram til hádegis. Einhvern tímann þegar honum þótti öll umræðuefni vera þrotinn þá tók hann upp á því að kenna mér Passíusálmana. Þá lærði ég semsagt í gegnum síma og kann hrafl í þeim ennþá.“ Var eitthvað sérstakt sem afi þinn brýndi fyrir þér? „Það var nú ansi margt og eng- inn endir á. Það var oftar en ekki í hálfkæringi eða gáska. Ég man aldrei eftir því að hann hafi talað alvarlega við mig, eins og til dæmis foreldrar mínir hafa gert, og hann hefur ugglaust gert við sín börn. Það er ekki svo að skilja að hann hafi ekki verið al- Bertrand Russell: „Menn geta hald- ið því fram að Russeli hafi verið á villigötum í sumum kenninga sinna og áhrif hans hafi ekki verið með öllu holl. En ekkert af þessu tagi haggar því að hann er minn mað- ur.“ vörumaður. Hann bjó yfir djúpri alvöru eins og skrif hans sýna. En hann var líka skapheitur maður og átti auðvelt með að æsa sig yfir því sem gekk fram af honum í þjóðfélaginu. En fyrst þú ert að spyrja um áhrifavalda þá má ég til með að nefna eina konu, sem ég set ofar flestum öðrum sem ég hef kynnst um dagana. Hún var hús- freyja á Stóra Vatnsskarði í Skagafirði þar sem ég var í sveit frá sjö ára aldri. Sólveig Einars- dóttir hét þessi kona og hún hændi mig að sér. Hún var á milli þrítugs og fertugs þegar ég kynntist henni, mikil vísnakona og kenndi mér að kveðast á við sig. Ekki alls fyrir löngu hitti ég ráðsetta frú sem rifjaði upp að hún hefði sem ung stúlka komið á Stóra Vatnsskarð sem gestur. Þá hefði ég verið þar barn og hún veitti því athygli að hvert sem Solla fór fylgdi ég eftir. Og ef Solla þurfti að sýsla í eldhús- inu þá settist ég klofvega á kistu hjá henni, fór að skera niður rabbabara og á meðan gengu vís- ur á milli okkar. „Stanslausar vísur, sama að hvaða verki var gengið og ekkert hlé þar á,“ sagði frúin, en bætti því við að þegar maður, sem hún kunni ekki skil á, kom fram í dyr þá hefði ég hætt að kveða og snúið mér að því að hnakkrífast við hann um pólitík.“ Ertu mjög pólitískur íhugsun? „Nei, eiginlega ekki. Ég held að stjórnmálastúss eigi ekki við mig. Ég er of óþolinmóður til þess að geta orðið farsæll við einhvers konar stjómarstörf. Það er miklu betra fyrir óþolinmóðan mann að vera einyrki, þá hefur hann ekki við neinn annan að sakast nema sjálfan sig ef hlut- imir ganga ekki.“ „Pabbi ykkar drep- ur sjúklingana“ Af hverju gerðistu heimspek- ingur? „Þegar ég var þrettán ára kynntist ég heimspeki fyrir til- verkan Vilmundar afa míns. Ég var þá að byrja að læra ensku sem ég kunni ekki orð í. Afi hélt formlega kennslustund sem hófst á því að hann lét mig skrifa nið- ur enska vísu sem hann las fyrir. Hún var svona: Whatever you do Do with your might Things done by half Are never done right Löngu seinna komst ég að því að með þessari vísu hefði Jón Hjaltalín skólameistari á Möðru- völlum hafið fyrstu kennslu- stundina í ensku þegar afi minn lærði hjá honum. Síðustu tvær línurnar fór afi minni iðulega með, þær vom honum eins konar lífsmottó. Afi sagði mér að ég yrði að læra ensku af bók og það al- mennilegri bók. Ekkert man ég eftir því hvernig á því stóð að bók eftir Bertrand Russell varð fyrir valinu. Af henni lærði ég og náði valdi á enskunni. Heim- spekin hefur ekki yfirgefið mig síðan.“ En Bertrand Russell? „Ást mín á Bertrand Russell er æskuást og henni getur ekkert hnekkt. Menn geta haldið því fram að Russell hafi verið á villi- götum í sumum kenninga sinna og áhrif hans hafi ekki verið með öllu holl. En ekkert af þessu tagi haggar því að hann er minn mað- ur.“ Þú nefndir áðan áhrif foreldra þinna. „Þau voru feikilega mikil. Þau kenndu mér góða siði og héldu að mér margvíslegasta lesefni. Þegar ég var barn gerði pabbi mikið af því að spila og syngja, samdi lög fyrir mig og yngri bræður mína og heimilið ómaði iðulega af söng. Lög föður míns voru heimilisgersemar og lengi vel vissi ég ekki að þau væru kunn utan þessara fjögurra veggja. Foreldrar mínir eru afar ólík að skapgerð en þau eru samt

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.