Alþýðublaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 5
MÐVIKUDAGUR21. FEBRUAR 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ I ð t „Lagasöfn og reglugerðir stækka jafnt og þétt og því mest þegar stjórnmálamenn segja að nú eigi þeim að fækka. í slíku stofnanaveldi segir sig sjálft að tilfinningar og tilfinningalíf fá ekki nægilegt rými." lega erfitt fyrir mann sjálfan að dæma um slíkt. En um daginn var ég að lesa nokkrar setningar fyrir kunningjakonu mína úr bréfi sem bróðurdóttir mín, Guð- rún Vilmundardóttir, hafði skrif- að mér og mér lfkað mjög vel, og vinkonan sagði: Já, ætli mað- ur þekki ekki Aragötutóninn." Og hvernig er sá tónn, er hann dálitið kaldhœðinn? „Ja, nú verðurðu að spyrja vin- konuna. Það var mikill eldmóður í Vil- mundi bróður þínum og hann breytti ýmsu í íslenskri pólitík. „Sem betur fer gerði hann það. Eldmóðurinn var aðal einkenni Vilmundar allt frá barnsaldri og svo var hann taumlaus fjörkálf- ur. Þegar hann var kominn út í baráttu sína gegn siðspillingu í þjóðfélaginu heyrði ég hann í út- varpi og sjónvarpi segja sömu setningarnar og ég hafði heyrt hann segja sjö ára gamlan við kvöldverðarborðið." 'SHHHHHHHl <HHHHHHHl HHHHHH> " ¦' ' •',.•-•--.-hWh ''^^hhHhT hWJ ¦ ^^B ^H Vm HhH Bh! R ^H 9 1 II hI Hb Hl H H HH hHI SB ¦ H B ¦¦ ¦ IBfl B H ¦ 1 Hl HV HJ HJH^^WH^^^^^^^^HH ^^HHHE?L .. • __.*' Hsnmnv Hi Það er erfitt þeg- ar menn með hans gáfur kveðja snemma. „Vissulega. En honum tókst að koma ýmsu til leið- ar sem öðrum tókst ekki. Þarna var líf sem ekki var lifað til einskis þótt það yrði skemmra en al- gengast er." Umburðar- leysi gagn- vart tilfinn- ingahita Nú ert þú heim- spekingur, skáld, þýðandi og mikill tónlistarunnandi. Ertu ekki að upp- lagi mjög verald- lega sinnaður mað- ur? „Ja, ég borða, ég reyki og ég drekk." Ef við snúum okkur að bókinni þinni. Þú segir þar að skilgrein- ingarárátta geti verið stórhœttu- leg. Hvað þá með mikilvægi til- finninga? Finnst þér oflítið gert úrþeim? „Nú er stórt spurt. Það er ábyggilega gert of lítið úr tilfinn- ingum í daglegu lífi. Þjóðfélag okkar og önnur sambærileg ein- kennast af flóknum og viðamikl- um stofnunum með skráðum reglum um stórt og smátt. Laga- söfn og reglugerðir stækka jafnt og þétt og því mest þegar stjórn- málamenn segja að nú eigi þeim að fækka. I slíku stofnanaveldi segir sig sjálft að tilfinningar og tilfinningalíf fá ekki nægilegt rými. Jafnvel rifrildi á vinnustað er talið óæskilegt með öllu. Starfsmaður sem er mjög upp- stökkur og móðgunargjarn getur frá sjónarhóli stofnunarinnar skemmt allan vinnustaðinn þannig að það verður að losa sig við hann, þótt hann sé ágætur að öðru leyti. Þjóðfélagið er orðið umburðarlaust gagnvart tilfinn- ingahita. Nákvæmlega það sama á við um fjölmiðla. Ef við förum nokkra áratugi aftur í tímann þá sjáum við að greinar voru þá skrifaðar af miklu meiri tilfinn- ingahita en nú tíðkast. Þá þorðu menn að sleppa sér í blöðunum. Nú segði maður við vin sem kæmi til manns með grein þar sem hann sleppti sér: Nei, þetta skaltu alls ekki birta." En leiða þessar ófgafullu hömlur sem þjóðfélagið setur mönnum ekki til þess að menn glata einstaklingseðlinu ? „Jú, það ér einkenni á hinum iðnvæddu þjóðfélögum, stofn- anaþjóðfélögum samtímans. En við höfum ýmsar leiðir til að sporna á móti þessari þróun, eins og til dæmis með listiðkun. Og jafnvel á Islandi er það svo að vinnan er ekki allt líf nokkurs manns þótt hún sé mikill hluti af því." Annað sem þú veltir fyrir þér í þessari bók er tungumálið og notkun þess. Finnst þér hæfileiki manna til að koma hugsun sinni skýrt og vel á blað vera að glat- ast? „Ég hef engar áhyggjur af því að hann sé að glatast en ég hef áhyggjur af því að það sem er skrifað í landinu er ekki nógu vel stflað. Það á við um blaðaskrif, ræður alþingismanna og allt það lesmál sem stjórnarráðið og stofnanir senda frá sér. Þetta sést einnig á ritgerðum stúdenta í Há- skólanum. í sumum tilvikum má einfaldlega ráða bót á þessu með því að gera meira kröfur. Ég er viss um að ráðuneytisstjóri sem einsetur sér að bæta stíl á því sem frá hans ráðuneyti kemur geti gert kraftaverk." Síðasta spurningin sem spyrja verður heimspekinginn að er hvort hann hafi komist að niður- stöðu umþað til hvers við lifum? „Nei, og ég vona að langt sé í það." Vilmundur Gylfason: „Honum tókst að koma ýmsu til leiðar sem öðrum tókst ekki. Þarna var líf sem ekki var lifað til einskis þótt það yrði skemmra en algengast er." samrýndustu hjón sem ég hef kynnst. Það er meira skap í pabba en mömmu en hann sýnir það ekki hverjum sem er." Þú ert sonur stjórnmálamanns sem á sínum tíma var skammað- ur og níddur á opinberum vett- vangi. Hvaða áhrif hafði það á þig sem barn ? „Sem barn og unglingur las ég blöðin eins og hungraður úlfur þannig að gagnrýni á föður minn fór ekki framhjá mér. En ég brynjaði mig gagnvart henni. Ég held að alveg sama máli hafi gegnt um yngri bræður mína og raunar um börn annarra stjórn- málamanna sem ég hef kynnst. Mamma sagði hins vegar sögur af stjórnmálabaráttunni á ísafirði þegar hún var að alast þar upp og hún var þúsund sinnum skæð- ari en nokkuð það sem fram fór í reykvískum blöðum. Vilmundur afi var þá læknir á ísafirði og vitanlega kom það fyrir að sjúk- lingar dóu á spítalanum þar sem hann starfaði. Mamma var eitt sinn barnung að ganga eftir göt- unni ásamt yngri systur sinni þegar fyrir þeim verður aðal íhaldsfrúin í bænum sem hvæsir á þær: „Og pabbi ykkar drepur sjúklingana!" Þið voruð þn'r brœðurnir, myndirðu telja ykkur líka menn? „Já, við erum sennilega býsna líkir, en það er hins vegar ákaf- Vilmundur Jónsson: „Hann bjó yfir djúpri alvöru eins og skrif hans sýna. En hann var líka skapheitur maður og átti auðvelt með að æsa sig yfir því sem gekk fram af honum í þjóöfélaginu."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.