Alþýðublaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ n n i MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRUAR 1997 ¦ Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaöur fær viðurkenningu úr sjóði Richards Serra Ríkt og tjáningar- fullt myndmál „Verk Þorvaldar Þor- steinssonar sýna óvenju ríkt og tjáningarfullt myndmál sem birtist okk- ur í myndefni sem teng- ist hinu nána í lífi okkar," segir meðal annars í rökstuðningi stjómar sjóðs Richards Serra með vali viðurkenningu sem hann hefur ákveðið að veita Þorvaldi Þor- steinssyni myndlistar- manni. í rökstuðningnum segir ennfremur: "Hið daglega líf verður honum síend- urtekið yrkisefni, sem hann afhjúpar en um leið upphefur á nærfærinn en oft afar slunginn hátt. Þorvaldur hefur á stuttum lisferli skapað mjög per- sónulegan stíl þar sem hann af djúpu innsæi tekst á við grundvallarlögmál og forsendur myndlistarinnar. Tveir listamenn hafa áður fengið styrki úr sjóðnum, það eru þau Olafur Sveinn Gíslason árið 1992, og Sól- veig Aðalsteinsdóttir árið 1994. Sjóður Richards Serra var stofnað- ur árið 1990 að tilhlutan hins þekkta bandaríska myndhöggvara í tilefni þess að umhverfisverk hans Áfangar var reist í vesturey Viðeyjar. Serra ákvað að gefa íslensku þjóðinni and- virði verksins og skyldi það renna í sérstakan sjóð til eflingar og hvatn- ingar höggmyndalistar á Islandi. Listahátíð í Reykjavík, Reykjavíkur- borg og Listasafh Islands, tóku síðan að sér að reisa verkið og stofna fyrr- greindan sjóð sem ber nafn hans. Samkomulag varð um að Reykjavík- urborg hefði umsjón með verkinu í Viðey en Listasafn íslands hefði um- sjón með sjóðnum. í stjórn hans sitja, Bera Nordal frá Listasafni Islands, Guðrún Kristjánsdóttir frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Guðjón Ketilsson frá Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík. Afkastamikili listamaður Þorvaldur Þorsteinsson fæddist á Akureyri árið 1960. Hann stundaði nám í Myndlistarskólanum á Akur- eyri árið 1977-1981, var við heim- spekideild Háskóla íslands 1982-1982, við Myndlista og hand- íðaskóla íslands árin 1983-1987 og við Jan Van Eyck, akademíuna í Maastricht í Hollandi árin 1987 til 89. Á stuttum listferli hefur Þorvaldur verið mjög afkastamikill myndlistar- maður og tekið þátt í fjölda samsýn- inga hér heima og erlendis. Einnig hefur hann látið til sfn taka málefni og hagsmuni myndlistarmanna. Hann hélt sína fyrstu sérsýningu á Akureyri árið 1982 og einnig þá síðustu Eilíft h'f sem opnuð var í Listasafninu á Ak- ureyri í byrjun nóvember síðastliðinn. Verk hans eru afar fjölbreytt af gerð: Málverk, teikningar, ljósmyndir, Inn- stallasjónir, klippimyndir, tölvugrafík, gemingar og skúlptúrar. Jafnframt því að vera afkastamikill myndlistarmað- ur er hann þekktur rithöfundur, leik- ritaskáld, kennari, fyrirlesari og fjöl- miðlamaður. Þorvaldur Þorsteinsson er ákaf- lega fjölhæfur listamaður en hann er afkastamikill myndiistamaður jafnhliða því að vera rithöfundur og leikskáld. Þorvaldi Þorsteinssyni var afhent viðurkenningin við athöfn Guðjón Ketilsson, Bera Nordal og Guðrún Kristjánsdóttir. Listasafni íslands. Með honum á myndinni eru Skáldið fer til Noregs Við upphaf opinberrar heim- sóknar sinnar til Noregs í gær afhentu Ólafur Ragnar Gríms- son og eiginkona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Haraldi konungi og Sonju drottningu að gjöf steindan glugga eftir glerl- istamanninn Leif Breiðfjörð. Verkið ber heitið "Skáldið". Það sýnir skáld flytja ljóð sitt og texta í umhverfi sem minnir á forna tíma. \\*r Jafnaðar- menn Tryggið útgáfu Alþýðublaðsins. Gerist áskrifendur núna! - .Í Alþýðublaðið bráðum áttrætt en aldrei hressara. Askrifendasími blaðsins er 562-5566

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.