Alþýðublaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 6 m e n n ■ Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður fær viðurkenningu úr sjóði Richards Serra Ríkt og tjáningar- fullt myndmál „Verk Þorvaldar Þor- steinssonar sýna óvenju ríkt og tjáningarfullt myndmál sem birtist okk- ur í myndefni sem teng- ist hinu nána í lífi okkar,“ segir meðal annars í rökstuðningi stjórnar sjóðs Richards Serra með vali viðurkenningu sem hann hefur ákveðið að veita Þorvaldi Þor- steinssyni myndlistar- manni. í rökstuðningnum segir ennfremur: “Hið daglega líf verður honum síend- urtekið yrkisefni, sem hann afhjúpar en um leið upphefur á nærfærinn en oft afar slunginn hátt. Þorvaldur hefur á stuttum lisferli skapað mjög per- sónulegan stfl þar sem hann af djúpu innsæi tekst á við grundvallarlögmál og forsendur myndlistarinnar. Tveir listamenn hafa áður fengið styrki úr sjóðnum, það eru þau Ólafur Sveinn Gíslason árið 1992, og Sól- veig Aðalsteinsdóttir árið 1994. Sjóður Richards Serra var stofnað- ur árið 1990 að tilhlutan hins þekkta bandaríska myndhöggvara í tilefni - þess að umhverfisverk hans Áfangar var reist í vesturey Viðeyjar. Serra ákvað að gefa íslensku þjóðinni and- virði verksins og skyldi það renna í sérstakan sjóð til eflingar og hvatn- ingar höggmyndalistar á Islandi. Listahátíð í Reykjavík, Reykjavíkur- borg og Listasaíh íslands, tóku síðan að sér að reisa verkið og stofna fyrr- greindan sjóð sem ber nafn hans. Samkomulag varð um að Reykjavík- urborg hefði umsjón með verkinu í Viðey en Listasaíh íslands hefði um- Þorvaldí Þorsteinssyni var afhent viðurkenningin við athöfn í Listasafni íslands. Með honum á myndinni eru Guðjón Ketilsson, Bera Nordal og Guðrún Kristjánsdóttir. sjón með sjóðnum. í stjóm hans sitja, Bera Nordal frá Listasafni Islands, Guðrún Kristjánsdóttir frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Guðjón Ketilsson frá Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík. Afkastamikill listamaður Þorvaldur Þorsteinsson fæddist á Akureyri árið 1960. Hann stundaði nám í Myndlistarskólanum á Akur- eyri árið 1977-1981, var við heim- spekideild Háskóla íslands 1982-1982, við Myndlista og hand- íðaskóla íslands árin 1983-1987 og við Jan Van Eyck, akademíuna í Maastricht í Hollandi árin 1987 til 89. Á stuttum listferli hefur Þorvaldur verið mjög afkastamikill myndlistar- maður og tekið þátt í fjölda samsýn- inga hér heima og erlendis. Einnig hefur hann látið til sín taka málefni og hagsmuni myndlistarmanna. Hann hélt sína fyrstu sérsýningu á Akureyri árið 1982 og einnig þá síðustu Eilíft h'f sem opnuð var í Listasafninu á Ak- ureyri í byijun nóvember síðasthðinn. Verk hans em afar ljölbreytt af gerð: Málverk, teikningar, ljósmyndir, Inn- stallasjónir, klippimyndir, tölvugrafflc, gemingar og skúlptúrar. Jafnframt því að vera afkastamikill myndlistarmað- ur er hann þekktur rithöfundur, leik- ritaskáld, kennari, fyrirlesari og fjöl- miðlamaður. Þorvaldur Þorsteinsson er ákaf- lega fjölhæfur listamaður en hann er afkastamikill myndlistamaður jafnhliða því að vera rithöfundur og leikskáld. Skáldiö fertil Noregs Við upphaf opinberrar heim- sóknar sinnar til Noregs í gær afhentu Ólafur Ragnar Gríms- son og eiginkona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Haraldi konungi og Sonju drottningu að gjöf steindan glugga eftir glerl- istamanninn Leif Breiðfjörð. Verkið ber heitið “Skáldið”. Það sýnir skáld flytja ljóð sitt og texta í umhverfi sem minnir á foma túna. §Jafnaðar- menn Tryggiö útgáfu Alþýðublaðsins. Gerist áskrifendur núna! Alþýöublaðið bráðum áttrætt en aldrei hressara. Áskrifendasími blaðsins er 562*5566

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.