Alþýðublaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRUAR 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ Haröar deilur um arðgreiðslur Landsvirkjunar Eftirlit hert með Landsvirkjun Fallist á sjónarmið jafnaðar- manna um aukið hlutverk ríkisendurskoðunar og Samkeppnisráðs Þingflokkur jafnaðarmanna greiddi í gær atkvæði með frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um Landsvirkjun, sem meirihluti Reykjavíkurlistans í borg- arstjórn lagði kapp á að hlyti af- greiðslu á Alþingi. Frumvarpið fól í sér að eigendum fyrirtækisins, Reykjavíkurborg, Akureyri og ríki, yrði í framtíðinni greiddur arður af hlut sínum. Alþýðubandalagið lagðist hart gegn frumvarpinu, þar sem það taldi að það leiddi til hærra orkuverðs. Guðmundur Árni Stefánsson studdi frávísunartillögu Alþýðubandalags- ins, en sat síðan hjá við afgreiðsluna. Svavar Gestsson mælti harkalega gegn frumvarpinu, taldi það leiða til hækkaðs orkuverðs, og mótmælti harkalega að ekki væri gert ráð fyrir því að Alþingi kysi fulltrúa í stjórn Landsvirkjunar. Hann gaf ekki mikið fyrir bókun, sem borgarstjóri, iðnað- arráðherra og bæjarstjórinn á Akur- eyri höfðu skrifað undir, þar sem sagt var skýrum stöfum að lækkun orku- verðs hefði forgang umfram arð- greiðslur til eigendanna. "Hversvegna eru menn þá ekki reiðubúnir til að staðfesta það í lagaákvæði?" spurði þingmaðurinn. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður jafnaðarmanna, sagði að verulega hefði verið komið til móts við sjónar- mið þeirra, og því hefðu jafnaðar- menn með góðri samvisku getað stutt frumvarpið. En hún var talsmaður þeirra í iðnaðarnefnd, sem fjallaði um máhð. "Við höfðum frumkvæði að því að breytingartillögum sem fólu í sér að starfsemi Landsvirkjunar félli undir samkeppnisráð og að ríkisendurskoð- un hefði nauðsynlega endurskoðunar- Jóhanna Sigurðardóttir: Verulega komið til móts við sjónarmið jafnaóarmanna um aukið eftirlit með Landsvirkj- un. Borgarstjóri heldurfundi í hverfum borgarinnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri, mun halda hverfafundi með íbúum Reykjavíkur á næstu dögum og vikum. Fyrsti fundurinn var á mánu- dagskvöld, 10. febrúar, í Félagsmið- stöðinni Fjörgyn með fbúum Grafar- vogshverfa. Næstu fundir verða í Arseli 24. febrúar, Langholtsskóla 27.febrúar, Gerðubergi 3. mars, Ölduselsskóla 10. mars, 13. mars í Réttarholtsskóla og í lokin verða tveir fundir í Ráðhúsinu 24. mars og 7. apríl. Á fundunum ræð- ir borgarstjóri frarnkvæmdir og áætl- anir í hverfinu. Síðan verða opnar um- ræður og fyrirspurnir með þáttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Á öllum fundunum verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt ýmsu fróðlegu og myndrænu efni sem íbúar í viðkomandi hverfi kunna að hafa áhuga á. Jafnaðarkonur Annar "súpufundur" vetrarins verður haldinn 13. febrúar kl. 19.00-21.00 í Vín- kjallaranum á Hótel Borg. Marita Petersen þingmaður jafnaðarmanna í Færeyjum fiytur erindi um stöðu mála í heimalandinu. Allir fyni "súpufélagar" hvattir til að mæta og taka með sér nýja félaga. Allar konur velkomnar! Svavar Gestsson: Óttast að orkuverð til neytenda hækki vegna þessara breytinga. of eftirhtsmöguleika gagnvart Lands- virkjun. Á þetta féllst meirihlutinn. Auk þess verður lögð fram bókun við þriðju umræðu, sem er undirrituð af iðnaðarráðherra, borgarstjóra og bæj- arstjóranum á Akureyri, þar sem kemur fram að um það sé sammæli að það sé forgangsverkefni að raun- verð á raforku geti lækkað," sagði Jó- hanna Sigurðardóttir. Félagsfundur Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur fé- lagsfund laugardaginn 15. febrúar 1997 á Tilver- unni, Linnetsstíg 1, Hafnarfirði, kl. 12.00-14.00. Gestir fundarins og framsögumenn verða þær Rannveig Guðmundsdóttir og Svanfríður Jón- asdóttir alþingismenn. Umræðuefni: Hvað er að gerast á Alþingi? Síðan eru frjálsar umræður og framsögumenn svara fyrirspurnum. Fundarstjóri: Unnur Hauksdóttir. 1907-1997 verkamannafélagið Hlíf sendir félagsmönnum sínum og velunnurum bestu kveðjur og þakkir fyrir gjafir og árnaðaróskir í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Þið gerðuð okkur afmælið ógleymanlegt. Megi framtíð ykkar vera björt og hamingjurík. Lifið heill Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.