Alþýðublaðið - 12.02.1997, Side 8

Alþýðublaðið - 12.02.1997, Side 8
Miðvikudagur 12. febrúar 1997 22. tölublað - 78. árgangur_______________________________________Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Kristín Pétursdóttir Vaka Samstaðan mikilvæg “Það er tekist á um ýmis sameigin- leg mál svo sem LIN málin en þó er eiginlega réttara að segja að það sé tekist á um áherslur,” segir Kristín Pétursdóttir laganemi sem skipar fýrs- ta sæti á lista Vöku, Iista lýðræðis- sinnaðra stúdenta til Stúdentaráðs. “Við leggjum áherslu á háskólanetið sem hefur þegar vakið mikla athygli í fjölmiðlum. Við fengum það sam- þykkt í háskólaráði síðasta fimmtudag að háskólinn fer markvisst að stefna að því að koma upp námsvef þannig að hvert fag hafi sína eigin heimasíðu. Nemendur geta þá fundið fyrirlestra og gömul próf á netinu og jafnvel far- ið í tengingu við erlenda háskóla og tekið ýmis námskeið þar. Þetta var eitt af kosningamálum okkar síðast og við fengum þetta í gegn í Háskóla- ráði, þrátt fyrir minnihluta í stúdenta- ráði sem er sérstaklega gleðilegt vegna þess að við höfum verið langt á eftir öðrum háskólum í tölvumálum.” Alvarlegur misbrestur “Eitt mikilvægasta málið okkar núna varðar próf innan Háskólans en við teljum að þar sé alvarlegur mis- brestur. Það má benda á vandamálið í læknadeildinni þegar ein stofa fékk tuttugu mínútum lengri tíma en hinar og níu af tuttugu í þeirri stofu náðu prófum þar meðan aðeins þijátíu náðu prófúm af 130 í allt. Málið var komið í lögfræðing áður en Röskva gerði eitthvað í málinu. Það eru einnig að koma upp endalausar vitleysur í próf- um í háskólanum og kennarar skila einkunnum oft of seint sem veldur töf á námslánum, síðast en ekki síst fá nemendur oft ekki nákvæmar upplýs- ingar um hvaða gögn þeir eiga að hafa með í prófin. Við viljum beita okkur fyrir því að það verði settar verklagsreglur. Það er einnig áríðandi að komið verði á stöðu réttindafull- trúa nemenda en þeir þurfa að vita rétt sinn gagnvart háskólayfirvöldum í mikilvægum málum. Við viljum koma á fijálsri aðild að Stúdentaráði en hver nemandi borgar 1200 krónur á ári í félagsgjöld hvort sem hann vill vera félagi eða ekki. Við teljum eðlilegra að fólk hafi frelsi til að velja og slíkt væri lýðræðislegra auk þess sem það myndi veita Stúd- entaráði nauðsynlegt aðhald. Það er ástæðulaust að ætla að fólk myndi almennt snúa baki við stúd- entaráði, reynslan úr menntaskólun- um hefur þvert á móti sýnt að yfir- gnæfandi meirihluti nemenda velur aðild að nemendafélögunum. Félagaífelsi Það hefur verið úrskurðað fyrir Mannréttindadómstól Evrópu að það er óheimilt að skylda fólk til aðildar að félögum og til að fara í kringum það innheimtir Háskólinn nú félags- sgjöld fyrir Stúdentaráð um leið og skólagjöld. Það er ólýðræðislegt að við séum háð fjármunum frá háskólayfrrvöld- um meðan við erum að berjast við þau í ýmsum grundvallarmálum. í þeim málum sem varða Lánasjóð- inn sérstaklega viljum við segja: Um leið og hreyfingar námsmanna sneru bökum saman, söíhuðu undirskriftum og héldu fjöldafund á Lækjartorgi, fóru hjóhn að snúast. Við höfum nú fengið loforð fyrir hundrað milljónum aukalega á ári til að bæta úr málum sjóðsins. Það er auðvitað ekki nóg til að gera allt sem þarf að gera og til að byija með viljum við að þessir fjár- munir fari til að létta endurgreiðslu- byrði. Við viljum svo keyra hin málin áfram því að það er líka nauðsynlegt að koma á samtímagreiðslum og mannlegri kröfum um námsfram- vindu. Mikilvægast er þó að tryggja samstöðu námsmanna í þessum mál- um því þannig náum við árangri.” Kristín Pétursdóttir fyrsti maður á lista Vöku Kosningar til Stúdentaráðs fara fram þann 19. febrúar. Á UM ÁHERSLUR Kosningar til Stúdenta og háskólaráðs verða 19 febrnar og er kosningabaráttan hafin af fullum krafti. Röskva er með skrifstofur sínar að Vesturgötu 10, en Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta er með skrifstofu að Hverfisgötu 50. Röskvufólk í góðum gír. Frá vinstri: Haraldur G. Eiðsson, Asdís Magnús- dóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, Katrín Júli'- usdóttir, Hjaiti Már Þórisson, Óskar Óskarsson. Kosningaskrifstofa Röskvu er að Vesturgötu 10. . . Kosningaskrifstofa Vöku er að Hverfisgötu 50. Hjalti Már Þórisson fyrsti maður á lista Röskvu. henni lýkur áttunda mars. Niðurstöð- ur hennar verða kjaminn í mennta- stefnu stúdenta sem verður lögð undir Háskólaráð. Framkvæmd slíkrar menntastefnu myndi væntanlega leiða af sér betri kennslu og skilgreiningar á réttindum og skyldum stúdenta og reglur um prófamál. í framhaldi af þessu sjáum við Röskvumenn sóknar- færi í komandi rektorskjöri, en þá er eðlilegt að frambjóðendur leggi fram starfsáætlun um betra háskólasamfé- lag.” ■ Hjalti Már Þórisson Röskva Aðstöðumunur kyn- slóðanna og lánamálin gera kannanir, í samstarfi við félags- málaráðuneytið og jafnréttisráð, ekki aðeins út frá stöðu kynjanna heldur hvað varðar stöðu landsbyggðarstúd- enta og erlendra stúdenta og koma með hugmyndir um úrbætur og at- huga hvernig má beita sér fyrir já- kvæðum breytingum. Varðandi Lánasjóðsmálin höldum við þeirri kröfu til streitu að endur- greiðslubyrði verði lækkuð og sam- tímagreiðslur teknar upp og höfum fyrir því vilyrði forsætisráðherra. Við viljum hinsvegar fylgja þessu máli í höfn og koma að lokafrágangi frum- varpsins. Röskva ætlar að beita sér fyrir þjónustuátaki í samstarfi við LÍN til að minnka skriffinsku og auka skil- virkni til dæmis með inntemetinu. Bætt kennsla og réttarstaða “Kennslumál em einnig ofarlega á baugi. Röskva kom á Kennslumála- ráðstefnu sem, stendur núna yfir en “Okkar helsta áherslumál er stofn- un atvinnumiðstöðvar stúdenta þar sem ætlunin er að koma á heilsárs at- vinnumiðstöð fyrir stúdenta og sam- eina undir einn hatt alla þá þætti sem lúta að atvinnumálum þeirra,” segir Hjalti Már Þórisson, læknanemi fyrsti maður á lista Röskvu til stúdentaráðs. “Við leggjum líka upp með mál sem við köllum aðstöðumun kynslóð- anna. I kjölfar skýrslu um áhrif og af- leiðingar lánasjóðslaganna kom svart á hvítu fram að stúdentar í dag hafa ekki sömu tækifæri og áður til að koma undir sig fótunum. Þar spila saman, breytingar á húsnæðislána- keifinu, námslánakerfinu og skatta- kerfinu.” Sýna aðstöðumuninn “Við f Röskvu erum þeirrar skoð- unar að stúdentar geti gert þennan að- stöðumun sýnilegan úti í þjóðfélaginu og beint athyglinni að þessum stað- reyndum. Við viljum beita sömu mál- efnalegu vinnubrögðum og við notuð- um til að vekja athygli á lánasjóðslög- unum og lokamarkmiðið er að beita sér fyrir breytingum sem auðvelda ungu fólki húsnæðiskaup og minnka áhrif jaðarskatta. Háskólinn_tilraunasamfélag “Við leggjum líka talsvert upp úr því sem við köllum tilraunasamfélag í Háskólanum og Röskva vill að stúd- entar taki af skarið og sýni fyrirmynd í jafnréttismálum. Það er ætlunin að

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.