Alþýðublaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 1
MÞYÐIfBUÐIB MiðvikudagurTs. febrúar 1997 Stofnaö 1919 24,. tölublaö - 78. árgangur Kristján Pálsson, þingmaöur Sjálfstæðisflokksins: Vill loka Reykjavíkurvelll Niöurskuröi Sjálfstæöismanna til flugvallarins harölega mótmælt. Endurbætur nauðsynlegar til aö auka öryggi farþega Það er einungis spurning um tíma hvenær Reykjavíkurflugvöllur verður lagður niður, og innanlandsflugið flutt allt til Keflavíkur. Yfirvöld stuðla sjálf að því með því að stöðugt er verið að ganga á það svæði, sem tilheyrir flug- vellinum. Því er skynsamlegra að falla frá því að verja 1,3 milljarði króna í endurbætur á Reykjavíkurflug- velli, og flytja starfsemi hans frekar til Keflavfkur þar sem allar aðstæður eru fyrir hendi. Þetta kom fram hjá Kristjáni Páls- syni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í snörpum umræðum á Alþingi í fyrra- dag um niðurskurð samgönguráðherra á fyrirhuguðu framkvæmdafé til flug- vallarins. En af þeim 117 milljónum sem áttu að fara í endurbætur á vellin- um, ákvað rikisstjórnin að skera niður 90 rnilljónir. Jafnaðarmenn mótmæltu áformun- um harðlega. "Það er ámælisvert frá sjónarmiðum öryggis að skera niður fjármagn til endurgerðar flugvallarins í Reykjavík," sagði Ásta R. Jóhannes- dóttir, þingflokki jafnaðarmanna. Hún rifjaði upp, að Flugráð hefði mótmælt áformum samgönguráðherrans harð- lega, meðal annars vegna öryggissjón- armiða. Össur Skarphéðinsson sagði að borgarbúar þyrftu ekki að ganga gruflandi að viðhorfum Sjálfstæðis- flokksins gagnvart Reykjavíkurflug- velli. Samgönguráðherra beitti sér fyr- ir ótrúlegum niðurskurði, og þingmað- ur flokksins í samgöngunefnd, Krist- ján Pálsson, lýsti því einfaldlega yfrr, að það ætti að leggja flugvöllinn nið- Halldór í bóndabeygju Engar lfkur virðast á því að sjávar- útvegsriefnd fallist á að kvóti verði settur á veiðar í Síldarsmugunni, að minnsta kosti ekki næstu 3-6 árin. Þetta kom fram á fundi sjávarútvegs- nefhdar í morgun, þar sem hin undar- lega staða í síldveiðimálum var rædd, en ágreiningur ríkir um málið innan ríkisstjórnarinnar. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar, er fylgjandi því að ný- samþykktum lögum verði breytt til að hægt verði að kvótasetja veiðarnar. Ekki er vitað um nokkurn í sjávarút- vegsnefnd sem er sömu skoðunar. Sighvatur Björgvinsson, sem situr í nefndinni, sagði sérlega athyglisvert, að fulltrúar sjávarútvegsráðuneytisins hefðu verið inntir eftir því hvort ríkis- stjórnin vildi að lögunum yrði breytt til að hægt væri að segja á kvóta. "Svarið við því var nei. Þannig að það virðist sem andstæðingar kvótans hafi haft fullan sigur í þessu máli." Halldór Ásgrímsson virðist því hafa orðið undir innan stjórnarliðsins. Get- um var leitt að því meðal þingmanna í gær, að forysta Sjálfstæðisflokksins væri að launa honum ræðuna á þingi Framsóknar í haust, en öllum á óvör- um opnaði Halldór þá á veiðigjald fyr- ir nýjar tegundir, og nefndi sérstaklega norsk- íslenska síldarstofninn. ur. "Getur verið að hér séu tengsl á milli? Er það kannski svo, að sam- gönguráðherra hafi samúð með skoð- unum manna á borð við Kristján Páls- son, sem vilja grafa undan flugvellin- um?" spurði Ossur og sagði andúð Sjálfstæðisflokksins á hagsmunum Reykvíkinga undarlega. Sjálfstæðis- menn beittu sér ekki aðeins gegn end- urbótum á samgönguæðum inn í borg- ina, einsog niðurskurður þeirra á fram- kvæmdum í Artúnsbrekku sýndi fram á, heldur væri nú ráðíst á Reykjavíkur- flugvöll. Kristján Pálsson hélt fast við sinn keip, og taldi flutninginn skynsamleg- an. Vegalengdin til Keflavfkur væri fljótfarin, ekki síst eftir að búið yrði að gera Reykjanesbrautina tvíbreiða. Hann taldi jafnframt að svipaðra við- horfa hefði gætt innan Reykjavfkur- Ustans, þar sem forseti borgarstjórnar hefði haft uppi skoðanir sem hnigu í farveg flutnings. Bæði Össur Skarphéðinsson og Kristinn Gunnarsson mótmæltu þessu, og bentu á að Guðrún Agústsdóttir hefði verið meðal þeirra sem hefðu haft forgöngu fyrir því að flutt var tíl- laga í borgarstjórn um endurbætur á flugvellinum. ¦ Vlöskiptablaðið Auglýsir brennivín Óli Bj'örn Kárason: Frábiö mér ásakanir um sölutrix "Eg hyggst að sjálfsögðu ekki mismuna auglýsendum og eftir þennan dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur munum viðbirta áfengisauglýsingar," sagði Ólafur Björn Kárason, ritstjóri Við- skiptablaðsins. Akvörðun blaðsins kemur í kjölfar dóms, þar sem slfkt bann var talið í blóra við stjórnar- skrána. "Við virðum að sjálf- sögðu tjáningarfrelsið og prent- frelsið, og nú liggur fyrir túlkun dómstóla á því hvað er leyfilegt, og hvað ekki," sagði rítstjórinn. - Er þetta ekki bara sölutrix, spurði Alþýðublaðið Óla Björn. "Ég frábið mér ásakanir um slfkt. Þetta er spurning um grundvallar- atriði á borð við jafnræði og prentfrelsi. Viðskiptablaðið er vant að virðingu sinni, og notar ekki aðferðir sumra smáblaða til að koma sér á framfæri," sagði ritstjóri Viðskiptablaðsins. Aðspurður kvað hann líklegt að tilteknir þingmenn rykju upp til handa og fóta og reyndu að breyta lögunum til að gera aug- lýsingabannið mögulegt. "Þröng- sýna menn er að finna í ótrúleg- ustu flokkum," sagði ritstjórinn að lokum. lítið þið ekki á samanburðartöfluna rennið yfir staðalbúnaðinn skoðið fjölbreyttu lánakjörin kíkið á aukapakkana og gaumgæfið verðið 7 1.3 lítra rúmmáli —' 12 ventlum CC Fjölinnsprautun ~~ 84 hestöflum Vökva- og veltistýri Útv./segulb. með 4 hátölurum Stafræn klukka Fjarstýrð opnun á bensínloki Dagljósabúnaður Litað gler Tveggja hraða þurrkur með biðrofa og rúðusprautu Afturrúðuhitari með tímarofa Samlitir stuðarar Heilir hjólkoppar Tveir styrktarbitar I hurðum Krumpusvæði Barnalæsingar o.m.fl. '< 03 < Samanburðurinn hjálp ar þér að velj a rétt 3 dyra bílar HYUNDAI vw TOYOTA OPEL NISSAN ] Atcent LSi GolfCL Corolla XLi 1330 AstraGL 1389 Almera IX j 1392 Rúmfak vélar sm2 1341 1398 Hestöfl 84 60 75 60 87 Lengd 4103 4020 4095 4051 4120 Breidd 1620 1696 1685 1691 1690 Vökva- og veltisiýri J J J J/N J Útvarp + segulb. J J N J/N J Metollakk Innifalio 18.000 Innifalið 21.000 Innifalio VERÐ 995.000 1.220.000 1.164.000 1.199.000 1.248.000 9.742 kr. á mánuði með kaupleigu í 36 mánuði. Kaupverð 995.000 kr. Útborgun(bíll/pen.) 275.000 kr. Lokaafborgun 547.000 kr. Komið svo við hjá okkur, veljið bíl og takið einn góðan hring í rólegheitum. Þá ættuð þið að hafa sannfeerst um að þeir sem eignast Accent fá fólksbíl á verði smábíls. Xtr& pakkar - veldu þér einn I Alfelgur VetrardeklC mottur, hliðarlistar, bónpakki. 2 Vindskeið vetrardekk, mottur, htiðarlistar, bónpakki. iGSM sími vetrardekk, mottur, hliðarlistar, bónpakki. ^LGeislaspilari *^^3F vetrardekk, mottur, nytF hliðarlistar, bónpakki. MeÖalverðmætÍ pakkanna er um 80.000 kr. en þeir fást fyrtr aöeins 25.000 kr. á PAKKADÖGUM við kaup á Hyundai bifreíö. Verð f rá 995.000kr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.