Alþýðublaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 8
I Miðvikudagur 19. janúar 1997 MMWBLMHB 24. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Skíðaði inn í hjörtu Sérlega velheppnuð heimsókn forseta íslands til Noregs. “Forsetinn tók Norðmenn algerlega með trompi” sagði Guðlaugur Tryggvi Karlsson, sem var með í föruneyti for- seta íslands í opinberri heimsókn hans til Noregs í síðustu viku. “Margir höfðu veit fyrir sér hvemig honum yrði tekið sem eftirmanni Vigdísar, sem var mjög vinsæl í Noregi. En blaðamennimir vom með stjömur í augunum. Þeim fannst sérstaklega merkilegt í einkasamtölum, hvað Haraldur konungur var afslappað- ur í návist hans, hló og gerði að gamni sínu. Herra Ólafur komst að hjarta hans.” íslensk klæði og bækur Guðlaugur segir að norski konung- urinn hafi virst einstaklega geðfelldur maður, og það hefði farið afar vel á með þeim. “Norðmenn vom líka undr- andi á kraftinum í forsetanum, og þeg- ar hann fór í skíðagönguna tóku þeir bakföll af undmn og ánægju. Þetta er auðvitað þjóðaríþrótt Norðmanna, og það er óhætt að segja, að forseti íslands skíðaði beint inn í hjarta norsku þjóð- arinnar.” Heimsóknin var að öllu leyti vel heppnuð, að allra dómi. Einsog jafnan fyrr vakti forsetafrúin, Guðrún Katrín, verðskuldaða athygli fyrir glæsileik. Fötum maka þjóðhöfðingja er jafnan gefínn mikill gaumur, og norskir tísku- héðnar urðu margir heldur en ekki undrandi þegar kom fram, að klæði forsetafrúarinnar vom ekki úr tískuhús- um Parísar eða Mflanó, heldur saumuð á íslandi af íslenskum höndum, - og mörg hönnuð af henni sjálfrí. Sér í lagi dáðust menn að hattaburði Guðnínar Katrínar, en ung kona á íslandi, Ásdís Svanhvít Sigurðardóttir, hannar hatta hennar með þeim hætti, að eftir er tek- ið um löndin. Hvarvetna í heimsókninni lagði for- setinn áherslu á íslenska menningu, og í Bergen tók hann sér meðal annars fyrir hendur að sýna Norðmönnum glæstustu bækur sem komið hafa út á Norðurlöndum um náttúmfræði. Það em hinar einstöku stórbækur Máls og Menningar, prentaðar í Odda, og skrif- aðar af snillingum á borð við Guð- mund P. Ólafsson. En í tengslum við heimsóknina var Djöflaeyjan fmmsýnd í Osló, og þegar forsetahjónin kvöddu konungshjónin færðu þau þeim per- sónulega gjöf frá sér, - Djöflaeyjuna eftir Einar Kárason í norskri þýðingu. Fagnað góðum gesti I norskum fjölmiðlum var mikið skrifað um ísland í tengslum við komu Ólafs. Athyglisvert er, hversu margir ijölmiðiar tóku undir orð forsetans um nauðsyn þess að ljúka Smugudeilunni. Þetta kom til dæmis fram í tveimur rit- stjómargreinum, sem birtust meðan á hinni opinbem heimsókn stóð. Bergens Tidende sagði í leiðara, að það Smugu- deilan hefði dregist um of á langinn, og það væri meira en tímabært að finna lausn. Blaðið bendir fyrir sitt leyti á eft- irfarandi lausn: “Island er algerlega háð fiskveiðum, og því miður er ástandið ekki gott á þeim hafsvæðum, sem ís- lenskir sjómenn hafa lengstum sótt. En þannig verður það ekki alltaf. Þessvegna felst skynsemd í því, að löndin tvö reifi skipti sín á milli: Aukinn aðgangur ís- lendinga að norskum fiskimiðum í dag, en á móti komi fái Norðmenn aukinn aðgang að íslenskum stofnum þegar gæfuhjólið snýst.” I blaðinu Áftenposten er einnig fjall- að í ritstjómargrein um heimsókn forset- ans: “I Osló og Bergen hafa verið ís- lenskir dagar í þessari viku, þarsem heiðursgestimir hafa verið hinn nýkjömi forseti Islands, Ólafúr Ragnar Grímsson, og Haraldur konungur. Frændsemi er teygir sig yfir þúsund ár tengir saman Is- lendinga og Norðmenn. Þegar ísland hélt upp á fimmtíu ára afmæli lýðveldis- ins árið 1994 var Haraldur konungur meðal þjóðhöfðingjanna sem mættu á Þingvöllum, gamla þingstaðnum sem er hluti af sameiginlegri sögu okkar. Nor- egur væri snauðara land, með fátækari menningu, án landnámsmannanna sem fyrir 1100 ámm námu Island, án lífs- visku Hávamála, án konungasagna Snorra Sturlusonar.” Frumkvæði forsetans Síðar í grein Aftenposten er fjallað um Smugudeiluna, og frumkvæði for- seta Islands, sem einsog kunnugt er, lagði til í ræðu sem hann hélt yfir kóngi og forsætisráðherra Noregs, að ágrein- ingur þjóðanna yrði jafhaður hið fyrsta. “Vegna tengsla þjóðanna,” sagði Áften- posten, “var það rétt af bæði konungin- um og Þorbirni Jagland, forsætisráð- herra, að taka upp norsk-íslensku fisk- veiðideiluna í norðri. Konungurinn tal- aði um ósætti sem af og til hrærði stríða strengi, en taldi að hin djúpa hlýja og til- litsemi sem þrátt fyrir allt ríkti millum þjóðanna tveggja, gerði kleift að ná sameiginlegri lausn. Jagland minnti á að það kræfist sterkra beina að standa undir kröfum um ábyrga stjómun náttúruauð- linda.” Síðar í leiðaranum er sterklega tekið undir orð forseta íslands um að löndin verði að leysa deiluna með varanlegum hætti, ekki síst til að halda trúverðug- leika sínum á alþjóðavettvangi. Og Af- tenposten klykkir út með því að segja, að Norðmenn megi ekki láta það aftra sér að íslendingar séu einsog þeir sjálfir: sjálfstæðir, fullir af sjálfstrausti, herskáir og harðvítugir bardagamenn fyrir eigin hagsmunum! í hópi íslendinga í Noregi, að skrifa kveðju fyrir lítinn aðdáanda. Norðmanna Formaður Skíðasambands Noregs ásamt forseta íslands við Holmen- kollen. “Nú á hann ekkert eftir nema renna sér niður skíðastökkbrautina,” sögðu norskir blaðamenn eftir að herra Ólafur hafði gengið á skíðum eina morgunstund. Forsetahjónin ásamt íslandsvininum Ivar Eskeland, sem nú býr á eynni Storð. 1* jf .5)1 i^H ' > - ’ «*• - T l!"T Viðstaddir sáu að Ólafi forseta þótti mikið til koma að hitta hinn merka fræðimann Helge Ingstad, sem nú er 97 ára gamall. En það var Helge, sem fyrsturfann rústir íslenskra manna af Grænlandi á strandlengju Ný- fundnalands, og sannaði þarmeð gamlar kenningar íslendinga um að for- feður okkar hefðu skömmu upp úr árinu 1000 stundað reglulegar sigling- ar til Vesturheims. Forsetinn hefur, sem kunnugt er, oft minnt á nauðsyn þess að rækja minningu landafunda íslendinga. Gró Harlem Brundtland er ekki veisluglöð kona, en mætti að sjálfsögðu í veislu forsetahjónanna, sem þau héldu til heiður norsku konungshjónunum. Hér heilsar Gro forseta íslands, en frú Guðrún Katrín í íslenskum búning, og Noregskonungur horfa á.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.