Alþýðublaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 1
MMMBLMÐ Þriðjudagur 18. febrúar 1997 Stofnað 1919 24. tölublað - 78. árgangur ¦ Titringur í stjórnarbúðunum vegna síldarmálsins Halldór var beygð- ur af Þorsteini Sighvatur Björgvinsson: Áfall fyrir kvótakerfið og stefnu LÍÚ. Steingrímur J. Sigfússon: Umdeilan- leg niðurstaða. Lögin ekki nógu Ákvörðun Þorsteins Pálssonar um að gefa veiðar í norsk- íslenska sfldar- stofninum frjálsar var tekin í andstöðu við vilja Halldórs Ásgrímssonar sam- kvæmt heimildum Alþýðublaðsins. Þorsteinn hafði áður ætlað að setja kvóta á sfldveiðarnar, í samræmi við vilja Kristjáns Ragnarssonar og LÍÚ, en mikil andstaða meðal þingmanna stjórnarliðsins leiddi til þess að ráð- herrann breytti um afstöðu eftir fund með meirihluta sjávarútvegsnefhdar í húsakynnum ráðuneytisins. Meirihlut- inn hélt annan fund síðastliðinn fimmtudag á Alþingi, þar sem kom fram að allir þingmenn innan hans voru andstæðir kvóta á sfldveiðar í Sfldarsmugunni. "Þetta er auðvitað áfall fyrir kvóta- kerfið og stefnu LÍÚ. Um leið er þetta áfall fyrir þá tvo ráðherra sem komu að málinu, því það gefur auga leið að þeir vildu báðir setja kvóta á veiðarnar í Síldarsmugunni," sagði Sighvatur skýr. Björgvinsson. Hann sagði jafnframt að forvitnilegt yrði að sjá reynsluna af þessu fyrirkomulagi og vísaði til þess að á síðasta ári hefði loðnukvótinn ekki náðst. "Kemur ekki til mála að hafa loðnuveiðarnar líka frjálsar?" spurði Sighvatur og benti á að það gæti leitt til aukinnar arðsemi fyrir þjóðarbúið, ef það yki möguleikana á því að loðnukvótinn næðist. Steingrímur J. Sigfússon er formað- ur Sjávarútvegsnefndar og sagði að niðurstaðan væri vægast sagt merki- leg. Þegar stjórnin var að reyna að verja sfldarsamningana í fyrra hefði ein meginröksemdin verið að samn- ingarnir gerðu mögulegt að setja kvóta og haga veiðunum þar með með tilliti til vinnslu manneldis. Niðurstaðan núna væri hinsvegar þveröfug. "Nú veit heldur enginn hvernig veiði- reynsla á að myndast. í lögum og regl- um þurfa auðvitað að vera skýr fyrir- mæli um það. Auðvitað er það áfall fyrir stjórnina að lögin eru ekki nógu afdráttarlaus um jafn mikilvægt efni," sagði Steingrímur. "Ég hefði til dæmis tahð að það þyrfti að kveða á um það á hvaða tíma veiðireynslan myndast, og auðvitað hefði verið æskilegt að taka betur á aðstöðu þeirra skipa sem eru sérhæfð til veiða á uppsjávarfisk- um og hvernig menn sjá fyrir sér að veiðireynsla þeirra myndist. í þessu ljósi er niðurstaðan umdeilanleg." Sfldarfrelsið er gert í krafa' ákvæða í úthafsveiðilögum sem voru samþykkt fyrir jól. Þá var lagt fram álit frá meirihluta sjávarútvegsnefndar þar sem lagst var gegn því að skipum yrðu heimilar frjálsar veiðar í allt að fimm ár, meðan veiðireynsla væri að skap- ast. Halldór Ásgrímsson brást þá ókvæða við og að kröfu hans var álitið dregið til baka. Á Alþingi í gær var niðurstaðan talin innsigla ósigur hans í málinu. MÖrðUr ITiættUr! Fvrirhe.gi.6K Möröur Árnason sæti á Alþingi í fjarveru Jóhönnu Sigurðardóttur sem situr ráðstefnu á Indlandi. Ekki er annað að sjá en Mörður sé hinn ánægðasti með hlutskipti sitt og svipur Sighvats Björgvinsson- ar ber greinileg merki um velþóknun: "Það er gott að fá Mörð í hóp- inn, sagði Sighvatur föðurlega þegar þeir félagar slógu á létta strengi fyrir framan Alþingishúsið. "Þetta er samvalinn hópur sem er stöðugt að eflast." BÆKLINGURINN er kominn! Lóttu sjá þig og fáðu bækling FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR AðciIstræti 1 6 - sími 552-3200

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.