Alþýðublaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 ó I i t í k ■ -Magnús Árni Magnússon skrifar um um stúdentapólitíkina en nú reynir á það á morgun hvort Röskva heldur meirihlutanum í Stúdentaráði. Vantrú á að Vaka geti sótt að menntamálaráðherra Hvernig sem fer er Ijóst að það verður spennandi að fylgjast með kosningunum á morgun og úrslitum þeirra, þar sem hinar nýju kosningareglur opna stöðuna upp á gátt. Nú er komið að þeim tíma há- skólaársins, þegar gangaloftið verð- ur lævi blandið af einskonar pólitfk. Kosningar til Stúdentaráðs eru í nánd. Undanfarin ár hafa það verið fylkingamar tvær, Vaka, félag lýð- ræðissinnaðra stúdenta og Röskva, samtök félagshyggjufólks við Há- skóla íslands, sem hafa bitist um meirihlutann í ráðinu. Óháð framboð náði að vísu manni inn fyrir tveimur árum en var ekki í oddaaðstöðu, þar sem Röskva vann á sama tíma góðan sigur. Það er einmitt sú fylking sem hef- ur haft undirtökin í Háskólapólitík- inni allan þennan áratug. Röskva hefur haldið meirihluta sínum frá 1991, þegar Steinunn V. Óskarsdótt- ir, nú borgarfulltrúi Reykjavíkurlist- ans og talsmaður Grósku, varð for- maður Stúdentaráðs. Sú þjóðsaga hefur verið á kreiki að Vaka nái aldrei meirihluta þegar Sjálfstæðis- maður er menntamálaráðherra og hvað sem er hæft í því, hefur sú fylking ekki náð takti í menntamála- ráðherratíð Ólafs G. Einarssonar og Bjöms Bjamasonar. Vökumaður sem Alþýðublaðið ræddi við sagði að það væri einfald- lega ekki sú stemning til staðar sem þyrfti til að Röskva missti meirhlut- ann, að fólk virtist einfaldlega ekki hafa trú á því að Vaka gæti sótt að menntamálaráðherra Sjálfstæðis- flokksins: “Þegar Svavar Gestsson var menntamálaráðherra þá var Vaka með öruggan meirhluta. Ef það hefði verið sterkari listi í ffarn- boði eftir að Ólafur G. tók við, hefð- um við kannski getað haldið meir- hlutanum eitt ár til viðbótar en ekki meir. Röskva missir meirihlutann þegar vinstri maður verður mennta- málaráðherra á ný.”. Landsmálapólitík setur svip Fyrrum stúdentaráðsmeðlimur Röskvu segir engan veginn geftð að Röskva haldi meirihlutanum þrátt fyrir þessa þjóðsögu: “Það má ekki gleyma því að reglum um kosningar til Stúdentaráðs hefur nú verið breytt á þann hátt að sú fylking sem vinnur hveijar kosningar fyrir sig fær hrein- an meirihluta f ráðinu og skiptir þá engu máli hvernig útkoman var á árum áður.” Það verður að geta þess að stúdentaráðsliðar eru kosnir til tveggja ára. “Nú er það svo að sá maður sem var í baráttusætinu í fyrra á á hættu að detta úr ráðinu, missi hans menn meirihluta.” Þessari tilhögun var komið á þeg- ar kosningar höfðu skipast þannig að ljóst var að kraftaverk þyrfti til að fella meirihluta Röskvu ári síðar, svo mikinn meirihluta hafði fylking- in innan ráðsins. Nú eru hverjar kosningar “hreinn úrslitaleikur”, ef svo má að orði komast. Landsmálapólitíkin setur sinn svip á kosningamar og skipast menn, sem hafa starfað með stjómmálaflokkum nánast sjálfkrafa í fylkingar eftir því hvar í litrófinu þeir standa. Sjálf- stæðismenn finna sér farveg innan Vöku og aðrir fylgja venjulega Röskvu að málum. Helstu undan- tekningarnar á þessu hafa þó verið Alþýðuflokksmenn, en æði margir slíkir hafa kosið að ljá Vöku full- tingi sitt. Þessi tilhneiging hefur þó orðið sjaldgæfari að undanförnu í kjölfar mikillar umræðu um sam- fylkingu á vinstri vængnum. Þó að flokkakerfið hafi óvefengj- anleg áhrif á fylkingamar tvær, þá er viss feimni innan þeirra beggja gagnvart því. Vaka neitar staðfast- lega tengslum sínum við Sjálfstæðis- flokkinn og bendir á að það sé í raun einungis ein pólitísk fylking innan háskólans sem sé Röskva. Vaka sé vettvangur þeirra sem kjósi pólitík- ina út úr stúdentaráði. Vökumaður sem Alþýðublaðið náði tali af sagði að tengsl Vöku við landsmálapóli- tíkina væru ekki nein: “Við erum lýðræðissinnaðir stúdentar og kom- um allstaðar að og emm með innan okkar raða fólk úr öllum flokkum. Við emm spyrt við íhaldið en emm í raun miklu róttækari heldur en nú- verandi meirhluti sem er hið raun- verulega íhald. Við höfum verið með hávæmstu kröfumar í Háskóla- og Stúdentaráði og emm róttækt fólk sem vill knýja fram breytingar, sér- staklega varðandi réttindamál stúd- enta.” Lftið gert úr flokkapólitík Vxst er að báðar fylkingarnar kappkosta að fá til liðs við sig aðila sem eru ekki merktir stjórn- málaflokkunum og halda nöfnum þeirra frekar á lofti en þeirra einstak- linga sem hafa staðið í fylkingarbr- jósti í ungliðahreyfingum stjórn- málaflokkanna. Þó er talið nauðsyn- legt að hafa slíka einstaklinga með og sérstaklega leggur Röskva nokkuð upp úr því að hafa á listum sínum einstaklinga sem fólk innan annarra stjórnmálaflokka en Sjálfstæðisflokksins getur þekkt sem sína fulltrúa. Þó nokkuð sé gert í því að draga fjöður yfir þátttöku stúdentaráðsliða í hefðbundnum stjómmálum, hafa ungir Framsóknarmenn mátt una vel sínum hlut í framvarðarsveit Röskvu þann tíma sem hún hefur verið við völd. Af sex formönnum stúden- taráðs sem Röskva hefúr skipað hafa a.m.k. tveir verið yfirlýstir Fram- sóknarmenn, þeir Páll Magnússon, varabæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins í Kópavogi og Guðmundur Steingrímsson, Hermannssonar forsætisráðherra. Einnig er núveran- di framkvæmdastjóri Stúdentaráðs, Einar Skúlason fulltrúi í framkvæm- dastjórn Sambands ungra Fram- sóknarmanna. Aðrir, að Steinunni Óskarsdóttur undanskilinni, hafa ekki viljað bendla sig við neina sérstaka stjómmálaflokka, þó Pétur Óskarsson, bróðir Steinunnar, haft unnið nokkuð fyrir Pál Magnússon í bæjarstjórnakosningunum í Kópavogi 1994. Að öðm leyti hafa pólitíkusar fremur verið í bak- varðarsveitum fylkinganna. Frjáls aðild að Stúdentaráði Málefnaskrár fylkinganna ein- kennast oftast af málum sem í sjálfu sér getur verið pólitísk samstaða um og miðar að bættum háskóla, betri aðstöðu fyrir nemendur, aðhaldi á háskólayfirvöld og hagsmunamálum stúdenta, til dæmis gagnvart Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Þó er ein undantekning á þessu og síðustu fjórar kosningar hefur Vaka haft það sem kallað er “frjáls aðild að Stúd- entaráði” á stefnuskrá sinni. Þessi stefna Vöku virðist ekki ennþá hafa náð meirihlutahylli hjá stúdentum við Háskólann, ef marka má niður- stöður kosninga þau ár sem Vaka hefur sett þetta baráttumál á oddinn. Vökumenn vilja meina að Stúdenta- ráð sé í raun félag og vísa til réttar manna til að standa utan félaga máli sínu til stuðnings. Röskvumenn hafa á móti haldið þeirri skoðun á lofti að Stúdentaráð sé í raun fulltrúasam- koma stúdentasamfélagsins og ekki félag sem slíkt. Ekki lagastoð fyrir gjaldtöku Málið fékk á sig nýjan svip er laganemi við háskólann fór með málið til umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri lagastoð fyrir því að inn- heimta sérstakt gjald af stúdentum við innritun, sem rynni til Stúdenta- ráðs. Heimildarákvæði væri fyrir því í reglugerð og í raun þyrfti að færa það í lög. Menntamálaráðherra tók sig því til og gerði það, þannig að nú er Háskólanum heimilt að láta fé renna til Stúdentaráðs að hámarki 10% af því fé sem innheimt er við innritun hvers námsmanns. Því næst gerðu Stúdentaráð og háskólinn með sér samning, þar sem stúdentar taka að sér að reka þá þjónustu sem þeir hafa hingað til séð um. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, formaður Stúd- entaráðs segir það misskilning af Vöku hálfu að vera enn að tala um hvort Stúdentaráð sé félag eða ekki. “Það skiptir engu máli lengur. Hvort sem Stúdentaráð er félag eða ekki er þessi ráðstöfun fúllkomlega heimil,” segir Vilhjálmur. Tryggvi Bjöm Davíðsson fulltrúi Vöku í háskólaráði tekur ekki undir þau orð Vilhjálms. “Þetta samkomu- lag er háð samþykki Háskólaráðs á hverju ári. Maður bítur ekki hönd þess sem réttir manni brauðið. Hvemig eigum við að stúdentar að heyja okkar baráttu gagnvart því yf- irvaldi sem sem við erum háð um fjármagn,” segir Tryggvi. “Ég hef lært það af setu minni í háskólaráði að hagsmunir Stúdenta og háskólans fara ekki alltaf saman. Niðurskurður til háskólans er staðreynd. Það er verið að ræða um að mæta honum með skólagjöldum, aðgangstakmark- unum og slíku. Við verðum að vera í aðstöðu til að mótmæla því. Einnig teljum við líka að hvatar skipti máli. Við viljum vera háð stúdentum um fjármagn en ekki háskólayfirvöld- um. Við viljum fá þessar 1.200 krónur sem við fáum á mann, frá stúdentum sjálfum og við vitum að við getum rekið Stúdentaráð þannig að stúdentar sjái sér hag í að vera fé- lagar,” segir Tryggvi ennfremur. En það eru fleiri listar í boði í þetta skipti en listar Vöku og Röskvu. Að tilstuðlan aðsópsmikils verkfræðinema, Þórarins Einarsson- ar er boðinn fram listi undir nafninu Haki, félag öfgasinnaðra stúdenta. Þetta er annað árið sem Haki býður fram, en listinn hafði í fyrra yfir sér yfirbragð fyndninnar, þó oddviti list- ann gældi einkennilega við fasíska hugmyndafræði. A vefsíðu listans má lesa þetta svar við spumingunni “Hvers vegna öfgar?”: “Nú á dögum eru það aðeins öfgamar og fáránleik- inn sem getur bjargað hinum vest- ræna heimi frá hvimleiðum hvers- dagsleikanum og massameðal- mennskunni. Hver nennir lengur að tileinka sér þessi meðalstöðluðu við- horf sem einkennast af þurri lífssýn og hræsni. Heilaþvottastöð mennta- kerfisins rembist við að troða ungum manneskjum í staðlaða pappakassa [svo]. Um öll þessi skemmdarverk á mannssálinni ríkir nánast einhuga sátt í þjóðfélaginu.” Það fór svo að Haki fékk 300 at- kvæði og engan mann kjörinn. Nú er nokkuð alvarlegra yfirbragð yfir framboði Haka og segir einn Vöku- maður að fastar verði tekið á honum nú í samræmi við það: “Það gæti farið svo að þessi öfgasinni verði í oddastöðu, því ef hann fær mann kjörinn nú, þá fær hann samkvæmt nýju reglunum mann inn af listanum í fyrra og tvo menn í ráðið.” Hvernig sem fer er ljóst að það verður spennandi að fylgjast með kosningunum á morgun og úrslitum þeirra, þar sem hinar nýju kosninga- reglur opna stöðuna upp á gátt. Kosningaþátttaka hefur farið minnk- andi innan háskólans undanfarin ár var síðast einungis 47%. Vökumenn túlka það með þeim hætti að stúd- entar séu orðnir svo fjarlægir Stúd- entaráði að þeim finnist ekki taka því að kjósa, en vissulega mætti þá svara því sem svo að fólki finni þá greinilega ekki hjá sér neina sérstaka þörf til að flykkjast á kjörstað og refsa valdhöfunum. Það má geta þess að kosningaþátttaka náði ein- mitt hámarki það ár sem síðasti meirihluti Vöku féll. Framkvæmdastjóm SUJ Framkvæmdastjómarfundur SUJ verður haldinn miðviku- daginn 19/2, kl. 17.30 á Hverfisgötu 8-10. Forsetar málstofa eru hvattir til að mæta og þeir sem ekki sjá sér fært að koma eru vinsamlegast beðnir um til að til- kynna forföll. Framkvæmdastjóri SUJ FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Aðalfundur Félags járniðnaðarmanna verður haldinn á Suöurlandsbraut 30, 4. hæð, laugardaginn 22. febrúar 1997 kl. 13.15. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Breytingar á reglugerðum sjóða. Kaffiveltingar. Félagsfundur um samningamát hefst að loknum aðalfundi um kl. 15.00. Ath. reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofunni milli kl. 15.00 og 18.00 miðvikudag 19., fimmtudag 20. og föstudag 21. febrúar nk. Mætið stundvíslega. Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.