Alþýðublaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 1
MMPBLMD Fimmtudagur 20. febrúar 1997 Stofnað 1919 26. tölublað - 78. árgangur Utandagsskrárumræöur um bankastjóralaunin Spilling og siðblinda - segir Möröur Árnason alþingismaður málshefjandi umræönanna. Guðmundur Árni Stefánsson: "Mun leggja fram frumvarp um að kjaradómur ákvarði Iaun bankastjóra." Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra sagði í utandagskrárumræðum á alþingi í gær, að sú tilhögun, að þóknanir bankaráðsmanna tækju mið af launum bankaráðsmanna væri ekki í reglugerð heldur væri fyrir- mæli þess efnis að frnna í bréfi við- skiptaráðherra frá árinu 1987 en þar væri gert ráð fyrir að hún væri tólf prósent. Hann hefði þegar sent annað bréf þar sem hann óskaði eftir að þetta samband væri rofið og launa- kjör bankaráðsmanna yrðu í framtíð- inni ákvörðuð af aðalfundum bank- anna. Hann -sagðist hafa átt fundi með bankaráðsmönnum um að gera breytingar til dæmis að sameina þóknanir í eina heildartölu.I lokaorð- um sínum sagði Finnur að enginn af fulltrúum flokkanna í bankaráðum hefði gert athugasemd við launakjör bankastjóranna. "Fullyrt er að kjör og kjaraþróun hjá æðstu mönnum í bankakerfmu sýni spillingu og siðblindu í miðstöð efnahagslífsins," sagði Mörður Árnason þingflokki jafnaðarmanna málshefjandi utandagsskrárumræð- unnar um bankastjóralaunin. Guð- mundur Arni Stefánsson þingflokki jafnaðarmanna sagði eðlilegt að Kjaradómur myndi ákvarða laun bankastjóranna líkt og annarra ríkis- starfsmanna og hann myndi leggja fram frumvarp þess efnis. Hann sagði ennfremur að Alþýðuflokkur- inn hefði ekki skipað þingmenn í bankaráð um nokkurra ára skeið enda teldi flokkurinn eðlilegt að skiptingin milli framkvæmda og rík- isvalds væri skýr. Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður Kvennalista tók til máls í umræðun- um og sagði sjálfsagt að greiða bankastjórum góð laun, þeir bæru mikla ábyrgð, en fyrr mætti nú rota en dauðrota. En bera þeir ábyrgð? Mörður spurði í sinni ræðu um skýringar á því að engum banka eða sjóðsstjór- um hefði verið sagt upp stórfum þrátt fyrir útlánatap upp á 22 milljarða á árunum 1990 til 95. Finnur benti á að hlutverk bankaráðanna er að ráða og reka. Einar Guðfinnsson tók til máls um þetta og sagði ísland vera á forn- aldarstigi í bankamálum. Fyrir nokkrum árum síðan hefði verið sett regla um sex ára ráðningartíma bankastjóra en síðan hefði sýnt sig að auglýsingarnar væru bara sjónarspil. Hann vitnaði í frétt Alþýðublaðsins um þegar staða Halldórs Guðbjarnar- sonar var auglýst, en þar var fyrir svörum Sverrir Hermannsson banka- stjóri sem sagði að auglýsingarnar Frumvarp tii laga um bókasafnssjóð Fáránlegar upphæðir - segir Ingibjörg Haraldsdóttir formaður Rithöfundasambandsins "Við fögnum þessum breytingum, ef þetta kemst óbrenglað í gegn er það til hins betra," segir Ingibjörg Har- aldsdóttir. Rithöfundasambandið átti fulltrúa í nefndinni sem vann að frumvarpi til laga um bókasafnssjóð, en áður var aðeins til staðar grein í lögum um al- menningsbókasöfn, þar sem sagt var að varið yrði tiltekinni upphæð í greiðslur til rérthafa, en sú upphæð hefur verið hin sama frá árinu 1976, eða 12 milljónir og aðeins fylgt verð- lagsþróun. Upphæðinni hefur til þessa verið skipt í tvennt. Helmingnum er varið til viðurkenninga en hinn helmingur- inn fer í greiðslur til rétthafa. Nú er hætt að miða eingöngu við inneign á Borgarbókasafhinu líkt og áður held- ur farið að miða upphæðina við útlán margra safna. Eins er hætt að greiða börnum og barnabörnum fyrir réttinn, en í staðinn kallast eftirlifandi makar og börn innan 18 ára rétthafar. Þar með fjölgar þeim höfundum sem fá greitt en að auki er sú nýbreytni í frumvarpinu að þýðendur og rétthafar mynda og tóna munu fá greitt úr sjóðnum, þýðendur, þriðjung miðað við frumhöfunda en myndhöfundar samkvæmt hlutfalli mynda. Á íslandi eru framlög til bókasafns- sjóðs þau lægstu á Norðurlöndum en þrátt fyrir það tóku íslendingar fyrst allra Norðurlandanna upp greiðslur fyrir afhot af bókum á söfnum. Ef frumvarpið verður að lögum bætast fimm milljónir við þær tólf sem fyrir eru."Upphæðin er fáránleg, við vorum að tala um allt aðrar upp- hæðir. Hjá Norðurlandaþjóðum eins og til dæmis Dönum eru þetta upp- hæðir sem skipta rithöfunda verulegu máli," segir Ingibjörg en bætir við að upphæðin sé ákveðin á fjárlögum hverju sinni þannig að rithöfundar muni halda áfram að berjast fyrir að fá hana hækkaða. "Það er von til að það verði ekki alltaf nískupúkar á þingi." Frumvarpið tekið til umræðu í gær en Björn Bjarnason sagði í umræðun- um að upphæðin væri aðeins til reynslu og eins væri ekki ætlunin að mismuna fræðirithöfundum en Össur Skarphéðinsson gerði athugasemd við 5. grein frumvarpsins þar sem segir: "Eðlilegt er að áhersla verði lögð á styrki til fagurbókmennta." Bjöm sagði að það hefði verið vilji nefndarinnar að lögð yrði áhersla á styrki til fagurbókmennta. væru bara formsatriði, Halldór væri ekki að hætta, hann væri rétt að byrja. Þingið getur vart firrt sig ábyrgð enda eiga allir flokkarnir fulltrúa í bankaráðum en þau ákvarða kjör bankastjóra. Sighvatur Björgvinsson benti á að Jón Sigurðsson hefði í ráð- herratíð sinni reynt að koma á þeirri tilhögun að bankastjórar mættu ekki taka greiðslur fyrir önnur störf en það hefði fallið út í meðförum þings- Freisting Evítu Fundir þingflokka allra flokka voru með stysta móti í gær. Ástæðan var sú, að DAS, sem á og rekur Laugarásbíó bauð öllum þingmönnum og starfsfólki þingsins til frumsýn- ingar á stórmyndinni Evítu í Laugarásbíói klukkan korter yfir fimm í gær. Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, er forstjóri DAS, og bauð fyrir hönd bíósins. Einsog margir þingmenn er hann mikill aðdáandi Madonnu, sem leikur Evitu Peron. Þegar þingmenn tíndust léttir í spori út úr þing- htísinu um fimmleytið í gær mátti heyra nokkra þeirra raula fyrir munni sér: "Don't cry for me, Argentina." Draugagangur Lindu Miklar deilur gelsa um álver á Grundartanga, og næstum þrjú þúsund manns rítuðu undir stuöníngsskjal með byggingu álvers. En Sól, sam- tök þeirra sem berjast gegn álverinu héldu baráttutónleika gegn álver- inu, og þar stigu meöal annars skáld á stokk og Ijóöuðu gegn þeim ráöamönnum sem fylgja þvf að málum. Eitt þeirra var Linda Vilhjálms- dóttir. Framlag hennar var þetta Ijóð, tileinkað umhverfisrá&herra: Það er gullöld á Grundartanga og Guömundur Bjarna er að spranga umhvertis vænt ver umhvertis væn ker hann er umhverfis afturganga. RYGGÐVJ ÞÉR FRÁBÆRT FRÍ - A ÞINUM FJGIN BIL - 7 j íllztX'i VERÐfrákr. m r?pn i ypr'i - a mann* SUMARBÆKLINGURINN ER KOMINN ÚT ! FÁÐU HANN SENDAN HEIM ! GERIÐ VERE)SAMANBURÐ ! BÖKAEHJ STRAX! *Verb mibast vib 4. munna fjölskyldu Q eigin bíl í svefnpokuplóssi. Tveir fullorbnir og tvö börn yngri en 15 ára. Vikuferbir 5. og 12. Júní. Bfllinn er ab sjólfsög&u innifulinn í— [liDíiÍLÍÍi Cí 6J.CjJ.ii VERÐ fra kr. - á mann* *Verb mibast vib 4. manna fjölskyldu ó eigin bíl í t jöyurru inumiu klefa. Tveir fullorbnir og tvö börn yngri en 15 óra. Til Danmerkur 5.júní og heim fró Bergen í Noregi 18.júní. iiíllinn er ab sjólfsögbu innifalinn i verbinu. Fjöldi annarra ferðamöguleika V/SA VRÖPAÁEIGINBÍL NORRÆNA FE RÐAS K R1FSTD FAN LAUGAVEGUR 3 • SÍMI: 562 6362 AUSTFAR HF 472 1111

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.