Alþýðublaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 2
I 2 MMDUBUDID 21254. tölublað Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýöublaösútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guömundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiöja hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Dagsljóssraunir ráöherrans Þeir sem hasla sér leikvang á vettvangi stjórnmálanna verða sjálf- krafa skotspænir gagnrýni. Eðlilega eru það oddvitar framkvæmda- valdsins, ráðherramir, sem mestar kröfur eru gerðar til. Þeir sæta þarafleiðandi mestri gagnrýni, og þannig á það auðvitað að vera. Það er einfaldlega hluti af hinu lýðræðislega aðhaldi samfélagsins, og af hinu góða. Þeir sem ekki hafa bein til að taka gagnrýni, jafn- vel þó hún sé sett fram í formi hárbeittrar ádeilu, þeir eiga að finna sér önnur störf en að stjómmálum. Bjöm Bjamason menntamálaráðherra gerði þau mistök að hafna boði háskólastúdenta um að gerast stúdent á nýjan leik, og kynnast þeim þáttum háskólalífsins, sem námsmenn eru giska óá- nægðir með. Það hefði geftð honum tækifæri til að sýna mannlega hlið, sem ráðherramir gera of sjaldan, og undirstrikað það jarðsam- band sem hann hefur sýnt að hann vill rækta við landsmenn. Hinir eiturskörpu háskólastúdentar bmgðust auðvitað við með hætti, sem snjall ráðherra hefði getað séð fyrir. Þeir buðu öðmm stjómmála- mönnum í ferð um Háskólann, en fengu jafnframt þekkta eftir- hermu til að fylgja þeim eftir í gervi ráðherrans. Mistökin mnnu ekki upp fyrir vesalings ráðherranum fyrr en hann kveikti á Dags- ljósþætti sjónvarpsins og sá sjálfan sig leikinn af Jóhannesi Krist- jánssyni grínara, og gerði sér grein fyrir að þjóðin veltist um af hlátri yfir öllu saman. En hvernig brást ráðherrann við? Hann settist niður við tölvuna giska þungur í skapi og hamraði út á Intemetið innibyrgða gremju sína yfir þeirri ósvinnu að sjálft ríkissjónvarpið hefði leyft sér “að sviðsetja með eftirhermum ein- hverja atburði sem aldrei hafa gerst og vilja láta líta svo út sem um raunvemleika sé að ræða.” Hugrenningum sínum um Ríkisútvarp- ið lauk svo menntamálaráðherra með eftirfarandi niðurstöðu: “Leikbrögð af þessu tagi em ekki til þess fallin að efla traust á nein- um fjölmiðli, þau yrðu almennt talin til marks um dómgreindar- skort.” Nú er það auðvitað svo, að sérhver maður, þar á meðal mennta- málaráðherra, verður að hafa leyfi til þess að viðra skoðanir sínar. En ummæli ráðherrans á Netinu verður að skoða í samhengi við þá staðreynd, að hann er yfirmaður Ríkisútvarpsins. Vafalítið var til- gangur Bjöms Bjamasonar sá einn, að tjá með afdráttarlausum hætti neikvæð viðbrögð við efni, sem ráðherranum þótti afar ósnið- ugt. Ráðherrann hefur hinsvegar ekki stundað mikla fjölmiðlarýni á heimasíðu sinni, og það vekur auðvitað spumingar þegar hann tekur upp slíka iðju í tilefni af skopi um hann sjálfan. Menn þurfa ekki greindarvísitölu Einsteins til að lesa úr textanum skýr skilaboð til sjónvarpsins að stilla sig um að grínast að ráðherranum, eða gagnrýna hann með öðmm hætti, en sæta ella afleiðingunum. Þannig lesa menn í ummælin, þó vel geti verið að það hafi ekki ver- ið tilgangur ráðherrans. í fljótu bragði kann það að þykja léttvægt, þó menntamálaráð- herra fari í fýlu og nái henni úr sér með geðvonskuskrifum á Net- inu. En þetta varðar eigi að síður frelsi sjónvarpsins til að stýra sér sjálft. Þarmeð er málið orðið að spumingu um gmndvallaratriði: Getur æðsti yfirmaður sjónvarpsins leyft sér að atyrða stjómendur þáttar, einungis vegna þess að þar er skopast að honum sjálfum og hann settur í óþægilegt pólitískt ljós? Varla. Viðbrögð ráðherrans em í besta falli á mörkum þess sem telst eðlilegt af þeim ráðherra sem ber stjómarfarslega ábyrgð á ríkisútvarpinu. Þau stappa satt að segja nærri því að vera tilraun til að hafa áhrif á efnisval og efnis- tök þáttastjómenda Ríkissjónvarpsins. Á mæltu máli heitir það ritskoðun. ALÞÝÐUBLAÐIÐ_____________________ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 skoðanir Hvað á að Enn einu sinni hafa borist fréttir um launakjör bankastjóra. Það kem- ur í ljós að þeir eru margir með um eina milljón króna í laun á mánuði og hafa hækkað langt umfram aðra launþega á síðustu misserum. Það verður að hafa skýrt í huga að það er almenningur sem greiðir ríkisbanka- stjórum laun. Öruggustu og best launuðu störf á íslandi Það er ámælisvert að bankastjórar skuli enn taka laun fyrir stjómunar- störf eftir að það var aflagt hjá öðrum æðstu embættismönnum ríkisins. Laun bankastjóra og ekki hvað síst aðstoðarbankastjóra em langt um- fram það sem tíðkast á almennum markaði. Það er gagnrýnt að banka- ráðin taki laun sem hlutfall af grunn- launum bankastjóra. Þannig hefur það verið í áratugi, en ef til vill væri rétt að til dæmis Kjaranefnd ákveði laun bankaráða. Bankastjórar em ekki látnir sæta ábyrgð hérlendis. Bankastjórar víkja skiptabönkunum í hlutafélög og gera starfslokasamninga eða endurráða núverandi bankastjóra, Alla vega á að nota hlutafélagavæðinguna sem tilefni til uppstokkunar á æðstu mönnum og það á einnig við banka- ráðin. Síðan ætti að auka hlutafé, selja það á almennum markaði og minnka eignarhald ríkisins í bönkunum. Reyna á með öllum ráðum að fá er- lenda aðila sem stóra eignaraðila að núverandi ríkisviðskiptabönkum. Það verður að fá ferska vinda er- lendis frá inn í bankakerfið. Þessi þröngi markaður hér með samtrygg- ingu og fákeppni er að að ganga af venjulegum viðskiptaskilyrðum dauðum. Fákeppni er orðin mikið vandamál í íslensku atvinnulífi. Hún kemur einnig með meiri styrkleika fyrir- tækja. Þeir sem voru sterkir eru nú orðnir mjög öflugir og skirrast ekki við að kaupa út samkeppni. Við eigum að nota þessa umræðu um launakjör bankastjóra sem tilefni til að hrinda í framkvæmd alvöru breytingum í íslenskum bankaheimi. Þá hefur umræðan orðið að gagni og skilað okkur fram á við. Ef ekki, þá líða þrjú ár og þá verður aftur hneykslast á sjálftökumönnunum í bankakerfinu sem starfa í skjóli stjómmálaflokkanna. Er þetta það sem almenningur, eigandi bankanna, vill í bankakerfinu? Höfundur er alþingismaöur í þingflokki jafnaöarmanna Pallbord I Ágúst Einarsson skrifar ekki þótt bankar tapi miklu eða ýmsu sé ábótavant í rekstri þeirra. Þetta eru öruggustu og hæstlaunuðu störf á ís- landi og allt greitt af skattpeningum almennings. Pólitík í bönkunum Viðskiptabankamir em ekki aðeins þekktir fyrir há laun bankastjóra og mikil fríðindi heldur háan rekstrar- kostnað, háa vexti og mikinn vaxta- mun. íslenska bankakerfið er illa rekið í samanburði við útlönd. Það er ekki rétt að segja að banka- stjóramir séu allir óhæfir. Vitaskuld er þar misjafn sauður í mörgu fé eins og í öðmm starfsstéttum, en ástæðan er önnur. Lítil samkeppni. Það em fjórir viðskiptabankar hér, Landsbanki, Búnaðarbanki, íslands- banki og sparsjóðimir. Islandsbanki er einkabanki og hlutafélag, en er alls ekkert betur rek- inn en hinir. íslandsbanki er ekki minna pólitískur en hinir bankamir. Sparisjóðimir em í sérstöku rekstrar- formi og um þá gegnir nokkm öðm máli. Landsbankinn er stærstur og veik- burða. Oft hefur þurft að koma hon- um til hjálpar með milljarða framlagi af skattfé. Hann hefur miklar skuld- bindingar í atvinnulífinu og bankinn hefur viljugur og óviljugur verið not- aður í ýmis vafasöm verkefni undir formerkjum byggðastefnu, en póli- tísk afskipti hafa alltaf verið mjög mikil í Landsbankanum. Búnaðarbankinn hefur haldið nokkra sérstöðu. Allt frá tíma Magn- úsar Jónssonar frá Mel hefur Búnað- arbankanum tekist að varðveita fag- mennsku að mestu leyti í bankastjóm og þar em pólitísk áhrif minnst. Bankinn hefur verið nokkuð farsæll í samanburði við aðra. En samkeppnina vantar. Erlendir bankar vilja ekki koma hér í smá- söluviðskipti vegna þess að markað- urinn er of lítill. Hvaða breytingar? Hlutafélagsformið er nauðsynlegt vegna þess að það rekstrarform á heima á samkeppnismarkaði. Rrkið á ekki að vera í atvinnurekstri á sam- keppnismarkaði. Ef samkepppnis- löggjöf er góð og raunvemleg sam- keppni ríkir þá er best að mark- aðslögmálin leiki um atvinnulffið enda hefur ríkið nóg önnur verkefni. Ef hins vegar tekst ekki að tryggja samkeppni þá getur verið betra að hafa ríkisrekstur áfram og vinna frekar að aukinni samkeppni. Það er brýnt að breyta ríkisvið- gera við bankana? Bankastjórar eru ekki látnir sæta ábyrgð hérlendis. Bankastjórar víkja ekki þótt bankar tapi miklu eða ýmsu sé ábótavant í rekstri þeirra. Þetta eru öruggustu og hæstlaunuöu störf á Islandi og allt greitt af skattpen- ingum almennings.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.