Alþýðublaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 4
4 ALPYöUÖLAtHU nivnvi i uuAijun <;u. rcDnuMn isa/ v i ð t a I ■ Kolbrún Bergþórsdóttir heimsótti Elínu Torfadóttur fóstru og kennara ræddi viö hana um fóstrustarf- iö, verkalýösbaráttuna, rómantíkina og árin meö Guðmundi jaka Ég var rétt sest í sófann á heimili Elínar Torfadóttur og Guömundar J. Guðmundssonar þegar Jakinn gekk út úr eldhúsinu og bar bakka meö kaffi og með- læti. “Þetta þýöir ekkert Elín,” sagði hann mæðulega við konu sína sem sat við hlið mér, “Kolbrún sér í gegnum þetta”. Og það þurfti ekki glögga manneskju til aö sjá að þarna fór karlmaður sem var alls óvanur eldhússtörfum, enda hefur hann eins og eiginkona hans segir “alltaf verið úti á mörkinni”. En viðtalið átti ekki að taka viö Guðmund, þótt hann hafi þegar til kom tekið nokkurn þátt í því. Mér lék forvitni á að ná tali af eiginkonu hans enda hafði ég heyrt marga lýsa henni sem miklum kvenskörungi. Paö þarf aö sýna valdhöfunum í tvo heimana og þaö strax í dag. Alþýöufólk á aö leggja niöur vinnu, lama at- vinnulífiö og ná þannig fram kjarabótum. Hvað gerði þig að verkalýðs- sinna? “Það er einfalt svar við því; það var hjónabandið. Eg ólst upp hjá mjög borgaralegum foreldrum í vemduðu umhverfi og hef líklega verið nokkuð dekruð. Faðir minn vann í stjómarráðinu og móðir mín var húsmóðir. Pólitík var aldrei til umræðu á heimilinu svo ég muni og það er á engan hátt hægt að segja að ég hafi verið pólitísk í hugsun á mín- um yngri ámm. Við Guðmundur vomm samam í bamaskóla og gagnfræðaskóla og 16 ára henti hann í mig snjóbolta til að ná sambandi. í framhaldinu komst ég ekki hjá því að sjá hversu mikill og skemmtilegur maður var þama á ferð. Hann var allt öðm vísi en aðrir karlmenn sem ég hafði kynnst. Hann þorði alltaf að taka áhættu en gerði sér einnig glögga grein fyrir eftir- leiknum. Ég varð ofsalega skotin í Guðmundi og er það enn. Hann er fæddur níu mánuðum á undan mér og bömin okkar segja að ég hafi ver- ið búin til fyrir hann. Mér finnst það stundum sjálfri. Pabbi hafði alveg ákveðnar hug- myndir um það að yngri dóttir hans ætti ekki að giftast svona illa og lagðist eindregið gegn sambandi okkar. En ég lét ekki undan. Ég ætl- aði að giftast Guðmundi. Ég hafði mitt í gegn en það kostaði baráttu og ég bað föður minn aldrei um neitt eftir það. Með tímanum komust þó á sættir. Það var Guðmundi að þakka. Hann sagði: “Þú getur ekki búið í sömu borg og foreldrar þínir og lifað í ósátt við þá. Við Guðmundur gengum saman í 1. maí göngum og fyrir þær hlaut ég miklar ákúmr hjá foreldmm mínum. Mér fannst mjög gaman að vera með þessum baráttuglaða hópi sem fylgdi Guðmundi en hafði satt að segja eng- an sérstakan áhuga á baráttumálun- um. Ég var ekki einlægur verkalýðs- sinni, en með ámnum vaknaði og efldist pólitíski áhuginn. Annars get ég sagt þér að ef ég byggi í Svíþjóð þá væri ég krati. Olof Palme hefur alltaf verið minn maður. Ég man að sem ung kona fór ég á einn fund hjá kvenfélagi Sósíalista- flokksins. Þar leið mér ósegjanlega illa og fór aldrei aftur. Mér fannst allt einkenndist þar af framapoti en minna bera á vilja til að greiða götu kvenna. Ég er jafnréttissinni en hef aldrei verið rauðsokka. Mér finnst að kynin eigi að geta unnið saman. Guð- mundur sagði einu sinni við mig: “í guðanna bænum, gerðu strákana okkar ekki eins ósjálfstæða og ég er”. En svo hélt hann áfram að vera ósjálfstæður því það hentaði honum best.” Er Guðmimdur jafnréttissinnað- ur? “Hann er jafnréttissinnaður í orði. Hann vill gjaman, en ég er svo miklu fljótari að koma hlutunum í verk. En hann hefur ætíð stutt mig í öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur.” Nú er stundum talað um þig eins og þú sért drifkrafturinn á bak við Guðmund. Guðmundur: “Ég væri ekkert án hennar.” “Hann hefði ekkert getað án mín. Jæja, það er kannski of mikið sagt, en ég vann alla tíð og hann hefði ekki getað verið kauplaus í verkföllum langtímum saman nema vegna þess. Ég var útivinnandi kona á þeim tím- um þegar fjölmörgum þótti slíkt ekki við hæfi. Ég var margoft spurð að því Eitt af því eftirminnilegra var þegar fín frú hér í bæ hrækti framan í mig i mjólkurbúöinni meö oröun- um: “Þarna sjáiö þiö hvernig maö- ur fer meö svona kerlingar.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.