Alþýðublaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 v i ð t a I Eg man aö ég fór aö snökta og sagöi viö hann: Þaö er svo erfitt aö þurfa alltaf aö skilja þig. hvers vegna ég væri að vinna úti, hvort maðurinn minn væri aumingi eða drykkjumaður. “Af hverju hugs- arðu ekki um bömin þín? Af hverju ertu ekki að prjóna?” spurði fólk. Ég þótti ekki normal. Ég er menntuð fóstra. Við konum- ar sem unnum á bamaheimilunum sinntum bömunum, ræktuðum sam- skipti við foreldrana, rukkuðum inn peninga og sáum um bókhald. En það mátti ekki leyfa okkur að stjóma og yfir okkur var alltaf einhver karl- maður sem allt þóttist vita.” En fóstrustaifið hefur verið þitt œvistaif. “Já, ég ber titilinn fóstra númer 1 og var lengi formaður stéttarfélags míns. Með ámnum var ég stöðugt að auka við menntun mína. En þegar að stöðuveitingum kom þá rakst ég sí- fellt á veggi. Mér var aldrei verið boðin staða á nýstofnuðu bamaheim- ili, hins vegar bauðst mér staða á tveimur heimilum sem stóð til að rífa eftir árið. I eitt sinn er ég sótti um stöðu forstöðukonu var ung kona beðin um að sækja um stöðuna á móti mér. Hún gerði það, fékk stöð- ■ una og kom síðan til mín nokkru síð- ar og sagði mér frá þessu. Auðvitað gramdist mér, en þótt ég væri stund- um öskureið yfir því að fá ekki betri stöður þá féll mér vel við starfsfólk- ið sem ég vann með.” Ég heföi aldrei gefist upp Þessi höfnun sem þú ert að segja mérfrá, var það pólitík sem stjórnaði henni? “Já. Og annað dæmi af svipuðu tagi gerðist þegar ég var formaður stéttarfélags míns og við ætluðum að ganga í ASÍ. En þá var okkur meinuð innganga þar sem ég þótti of vinstri sinnuð. Svo ég lét af formennsku og við tók góð íhaldskelling.” Guðmundur: “Elín hefur ekki síð- ur orðið fyrir aðkasti en ég.” Hefurðu þurft aðfórna miklufyrir Guðmund? Guðmundur: “O, já.” “Nei og ég mundi gera allt eins. Mér hefur aldrei leiðst.” En segðu mér frá þessu aðkasti sem Guðmundur var að nefna. “Eitt af því eftirminnilegra var þegar fín frú hér í bæ hrækti framan í mig í mjólkurbúðinni með orðunum: “Þama sjáið þið hvemig maður fer með svona kerlingar.” En eina skipt- ið sem ég varð hrædd var þegar hringt var í mig í vinnuna einn dag- inn í miðri verkfallsbaráttu og ókunn rödd sagði: “Það er búið að skjóta hann Guðmund. Það versta var auðvitað að bömin okkar urðu fyrir aðkasti. A morgnana var elsti sonurinn vanur að spyrja hvort eitthvað væri um föður sinn í blöðunum. Ef svarið var játandi þá sagði hann: “Jæja, þá förum við ekki í fínum fötum í skólann í dag”. Syst- ir hans svaraði fullum hálsi ef vegið var að föður hennar. “Þið emð sjálfir kommúnistar”, æpti hún og elti krakkana kringum skólann.” Ef líf ykkar hefði stöðugt verið með þessum hœtti, heldurðu að þú hefðir þolað það án þess að brotna? “Ég held að ég hefði aldrei gefist upp. Ekki aldeilis. Fyrir hverjum andskotanum hefði ég svosem átt að gefast upp?” En hver var erfiðasti tíminn? “Það var þegar við bjuggum í leiguhúsnæði þar sem allt var morr- andi í rottugangi og silfurskottum. A hverjum degi áður en Guðmundur kom heim svældi ég út rottumar. Við vorum fátæk. Áttum ekki neitt, varla föt til skiptanna á okkur og bömin. Þegar Guðmundur tók sæti í fram- kvæmdanefnd byggingaráætlunar sá ég von og ræddi við Guðmund um að sækja um húsnæði. Við áttum ský- lausan rétt, með fjögur böm og litlar tekjur. En Guðmundi var svo áfram um að vera “en sosialist” að hann sagðist ekki geta þegið íbúð frá nefnd sem hann ætti sjálfur sæti í. Ég man að ég fór að snökta og sagði við hann: “Það er svo erfitt að þurfa alltaf að skilja þig.” Þetta var líklega sá atburður sem ég átti erfiðast með að sætta mig við. Sem ung kona hefði ég viljað get- að klætt mig smekklega, farið í leik- hús, út að dansa. Ég hefði viljað eiga meira selskapslíf. Guðmundur lagði það einu sinni á sig að læra að dansa. En bara einu sinni. Við fórum saman í danstíma. Svo kom hlé og þá fann ég Guðmund hvergi. Hann hafði stungið af og far- ið heim. Ég hef aldrei fyrirgefið hon- um. Það sýnir svo litla sjálfsafneitun og engan kjark að geta ekki komið til mín og sagst vera að fara heim. Það er ómerkilegt. En þetta er kannski ekki ólíkt því þegar hann tilkynnti um framboð sitt á Snæfellsnesi án þess að láta mig vita. Ég las um það í blöðunum.” Lastu ekki yfir honum? “Sjálfsagt hef ég gert það. En hann fór sína leið og ég fór bara mína leið í staðinn. Það breytir engu um það að við höfum alltaf stutt hvort annað.” Guðmundur: “Ég fór í þetta fram- boð, fékk mér fínustu jakkaföt sem völ var á og rauða stælskyrtu. Og þegar ég kom að Hellissandi sögðu bömin: Það er kominn Ameríkani í þorpið.” Sem manneskja kom ég þeim ekki viö Þú hefur kynnst mörgum stjórn- málamönnum og verkalýðsfrömuð- um. Hver þeirra erþér eftirminnileg- astur? “Sá sem ég kunni best við var Ein- ar Olgeirsson. Hann bjó yfir mikilli hlýju og mannúð. Hann kom fram við mig eins og ég væri manneskja. Ég man að mér þótti Eðvarð Sigurðs- son ákaflega erfiður. Ég kenndi því alltaf um að hann átti ekki konu og böm. En þegar þú spyrð svona þá finnst mér eins og flestum þessum karl- mönnum hafi ekki komið ég við sem manneskja. í þeirra augum var ég bara konan hans Guðmundar.” Verðurðu stundum gröm þegar þú ftnnur að litið er á þig sem fylgihlut Guðmundar? “Þegar fólk spyr: Ertu konan hans Guðmundar þá svara ég oft: “Já, en ég er líka margt annað.” Hefur þig einhvern tímann langað til að vera karlmaður? “Nei, alls ekki. Karlmenn era bara ekki nógu skemmtilegir. Þeir eru ráð- ríkir. Þeir halda að þeir geti allt en geta fæst. Þeir geta til dæmis ekki átt böm, greyin. Þegar ég átti mín henti Guðmundur mér inn á Fæðingar- deildina og var dauðfeginn að losna við mig. Er þetta ekki rétt, Guð- mundur?” Guðmundur: “Karlmenn geta ekk- ert staðið í þessu. Það fer bara fyrir þeim eins og Þresti Ólafssyni, for- manni blaðstjómar Alþýðublaðsins, sem vildi sýna hvað hann væri módeme maður og var viðstaddur fæðingu hjá konu sinni. Hann hélt á blaði og las lengi vel þar til læknirinn sagði við hann: “Fyrirgefðu að ég skipti mér að, en Der Spiegel er búið að snúa öfugt hjá þér allan tímann.” Hvað er mikilvœgast í uppeldi á barni? “Hlýjan og umhyggjan, að bamið viti að það hafi þig vísa. Bamið þarf hönd til að halda í og brjóst til að halla sér að.” Heldurðu að það sé nauðsynlegt fyrir hverja konu að eignast barn? “Ég held að það geri hverja konu betri.” Guðmundur: “Hún er svo mikið í rómantíkinni, hún Kolbrún. Heyrð- irðu hvemig hún spyr: Sérðu eftir að hafa gifst Guðmundi? Eiga allar kon- ur að eiga böm?” “Mér finnst þetta mjög áhrifaríkar spumingar.” Guðmundur: “Þær era af öðram skóla. Svaraðu bara að þú hafir aldrei hugsað þetta.” “Það er bara ekki rétt Guðmundur. Ég hef oft hugsað þetta. Ég er nefni- lega svo rómantísk, Kolbrún. Hann er það ekki, en heldur að hann sé það af því hann er alltaf að lesa lýrík. Sem dæmi um hvað ég er rómantísk er að ég hef lengi viljað giftast hon- um aftur og þá í kirkju. Við giftumst borgaralegri giftingu og einhverra hluta vegna var það útbreidd skoðun á þeim tíma að borgaraleg gifting hefði aðeins gildi í fimm ár. Pabbi sagði: Sjáðu hvað þetta er ómerkileg- ur maður. Hann ætlar bara að giftast þér til reynslu.” Þegar við Guðmund- ur voram búin að vera gift í 25 ár þá ræddi ég það við Sigurbjöm biskup að hann gifti okkur aftur. En Guð- mundur þorði ekki.” Guðmundur: “Það var vegna blaðamanna.” “Það er ómerkileg afsökun að hann hafi ekki þorað vegna blaða- manna, hann sem er búinn að vera í blöðunum alla ævi.” Guðmundur: “Ég sá fyrir mér fyr- irsagnimar: Guðmundur jaki leiðir brúði sína að altarinu.” Ég vil byltingu Nú kennir þú uppeldisfrœði í Fjöl- braut í Breiðholti. Hvernig líkar þér það. “Mér finnst ákaflega gaman að kenna og kann vel við starfið og vinnustaðinn. En fyrsti vinnustaður minn var Morgunblaðið þar sem ég vann sem sendill. Ég hef sagt Styrmi Gunnarssyni að ég vilji að þessi fyrsti vinnustaður minn verði einnig hinn síðasti. Honum brá nokkuð svo ég sagði honum að mér þætti þetta mjög eðlileg ósk. “En hvað get- urðu?” spurði hann og svaraði svo sjálfum sér: “Þú getur kannski raðað myndum.” Attu þér eitthvert lífsmottó sem þú styðst við? “Móðir mín, sem var ákaflega góð kona, hélt því staðfastlega fram að maður ætti aldrei að leggjast til svefns ósáttur. Ég hef lifað sam- kvænit því og kennt bömum mínum að reiði sé verst fyrir þann sem er reiður. Að öðra leyti hef ég viljað vinna vel og vera heilsteypt í verkum mínum. Ég held að það hafi tekist.” Hvað finnst þér um verkalýðsbar- áttuna í dag? “Hefur eitthvað breyst í þjóðfélag- inu? Era allir orðnir jafnaðarmenn? Góðir? Vænir? Mér finnst verkalýðs- leiðtogarnir hafa staðið sig illa. Þeir era eins og kjánar, því miður. Það eina sem þeir kunna er að fara með gamlar tuggur. Það þarf að sýna vald- höfunum í tvo heimana og það strax í dag. Alþýðufólk á að leggja niður vinnu, lama atvinnulífið og ná þannig fram kjarabótum. Það þarf að gera byltingu. Ég vil byltingu. Það þýðir ekki að vera að neinu væli. Við eigum að berjast. Guðmundur kenndi mér, og hafði eftir Sigfúsi Sigurhjart- arsyni, þessi orð sem eiga við lífið sjálft: “Byrjaðu vel. Endaðu vel. Tengdu endana vel saman. Láttu eld- inn aldrei slokkna.” Ef ég byggi í Svíþjóð þá væri ég krati. Olof Palme hefur alltaf verið minn maður. Sá sem ég kunni best við var Einar Olgeirsson. Hann bjó yfir mikilli hlýju og mannúð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.