Alþýðublaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 1
MÞYSUBLMD Þriðjudagur 25. febrúar 1997 Stofnað1919 28. tölublað - 78. árgangur ¦ Skorið á hnútinn í iaunamálum bankastjóranna Völdin tekin af bankaráðunum - segir Guðmundur Árni Stefánsson, sem leggur til aö kjaradómur ákveði öll laun og sporslur bankastjóranna "Finnur Ingólfsson hefur sagt að það skorti úrræði til að höggva á hnútinn í launamálum bankastjór- anna, af því gildandi lög fyrirskipa að það séu bankaráðin sem eiga að ákveða laun þeirra. Valdið til að breyta því liggur hér hjá okkur á hinu háa Alþingi. Þessvegna hef ég lagt til með fjórum félögum mínum úr þingflokki jafnaðarmanna að Al- þingi breyti lögunum þannig að það verði í framtíðinni kjaradómur sem ákveður laun^bankastjóra rík- isbankanna, alveg einsog annarra forstjóra hjá stofnunum rfkisins." Þetta sagði Guðmundur Arni Stef-. ánsson, þingmaður, sem á dögun- um boðaði í utandagskrárumræðu að hann myndi leggja fram frum- varp um málið. Það hefur Guð- mundur nú gert ásamt Rannveigu Guðmundsdóttur, Lúðvík Berg- vinssyni, Merði Arnasyni og Öss- uri Skarphéðinssyni. Aðsurður kvaðst hann ekki eiga von á öðru en frumvarpið yrði samþykkt fljót- lega, því þingmenn hefðu hver í kapp við annan lýst yfir svipuðum viðhorfum þegar málið var rætt í þinginu. "Þeir hljóta að standa við orð sín, og leggja sig í framkróka um að samþykkja þetta mál, þannig að í eitt skipti fyrir öll verði komið skikk á launamál banka- stjóranna." Guðmundur Arni kvaðst fastlega búast við því að Finnur Ingólfsson, bankamálaráðherra, og ef til vill fleiri andæfðu tillögunum með því að segja að hvort sem er yrði tekið á launamálum bankastjóranna þeg- ar bankarnir yrðu gerðir að hlutafé- lögum. "En hver verða afdrif þeirra hug- mynda? Það veit enginn. Innan stjórnarliðsins er allt upp í loft útaf hugmyndum ríkisstjórnarinnar, enda hafa margir efasemdir um málið einsog það hefur verið kynnt." Þingmaðurinn kvað allt þjóðfé- lagið hafa verið á öðrum endanum útaf launakjörum bankastjóranna, og ef þingmenn méintu það sem þeir sögðu á dögunum, hlytu þeir að samþykkja þessar tillögur fimmmenninganna. Munaðarleysi fremur en Framsókn "Það hafa ýmsir þingmenn úr öllum flokkum ámálgað við mig að ganga til liðs við þá. En ég er kvennalistakona og með- an hann starfar er ég þar," sagði Kristín Ástgeirsdóttir í samtali við Alþýðublaðið í gær. Hún sagði aðspurð að færi svo að Kvennalistinn byði ekki fram, þá væri hún munaðarlaus kona. Sjá bls.S ¦ Djöflaeyja Einars Kárasonar kemur út hjá einu stærsta bókaforlagi heims Einar Kárason sigrar Þýskaland í maí kemur Djöflaeyja Einars Kárasonar út í Þýskalandi hjá BTB, vasabrotsforlagi Bertelsmann, en Bertelsmann samsteypan er eitt stærsta bókaforlag heims. Djöflaeyj- an hefur áður komið út í Þýskalandi í hinni virtu ritröð Enzensbergers, en er nú uppseld. Bókin kemur nú út í fyrsta sinn í kilju og mun Einar verða auglýstur sem höfundur maímánaðar hjá þessu umsvifamikla bókaforiagi. Halldór Guðmundsson, útgáfu- stjóri Máls og menningar, sagði í stuttu samtali við blaðið að þessi samningur væri af allt annarri stærð- argráðu en menn ættu yfirleitt að venjast. "Með þessum hætti er höf- undi komið rækilegar á framfæri á þýska markaðnum en yfirleitt ger- ist," sagði Halldór. Sama forlag mun gefa út Gulleyj- una, hugsanlega strax í haust, og síð- ar Fyrirheitna landið. Hanser forlag- ið, sem þótti hafa mesta forystu í uppgötvun norrænna bókmennta í Þýskalandi, mun síðan taka að sér að frumútgefa nýrri verk Einars. Heimskra manna ráð mun koma út snemma á næsta ári og síðan Kvika- silfur. Einar Kárason þarf ekki að kvíða fjárhagsstöðunni á næstunni því samningurinn mun færa honum ágætar tekjur. Einar dvelur nú i Þýskalandi og er að vinna að nýju skáldverki. OASSIC verd frá 1.590.000 kr Auk ríkulegs staðalbúnaðar eru: * Samlitir speglar og hurðarhúnar 9 Nýtt áklæði * Fjarstýrðar hurðalæsingar * Viðarmælaboró (2.0 Sedan og Wagon) * Rafstýrðir speglar (1.8 Sedan) "¦ AÐ GERA GOÐ BÍLAKAUP Carina E Classic er komin. Hlaðin aukabúnaði að verðmæti allt að 100.000 kr. en verðið er óbreytt. Hafió samband við sölumenn okkar í síma umboðsmenn um land allt. Komdu og skoðaðu. 563 4400 eða ® TOYOTA Tákn um gæði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.