Alþýðublaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1997 fimuiiifeio 21254. tölublað Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Borgarstjórinn og Sjálf- stæðisflokkurinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur rækilega sannað að hún verð- skuldar þau völd sem borgarbúar fólu henni í síðustu kosningum. Auðvitað eru fjölmargir annarrar skoðunar en hún um stjómmál. Þarafleiðandi er ljóst, að margir hljóta líka að vera henni ósammála um hvaða verkefni eigi að njóta forgangs. Um það snúast nú einu sinni stjómmál. En fáir geta með rökum dregið í efa að borgarstjór- inn hefúr óvanalega gott vald á stjóm borgarinnar. Það birtist ekki síst í þeim hæfileika sem hún hefur til að leiða til lykta erfið deilu- mál þannig að hagsmunum Reykvíkinga er vel borgið. Það er athyglisverð en dapurleg staðreynd, að ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins leggja lykkju á leið sína geti þeir með einhverjum hætti lagt stein í götu borgarstjómar Reykjavíkur. Gildir einu, hvort um er að ræða Friðrik Sophusson, Bjöm Bjamason eða Halldór Blöndal, en sá síðastnefndi virðist eiginlega hafa Reykjavík á per- unni. Það er vægast sagt merkilegt að atlögur ráðherranna virðast ekki gerðar í andstöðu við hina lánlitlu borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Þeir æmta að minnsta kosti hvorki né skræmta, þegar flokksfélagar þeirra á þingi ræða opinskátt um að leggja niður Reykjavíkurflugvöll eða ákveða að skerða lögbundin ffamlög til samgöngubóta í höfuðborginni. Segir það ekki sitt um framgöngu þeirra í þágu Reykvíkinga? Endurteknar atlögur ráðherra Sjálfstæðisflokksins að Reykja- víkurborg virðast því í góðu samráði við borgarfulltrúa flokksins. Nú er það svo, að framganga þeirra almennt er með þeim hætti að engum dettur í hug að ásaka þá um óhóflega pólitíska dómgreind. Væntanlega álíta þeir að það hjálpi þeim í kosningum ef félögum þeirra í ríkisstjóm tekst að slæma höggi á Reykjavíkurborg. Það er auðvitað mikill misskilningur. Á hinum efsta degi kosninganna munu þeir að sjálfsögðu þurfa að standa reikningsskil á gjörðum og misgjörðum flokksbræðra sinna í ríkisstjóm. Þeir munu þurfa að svara afhveiju þeir sitja þegjandi þegar Halldór Blöndal gerir til- lögur um að skera niður framkvæmdir í Artúnsbrekku og á Reykja- víkurflugvelli, og þegar Kristján Pálsson, fulltrúi þeirra í sam- göngunefnd Alþingis, leggur til að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður. Það er hins vegar gott dæmi um stjómlist borgarstjórans, að henni hefur tekist að halda hlut Reykjavíkur gagnvart áreitni og ósanngimi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem haga sér einsog þeir eigi sérstaklega sökótt við Reykvíkinga. Halldóri Blöndal var af hálfu ríkisstjómarinnar att á foraðið. Hann var látinn tilkynna stór- felldan niðurskurð á framkvæmdum í Ártúnsbrekku og á Reykja- víkurflugvelli. Aðþrengdir stjómarliðar reyndu að veija sig fyrir hörðum árásum stjómarandstæðinga á þingi með því að segja, að þetta væri nauðsynlegt til að koma í veg fyrir óhóflega þenslu í at- vinnulífinu. Borgarstjórinn svaraði því samstundis í fjölmiðlum með því að lýsa yfir, að hún væri reiðubúin að draga úr fram- kvæmdum borgarinnar sem næmi kostnaði við Ártúnsbrekku. Þarmeð var samgönguráðherra króaður af einsog lasinn refur og átti engra kosta völ annarra en samþykkja tilboð hennar. Fyrir vikið fá Reykvíkingar Vesturlandsveginn í fullkomnu lagi niður alla Ártúnsbrekkuna. Þeir geta þakkað það borgarstjóra sem er fljótur að hugsa. Það er eiginleiki sem borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins ættu að reyna að rækta með sér áður en þeir missa end- anlega tiltrú Reykvíkinga. skoðanir Dómsmálaráðherra tekur fram fyrir hendur Hæstaréttar Framganga ráðherra í málinu er vítaverð og hlýtur að kalla á opinbera umræðu um hvernig eigi að bregðast við nú og ekki síður ef sambærileg tilvik koma upp síðar. Það þarf að ræða stöðu ráðherrans gagnvart Alþingi. Fyrir fáum dögum fór fram um- ræða á Alþingi um meðferð yfirvalda á máli Hanes hjónanna bandan'sku. I Beindist gagnrýni að dómsmálaráð- herra fyrir ffamgöngu ráðuneytisins og var studd áhti Hæstaréttar sem segir í úrskurði sínum að ráðuneytið hafi svipt Hanes hjónin rétti sínum til að leggja réttarágreining sinn við ráðuneytið undir dóm Hæstaréttar og ennfremur að gjörð ráðuneytisins hafi hvorki átt sér stoð í lögum um meðferð opinberra mála né annars staðar í lögum. Það er vart hægt að fella meiri áfellisdóm yfir ráðuneyt- inu og ráðherra en gert er með þess- um dómsorðum Hæstaréttar og segir þó þar ofangreindu til viðbótar, eins og það hálfa væri ekki nóg, að ráðu- neytið hefði haft afskipti af máli sem að öðrum kosti hefði verið skorið úr innan fárra daga. Þetta þýðir með öðrum orðum að dómsmálaráðherra hafi gripið fram fyrir hendur Hæsta- réttar og gert honum ómögulegt að kveða upp dóm um kæruefnið sem undir hann var borið. Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp aðalatriði málsins. Hanes hjónin eru eftirlýst í Banda- ríkjunum, grunuð um brottnám bamabams síns, og Rannsóknarlög- reglu ríkisins hafði borist alþjóðleg handtökuskipun á hendur þeim. í framhaldi af því var kveðinn upp úr- skurður í Héraðsdómi Reykjaness sem heimilaði handtöku hjónanna, húsleit á heimili þeirra, svo og töku bamsins úr þeirra umsjá. Þennan úr- skurð kærðu Hanes hjónin til Hæsta- réttar. En áður en Hæstiréttur hafði fjallað um málið hafði dómsmála- ráðuneytið afhent bamið bandarísk- um stjómvöldum og móðir þess var farin úr landi með bamið. Þar með var Hæstarétti að eigin maú gert ókleift að kveða upp dóm sinn um réttmæti úrskurðar undirréttar í Reykjanesi. Sjónarmið gagnrýnenda er þetta: Hanes hjónin eiga þann rétt að geta borið undir Hæstarétt úrskurð undirréttar, það em grundvallar- mannréttindi, jafhvel þótt þau kunni að vera sek um brot gegn bandarísk- um lögum eða alþjóðsamningi um brottnám bama sem víða hefur verið lögfestur, meðal annars hér á landi. Gleymum því ekki að undirréttar- dómur veitir heimild til handtöku hjónanna, veitir líka heimild að fara inn á heimili þeirra og taka úr þeirra vörslu bam. Allir hljóta að skilja og vera sammála um að það era grand- vallarmannréttindi að geta borið slík- an úrskurð undir dóm Hæstaréttar. Þennan rétt tók dómsmálaráðherra af Hanes hjónunum, og ekki bara það heldur tók jafnframt af Hæstarétti möguleikann á þvf að fjalla efnislega um málið. Framganga ráðherra í málinu er vítaverð og hlýtur að kalla á opinbera umræðu um hvemig eigi að bregðast við nú og ekki síður ef sambærileg tilvik koma upp síðar. Það þarf að ræða stöðu ráðherrans gagnvart Al- þingi. Sérstaklega þarf að taka fyrir stöðu ráðherrans gagnvart Hæstarétti þar sem um dómsmálaráðherra er að ræða og má ég minna á að það er einmitt dómsmálaráðherrann sem skipar hæstaréttardómara. Heldur syrtir í álinn fyrir dóms- málaráðherra þegar athuguð eru fyr- irliggjandi gögn málsins. Þau benda nefnilega til þess að um ásetning hafi verið að ræða af hálfu ráðuneytisins en ekki mistök eða klaufaskap. Þar vil ég fyrst nefna að í bréfi Hanes hjónanna til Hæstaréttar kemur fram að lögmaðurinn hafði verið fullviss- aður um það í ráðuneytinu að bamið yrði ekki afhent bandarískum stjóm- völdum nema að undangengnum dómsúrskurði Hæstaréttar. Þar kem- ur líka fram að lögmaðurinn lagði ríka áherslu á það vegna þess að kæruréttur hjónanna yrði bersýnilega marklaus og brotinn ef bamið yrði afhent áður en dómur félli. Ráðu- neytinu var því vel kunnugt um af- leiðingar þess að bíða ekki úrskurðar Hæstaréttar. Þar kemur líka fram að ráðuneytið gerði þá aðalkröfu í Hæstarétti að málinu yrði vísað ffá, það var varákrafa að Hæstiréttur staðfesti úrskurð undirréttar. Hvers vegna? Ef ráðuneytið hefur trúað því að það hefði lögin sín meg- in var þá ekki eðlilegt að það krefðist þess að úrskurður undirréttar yrði staðfestur og í framhaldi af dómi Hæstaréttar yrði bamið afhent? Hvaða nauðsyn bar til þess að ráðu- neytið kom í veg fyrir að Hæstiréttur fjallaði mn kæraefnið? Hvers vegna gekk ráðuneytið á bak orða sinna gagnvart lögmanni Hanes hjónanna um að bíða dóms Hæstaréttar? Eftir umræðuna á Alþingi er fleiri spumingum ósvarað en fyrir hana.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.