Alþýðublaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1997 o n n u r ALÞÝÐUBLAÐIÐ X ónarmið Fréttin sem skók flokka tópur fólks með Hjörleit'Guttormsson ðg kristínu Einarsdóttur í bro'ddi fylRingar huga stofnun græns flokl ptringur í herbúðum Kvennalista og Alþýðubandalags vegna þátttöku þungavigtarmanna í umræðum um nýjan flð Hjörfctfur Guttormsson þingmaður Frfmannsdóttur og álitið viðvörun af Skilaboð hans til Margrótar og fkrftks- aiilra líkumar á samciningu jafnaðar- grzningjaflokk, þar L I Alþýðubandalagsins og Kristín Ein- Hjöricifs hálfu gagnvart hcnnl Innan ins í hdid vzni að héldi hún áftam að manna í cinum flokki. Mjög fáir ættu jafnframt aðild. Um | I arsdóttir fyrTvcrandi þingkona Kvennalistans cni umrzður um þenn- nálgast Alþýðuflokkinn vasri hún í myndu fylgja Hjörieifi úr Alþýðu- hinsvegar mikill ignn I Kvennalistans tengjast bzði hópi an valkost hinsvegar komnar miklu raun að framkalla viðskilnað mmna af bandalaginu og auðveldara yrði þá nafn Kristínar Halldói ...... " * .. Hluti hópsins hittist á fundi skoðanaloga Hjörieifs. “Ég held hins- fyrir flokkúm aö ganga heill til sam- stundum nefht vzri ljós n hefur rztt sín á milli um að lengra. í fofnj^mtök er byðu fram undir fyrr f vikunni. raðyröiafsj a samtaka þar starfs um myndun stórs flokks.” _____________________Ijóst að 1 uraar Kristín Ástgeirsdóttir 0 v i t i m c n n í Þjóðvakablaðinu er að fínna grein þar sem fjallað er um frétt Alþýðublaðsins um möguleika á stofnun græns flokks. Þar segir: “Alþýðublaðið birti athyglisverða frétt um að nokkurs titrings gætti innan Kvennalista og Alþýðubanda- lags vegna umræðu um grænan flokk. íhuga stofnun grcens flokks, titringur vegna þátttöku þungavikt- armanna í umrceðum um nýjanflokk. Nöfn tveggja framámanna hafa ítrek- að verið nefnd í þessu samhengi, þeirra Hjörleifs Guttormssonar og Kristfnar Einarsdóttur. Alþýðublaðið hafði eftir mið- stjómarmanni í Alþýðubandalaginu að “skilaboð hans til Margrétar og flokksins í heild væm að héldi hún áfram að nálgast Alþýðuflokkinn væri hún í raun að framkalla við- skilnað manna af skoðanatoga Hjör- ieifs”. Hótun Hjörleifs Með öðmm orðum hafði Alþýðu- blaðið eftir allaböllum að daður Hjörleifs við flokksstofnun með flokksforysmnni í Kvennalistanum væri leikflétta af Hjörleifs hálfu, hót- un um að héldi formaðurinn sig ekki á mottunni þá gæti hún átt von á hveiju sem er. Þetta þykir og vera í sama stíl og vantraustsbókunin sem Hjörleifur lagði fram á síðasta miðstjómarfundi Alþýðubandalagsins, þar sem hann sakaði Margréti Frímannsdóttur um að “fella merki Alþýðubandaiagsins” og fara með málefni flokksins “á út- sölu”. Þar eggjaði Hjörleifur flokks- menn lögeggjan, “ég hvet stuðnings- fólk Alþýðubandalagsins til að halda vöku sinni og búa sig til baráttu á eigin forsendum í komandi alþingis- kosningum.” Að vísu var þingmaður- inn knúinn til að draga þessa hótun til baka, en hann bakar formanni sín- um daglega nýja hleifa úr sama ofni. Og víst er hann grænn Til að byija með virtist sem Hjör- leifur afneitaði frétt Alþýðublaðsins, - en í ljósi framanritaðs var erfitt að skilja ýmsar yrðingar hans öðmvísi en sem svo að í raun væri hann að staðfesta fréttina. Hann sagði á þá leið í útvarpsviðtali að hann ætlaði ekki að yfirgefa Alþýðubandalagið eins og það vceri núna og í Vikublað- inu kvaðst hann ekki vita til þess að hann væri á leið út úr flokknum “og ails ekki í flatsæng jafnaðarmanna sem byggist á sameiningu A-flokk- anna.” Hér er ekkert hjörleifskt dem- entí og engin neitun, _ og hér þarf ekki mikinn kremlólóg til að skilja að grænn flokkur er inná kortunum hjá þingmanninum... Úr öllum flokkum Á sama tíma og einhveijir þátttak- endur sögðu grænan flokk aldrei hafa komið til greina hefur Vikublaðið orðrétt eftir Kristínu Einarsdóttur fyrrverandi þingmanni og núverandi varaþingmanni Kvennalista: “Þetta er stór hópur fólks allstaðar að úr þjóðfélaginu, bæði úr flokkun- um og utan þeirra. Það er ekki búið að negla stofndag ennþá. Það kemur allt í ljós á réttum tíma.” Hún segir framboð vel koma til greina. í svipaðan streng hefur nafna hennar þingkonan Kristín Ástgeirs- dóttir tekið, að hún telji slíkan græn- an flokk vera til skoðunar í fúllri al- vöm innan Kvennó. Kvennalistinn klofnar Kristín Einarsdóttir staðsetur sig á einangraða eylandinu með Hjörleifi Guttormssyni f afstöðunni gagnvart sameiningu jafnaðarmanna. Hún tal- ar um hinn stóra hóp úr flokkunum og utanflokka sem vilji umhverfis- flokk. Blaðamaður Vikublaðsins spyr: Er þetta sá hópur úr Kvennalistanum sem ekki vill samfylkja með vinstri- mönnum? Kristín svarar: “Já, meðal annarra. Ég er ekki jafnaðarmaður og fylgi því ekki með í slíku samkmlli.” Blaðamaður: Kvennalistinn gœti þá mögulega klofhað? Kristín: “Já, og jafnvel í fleiri hópa en þessa tvo.” “Vonbrigði mín hvað varðar Bændasamtök íslands frá því að Búnaðarfélag íslands og Stéttasamband bænda voru sameinuð er ólýsanlega mik- ill. Þetta afl sem sameina á alla bændur í kjarabaráttunni hefur brugðist. Stefnan er óljós og það fer harla lítið fyr- ir baráttunni fyrir bættum kjör- um og því að gera íslenskan landbúnað að sjálfstæðri at- vinnugrein sem búið getur bændum mannsæmandi lífs- kjör.” Guðmundur Jóhannesson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austur Skaftfellinga í Bændablaðinu. “Það sem hefur að mínum dómi haft víðtækust og alvar- legust áhrif á afkomu bænda síðastliðin ár er sá gífurlegi samdráttur sem orðið hefur í framlögum ríkisins til land- búnaðarins eða u.þ.b 4 millj- arðar á ársgrundvelli.” Hrafnkell Karisson svarar grein Guðmund- ar Jóhannessonar i Bændablaðinu. Þær myndu láta börnin í geymslu einhverstaðar og gefa þau ef þær ættu svona mörg. Ég myndi aldrei eignast svona mðrg bðrn aftur ef ég væri ung í dag og ég myndi ekki nenna að endurtaka leik- inn við þessar aðstæður. Hjálmfríður Lilja Jóhannsdóttir, sem fæddi 13 böm á sautján árum og á níu stjúp- böm. Henni finnst ekki að öllu leyti mikið til nútímafólks koma. DV á laugardag. “Verið er að breyta honum úr karli í konu og hafa nemendur hans í skólanum Church of England verið undirbúnir með að ávarpa kennara sinn sem frú en ekki herra.” Enski raungreinakennararinn Tony Bradley mætir brátt til starfa. DV á laugardag. Vanhæfni Péturs er sögð liggja í forsetaframboði hans á síðasta vori og ýmsu sem því tengist. Með framboðinu hafi Pétur orðið þáttakandi í þeirri þjóðfélagslegu hringiðu sem slíku framboði fylgir. Aumingja Pétur Kr. Hafstein á ekki sjö dagana sæla enda deilir nú hver sem bet- ur getur við dómarann. DT á laugardag. “ Á íslandi vakti það athygli mína hvað fólk var hlédrægt og nánast kuldalegt. Við fór- um í leikhúsið og það voru allir svo draugfínir og penir. íslendingar hafa voða gaman að því að vera fínir til fara en um leið og það var kominn alkóhóldropi í fólkið þá var fjandinn laus og einhver innri ástríða gaus eins og eldfjall.” Neil Clark, breskur sjónvarpslelkarí er glft- ur íslenskri konu. Mogginn á sunnudag. Eins og bros ungrar konu sem sér frummyndina af “fæðingu Venusar” eftir Botticelli í fyrsta sinn flæddi þessi morgunn yfir heiðina, en þang- að hafði ég leitað til að sækja mér orku úr blettinum mínum. Ég lét kík- inn líða um sjónarrönd til að full- vissa mig um að ég væri einn og að ekkert úr samtímanum yrði til að trufla hugsanir mínar. Upphafsorð bókarinnar Ljómi eftir Göran Tunström, sem var að koma út hjá Máli og menningu i þýðingu Þórarins Eldjárns. Osigur, Vöku félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta, sem er sá hraksmánarlegasti frá stofnun fé- lagsins frá stofnun félagsins, bar upp á afmælisdag, frjálshyggju- klerksins Hánnesar Hólmsteins Gizurarsonar prófessors við skólann. Ekki fer neinum sögum af því afmælisgleði Hannesar hafi fallið niður af þessu tilefni eða hvort honum hafi þótt enn meiri ástæða til að lyfta sér upp en áður þar sem sorgin tjaldaði svörtu um vigi ungra íhalds- manna... Tveir gamlir stúdentar áttu glæsilegt “come-back” I Berg- en meðan stóð á opinberri heim- sókn forseta islands til Noregs fyrirskömmu. í kringum 1965, þegar Ólafur Ragnar Grímsson var að stíga sin fyrstu skref á há- skólabrautinni I Manchester I Englandi var hann uppgötvaður af einum fremsta prófessor í stjóm- málafræðum á Norðurlöndum, hinum norska Stein Rokkan sem var þá að safna um sig harðsnú- inni sveit ungra vísindamanna á stjómmálafræðisviðinu. Þeir að- stoðuðu Stein með ýmsum hætti við að hrinda af stað nýrri deiid við háskólann i Bergen. Ólafur var einn þeirra, þó hann stundaði aldrei nám eða rannsóknir bein- Ifnis í Bergen, en fyrir orð Steins Rokkan féllst hann á að skrifa doktorsritgerð sína um efni sem Stein vanhagaði sárlega um vís- indalega greiningu á. Meðan á heimsókn forsetans stóð til Berg- en var þetta rifjað upp í langri grein, sem núverandi forseti deildarinnar Stein Kuhnle, skrif- aði í Bergens Tidende, og hellti þvílíku skjalli á Ólaf Ragnar, að jafnvel Alþýðublaðið undir núver- andi ritstjóm bliknar. Með i för var einnig Halldór Ásgrímsson, sem á sinum tíma var stúdent við Við- skiptaháskólann i Bergen. Hann fór á sínar gömlu slóðir í einskon- ar opinbera heimsókn og hélt fyr- iriestur um fiskveiðistjórnunarkerfi íslendinga í Viðskiptaháskólan- um. Halldór sló í gegn, - kom, sá og sigraði, samkvæmt traustum heimildum Alþýðublaðsins. “Okkar menn,”sögðu Bergenbúar og þótt- ust eiga hvert bein í tvímenning- unum... r IAIþýðublaðinu var sagt á dögun- um, að hvergi væri meira mann- val í Alþýðubandalaginu en á Austurlandi, þar sem margur ung- ur maður bíður eftir þvi að Hjör- leifur Guttormsson rými sætið fyrir nýjum manni. Einn þeirra sem gjaman vill gerast arttaki Hjörleifs er Einar Már Sigurðs- son, gamall varaþingmaður hans og fyrrverandi stúdentaleiðtogi frá ámm róttæklinganna. Einar er þar að auki vel ættaöur, því afi hans var enginn annar en sæmdar- maðurinn b.Guðgeir Jónsson sem eitt sinn var forseti ASI. Það hefur löngum verið grunnt á því góða millum Einars og Hjörleifs, enda sá fyrri meðal helstu stuðn- ingsmanna Margrétar Frímanns- dóttur meðan Hjörleifur er liklega meðal helstu andstæðinga henn- ar. Á síðasta miðstjómarfundi, þar sem Margrét opnaði skjá Alþýðu- bandalagsins fyrir frjálslyndari vindum en áður, andæfði Hjörleif- ur henni harkalega. Af því tilefni sendi Einar Már honum tóninn í síðasta leiðara Austurlands, blaðs Alþýðubandalagsins á Austur- landi. Þar vísar Einar til Hjörleifs með því að segja að “hjáróma raddir aftan úr forneskju breyta engu um styrka stöðu formanns- ins, sem vinnur í anda samþykkta flokksins og aðalfundur miðstjóm- arinnar staðfesti.” Ótrúlegt væri ef foringjamir í Neskaupsstað hyggj- ast kjósa sér hjáróma fomeskju- rödd til að tala á þingi við næstu kosningar, svo Hjörleifur þarf senn að spýta í lófana, nema hann ætli að verða foringi Græns kosts með Kristínu Einarsdóttur... tr Ur herbúðum Jóhanns Berg- þórssonar í Hafnarfirði heyr- ist að hann hyggist nú í samráði við lögmann sinn bjóða þremenn- ingunum úr Alþýðuflokknum sem hann á i málaferlum við, sættir til að Ijúka málinu. Þetta eru þeir Magnús Hafsteinsson fyrrver- andi formaður Alþýðuflokksfélags- hinumagin “FarSide" eftir Gary Larson Aldrei leggja hestinum þínum arinnar. vafasamari hverfum borg ins ( Hafnarfirði, Gunnar Ingi Gunnarsson sem er formaður fé- lagsins í Reykjavík, og Sverrir Ólafsson myndhöggvari og stangaveiðimaður. Slíkt tilboð kann að freista þremenninganna, þar sem málavafstur kostar tals- vert fé. Á móti kemur hinsvegar að þá mun langa til að fá úrskurð í málinu. í Hafnarfirði biða menn spenntir eftir niðurstöðum... f i m m förnum vegi Ertu tilbúinn að fara í verkfall? Guðmundur Zebitz fangavörður: “Nei, ég má ekki fara í verk- föll því við höfum ekki verk- fallsrétt.” Inga Ingólfsdóttir sjúkraliði? “Já, það held ég að eigi við um flesta BSRB félaga.” Sigrfður Hólmsteinsdóttir vegfarandi: “Já, tvímælalaust. Launin er allt of lág.” Lilja Margrét Hreiðarsdóttir bókari: “Nei, verkföll eru aldrei til góðs.“ Sigga Rósa Bjamadóttir förðumarfræðingur: “Nei ég hef ekki efni á því. Ef ég missi úr einn mánuð eru næstu tíu á eftir ónýtir.” Hér er ekkert hjörleifskt dementí og engin neit- un, - og hér þarf ekki mikinn kremlólóg til að skilja að grænn flokkur er inná kortunum hjá þingmanninum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.