Alþýðublaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 Hólmadrangur hf. Aðalfundur verður haldinn hjá Hólmadrangi hf. í fé- lagsheimilinu á Hólmavík föstudaginn 7. mars nk. kl. 17.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Hitaveita Reykjavíkur Aðstaða til ferða- þjónustu Til leigu er hluti Hvammsvíkur í Kjósarhreppi. Um er að ræða hús og aðstöðu til ferðaþjónustu sem m.a. miðast við fiskitjörn, sjávaríþróttir, golfvöll, hestaleigu og annað sem hugmyndaríkir ferðaþjón- ustuaðilar vilja sinna. Heitt vatn er á svæðinu. Miðað er við leigu til næstu 5-10 ára. Væntanlegur leigutaki þarf að leggja í nokkra fjár- festingu til endurbóta á aðstöðunni. Tilboðum skal skilað til Hitaveitu Reykjavíkur, Grensásvegi 1, 108 Reykjavík, fyrir 15. mars 1997, merkt Hvammsvíkurnefnd. Nánari upplýsingar gefur Eysteinn Jónsson, hjá Hitaveitu Reykjavíkur, sími 560 0100. Hvammsvfkurnefnd e Landsvirkjun ÚTBOÐ Sultartangavirkjun Vélar, rafbúnaður og lokubúnaður Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í fram- leiðslu og uppsetningu á vélum, rafbúnaði og loka- búnaði fyrir Sultartangavirkjun í samræmi við út- boðsgögn SUL-30. Verkið nær til hverfla, rafala, spenna, rofabúnaðar, stjómbúnaðar, þrýstivatnspípna, lokubúnaðar og annars tilheyrandi búnaðar fyrir Sultartangavirkjun, sem er 120 MW virkjun í Þjórsá við Sandafell. Verkinu skal Ijúka í janúar árið 2000. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjun- ar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 27. febrúar 1997 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 10.000 með VSK fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir klukk- an 12:00 föstudaginn 2. maf, 1997. Tilboðin verða opnuð í stjórnstöð Landsvirkjunar að Bústaðavegi 7, Reykjavík sama dag, 2. maí 1997, klukkan 14:00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. ^ ifuj-jlÉ Menntamálaráóuneytið Styrkir til háskólanáms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Svíþjóð námsárið 1997-1998. Styrkfjárhæðin er 7.000 s.kr. á mánuði í átta mán- uði. Jafnframt bjóða sænsk stjórnvöld fram tvo styrki handa íslendingum til vísindalegs sérnáms í Svíþjóð á sama háskólaári. Styrkirnir eru til 8 mánaða dval- ar en skipting í styrki til skemmri tíma kemur einnig til greina. Umsóknir um styrkina, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 24. mars. n.k. Menntamálaráðuneytið, 21. febrúar 1997 Starfsmenn á gæsluvöllum Lausar eru til umsóknar tvær stöður starfsmanna á gæsluvöllum Kópavogs. Um er að ræða 60% störf frá 1. apríl og 1. maí nk. Umsóknarfrestur er til 9. mars nk. Launakjör samkvæmt kjarasamningum Starfsmannafélags Kópavogs. Nánari upplýsingar gefur daggæslufulltrúi Félags- málastofnunar Kópavogs sími 554-5700. Starfsmannastjóri Yfirverkstjórl í áhaldahús Kópavogs Tæknimaður óskast til afleysingastarfa í 1 ár í starf yfirverkstjóra Áhaldahúss Kópavogs. Ráðningartími frá 15. apríl nk. Umsóknarfrestur til 7. mars 1997. Upplýsingar gefur Stefán L. Stefánsson, deildar- stjóri framkvæmdadeildar, í síma 554-1570. Starfsmannastjóri M KÓPAVOGSBÆR Lóðaúthlutun Kópavogsbær auglýsir eftirtaldar lóðir lausar til úthlutunar. 1. Einbýlishúsalóðir við Fjallalind. Um er að ræða 8 lóðir (Fjallalind 92, 94, 98, 106, 137, 141, 147 og 149) undir einbýlishús á einni og hálfri til tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Grunnflötur 120 fm. Lóðirnar eru byggingarhæfar. 2. Einbýlishúsalóðir í Digraneshlíðum. Um er að ræða 4 lóðir (Hólahjalli 7 og 11 og Digra- nesheiði 30 og 34) á einum besta útsýnisstað höf- uðborgarsvæðisins. Á lóðunum má byggja tveggja hæða einbýli með innbyggðum bílskúr um 200 fm grunnfleti. Lóðirnar eru byggingarhæfar. 3. Raðhúsalóðir í Digraneshlíðum. Um er að ræða fjórar lóðir (Blikahjalli 12-18) undir tveggja hæða raðhús um 120 fm að grunnfleti með innbyggðum bílskúr. Lóðirnar eru byggingarhæfar. 4. Einbýlishúsalóðir við Krossalind. Um er að ræða 6 lóðir (Krossalind 21, 23, 25 27, 29 og 31) undir tveggja hæða einbýlishús með inn- byggðum bílskúr. Grunnflötur um 180 fm. Lóðirnar verða byggingarhæfar í júlí 1997. 5. Einbýlishúsalóðir við Laxalind. Um er að ræða 6 lóðir (Laxalind 2,4, 6, 8,10 og 12) undir tveggja hæða einbýlishús með innbyggðum bílskúr. Grunnflötur um 180 fm. Lóðirnar verða byggingarhæfar í júií 1997. 6. Einbýlishús við Mánalind. Um er að ræða 6 lóðir (Mánalind 2, 4, 6, 8, 10 og 12) undir tveggja hæða einbýlishús með innbyggð- um bílskúr. Grunnflötur um 180 fm. Lóðirnar verða byggingarhæfar í júlí 1997. 7. Einbýlishús við Múlalind. Um er að ræða 3 lóðir. Við Múlalind 2 og 4 þar sem ráðgert er einnar til tveggja hæða einbýlishús með innbyggðum bílskúr. Grunnflötur um 180 fm. Við Múlalind 8 þar sem ráðgert er einnar hæðar einbýl- ishús að grunnfleti um 200 fm. Lóðirnar verða bygg- ingarhæfar í júlí 1997. 8. Parhúsalóð við Kársnesbraut Um er að ræða lóð undir tveggja hæða parhús (Kársnesbraut 62 og 64) um 90 fm að grunnfleti með innbyggðum bílskúr og aðkomu frá Vesturvör. Lóðin er byggingarhæf. Skipulagsuppdrættir, skipulags- og byggingarskil- málar og kynningarbæklingar ásamt umsóknar- eyðublöðum fást afhent á tæknideild Kópavogsbæj- ar, Fannborg 2, 3. hæð, frá kl. 9-15 alla virka daga. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Aðalfundarboð Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur heldur aðalfund sinn miðvikudaginn 26. febrúar næstkomandi í Kornhlöðunni, Bankastræti. Fundurinn hefst kl. 20.30. Niðurstaða uppstillingamefndar liggur fyrir á skrifstofu Alþýðuflokksins. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta. Stjórnin Vmf. Dagsbrún — Vkf. Framsókn Auglýsing um kjörskrá Kjörskrá Verkakvennafélagsins Framsóknar og Verkamannafélagsins Dagsbrúnar vegna atkvæða- greiðslna um vinnustöðvanir liggja frammi á skrif- stofum félaganna. Um er að ræða skrá yfir fullgilda félagsmenn, félagaskrár. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér hvort þeir njóti atkvæðisréttar sam- kvæmt kjörskránum. Kærufrestur er til loka kjör- funda, sem auglýstir verða síðar. Kjörstjórnir Vmf. Dagsbrúnar W Ungir jafnaðarmenn Umhverfismál og stóriðja Samband ungra jafnaðarmanna heldur opinn fund í Alþýðuhúsinu í Kópavogi, Hamraborg 14a, þriðjudaginn 25. febrúar kl. 20:30. Dagskrá: 1. Framsöguerindi flytja: Ólafur Örn Haraldsson, formaður Umhverfismálanefndar. Helga Haraldsdóttir, forstöðumaður hjá Ferðamálaráði. Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri í Iðnaðarráðuneytinu. Ólafur Magnússon, formaður samtakanna Sól í Hvalfirði. 2. Fyrirspurnir og umræður. Allir velkomnir. Umhverfismáianefnd SUJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.