Alþýðublaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 V Í ð t Q I ■ Atvinnuástandið er gott um þessar mundir en . . . Við bíðum eft- ir magnesíum- verksmiðju •> þar sem 350 manns fá væntanlega vellaunuð störf, segir Anna Margrét Guðmundsdóttir, bæj- arstjórnarmaður í Reykjanesbæ. “Það sem er nýtt núna í bæjar- málapólitíkinni er samstarf Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags, sem reyndar hefur verið sagt frá í Alþýðu- blaðinu. Undanfamar vikur höfum haldið sameiginlega bæjarmálafundi, sem hafa verið mjög fjölmennir og góðir, og á mánudagskvöld (17/2) höldum við opinn bæjarmálafund þar sem við fáum skólamálafulltrúa sveitarfélagsins til þess að ræða skólamálin”, upplýsti Anna Margrét Jónsdóttir, bæjarstjómarfulltrúi í Reykjanesbæ, í spjalli við blaðið um það sem helst er fréttnæmt úr hennar heimabyggð. “Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins var afgreidd á löngum og ströngum fundi, sem stóð til klukkan tvö um nóttina, fyrir skömmu, þar sem minnihlutinn lagði fram margar bók- anir, eins og hans hlutverk er. Á fimmtudaginn í síðustu viku fengum við gesti þegar bankastjóm og bankaráð Seðlabankans komu í heimsókn til bæjarfélagsins og héldu hádegisverðarfund með nokkrum bæjarfulltrúum, þar sem við sögðum þeim frá hvemig sameining sveitar- félaganna í Keflavík, Njarðvík og Höfnum hefur tekist. Ég held að mér sé óhætt að segja að þessi sameining hafi tekist vel. Auðvitað var gríðar- leg vinna við að sameina þessar tvær stóm stjómsýslur, Keflavík og Njarðvfk og allt sem því fylgir. Erfið- ast í því sambandi var nafnamálið, en ég held að með tímanum verði fólk sátt við niðurstöðuna, en auðvitað halda bæjarhlutamir sínum staðar- nöfnum áffam. Loðnan setur atvinnu- lífið á fulla ferð Atvinnuástandið hefur að undan- fömu verið ágætt. Á undanfömum mánuðum og ámm höfum við fengið ný fyrirtæki inn í sveitarfélagið, Bakkavör setti sig niður hér í fyrra og skapar hér mörg störf og sama er að segja um Suðumes hf, sem er í kolavinnslu. Suðumes hf. var í hús- næði sem bærinn átti en nýlega var gengið frá samningi um að fyrirtæk- ið kaupi húsnæðið, svo að ég-lít svo á að það sé búið að festa sig hér í sessi. Kolavinnsla er ný hér hjá okk- ur og hún skapár vinnu fyrir 60 - 80 manns. Svo glaðnar enn yfir atvinn- unni núna í vikunni þegar loðnan kemur og vinnsla á henni fer á fulla ferð, meira að segja skólakrakkar komast í svolitla íhlaupavinnu og kynnast atvinnulífinu. Við hér á Suðumesjum bíðum eft- ir niðurstöðum í magnesíummálinu sem er hér í vinnslu. Ef ákvörðun um að reisa hér magnesíumverksmiðju, þá verður hún úti á Reykjanesi í landi okkar í Höfnum. Þama er rætt um mjög stóra verksmiðju, sem mun veita um 350 manns atvinnu, eftir að hún tekur til starfa. Mikill hluti þeirra starfa em tæknistörf og ef af verður, hlýtur að verða hér til mikil tækni- þekking. Þetta verða væntanlega vel launuð störf og það skiptir miklu máli þegar verið er að byggja upp at- vinnulífið að skapist störf sem fólk getur lifað af, en ekki eingöngu lág- launastörf. Magnesíum er málmur sem er unninn úr sjó. Umhverfismat hefur farið fram og við vonumst eftir ákvörðun í næsta mánuði um hvort 'hagkvæmt verður að fara í það verk- efni. Nýbreytni í vinnumiðl- un Atvinnuástandið hér hefur ekki verið gott á undanfömum ámm og við höfum haft hér mjög háar tölur á atvinnuleysisskrá. Þær hafa lækkað vemlega, en samt er hér enn ákveð- inn hópur á skrá sem ekki fær at- vinnu við sitt hæfi og einnig fólk sem er í hlutastörfum eða tímabundinni vinnu og á skrá þess á milli. Sveitar- félagið er nú orðið reynslusveitarfé- lag í atvinnumálum og um næstu mánaðamót flytur markaðs- atvinnu- málaskrifstofan í nýtt húsnæði þar sem vinnumiðlunin fær nýtt og aukið hlutverk. Þar mun hveijum einstak- lingi verða veitt meiri persónuleg ráðgjöf um hvar hans hæfileikar njóta sín best og hann aðstoðaður við að finna vinnu á því sviði. Starfið verður meira á mannlegum nótum, því að á bak við þessar atvinnuleysis- tölur er fólk, sem við ætlum að reyna að nálgast á annan hátt en verið hef- ur og það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. Fjölbraut hefur breytt mannlífinu Skólamálaskrifstofan flytur einnig í sama hús og markaðs- og atvinnu- málaskrifstofan, í svokölluðum Kjama. Þegar grunnskólinn var yfir- tekinn af sveitarfélögunum var ráð- inn hér skólamálafulltrúi og sett upp skólamálaskrifstofa, þar sem starfið hefur gengið mjög vel. Þá var gerður sérstakur samningur við nágranna- sveitarfélögin, Garð, Sandgerði og Voga, þar sem skólamálaskrifstofan selur þeim þjónustu. Hér er mjög öflugur fjölbrauta- skóli sem hafði fyrr í mánuðinum opið hús, þar sem fólki var boðið að koma og kynnast starfseminni. í skólanum eru í dagskóla og kvöld- skóla, ásamt kennurum um 1100 manns, þar af um 70 á launaskrá, og í öldungadeildinni stunda á þriðja hundrað manns nám. Fjölbrautaskól- inn er 20 ára gamall og hann hefur breytt mannlífinu hér mikið á þess- um árum. Framanaf af í vetur var tíðarfarið gott hér hjá okkur, en að undanfömu hefur verið óvenjulega snjóþungt, en snjóinn tekur þó oftast fljótt upp, því veðráttan á þessu svæði er oft ærið umhleypingasöm”, sagði Anna Mar- grét í Keflavík. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs INNLAUSNARVERÐ* FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL ÁKR. 10.000,00 1982-l.fl. 01.03.97 -01.03.98 kr. 183.487,50 1983-l.fl. 01.03.97 -01.03.98 kr. 106.606,30 1984-2.fl 10.03.97 kr. 100.240,90 1985-2.fl.A 10.03.97 kr. 61.926,70 1985-2.fl.B 10.03.97 - 10.09.97 kr. 28.442,30 ** * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. ** Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 25. febrúar 1997. SEÐLABANKIÍSLANDS Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. mars 1997 er 23. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 23 verður frá og með 10. mars n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.693,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. september 1996 til 10. mars 1997 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtainiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. mars 1997. Reykjavík, 25. febrúar 1997. SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.