Alþýðublaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 1
MÞBUBLMÐ Miðvikudagur 26. febrúar 1997 Stofnað 1919 29. tölublað - 78. árgangur ¦ Hörð átök voru að tjaldabaki áður en yfirtöku Stöðvar 3 lauk Afskipti Chase Manhattan réðu úrslitum um kaupin Stærsti hluthafinn hafði ekki hugmynd um kaupin. Hlutur Stöðvar 3 í íslenska útvarpsfélaginu verður líklega minni en 10 prósent. Aðeins einn fimmmenninganna kemur aftur til starfa. Vasar Chase Manhattan bankans eru væntanlega talsvert dýpri en vas- ar ykkar, sagði fulltrúi bankans, sem á 20 prósent hlut í íslenska Útvarps- félaginu, þegar fulltrúar Stöðvar 3 vildu í fyrstu ekki samþykkja að fá einungis 10 prósenta hlut í hinum nýja sjónvarpsrisa. Þessi hótun bank- ans um að fjármagna Stöð 2 uns Stöð 3 væri endanlega þrotið örendið reið baggamuninn í samningavið- ræðunum. Fulltrúinn, sem er dansk- ur, dvaldi hér á landi í einn og hálfan sólarhring á leið frá Bandaríkjunum til Evrópu. Mikil gremja var í hópi sumra hluthafa Stöðvar 3 með samninginn. Árni Samúelsson, sem er stærsti hluthafinn, var staddur í Los Angeles og hafði ekki hugmynd um kaupin fyrr en þau voru skollin á. Sömuleið- is var fulltrúi Japis, sem 'á nokkurn hlut og seldi Stöð 3 tækjabúnað, al- farið mótfallinn kaupunum. En Eim- skipafélagið og Sjóvá-Almennar beygðu hina hluthafana. I ítarlegum samningi fékk hópur- inn sem tengist Stöð 3 forkaupsrétt að hlut Chase Manhattan bankans. Alþýðublaðið hefur líka heimildir fyrir því, að annar samningur hafi einnig verið gerður, sem fól í sér tímabundinn gagnvirkan kauprétt beggja aðila á hlut hins á ákveðnu verði. I gær gaf það byr undir vængi sagna um að hluthafar úr Stöð 3 væru að velta fyrir sér að kaupa hlut Jóns Ólafssonar og Sigurjóns Sighvats- sonar, en Jón hefur staðfest að hlutur sinn sé til sölu, ef rétt verð fæst. Samkvæmt heimildum blaðsins er verðið sem nefnt er í samningnum afar hátt, 6-7 milljarðar, og engar lfk- ur taldar á að Stöðvar 3 hópurinn leggi í það, enda skaðbrenndur af sjónvarpsævintýri sínu. í slfku til- boði tæki hópurinn einnig áhættu um að neyðast til að selja hlut siiui í ís- lenska Útvarpsfélaginu, því gagn- virkni samningsins felur í sér að Jón Ólafsson og félagar gætu keypt hlut Stöðvar 3 manna á sama gengi. f gær var talið að staða Stöðvar 3 væri verri en upphaflega var talið, og hlutur þeirra í íslenska Útvarpsfélag- inu minnkaði þarafleiðandi. Upphaf- lega var hann um 10 prósent, en við Alþýðblaðið var nefnd talan 9,3 pró- sent. Með samrunanum fær Stöð 2 tals- vert af nýjum tækjabúnaði sem breytir fjárfestingaráformum hennar, gefur færi á að endurskipuleggja út- sendingar, auka hlut innlendrar dag- skrárgerðar og flýta fyrirhuguðum útsendingum Sýnar á Suðurlandi og Norðurlandi. Af hinum frægu fimmmenningum sem fyrir skömmu fóru yfir á Stöð 3 kemur aðeins einn aftur til starfa hjá íslenska útvarpsfélaginu. Það er Hannes Jóhannsson tæknistjóri, sem í gær var kominn á sína gömlu skrif- stofu. Tveimur hinnar var boðin staða á Stöð 2, lægra settar en þeir hurfu úr, og þekktust ekki boðið. Jóni Axel Péturssyni var ekki boðin staða, og Magnús Kristjánsson, sjónvarps- tjóri á Stöð 3 samdi um starfslok. ¦ Fjölmiðladans Þögul mótmæli Friðriks "Þetta eru mín þöglu mót- mæli," sagði Friðrik Þór,. "Mig óraði aldrei fyrir að ég ætti eftir að segja upp áskrift að Alþýðublaðinu og gerast áskrifandi að Mogganum í staðinn." Friðrik Þór Guðmundsson, ritstjóri Vikublaðsins, sagði í gær upp áskrift sinni að öllum blöðum sem gefin eru út hjá Frjálsri fjölmiðlun, í mótmæla- skyni við hræringarnar á fjöl- miðlamarkaðnum. Hann telur að tök valdamikilla aðila í fjölmiðlun séu orðin of sterk. Með hræringum síðustu daga, er Morgunblaðið orðið þátttakandi að hinum nýja fjöl- miðlahring. En Friðrik Þór dró þá ályktun af leiðara Moggans í gær að fljótlega yrði bundinn endir á þá aðild. ¦ Fyrrverandi formaður Kl segir áherslur BHM hæpnar Fyrsta skrefið að hækka öll launin - segir Svanhildur Kaaber alþingismaður og fyrrverandi formaður KÍ, um áherslúr BHM. "Fyrsta skrefið á að vera að hækka öll laun og gera þau þannig að það sé hægt að lifa af þeim," sagði Svan- hildur Kaaber en hún sagði í umræð- um á alþingi í gær að það mætti ekki fara þá leið sem henni sýndist lagt upp með í greinargerð Hagfræði- stofnunar um menntun, mannauð og hagvöxt, að markaðsvæða menntun og auka enn tekjumun í landinu. Af Lögleysa ráðherra Aðgerðir Þorsteins Pálsson- ar í tengslum við deiluna um barn Hanes hjónanna eru ólög- mætar. Þær eru líka brot á grundvallarreglum samfélags- ins, segir Lúðvík Bergvinsson. Hann segir að æðsti dómstóll landsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að aðgerðir ráð- herrans séu lögleysa, og það sé í fyrsta skipti sem það hafi gerst. "Viðkomandi ráðherra hefur áður verið sakaður um að hafa stigið dans handan landamæra siðferðis," segir Lúðvík Berg- vinsson, alþingmaður jafn- aðarmannna í grein í blaðinu í dag. Sjá bls. 2 orðum Svanhildar sem er fyrrverandi formaður Kennarasambands íslands mátti skilja að hún væri að gagnrýna kröfur BHM en hún játaði því í sam- tali við blaðið, og ítrekaði að henni fyndist þetta varasamar og hæpnar áherslur. "Ég tel miklu vænlegra að auka almenna menntun og bæta menntakerfið allt, á öllum skólastig- um, þá er ég ekki síður að hugsa um starfsmenntun," sagði Svanhildur. Hún sagði ennfremur að gera yrði menntun fýsilega, með því að efla námslánakerfið. Sjá fréít á baksíðu. I 01 61111 Vlyl! Þura ífatatbúðinni Spútnik í kjallara Hlaðvarpans við Vesturgötu fer ekki troðnar slóðir. Þura er líka umhverfisvænn kaupmaður, því hún stundar endurvinnslu á fatnaði. Sum fötin eru gömul, önnur eru hluti gamalla lagera, sem ella hefði lent á háaloftum. Hvergi í Reykjavík er heldur boðið upp á jafn rýmileg kjör og í Spútnik þessa dagana. Þura selur nefnilega fötin eftlr vigt þessa dagana, - þúsundkall á kíló! Hiti að færast í rektorskjör Jón Torfi sigurstranglegur Vésteinn Ölason og Páll Skúlason berjast um annað sætið í Háskólanum er fjör farið að fær- ast í rektorskosningar, sem fara fram þann 16. apríl. Prófessorar sem Al- þýðublaðið talaði við mátu stöðuna þannig að prófessor uppeldis- og menntunarfræði Jón Torfi Jónasson hafi forskot á aðra keppinauta, en næstir honum kæmu þeir Vésteinn Ólason, prófessor í bókmenntum, og Páll SkúJason, heimspekiprófessor. Aðeins prófessorar eru kjörgengir. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði, sem nýtur mikils álits, geldur þess hinsvegar að koma úr Verkfræði- og Raunvísindadeild, sem hefur átt tvo síðustu rektora. Á döfinni eru kosningafundir með frambjóðendum, og þann 14. mars verður svokölluð fyrri umferð kosninganna, sem er í rauninni óformlegt prófkjör. Samkvæmt hefð draga þá allir nema tveir efstu menn sig út úr kosningunni. Svo virðist sem Jón Torfi sé harðastur í atkvæða- slagnum þessa dagna, og heimildir segja að hann hafi þegar náð miklum stuðningi innan Félagsvísindadeild- ar, Viðskipta- og hagfræðideildar. Einn stuðningsmanna hans kvað Hðsmenn Jóns einbeita sér þessa dagana að því að efla stuðning við hann í Verkfræði- og Raunvísinda- deild. Jón Torfi er þar að auki forseti heimspekideildar, sem styrkir stöðu hans. Hann er því talinn öruggur um að verða annar af þeim tveimur, sem halda áfram eftir könnunina þann 14. mars. Baráttan um hitt sætið virðist vera á milli Vésteins Ólasonar og Páls Skúlasonar, og einsog sakir standa er Vésteinn sagður hafa vinninginn, en það gæti breyst á næstunni. Þorsteinn Vilhjálmsson hefur góðan stuðning í Verkfræði- og Raunvísindadeildinni, en hann hefur þar að auki einbeitt sér að vísindasögu á seinni árum, og hef- ur því góða tengingu yfir í heim- spekideild, þar sem sagnfræði er á meðal kennslugreina. En tveir síð- ustu rektorar, Sveinbjörn Björnsson og Sigmundur Guðbjarnarson, hafa komið þaðan, og það vinnur gegn honum. Nafn Þórólfs Þórlindssonar 'er einnig nefnt í vaxandi mæli sem kandídats, en óvíst er um áhuga hans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.