Alþýðublaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ skooanir MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1997 21254. tölublað Brautarholti 1 Reykjavík Si'mi 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn, augiýsingar og dreifing Símí 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Heiðursmaður Pétur Hafstein, hæstaréttardómari, bauð sig fram til forseta á síðastliðnu sumri. Hann tapaði að sönnu kosningunni. En hann gerði það með eftirminnilegum glæsibrag. Framkoma hans, tungu- tak og látæði var þess eðlis að hann ávann sér virðingu flestra ís- lendinga. Þá gilti einu hvort menn greiddu honum atkvæði sitt eða ekki. Á löngu færi sáu flestir sæmilega gerðir menn að í Pétri Haf- stein fór heiðursmaður, sem sæmdi sér vel sem fulltrúi landsmanna í hvaða ábyrgðarstöðu sem væri. A síðustu vikum hefur það gerst, að hæfi Péturs til að kveða upp úrskurði í Hæstarétti hefur verið dregið í efa. Þar eru að sjálfsögðu mættir til leiks þeir einir, sem ekki sætta sig við tap fyrir réttinum, og gera því skóna að niðurstöðuna megi rekja til afstöðu hins fyrr- verandi forsetaframbjóðanda annaðhvort til þeirra, eða andstæð- inga þeirra fyrir réttinum. Af því tilefni er rétt að rifja upp eftirfar- andi: í fyrsta lagi, þá meinar löggjafinn hæstaréttardómurum fortaks- laust að bjóða sig fram til alþingis. Öðru máli gegnir hinsvegar um kjör forseta íslands. Lögin heimila dómurum Hæstaréttar að sækj- ast eftir forsetakjöri, enda má færa sterk rök að því að í farteski sínu búi þeir að reynslu, sem gæti nýst vel á forsetastóli. Framboð Pét- urs Hafstein var því í engu andstætt því sem löggjafinn gerir ráð fyrir. í öðru lagi er haldið fram, að þau sambönd, sem forsetafram- bjóðandi myndar í kosningabaráttu geri honum ókleift að gegna starfi á borð við embætti hæstarréttardómara. Dómarinn getí þá ívilnað þeim sem studdu hann, en þrengt kosti hinna. Þessa rök- semd er hægt að skoða af öðrum sjónarhóli. Dettur einhverjum í hug, að stjórnmálamaður geti ekki orðið ráðherra, af því að hann fór áður í framboð og vann kosningar? Areiðanlega ekki. En svið- tð er hið sama, þó hlutverkin séu önnur. Líkt og dómarinna þarf ráðherrann að kveða upp erfiða úrskurði, hann tekur erfiðar ákvarð- anir einsog að ráða menn til eftirsóUra starfa eða velja fyrirtæki tíl að sinna dýrum fjramkvæmdum. Það er hinsvegar glórulaust að halda fram, að kosningabaráttan geri stjórnmálamanninn óhæfan tíl að verða ráðherra. Þetta er vert að hafa í huga, þegar rætt er um hæfi og vanhæfi Péturs Hafstein. í þriðja lagi þarf meira en venjulega fávisku tíl að komast að þeirri niðurstöðu, að bæstaréttardómari, sem er nýbúinn að ganga í gegnum forsetakjör og veit þarafleiðandi að með honum er fylgst af athygli, beiti aðstöðu sinni ril hefnda eða ívilnunar tíl að gera upp reikninga úr kosningabaráttu. í fjórða lagi valt enginn þeirra Hæstaréttardóma, sem tengjast umræðunni um vanhæfi Péturs Hafstein, á einu atkvæði. Afstaða hans réði því ekki úrslitum. Vild hans eða óvild gagnvart málsaðil- um fyrir Hæstaréttí getur því aðeins hafa ráðið úrslitum í viðkom- andi málum, að aðrir dómarar í réttinum séu viljalaus verkfæri í irtndum frambjóðandans fyrrverandi. Slíkt er auðvitað fráleitt. Sá einn er sekur sem tapar. En í tapi sínu f forsetakosningunum varð Pétur Hafstein eigi að síður sigurvegari með sérstökum hætti. Hann ávann sér virðingu ailra. Atburðarrásin sem nú er komin af stað getur auðveldlega leitt til þess að honum verði ekki vært í embætti. Er það hið æskilega réttlæti? Það má vera, að það sé erfitt fyrir þá sem voru yfixiýstir sluðningsmenn Péturs í forsetakjörinu að koma honum til varnar með hætti, sem er trúverðugur t dag. Þessvegna er það ekki sfst hlutverk þeiiTa, sem ekki fylgdu honum að málum, að skjóta skikii til varnar vammi firrtum andstæðing. Stjórnarskráin, mannrétt- indi og pólitísk ábyrgð Það er engin tilviljun að í flestum siðuðum ríkjum ríkir sátt um þá skip- an mála að opinberir aðilar hafi með höndum samfélagslegt vald. Réttt- læúngin fyrir tilvist þessa valds hef- ur verið rökstudd með margvíslegum hætti. 1H dæmis réttlætti enski heim- spekingurinn John Locke stofnun borgaralegs samfélags eitthvað á þessa leið: "Þar sem öllum mönnum er náttúrulegt að vera frjálsir, jafnir hver öðrum og sjálfstæðir, má ekki svipta neinn mann þessum réttindum eða setja hann undir lögsögu annars án þess að hann veiti til þess sam- þykki sitt. Með því að gera sam- komulag við aðra menn um að gefa eftir hluta af þessu frelsi eða sjálf- stæði einstaklingins, verður samlíf þeirra hægara, friðsælla og öruggara, og þegnar samféJagsins fá betur not- ið eigna sinna og réttinda og stafí síður hætta af öðrum mönnum." Pqllbord | Lúðvík Bergvinsson skrifar Með öðrum orðum að hagsmunir borgaranna réttlæti tilvist miðstýrðs ríkisvalds. Það er svo hlutverk sam- félagsins að setja leikreglur um það hvernig með þetta vald skuli farið. Stjórnskipan íslands Hérlendis hefur stjórnarskrárgjaf- inn skipt ríkisvaldinu upp í þrjá þætti, framkvæmdavald, löggjafar- vald og dómsvald. Að baki þeirri skiptingu býr sú hugsun að ekki safh- ist of mikið vald á eina hendi auk þess sem hverjum þætti ríkisvaldsins er ætlað að hafa umsjón og eftirlit með hinum. Þetta eru grundvallar- reglur um meðferð, eftirlit og skipt- ingu þessa valds. Þetta eru grund- vallarreglur um skipan samfélagsins; ein meginstoð stjórnskipunarinnar og brot gegn þeim er í flestum siðuðum ríkjum Htin mjög alvarlegum augum; nánast talin aðför að undirstöðum þjóðfélagsins. Hanes-máiið Tilefni þessara hugleiðinga er meðferð og aðkoma dómsmála- ráðuneyusins að svokölluðu Hanes- máli. Það mál vakti verulega athygli fjölmiðla og var meðal annars tekið til umræðu utan dagskrár á Alþingi. Hér verður ekki lagt mat á forræðis- deilu þá, sem aðilar málsins, hjónín I mínum huga eru að- gerðír dómsmáíaráð- herra ólögmætar og brot gegn grundvallar- reglum samfélagsins. Það er einnig niður- staða Hæstaréttar. og móðirin, höfðu áður háð fyrir bandarískum dómstól um. Málavextir voru þeir að Héraðs- dómur Reykjaness féllst á kröfu ís- lenskra lögregluyfirvalda um að heimila þeim að fara inn á heimili Hanes-hjónanna á fslandi og færa þaðan brott stúlkubarn. Úrskurður héraðsdóms var kærður til Hæstarétt- ar. Áður en Hæstiréttur hafði kveðið upp sinn úrskurð ákvað dómsmála- ráðherra að afhenda móðurinni bam- ið og heimila móðurinni að fara með það úr landi. t>etta var gert án þess að lögmanni hjónanna væri gefin kostur á að koma að andmælum. Um þessa aðgerð ráðuneytisins segir Hæstirétt- ur: "Með þessari ákvörðun sinni svipti ráðuneytið í reynd hjónin þeim grundvallarrétti sínum að fá að bera aðgerðir íslenskra stjórnvalda undir dóm Hæstaréttar, auk þess sem þessi ákvörðun ráðuneytisins átti sér enga stoð í lögum." Með öðrum orðum er niðurstaða Hæstiréttar að með því að aflétta einhliða því réttarástandi sem kært hafði verið til Hæstaréttar og leyfa móðurinni að fara með bamið úr landi hafi dómsmálaráðherra í reynd komið í veg fyrir að Hæstirétt- ur gæti fjallað um málið. Dóms- málaráðherra hafi því komið í veg fyrir að einstaklingar gætu fengið notið þeirra stjórnarskrárvörðu rétt- inda, sem kveðið er á um í 70. gr. stjómar-skrárinnar um að "öllum beri réttur til að fá úrlausn um rétt- indi sín og skyldur með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dóm- stóli." Ég skil orðfæri Hæstaréttar f um- ræddum úrskurði svo, að hann sé að segja að dómsmáJaráðherra hafi brot- ið gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar; ráðherra hafi svipt hjónin þeim stjórnarskrárvarða rétti sínum að geta fengið endanlegan úrskurð dómstóla um réttindi sín, því löggjafinn hefur ákveðið að úrskurðir héraðsdóms af því tagi sem hér um ræðir eru kæran- legir og Hæstiréttur því endanlegur úrskurðaraðili. I þessu sambandi hljóta því að koma til skoðunar lög um ráðherraábyrgð. Staða dómsmálaráðherra I mínum huga eru aðgerðir dóms- málaráðherra ólögmætar og brot gegn grundvallarreglum samfélags- ins. Það er einnig niðurstaða Hæsta- réttar. Dómsmáiaráðherra var gefíð tækifæri til þess að koma að rök- semdum sínum í umræðu utan dag- skrár um málefnið á Alþingi fyrir skömmu. Þar kom ekkert fram sem réttlætti aðgerðir ráðherrans. Við- komandi ráðherra hefur áður verið sakaður um að hafa stigið dans hand- an landamæra siðferðis þó þetta sé í fyrsta sinn, svo mér sé kunnugt, að æðsti dómstóll landsins komist að þeirri niðurstöðu að aðgerðir ráðherr- ans séu lögleysa. Höfundur er alþingismaour.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.