Alþýðublaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ onnur sjonarmio Umræðurnar um Reykjavíkurflugvöll Hinn nýi og skelleggi ritstjóri Al- þýðublaðsins fer mikinn í blaðinu sfnu þessa dagana. Er riLstjórinn þekktur af dugnaði og að kunna að færa í stílinn eins og kallað er þannig að umræðan passi honum og hans skoðanabræðrum. Þannig var mál- flutningur hans á Alþingi við um- ræðunna um flugmálaáætlun fyrir stuttu og þannig er málflutningur hans í leiðara Alþýðublaðsins 21. febrúar síðast liðinn. Þar reynir rit- stjórinn að snúa stefnuleysi R-listans í málefnum Reykjavíkurflugvallar yfir á Sjálfstæðisfiokkinn. Eins og kom fram í þinginu og hefur komið fram í blöðum þá eru það eingöngu R-listafulltrúar sem Pallborð i vilja sjá breytta landnotkun í Vatns- mýrinni og að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður á núverandi stað. Þar dugir að nefna yfirlýsingar Guð- rúnar Ágústsdóttur forseta borgar- stjórnar um flutning Reykjavíkur- flugvallar úr borginni sem birtust í Morgunblaðinu 24. október 1995, 22. og 31. október 1996 og í sjón- varpi. Yfirlýsingar framsóknarmann- anna Sigrúnar Magnúsdóttur borgar- fulltrúa og Alfreðs Þorsteinssonar borgarfulltrúa frá 1987 og 1988 og Halls Magnússonar frá árinu 1990. Fulltrúa Kvennalistans frá árinu 1986 og 1991. R- listinn hefur einnig í heild sinni iagst gegn byggingu flugstjórnarmiðstöðvar á Reykjavfk- urflugvelli vegna þess að þá festist völlurinn í sessi. Ritstjórinn kallaði þá "pótentáta" sem höfðu viljað Reykjavíkurflug- völl í burt og verður því að draga þá ályktun að R-listafulltrúar séu í aug- um ritstjórans "pótentátar" sem merkir samanber orðabók "stórbokki eða burgeisi". Ritstjóranum rennur blóðið til skyldunnar þegar hann reynir að verja borgarstjórann í þessu máli, en staðreyndirnar tala sínu máli um skoðanir R-listamanna en á borðinu í dag er að þrengja enn að starfsemi flugsins f borginni með lokun hluta af NA-SV brautinni. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins f Reykjavík hafa ekki að því er ég best veit ljáð því máls að flytja eða leggja Reykjavík- urflugvöll niður nema að síður sé. Undirritaður þingmaður Sjálfstæð- isflokksins hefur afturámóti þá skoð- un og er f minnihluta með hana inna flokksins. Mín skoðun kemur til meðal annars vegna óvissu um fram- tíð Reykjavfkurflugvallar í ljósi yfir- lýsinga borgarfulltrúa R- listans og af þeirri ástæðu einni sé ekki verj- andi að henda hátt f 2 milljörðum króna í endurbætur og nýja flugstöð fyrr en R- listinn hefur misst völdin í Reykjavík. Önnur rök eiga einnig við um Að leggja niður Reykjavíkurflugvöll og flytja allt flug til Keflavíkurflugvallar er því af þessum ástæðum einum aðeins tímaspursmál breytingar á rekstri flugvalla eins og sú staðreynd að rekstur tveggja stórra flugvalla er of dýr kostur fyrir þjóð sem telur aðeins 265 þúsund manns. Þörfin fyrir sérstakan innanlands- flugvöll í Reykjavík fer einnig minnkandi vegna bættra samgangna, en við tilkomu Hvalfjarðarganga mun farþegum til og frá Akureyri fækka stórlega. Leiðin til Vestfjarða styttist einnig verulega við göngin sem og Gilsfjarðarbrú og lagfæringu á Þorskafjarðarheiði. Að leggja niður Reykjavíkurflug- völl og flytja allt flug til Keflavíkur- flugvallar er því af þessum ástæðum einum aðeins tímaspursmál og því skynsamlegra og setja 1,5 milljarða króna í breikkun Reykjanesbrautar og auka hámarkshraðann þar upp í 110 kílómetra á klukkustund. Þar með næst það markmið að álíka langur tími fari í að keyra frá miðju höfuðborgarsvæðinu til Leifsstöðvar og í dag fer í að keyra á Reykjavíkur- flugvöll. Hötundur er alþingismaður og samgöngunefndarmaður. Hrafn Jökulsson gerir það ekki endasleppt í heimi fjölmiðlanna. Hann tók við Mannlífi eftir að Þórarinn Jón Magnússon flutti sig um set, og stýrimaður á skútinni með Hrafni var þaulreynd blaðakona Guðrún Kristjáns- dóttir. Árangurinn tvímenn- inganna hefur ekki látið á sér standa, því upplag Mannlífs, um tíu þúsund eintök, er nú uppselt hjá forlaginu. Næsta hefti mun þó áreiðanlega vekja enn meiri eftirtekt, þvf samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun það valda ira- fári bæði í stétt íslenskra klerka og undirheima.... Þeir sem verst koma út úr yfirtöku íslenska útvarps- félagsins á hinni lánlitlu Stöð 3 voru yfirmennirnir fimm sem fóru nánast I skjóli nætur af Stöð 2 yfir á litla keppinautinn. Óvíst er um framtíð þeirra inn- an hins nýja risa. Magnús Kristjánsson, sem varð stjónvarpsstjóri á Stöð 3 er þegar búinn að taka pokann sinn. Ljóst var að ekki var möguleiki á nokkrum sáttum með honum og Jóni Ólafs- syni, enda var handtakið stutt og brosið beiskt á skjánum, þegar Jón kom að taka stassjónina yfir... Eftir að fimmmenningamir fóru yfir á Stöð 3 færðist meiri ábyrgð yfir á tvo trúnað- armenn þeirra Sigurjóns Sig- hvatssonar og Jóns Ólafs- sonar sem eftir sátu. Þetta eru þeir Páll Baldvin Bald- vinsson sem er æskuvinur Sigurjóns og var með honum í bókmenntafræði í Háskólan- um á sínum tíma, og Hregg- viður Jónsson sem nú er orðinn stjórnarfonnaður l's- lenskrar margmiðlunar. Þeir tveir unnu tæknivinnuna fyrir Jón Ólafsson meðan á samn- ingunum stóð og voru með honum (för þegar hann fór og tók við Stöð 3. í dag eru þeir meðal valdamestu innanbúð- armanna sjónvarpsrisans... Atburðarrásin var svo hröð þegar samruni sjónvarps- stöðvanna átti sér stað, að jafnvel lykilmenn í röðum hlut- hafa höfðu tæpast pata af hvað var að gerast. Þannig var einn af stærstu hluthöfun- um Árni Samúelsson bíó- kóngur staddur í Los Angeles og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Nöturleg kald- hæðni sögunnar birtist í því, að í Los Angeles var hann staddur á kaupstefnu að kaupa inn kvikmyndir. Fyrir hverja? Bíóin sín og svo auð- vitað fyrir Stöð 3.... r AAIþingi fyrir skömmu báru þeir Guðmundur Hall- varðsson úr Sjálfstæðisflokki og Framsóknarmaðurinn Guðni Ágústsson fram fyrir- spum um lýsingu vegarins yfir Hellisheiði. Af því tilefni heyrð- ist þessi vísa á göngunum: Dimmt er yfir Hellisheiði, helst er á því von, að vegalausum götu greiði, Guðni Ágústsson. inumcgin "FarSide" eftir Gary Larton f i m m fornum vegi Hvernig líst þér á sameiningu Stöðvar 2, Sýnar og Stöðvar 3? Jason Ivarsson, kennari. "Mér virðis eins og Stöð 2 hafi gleypt Stöð 3. Ég sé ekkert óeðli- legt við það, því að landið ber ekki fleiri sjónvarpsstöðvar." Egill Bjarkason, verkamaður. "Mér sýnist eins og það sé ekki markaður fyrir fleiri stöðvar en þessar sem eru fyrir." Amundi Sigmundsson, verslunarmaður. "Mér líst vel á hana, það er eng- inn markaður fyrir Stöð 3." Hlín Jóhannesdóttir, nemi. "Eins og er líst mér vel á hana. en ég er nú ekki dómbær á hvort eitthvað sé óeðlilegt við þessa hluti." Lovísa Jóhannsdóttir, verslunarmaður. "Ég er svolítið efins, þetta er orð- ið of mikið bákn á einni hendi." v i 11 m c n n "Frumhlaup hins óreynda hæstaréttarlögmanrts Hreins Lofissonar stafar af bersýni- lega af því að hann hefur hvorki haft manndóm né sann- færingakraft til þess að koma vitinu fyrir ólöglærðan hús- bónda sinn. Sá einþykki kaup- sýslumaður hetur ekki viljað átta sig á því, hve vafasöm og glær hegðun hans í viðskiptum var. Kaup á tveimur fyrirtækj- um, gerð í þeim tilgangi að snuða samfélagið um millj- ónatugi í opinberum gjöld- um." Gunnlaugur Þórðarson hæstaréttartög- maður tekur upp hanskann tyrir Pétur Kr Hafstein, dómarann sem allir deila við. Coca Cola veldið fær það óþvegið í grein- inni, "Noblesse oblige," eða tignin skyldar. Mogginn f gær. "Vafi leikur á hvort útgáfa Þjóðviljans á veraldarvefnum stenst lög." Allir vildu Lilju kveðið hafa. Nú deila ungir íhaldsmenn og allaballar um eignarrétt á Þjóðviljanum. DT i gær. "Forstjðrinn farinn úr landi og fyrirtækið hætt." Terry Bissell, breskur skúrkur, hefur yfir- gefið landið eftir að hafa selt dvalarrétt f einu hótelherbergi fyrir 25 milljónir króna, kaupendur eiga engan eignarétt. DV í gær Karlmenn hafa löngum haft orð á því að konur séu mál- gefnari en karlar og nú hafa ástralskir vísindamenn tekið undir þetta og gert tilraun til að skýra ástæðuna. Hún sé sú að málstöðvar í heila kvenna séu stærri en karla. Forsfðufrétt í MBL í gær "Einu sinni var blað ykkar, Mogginn, kallaður danski moggi, það var þegar danskir kaupmenn áttu þar hlutabréf, síðar kom til enski moggi, það þótti víst haldbetra að vera breskur en þýskur, þá kom bandarískur moggi. Eftir stríð. Og nú er það, hver veit hvað. Kjartan Helgason ellilífeyrisþegi er ekki hress með þau ummæli Leifs Sveinssonar lögfræðings um að hann, (Kjartan) væri uppáhalds kreppukomminn sinn. Kjartan svarar þvf Leifi í MBL í gær. Atvinnurekandi skilur eftir sig skuldaslóð upp á hundruð þús- unda. Gefur fólkinu langt nef og vísar á ábyrgðarsjóð launa. Lögfræðingur Oagsbrúnar mun krefjast opinberrar rann- sóknar. Fyrirsögn f DV i gær. HEEi ummozii Ég spies spora framhjá ferðaskrif- stofu með myndum af stöðum þar sem Simin Spies væri líklegur til að halda til núna. Eitt andartak tek ég eftir því hvar andlit mitt speglast í rúðunni og ég sé hvemig ég kasta til höfðinu til að fá toppinn frá augun- um. Alveg eins og mamma gerir. Jafnvel hér í útlandinu læðist hún aftan að mér. Gerður Kristný í bók sinni Regnbogi í póstinum sem kom út nú fyrir síöustu jól.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.