Alþýðublaðið - 26.02.1997, Síða 5

Alþýðublaðið - 26.02.1997, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 nota það í nýjustu bók minni. Ég hef lesið Tímaþjóf Steinunnar Sigurðar- dóttur og Síðasta orðið sem ég var mjög hrifinn af. Ég er líka hrifinn af fyrstu bókum Einars Kárasonar og Einars Más en á eftir að lesa þær seinni. Ég hef lesið nokkrar smásög- ur þýðanda míns Þórarins Eldjáms og mér þykja þær mjög góðar. Ég hef reynt að fá útgefendur í Svíþjóð til að láta þýða bækur hans en svörin sem ég fæ eru á þá leið að nú sé ekki rétti tíminn eða þá að þeir hafi of marga íslenska rithöfunda á sinni könnu.” Ein persóna þinna fer í nýju bók- inni með Ijóð úr Þorpin eftir Jón iír Vör. Afhverju Jón úr Vör? “Ég las þetta ljóð á sænsku og hreifst mjög af því. Ég þekki ekki Jón úr Vör en á hann er minnst í þessari bók í sömu andrá og Göethe. Ég vona að það gleðji hann.” Finnst þér þœgilegra að skrifa um karlmenn en konur? “Þetta er áhugaverð spuming. Satt að segja veit ég það ekki. Þegar ég skrifa um karlmenn er ég að vissu leyti alltaf að skrifa um sjálfan mig. En ég hef alltaf haft áhuga á kveneðlinu, það er jú andstæða hins karllega. En það em fáar kvenper- sónur í þessari nýju bók. Bróðir minn sagði: “Lesendur þínir em kvenkyns, þú verður að bæta við fleiri kvenper- sónum”. _ Karlmenn eða konur, það skiptir ekki svo miklu máli. Ég er að fjalla um mannlegar vemr. Það er það mikilvægasta.” Hvaða persónu í bókum þínum þykir þér vcenst um? “Fávitana. Það er árátta hjá mér að troða að minnsta kosti einni geðveilli manneskju inn í hvert verk og mér þykir ætfð jafn vænt um þessar per- sónur. Það er ekkert gaman að fólki sem ekki sker sig úr fjöldanum á ein- hvem hátt, en ég er ekki að segja að það þurfi endilega allt að vera geð- veikt.” Er einhver bóka þinna sem er þér kœrari en aðrar? “Það er bókin Under tiden sem kom út fyrir tveimur árum. Hún er eins konar dagbók, spjall um lífið, listina og þau alvarlegu veikindi sem hafa þjáð mig. Þetta er persónuleg- asta bókin mín, það má eiginlega segja að þar standi ég nakinn frammi fyrir lesandanum.” í ferð með dauðanum Þú minnir mig ekki á nútíma- mann? “Er það vegna þess að ég er feit- laginn?” Nei, vegna hugsunarháttar þfns. “Hann er náttúrlega ævafom. Ég er ekki bara sveitadrengur heldur frumstæður miðaldamaður. Þess vegna get ég ekki skrifað á tölvu. Notkun ritvélar er mesta nálgun mín við tækniundur 20. aldar. Ég hamra á hana og endurskrifa _ aftur og aftur og aftur. Auðvitað er það ofur þreyt- andi en það er mín aðferð.” Þú hlaust Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Jólaóratórí- una, var ekki erfitt að fylgja þessum verðlaunum eftir bók? “Það hefði eflaust reynst mér um megn nema vegna þess að þegar ég fékk verðlaunin hafði ég þegar skrif- að tvo þriðju hluta Þjófsins. Ef svo hefði ekki verið þá veit ég ekki hvemig farið hefði. Blaðamenn og ljósmyndarar vora stöðugt á hælun- um á mér, alls kyns fyrirlestrarferðir og uppákomur á dagskrá. Og jafnvel það að neita öllum þessum boðum tekur frá manni orku. Það var enginn friður á þessum tíma og rithöfundur þarfnast fyrst og fremst næðis.” Hvað hefur haft djúpstœðust áhrif á lífsviðhorfþín? “Þú spyrð svo krefjandi spum- inga.” Hélstu að þetta yrði auðvelt? “Nei, svosem ekki. Ég kom heldur ekki vel undirbúinn. En svarið við þessari spumingu er auðvelt. Það er dauðinn. Dauðinn er andstæða lífs- ins. Venjulega höndlum við ekki líf- ið, gemm okkur ekki grein fyrir þvf hvers vegna við lifum, en þegar dauðinn verður á vegi okkar þá er eins og renni upp fyrir okkur ljós. Við sjáum tilganginn.” Og ( huga þinum táknar dauðinn algjör endalok? Já, ég trúi ekki á líf eftir dauðann. Hver er tilgangur lífsins ef sífellt þarf að endurtaka það? Þroski einstaklingsins. “Og hver er sá þroski? Sjáðu Júgóslavíu, sjáðu Rúanda, sjáðu Kína. Horfðu í kringum þig. Ef þetta er þroskinn sem við höfum náð eftir átta milljóna ára tilveru þá höfum við ekki af miklu að státa. Þú getur ekki einblínt á þessa hlið. “Víst get ég það. Það er mjög auð- velt. Og þú getur ekki alhæft svona.” Vlst get ég það. Trúirðu ekki á mátt, kraft og eilfft líf mannsandans? “Nei, það geri ég ekki. Við eram mistök náttúrannar. Það er einungis einn tilgangur með lífinu. Hann er sá að geta af sér afkvæmi, rétt eins og sniglar, snákar og aðrar lífverar.” Og hvort gerir þú það með því að geta börn eða skrifa bcekur? “Ég geri hvorutveggja. _ En þú ert orðinn þunglynd af því að hlusta á þessar söguskýringar mínar. er það ekki rétt. Þér fínnst þú missa sjónar á tilgangi lífsins?” Þessa stundina já. Þess vegna vil ég rœða aðeins meira um dauðann. Hrceðist þú að deyja? “Ég veit það ekki. Stundum þrái ég dauðann. Stundum skelfist ég hann. Ekki dauðann sjálfan heldur aðdrag- andann. Hægt og þjáningarfullt dauðastríð. Fyrir tveimur áram var ég svo þjáður af krabbameini að taka varð úr mér annað lungað. Svo fékk ég hjartaáfall. Ég stóð andspænis dauðanum og í hvert sinn sem ég mæti í reglulegt eftirlit á spítölum þá hitti ég hann fyrir á ný. Ég er ætíð að skima eftir einkennunum sem tákna dauðastimpilinn.” Dauðinn er þá œtíð (för með þér? “Já, en hann er einnig í för með þér.” Efþú œttir annað l(f, hvað myndir þú þá taka þér fyrir hendur? “Ég myndi verða rithöfundur á ný, ég gæti aldrei orðið neitt annað. Og kannski myndi ég opna veitingastað. Hvað með þig?” Ég myndi verða það sem ég hef ekki verið í þessi líft, eiginkona og móðir. “Ég óska þér blessunar í því hlut- verki, það er verðugt viðfangsefni. _ Finnst þér ég tala of mikið?” Mér finnst þú tala fulllítið. Ertu ekki gefinn fyrir viðtöl? “Nei, það er vegna þess að ég þarf alltaf að skálda svörin. Ég hef sagt að ég standi aldrei við neitt sem ég segi í viðtölum _ og ég veit að þessi yfir- lýsing veldur þér vonbrigðum.” En eru ekki einhver sannleikskom sem þú hefur sagt íþessu spjalli okk- ar? “Ég man það ekki.” Síðasta sýningar- vika Ásdísar Næstkomandi sunnudag lýkur málverkasýningu Ásdísar Sigurþórsdóttur í Listasafni Kópavogs. Þetta er fimmta einkasýn- ing Ásdísar og á henni er að finna rúmlega þrjátíu myndir sem hún hef- ur málað á síðasta ári. í myndunum leitast Ásdís við að sameina málverk og skúlptúr en hún mótar myndir sín- ar úr bómullarpappír á tréfjalir og málar með akrýl-, olíulitum og vaxi. Verkin eru nokkuð sérstök að stærð, 12 sentimetrar á breidd og 2.60 metr- ar á breidd. Hattameistari “Eftir úrslit forsetakosninganna hringdi ég í Guðrúnu Katrínu og sagðist hafa áhuga á að sýna henni hatta sem ég hafði hannað. Hún tók því vel og í framhaldi hef ég hannað á hana nokkra hatta,” segir Auður Svanhvít Sigurðardóttir hönnuður sem með réttu má kallast hattameist- ari Bessastaða. “Auðvitað verð ég stolt þegar ég sé myndir af Guðrúnu Katrínu með hatt sem ég hef hannað,” segir Auð- ur sem telur alla hatta fara forseta- frúnni vel en segir barðastóra hatta gæða hana einstökum glæsileika. Auður Svanhvít, sem er þrítug að aldri, lærði fata- og hattahönnuni í London og hefur frá 1991 haft hatta- gerð og fatasaum að aðalstarfi. “Það era konur úr öllum stéttum, af öllum stærðum og gerðum sem koma til mín,” segir hún. Hún segir þó að ís- lenskar konur séu mun feimnari við að ganga með hatta en konur víðast hvar erlendis. Barðalitlir hattar njóta meiri vinsælda hjá viðskiptavinum hennar en þeir barðastóra, og þar ræður veðráttan úrslitum því barða- litlir hattar era þægilegastir viðfangs. En gengur hún sjálf með hatta? “Nei, allt of lítið” viðurkennir hún.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.