Alþýðublaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 6
Aðalfundarboð Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur heldur aöalfund sinn miðvikudag- inn 26. febrúar næstkomandi í Kornhlöðunni, Bankastræti. Fundurinn hefst kl. 20.30. Niðurstaða uppstillingamefndar liggur fyrir á skrifstofu Alþýðu- flokksins. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta. Stjórnin ALÞYÐUBLAÐIÐ siónormio MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1997 Magnús M. Norðdahl skrifar Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277 Viltu starfa við daggæslu barna í heimahúsi? Dagmóðir-Dagpabbi Frá og með 1. febrúar til 1. aprfl er hægt að sækja um leyfl til daggæslu barna í heimahúsi í Reykjavík. Æskilegt er að viðkomandi geti starfað allan daginn. Skilyrði tii leyfisveitinga eru m.a.: Umsækjandi skal vera orðinn 20 ára. Hafa lokið 60 klst. grunnnámskeiði fyrir dagmæð- ur/dagfeður eða hafa aðra uppeldismenntun. Skila skal læknisvottorði og sakavottorði. Húsnæði og útivistarstaða skal vera fullnægjandi. Grunnnámskeið fyrir þá sem þurfa verður haldið í apríl og maí næstkomandi. Kennt verður tvö kvöld í viku. Skráning fer fram um leið og sótt er um leyfi. Takmarkaður fjöldi. Þeir sem hafa áhuga á að fá leyfi til daggæsiu i' heimahúsi vinsamlega hafi samband við daggæslu- ráðgjafa Dagvistar barna til nánari upplýsingar í síma 552 7277. Rafmagnstækni- f ræðingur - rafmagnsverk- fræðingur Staða tæknimanns á umdæmisskrif- stofu RARIK í Stykkishólmi er laus til umsóknar. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Starfssvið • HÖnnun raforkukerfa • Áætlanagerð • Kerfisskráningar • Viðhald tölvuteikninga Menntunar- og hæfniskröfur • Tæknifræði- eða verkfræðimennt- un af sterkstraumssviði • Æskilegt er að umsækjendur hafi sveinspróf í rafvirkjun eða reynslu af rafveitustörfum • Góð þekking á CAD-vinnslu • Góðir samstarfshæfileikar og skipulögð vinnubrögð • Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt Nánari upplýsingar veita Erling Garð- ar Jónasson og Björn Sverrisson í síma 438 1154. Vinsamiegast sendið skriflegar um- sóknir fyrir 28. febrúar nk. til Rafmagnsveitna ríkisins, Hamraend- um 2, 340 Stykkishólmi. B RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS lýeuuicajt LAUGAVEGI 118« 105 REYKJAVÍK S(M! 91-605500 • BRÉFSÍMI 91-17891 Er skylduaðild að lífeyris sjóðum verkalýðsfélag- anna mannréttindabrot? Rétturinn til að stofna og ganga í verkalýðsfélög í þvf skyni að gæta lög- mætra hagsmuna tilheyrir grundvallar- mannréttindum og er varinn meðal ann- ars al' 11 .gr. Mannréttindasáttmála Evr- ópuráðsins og staðfestur í 74.gr. stjórn- arskrárinnar. Þessi sömu ákvæði fela jafnframt í sér réttinn til þess að standa utan félaga. Sá réttur var talinn endan- lega staðfestur í dómi Mannréttinda- dómstólsins frá 30.6. 1993 í máli Sig- urðar A. Sigurjónssonar gegn fslandi og tekinn upp í stjómarskrá með lögum 27/1995. Með öðrum orðum til er bæði jákvætt og neikvætt félagafrelsi. Hér er margs að gæta og rétt er að taka tvennt skýrt fram f upphafi. f fyrsta lagi er það er opin spurning hvort neikvæða félaga- frelsið verður lagt að jöfnu við það já- kvæða. Mannréttindadómstóllinn virðist áskilja sér rétt til að meta það hverju sinni sbr. meðal annars dóm f málinu Gustafsson gegn Svfþjóð frá 25.4. 1996 og orðalag stjórnarskrárinnar bendir til hins sama. f öðru lagi, að skylduaðild að vcrkalýðsfélögum hefur ekki verið dæmd ólögmæt í heild sinni samanber meðal annars umfjöllun Mannréttinda- dómstólsins í málinu Sibson gegn Bret- landi frá 20.4. 1993. Réttmæti og um- fang skylduaðildar verður með öðrum orðum að meta hverju sinni. Tilefni þess, að ég velti þessu máli upp, er umræðan um skylduaðild að líf- eyrissjóðum verkalýðsfélaganna og sú spurning hvort fyrrgreint neikvætt fé- lagafrelsi feli í sér rétt til þess að standa utan lífeyrissjóða eða rétt til að velja sér lífeyrissjóð til aðildar að. Hér á íslandi helst í hendur aðild að verkalýðsfélagi og aðild að lífeyrissjóði þess félags. Spurning er í fyrsta lagi hvort samning- ar og lög um lífeyrissjóðamál séu "hags- munir" í skilningi ll.gr. Mannréttinda- sáttmála Evrópuráðsins eða hlutverk í skilningi 2.mgr. 74.gr. stjórnarskrarinnar og í öðru lagi hvort til séu sjálfstæð og æðri mannréttindi, sem skapi rétt til að standa utan lífeyrissjóðs eða rétt til að velja sér lífcyrissjóð. Þessum spurning- um hefur ekki beint verið svarað á vett- vangi Mannréttindadómstólsins eða í lögum hér á landi. Nú stefnir f, að á þetta verði látið reyna og verkalýðshreyfingin þarf að standa föst fyrir. Snúum okkur að fyrri spurningunni fyrst. Hvaða hagsmunir eru í húfi? Þeir hagsmunir, sem verkalýðshreyf- ingin hefur að verja hvað varðar lífeyris- sjóðina eru miklir. Þeir tilheyra þeim kjarna, sem hreyfingin þarf að standa vörð um. Alls staðar er sótt að. Ég hef í fyrri greinum mínum um verkalýðsmál hér á síðum blaðsins gert að umræðuefni skipulegar árásir rfkisvaldsins og sam- taka vinnuveitenda á þennan sama kjama. í einfaldleik sínum snýst þetta mál um, að kjarasamningar á vinnu- markaði skapa launafólki tryggingu fyr- ir lágmarks launum, tryggja réttindi í veikindum og slysaforföllum, mann- sæmandi aðbúnað og hóflegan vinnu- tíma svo eitthvað sé nefnt. En þeir fara lengra. Þegar launafólk verður fyrir óbætanlegum áföllum í leik eða starfi og glata eða skerða möguleika til atvinnu- þátttöku taka lífeyrissjóðimir við þar sem launalið kjarasamninga lýkur. Þetta verður aldrei of oft ítrekað. Taka má sem dæmi Lífeyrissjóð Verslunarmanna. Hann auglýsti helstu niðurstöður úr rekstri sínum á árinu 1996 í Alþýðublað- inu 18.2. Lífeyrisgreiðslur skiptust þannig að ellilífeyrir nam 54.1%, ör- orkulífeyrir 29.3%, makalífeyrir 14.4% og loks bamalífeyrir 2.2%. Eflist sjóð- urinn njóta allir þess saman og verði hann fyrir tapi axla allir það saman. Líf- eyrissjóðirnir eru því samtryggingasjóð- ir þar sem bræðralagshugsjón verkalýðs- hreyfingarinnar lagði homsteininn. Þeir era óaðskiljanlegur hluti heildarsamn- inga á vinnumarkaði um hagsmuni launafólks, kaup þess og kjör. Þannig er lífeyrisrétturinn hluti þeirra hagsmuna, sem vísað er til í ll.gr. Mannréttinda- sáttmála Evrópuráðsins og hluti lög- mælts hlutverks verkalýðsfélaganna og lífeyrissjóða þeirra sbr. 2.mgr. 74.gr. stjórnarskrárinnar. Er skylduaðildin mann- réttindabrot Þá komum við að seinní spurning- unni. Þýðir það, að þó samningar og lög um lífeyrisrétt launþega séu hluti þeirra hagsmuna eða hlutverks sem áður er vís- að til, að því fylgi skylduaðild og ekki síður skylduaðild að tilteknum lífeyris- sjóði? Ef svo er ekki, telst annað eða bæði, skylduaðildin og hömlur í vali á lífeyrissjóði, brot gegn fyrmefndri ll.gr. Mannréttindasáttmálans og 74.gr. stjóm- arskrárinnar. Ég tel ekki nokkurn vafa á því, að skylduaðild að lífeyrissjóðutn er bæði lögmæt, nauðsynleg og ekki brot á mannréttindum. Vil ég rökstyðja það þannig. Við stofnun lífeyrissjóðanna með kjarasamningum & vinnumarkaði og síðari staðfestingu þeirra samninga í lögum urðu þeir óaðskiljanlegur hluti al- mannatrygginga hér á landi. Þeir era sú leið, sem aðilar vinnumarkaðarins og löggjafinn með setningu laga um skyldutryggingu launafólks hafa valið til að skipuleggja og tryggja afkomu launa- fólks, maka þeirra og barna. Afnám skyldutryggingar eða skylduaðildar að lífeyrissjóði fæli í sér að taka þyrfti allt almannatryggingakerfið til endurskoð- unar. Jafnframt skal það haft í huga, að greiðslur til lífeyrissjóða byggja á sömu lögmálum og skattgreiðslur til ríkisins. Auglýsing um kjörskrá Kjörskrá Verkakvennafélagsins Framsóknar og Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar vegna atkvæðagreiðslna um vinnustöðvan- ir liggja frammi á skrifstofum félaganna. Um er að ræða skrá yfir fullgilda félagsmenn, félagaskrár. Félagsmenn eru rtvattir til að kynna sér hvort þeir njóti atkvæðisréttar samkvæmt kjörskrán- um. Kærufrestur er til loka kjörfunda, sem auglýstir verða síðar. Kjörstjórnir Vmf. Dagsbrúnar f báðum tilvikum tekur álagning til allra og er byggð á jafnræði og málefnalegum rökum og reglum. Sköttum er ætlað að standa undir heilsugæslu, menntun og almennt þeim samfélagslegu verkefn- um, sem við erum sammála um, að ríkið eigi að sínna. Á sama hátt er framlagi til lífeyrissjóðs ætlað standa undir afkomu aldraðra og öryrkja, maka þeirra og bama eftir því, sem við á hverju sinni. Þetta hlutverk er staðfest í samningum og lögum. Það er grundvallaratriði í því velferðarríki, sem hér hefur verið byggt upp, að einstaklingum er ekki ætlað neitt val um það hvort þeir greiða skatta eða ekki. Þar greiðir hver eftir efnum og ástæðum og tekur út eftir sömu lögmál- um ef svo má að orði komast. Hið sama gildir um lífeyrissjóðina og greiðslu- skyldu til þeirra. Hér er um pólitískt val að ræða, sem tekur til grundvallarupp- byggingar samhjálpar í íslensku samfé- lagi. Til þeirra verka nýtur hvert samfé- lag víðtækra heimilda, sem ekki eru tak- markaðar af ákvæðum Mannréttinda- sáttmála Evrópuráðsins svo fremi sem grundvallarmannréttinda er gætt. Réttur- inn til að standa utan stéttarfélaga er ekki htuti þeirra grundvallarmannrétt- inda heldur fyrst og fremst ákveðinn hemill ef of langt er gengið og því túlk- unaratriði hverju sinni. Með vísan til þess, að lífeyrisrétturinn myndar einn af homsteinum þeirra hagsmuna, sem verkalýðsfélögunum er ætlað að vemda og skylduaðildin er ein þeirra stoða, sem lögbundið almannatryggingakerfi hér á landi hvflir á, tel ég ekki nokkrum vafa undirorpið, að í henni felst ekki brot á hinu neikvæða félagafresli sem ég gerði grein fyrir í upphafi greinarinnar. Hún er því ckki mannréttindabrot. Önnur túlkun er ef eitthvað er, afbökun og rangtúlkun sett fram til notkunar í þeim pólitíska til- gangi að vega að samfélagslegu hlut- verki og sjálfstæðri tilveru öflugrar verkalýðshreyfingar og lífeyrissjóða hennar. Rétturinn til að velja sér lífeyrissjóð Þá er því þó ósvarað hvort það sé óað- skiljanlegur hluti greiðsluskyldu til í líf- eyrissjóð, að takmarka þurfi frelsi launa- fólks til að velja sér Iffeyrissjóð. Leitum svara við því. Fyrir það fyrsta er réttur- inn til að skipa málum á vinnumarkaði með kjarasamningum viðurkenndur hér á landi og alþjóðlega, sem hluti grund- vallarmannréttinda. Þar með er talinn réttur einstakra stéttarfélaga til að vinna að hagsmunum sinna félagsmanna og beita þeim úrræðum, sem nauðsynleg eru tíl verndar þeim. í þessum rétti er samningsréttur um lífeyrisréttindi inni- falinn. Tíltekinn lífeyrisréttur er og verð- ur óaðskiljanlegur hluti umsamdra launakjara og hluti sérgreindra kjara- samninga hverju sinni. Þessi réttur getur verið mismunandi, bæði samkvæmt kjarasamningum og eins vegna breyti- legrar samsetningar lífeyrissjóðanna. Aldurssamsetning, fjöldi örorkulffeyris- þega og fleiri þættir skipta hér verulegu máli. Hér skiptir þó mestu, að áhættu vegna mismunandi samsetningar axla félagsmenn tiltekinna verkalýðsfélaga og lífeyrissjóða saman, allir fyrir einn og einn fyrir alla. Þess vegna sortera lífeyr- issjóðirnir ekki sína félagsmenn. Þeir taka við öllum, sem laun þiggja eftir sama kjarasammngi, án tillits til aldurs, menntunar, hjúskaparstöðu, heilsufars eða annars og allir byggja upp þau rétt- indi, sem þessir kjarasamningar ákveða. Upptaka valfrelsis í þessu efni býður

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.