Alþýðublaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 V Í Ö t Q I heim mismunun og óréttlæti og felur það í sér, að horfið er frá þeim hugsjón- um, sem lífeyrissjóðir verkalýðshreyf- ingarinnar standa fyrir, sem eru sam- trygging í anda jafnréttis og bræðralags. Hömlur á valfrelsi í þessu efni, að óbreyttri skipan mála á vinnumarkaði, fela því ekki í sér mannréttindabrot. Þvert á móti felst í þeim staðfesting á samningsrétti verkalýðsfélaganna, sem vemdar nýtur í löggjöf landsins og í al- þjóðasamningum. Af hverju neikvæð um- ræða Mér bíður í grun, að umræðan um af- nám skyldutryggingar í hfeyrissjóði og upptaka valfrelsis eigi rætur sínar að rekja í þeirri umræðu, sem áu hefur sér stað og byggir á því, að hfeyrissjóðir verkalýðshreyfmgarinnar séu einhverjir ellihfeyrissjóðir, sem byggi upp sér- greindar innistæður fyrir hvem og einn og séu allir á leiðinni á hausinn. Sú um- ræða byggir á grundvallarmisskilningi um sögu, hlutverk og stöðu lífeyrissjóð- anna. Fleira kemur til. Á síðustu ámm hefur séreignasjóðum á vegum verð- bréfafyrirtækjanna vaxið fiskur um hrygg. Þeim er ekki ætlað að vera lífeyr- issjóðir í þeirri merkingu sem lffeyris- sjóðir stéttarfélaganna era. Þeir eru sér- eignasjóðir og sinna svipuðu hlutverki og áskrift að spariskírteinum rikissjóðs eða regluleg innlegg inn á bundna bankareikninga. Þeir verða aldrei sam- bærilegur kostur og hefðbundnir lífeyr- issjóðir. Það er þó orðið brýnt, að lífeyr- issjóðum verkalýðsfélaganna verði gert fært að opna séreignadeildir sem tekið geta við iðgjöldum fólks, sem stendur utan stéttarfélaga og þeirra, sem kjósa að mynda aukalegan lífeyrisrétt, umfram skyldutryggingu samkvæmt kjarasamn- ingum og lögum. Fjármálaráðuneytið hefur þverskallast við að samþykkja stofnun slíkra deilda við almennu lífeyr- issjóðina um leið og það heimilar verð- bréfafyrirtækjunum stofnun þeirra. Það er að sjálfsögðu óþolandi og hefur nú verið kært tii Umboðsmanns Alþingis. Þessi vinnubrögð era þó í takti við þá niðurrifsstefnu, sem rekin er gegn hfeyr- issjóðunum og ég hef áður gert að um- ræðuefni hér á síðum blaðsins. Lokaorð Réttur til að semja um lífeyrisrétt í al- mennum kjarasamningum er lögmætur réttur verkalýðshreyfingarinnar og telst til mannréttinda. Skyldutrygging hfeyr- isréttinda samkvæmt kjarasamningum og lögum og skylduaðild, að tilteknum lífeyrissjóðum er ekki brot á mannrétt- indum. Síðast en ekki síst era lífeyris- sjóðimir og starfsemi þeina hluti þess kjama, sem verkalýðshreyfingin er mynduð um. Sá kjami er grundvallaður á jafnrétti og bræðralagi og hann eigum við jafhaðarmenn að standa vörð um. Höfundur er formaöur framkvaemdastjórnar Alþýöuflokksins. ■ Grátlegt hvernig farið er með landsbyggðina Kvótakerfi og stefnuleysi stjórnvalda valda skelfilegum afleiðingum, segir Jónína Óskarsdóttir á Ólafsfirði. “Atvinnuhfið á Ólafsfirði hefur ekki verið upp á það besta síðan um áramót. Hér var aflögð bolfiskvinnsla og 60 manns misstu atvinnuna", sagði Jónína Óskarsdóttir, bæjarstjómarmaður á Ólafsfirði í fréttaspjalli við blaðið. “Það var lán í óláni að á sama tíma vantaði starfsfólk á Dalvík og við höf- um ekið með 15 konur til vinnu þar. Önnur fyrirtæki hér brúuðu að mestu, þannig að alvinnuleysi varð minna hér en á horfðist. Nú held ég að við getum litið glaðari dag, því að Sæunn Hall- grímsdóttir hefur tekið á leigu allan húsakost Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar og er að setja þar upp saltfiskþurrkstöð. Þetta hefur gengið ljómandi vel og ég held að þau séu nánast þau einu sem era að þurrka fisk nú hér á landi. Horf- umar eru því mjög góðar framundan. Við eigum mjög sterka útgerð hér á Ólafsfirði og aflabrögðin hafa verið ljómandi góð. Við höfum hér þtjá frystitogara, tvö rækjuskip og loðnu- bát. Rækjan er ekki unnin hér á staðn- um vegna þess að rækjuverksmiðjan Var seld héðan 1990, vegna þess að enginn mannskapur til, til að vinna við hana. Þá var bolfiskvinnslan á fullu og tók til sín allt starfsfólkið. Nú er bol- fiskvinnslan komin um borð í togarana og mannskapurinn í landi orðinn at- vinnulaus. Trilluútgerð er að leggjast af hér, vegna kvótakerfisins. Það er afleitt því hér skammt undan eru góð mið. Við höfúm ekki frétt af að sjávarútvegsráð- herra hafi tryggt að fiskurinn syndi út úr firðínum til að láta veiða síg þar. Endalaust krukkað í tölurnar Annars er það í alvöru talað grátlegt hvemíg er verið að fara með lands- byggðina, þá á ég bæði við kvótakerfið og almennt stefnuleysí stjómvalda í byggðamálum, steína er ekki til þar í þeim málum, nema ef vera kynni að hún felist í að flytja alla á Suðvestur- homið og sporðreysa landinu. Þetta er skelfilegt, ég tala nú ekki um þessar 160 milljónir sem á að spara á héraðs- sjúkrahúsunum eingöngu. í því sam- bandí er ekki minnst á Reykjavík, þótt margsinnis hafi komið fram í úttektum hjá ýmsum stofnunum að hægt sé að ná fram mestum spamaði í Reykjavík þar sem hægt sé að koma á mun meiri sam- vinnu stóru sjúkrahúsanna. í staðinn eru þeir að skera niður um tíu til tutt- ugu milljónir á hvequ sjúkrahúsanna á litlu stöðunum, sem verður til að ríða þeim að fullu. Hér er búinn að vera llatur niðurskurður ár eftir ár hjá heilsugæslunni. Rekstur stofnunarinn- ar var tekin út 1990 og þá var framlag- ið skorið eins þröngt við nögl og mat þeirra sem úttektina gerðu töldu mögu- legt, en síðan er endalaust verið að krukka í þá tölu. Það er alveg grátlegt. Hér fyrir austan okkur er allt að leggj- ast af, enginn læknir á Raufarhöfn og hjúkrunarfræðingurinn að fara þaðan. Ástandið á Norðausturhorninu er að verða mjög slæmt. Hér fækkaði fólki á sfðasta ári um nálægt 30 manns, sem má að mestu rekja til atvinnu- og heilbrigðisraála. Þegar fólkinu var sagt upp í september varð mjög míkill uggur í fólki um að það þyrfti að fara héðan og skilja íbúð- imar sínar eftir auðar, En bæði atvinn- an á Dalvík og svo að saltfiskþurrkun- in kom þetta fljótt, varð til þess að fólksflóttinn varð þó ekki meiri en þetta. Fótbolti, skíðalandsmót og snjóleysi Af pólitíkinni hér heima er allt gott að frétta. Ég mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum og það samstarf hefur gengið mjög vel. Samstarf við H- listann hefur ekki síður gengið vel því að á þessum litlu stöðum eru störf sveitarstjómarmanna fyrst og ffemst að forgangsraða verkefnum og útdeila þessu fáu krónum sem víð höfúm til ráðstöfunar. Annars held ég að óhætt sé að full- yrða að mannlífið hér sé mjög gott. Við getum boðið upp á flest sem þarf í þjónustu. Við eigum nýtt íþróttahús og svo eigum við fyrstudeildarlið í knatt- spymu, sem allt snýst um og allir leggjast á eitt með stuðningi við það. Ólafsfirðingar, í samvinnu við Dalvík- inga, ætla að halda hér íslandsmót á skíðum 27,-30. mars. Það er heilmikill viðburður fyrir ekki stærri sveitarfélög. Undirbúningur hefur staðið síðan í haust og síðast Uðið sumar var byggð- ur hér skíðaskáli. Veðráttan hér hefur eiginlega verið einum of góð, því við höfum miklar áhyggjur af að fá ekki nógan snjó fyrir mótið. Þótt ótrúlegt sé hafa skíða- mennimir okkar ekki getað æft nóg vegna skorts á snjó. Ég var í Reykjavík fyrir skömmu og sá þá að þar var meiri snjór heldur en hér. Ég man ekki efitir að hafa séð það fyrr og hef þó verið mikið á ferðinni í mörg ár. Hér hafa orðið mikil umskipti á síð- ustu vikum svo að hljóðið í okkur hér er mjög gott um þessar mundir”, end- aði Jónína Óskarsdóttir sína frásögn frá Ólafsfirði. Staðan í stjórnmálunum Lúðvík Bergvinsson alþingísmaður og Össur Skarp- héðinsson ritstjóri Alþýðublaðsins ræða stjórnmálaá- standið á opnum fundi á Hótel Selfossi kl. 20.30 í kvöld. Aliir velkomnir. Vmf. Dagsbrún — Vkf. Framsókn Félagsfundur í Bíóborginni Afmæliskveðja Unnur Pétursdóttir Hún Unnur systir er 70 ára í dag, ótní- legt en satt. Stelpan sem söng fyrir hænsnin, svo bræður hennar fengu fjaðr- ir í hattana sína og gengu í augun á hinu kyninu. Lærði að synda fimm ára. Hljóp hraðast allra í eltingaleik og fallin spýtan. Var vinsælust í göumni. Gætti yngri systra sinna, sagði þeim sögur sem hún samdi jafnóðum. Stóð á öðram fæti í strætó og skemmti faiþegum með söng. Var eldfljó! að læra vísur og Ijóð og mesti lesúarhestur. Pabbi bauð okkur alllaf tíu aura í verðlaun ef við gætum lært vísu þegar hann var búinn að fara einu sinni með hana og fímmeyring ef hann þurfti að fara oftar með hana. Unnur hlaut ailtaf fyrstu verðlaun. Stóð á sviði og lék um tíu ára aldur. Aldrei leyfði hún okkur systkinum sín- um að vera í fýlu. Hún gerði allt svo bros- legt að við gleymdum því. Alltaf var þessi systir okkar tilbúin að rétta okkur hjálparhönd og þutrka tár af kinn. Hún hefur lagt gjörva hönd á margt um dagana. Unnið við að rækla tómata, vín- ber og gúrkur, í frystihúsí, við beitingar, í bakarí, sem sériegur aðstoðarmaður sjúkra hjá Reykjavfkurborg og síðast en ekki síst alið upp funm mannvænieg böm. Búið með sínum ektamanni Skúla H. Magnússyni skáldi, bóhem og fyrrver- andi blaðamanni Alþýðublaðsins í þijátíu ár. Við systkin Unnar sendum þessari hugrökku, glaðlyndu konu, sem aidrei lætur deigan síga, kveðju og hrópum húira fyrir henni. Félagsfundur verður haidinn fimmtudag- inn 27. febrúar í Bíóborginni við Snorra- braut. Fundurinn hefst kl. 13.(X). Félagar sýnum samtakamátt og fjölmennum á fund- inn. Sýnið skxrteini við innganginn. Dagsbrún/Framsókn Guðlaug Pétursdóttir stödd { Danaveldi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.