Alþýðublaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 8
juninuiD Miðvikudagur 26. febrúar 1997 29. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ¦ Snarpar umræður um menntun, mannauð og hagvöxt á alþingi Fólk tapar á menntun - segir Guðný Guðbjömsdóttir alþingismaður. Björn Bjamason: "Guðný leggur eingöngu áherslu á neikvæða þætti menntunar." "Fólk tapar á því að afla sér menntunar ef litið er til ævitekna," sagði Guðný Guðbjörnsdóttir þing- maður Kvennalista í umræðum á al- þingi í gær. "Tilkostnaður er of mik- ill og launin of lág að lokinni mennt- un. Allt bendir til þess að kynbund- inn launamunur aukist með vaxandi menntun." Guðný vitnaði í könnun Hagfræðistofnunar Háskólans um tengsl menntunar, mannauðs og hag- vaxtar, sem gerð var fyrir mennta- málaráðherra og skýrslu sem gerð var af hagfræðingum BHM og Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga. "Niðurstöður beggja kannanna eru þær að arðsemi menntunar er nei- kvæð á íslandi," sagði Guðný. "Fjár- veitingar til Háskóla íslands hafa ekki aukist jafnhliða fjölgun stúdenta og kennarar fást ekki í sumar greinar vegna lélegra kjara í samanburði við það sem gerist á almennum markaði eða erlendis. íslendingar byggja af- komu sína að mestu leyti á náttúru- auðlindum landsins og verulega þarf að efla mannauðinn til að við verðum samkeppnisfær við annað vinnuafl Evrópska efnahagssvæðisins." Menntamálaráðherra sagðist með- al annars hafa óskað eftir greinar- gerðinni til að stuðla að málefhaleg- um umræðum, en í henni hafi komið fram að skýr tengsl séu milli mennt- unar og hagvaxtar, þar séu ennfrem- „Fjáryeitingar til Há- skóla íslands hafa ekki aukist jafnhliða fjölgun stúdenta og kennarar fást ekki í sumar greinar vegna lélegra kjara í samanburði við það sem gerist á al- mennum markaði eða erlendis," segir Guðný Gubjörnsdóttir alþingismaður. ur raktar leiðir til að bæta menntun og auka hagvöxt. Hann sagði að Guðný legði eingöngu áherslur á nei- kvæða þætti menntunar en slíkt væri ekki til að hvetja ungt fólk til fram- haldsnáms. Hann sagði Hagfræði- stofnun hafa lagt áherslu á það í greinargerðinni að hvetja ætti nem- endur til dáða með umbunarkerfi. Það kæmi þá til greina að þeir nem- endur sem stæðu sig best fengju um- fangsmeiri styrki en aðrir náms- menn. Björn tók ennfremur til þess að talsmenn launþega hefðu lagt mesta áherslu á það undanfarið að hækka lægstu launin og minnka launabilið, sú krafa virtist ekki vera í samræmi við óskir BHM um að laun háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna hækki um 42.5 prósent, líkt og kemur fram í skýrslu bandalagsins um ævitekjur og arðsemi menntunar. "Auknu fjármagni hefur verið var- ið til menntakerfisins undanfarin ár," sagði Björn. "Ef bornar eru saman fjárveitingar á milli áranna 1996 og 1997 er aukningin liðlega 170 millj- ónir króna. í þeim samanburði er Guðný Guðbjörnsdóttir sagði á alþingi í gær að fólk tapaði á menntun. grunnskólanum sleppt vegna flutn- ings hans til sveitarfélaga. Útgjöld og ársverk til rannsókna og þróunar hafa einnig tvöfaldast á tímabilinu 1971 til 1993 og útgjöld á hvern ein- stakling tæplega fjórfaldast. Á fjár- lögum var framlag til LÍN aukið um 100 milljónir og á næstunni verður lagt fram nýtt frumvarp um lánasjóð- inn þar sem kveðið er á um lækkun á endurgreiðslubyrði." ¦ Upplýsingar frá Rannsóknarstofnun sjóslysa og Siglingamálastofnun Hundrað skip á undanþágu - Kristján Pálsson, alþingismaður: Skip hafa sannanlega farist vegna skorts á stöðugleika Hundrað íslensk skip eru á sjó án þess að þau uppfylli öryggisreglur Siglingastofnunar ríkisins. Þetta upplýsti Kristján Pálsson, alþingis- maður, á Alþingi í fyrradag. "Þetta á sér langa sögu," sagði Kristján. "Stöðugleikamælingar fiskiskipa voru lengi í miklum mol- um, en nú eru í gildi reglur um stöð- ugleika sem eru 20 ára gamlar. Skip sem voru smíðuð fyrir þann tíma hafa ekki öll staðist kröfurnar sem þar eru gerðar, en þrátt fyrir það hafa þau fengið ótímabundið leyfi til siglinga með undanþágu frá regl- unum sem í gildi eru. Það er annað- hvort Siglingastofnun eða viðkom- andi ráðuneyti sem hafa tekið ákvörðun um að leyfa þessar undan- þágur. Annað er að skipum sem eru orðin gömul hefur verið breytt þannig að ekki hefur verið hægt að uppfylla öryggiskröfur, t.d. um neyðarútganga úr vélarrúmum. Það hefur ekki endilega komið fram í haffærniskýrteinum þeirra að þau hafi ekki staðist kröfur um stöðug- leika eða öryggisbúnað. Skip sem hafa siglt á þessum und- anþágum hafa farist. Um það eru dæmi að rækjuskip í ísafjarðardjúpi hafi sannanlega farist vegna þess að þau hafi ekki staðist kröfur um stöð- ugleika. Mörg þessara skipa voru smíðuð til allt annarra veiða en þeirra sem þau fóru svo seinna á og þá breytt til samræmis við þær veið- ar. Þá eru settar upp háar bómur og gálgar sem verða svo til þess að við þunga hífingu geta skipin kantrað á augnabliki og sokkið og áhafnir farist. Innlent sjónvarpsefni Hlutur barnaefnis rýr Svavar Gestsson vill meira fjármagn í íslenskt efni Hlutur barna- og unglingaefnis var aðeins 15 prósent af heildardagskrá ríkissjónvarpsins, eða alls 520 klukkustundir. Þar af voru 60 stundir innlent barnaefni. Á Stöð 2 voru að- eins 11 stundir sem fóru undir innlent barnaefni, en á Sýn var nær ekkert slíkt efni sýnt. Á Stöð 3, sem nú er ekki lengur til, var íslenskt barnaefni aðeins 0,6 prósent af heildarútsend- ingartímanum. Þetta kom fram í skriflegu svari við ítarlegri fyrirspurn Svavars Gestssonar á Alþingi. Þingmaðurinn spurðist einnig fyrir um hver miklu fjármagni var veitt á síðasta ári í inn- lenda dagskrárgerð. Engin svör bár- ust frá íslenska útvarpsfélaginu eða Sýn, þar sem þessar upplýsingar voru sagðar trúnaðarmál. Hjá RÚV var hins vegar varið 215 milljónum króna til innlendrar dag- skrárdeildar, auk þess sem ýmis ann- ar kostnaður við rekstur leikmynda- deildar og tækniþjónustu fellur einnig til vegna þessa. Svavar Gestsson telur að nauðsyn- legt sé að stórauka fjármagn til að framleiða innlent efni, og hyggst beita sér fyrir því á þingi. Þetta er alþekkt, en af einhverjum ástæðum hefur reglunum um stöð- ugleikann ekki verið fylgt eftir og því borið við að ákveðnar veiðar muni leggjast af. Annað er það að sem borið er við er að ef skip eru stækkuð, til þess að hægt sé að mæta kröfunum, þurfi útgerðin að kaupa úreldingu á móti stækkun- inni, en hver rúmlest er svo dýr að útgerðir þessara skipa hafa ekki efni á að kaupa það sem til þarf. Um þetta eru þekkt dæmi og ég get nefnt nokkur dæmi um skip sem hafa farist vegna þess að stöðug- leikinn hefur ekki verið í lagi. Það er talið að Mýrarfellið frá Þingeyri hafi farist vegna þess að stöðugleik- inn var ekki réttur. Tjaldur fórst 1986 og ástæðan var talín vera að veiðarfærin voru stærri en skipið þoldi. Austur á Seyðisfirði er skip sem heitir Helga Sigmunds og er ólöglegt nú, en gæti fallið undir reglurnar ef það yrði lengt. En eig- endurnir treysta sér ekki til að greiða fyrir úreldinguna sem þarf að koma á móti stækkuninni. Það skip er á sjó með undanþágu. Að þessi skip sem svona er ástatt um hef ég upplýsingar um frá þeim sem þar um fjalla, Siglingastofnun ríkisins og Rannsóknanefnd sjó- slysa, að séu um eitt hundrað," sagði Kristján Pálsson. Karlanefnd Jafnréttisráðs Vilja árs fæðingar- orlof "Alfa og omega í jafnrétt- isumræðu er launajafnrétti. Ef menn ætla í alvöru að stefna að launajafnrétti milli kynjanna, þá verður jafhframt að vinna að því að breyta fjölskyldumyndinni. Það gerist ekki nema karla axli meiri ábyrgð á heimili og börn- um," sagði Sigurður Svavars- son, formaður Karlanefndar Jafnréttisráðs, sem hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að hún hefur áhyggjur af að þeir sem takast á um kaup og kjör um þessar mundir líti ekki á úrbætur í fæð- ingarorlofsmálum sem for- gangsatriði. Nefndin vill lengja fæðingarorlof í 12 mánuði; fjóra fyrir móður, fjóra fyrir föður og fjóra sem foreldrar geti skipt með sér að vild. Að auki vill hún að orlofinu megi skipta á tvö ár. Nefndin bendir á fjögur atriði sem hún telur að muni vinnast, verði farið að tillögum þeirra. Það mundi styrkja fjólskylduna og bæta þannig mannlífið, draga úr launamun karla og kvenna, draga úr tilhneigingu atvinnu- rekenda til að líta á konur á barneignaaldri sem sérstakan áhættuhóp við ráðningu, auka áhuga karla á fjölskyldulífí og auka þrýsting á að menn fái mannsæmandi laun fyrir venju- legan vinnudag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.