Alþýðublaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ónarmið Atvinna eða umhverfisvernd Umræða um álver hefur fylgt ís- lensku þjóðfélagi eins lengi og ég man eftir mér og stendur sú umræða enh: Svo virðist sem hugmyndaflug stjómmálamanna um eflingu at- vinnulífs og aukningu hagvaxtar ein- skorðist við það hvort hægt sé að fá erlend fyrirtæki til að byggja álver á "Ísíandi. Þjóðinni er svo stillt upp við vegg og hótað atvinnuleysi um alla ’ ffamtíð ef hún dirfíst að hreyfa mót- mælum við þessum áformum á for- sendum umhverfísvemdar. Umhverf- ismál em því miður of oft aðeins rædd á sparifundum því þegar til kastanna kemur em rök umhverfis- vemdar látin víkja fyrir rökum pen- inga og hagvaxtar. Þannig er Fallborö Hreinn i Hreinsson I skrifar H hræðsluáróðri beitt til þess að kveða niður þær raddir sem vilja fara að líta til framtíðar í atvinnuuppbyggingu. Lottófílingurinn er allsráðandi og stjómvöld líta á álver sem einhvers konar happdrættisvinning sem skyndilega dúkkar upp og á að Ieysa atvinnumál þjóðarinnar á einu bretti. Þeir sem ekki em sammála em svo kverúlantar, þjóðemisrembur og draumóragrænmetisætur. Hlutverk stjómvalda er að skapa ' þ'að -umhverfí fyrir atvinnulífið að ‘ það géti vá’xið óg þroskast á sínum éigin forsendum. íslensk stjómvöld hafa aldrei skilið þetta og sífellt ver- ið að hygla landbúnaði og sjávarút- vegi á kostnað annarra greina. Þetta hefur valdið því að iðn- aður og aðrar greinar sem ekki njóta sér- stakrar vemdar stjóm- valda hafa átt erfitt uppdráttar og aldrei náð að nýta þá mögu- leika sem fyrir hendi eru. Rök stjómvalda fyrir þessari mismunun em svo að styrkja þurfi þessar undirstöðuat- vinnugreinar því þjóðin lifi á þeim. Þannig hafa stjómmálamenn ákveð- ið að þjóðin skuli lifa á þessari fomu hefð og vera sífellt háð því hvemig fiskast í stað þess að leggja áherslu á fjölbreytni. Einhvers staðar sagði einhver að óskynsamlegt væri að geyma öll sín egg í sömu körfu, hvað myndi til dæmis gerast ef kjamorkubátur myndi stranda á Kolbeinsey og springa í loft upp? Að mínu mati hef- ur þessi ofstjóm stjómvalda á at- vinnulífi leitt til einhæfni, óhagræðis og vannýtingar tækifæra. Síðan, þeg- ar syrtir í álinn, á að redda öllu með því að byggja álver, jafnvel þó það geti skemmt fyrir öðmm atvinnuveg- um svo sem ferðaþjónustu sem á gleðistundum er kölluð vaxtarbrodd- ur. Reyndar er það dæmigert fyrir ís- lensk stjómvöld að það álver sem fyrir er, skuli einmitt vera þannig staðsett að allir flugfarþegar þurfa næstum að keyra í gegnum það þeg- ar þeir koma til landsins. Þegar framtíðarsýn og langtíma- hugsun skortir er alltaf næsta víst að hagsmunir dagsins í dag séu teknir fram yfir heildarhagsmuni framtíðar. Þetta sjáum við hér á landi og út um allan heim þar sem mengun og sóða- skapur hagvaxtargeðveiki iðnríkj- anna er að skila sér í gróðurhúsaá- hrifum og sífellt aukinni hættu á um- hverfisslysum af ýmsu tagi. Á síð- ustu summm hafa til dæmis reglu- lega verið gefnar út viðvaranir til fólks á Norðurlöndum og í Norður Evrópu um að nauðsynlegt sé að vera með hatt og sólgleraugu þegar sólin skín til þess að veijast útfjólubláum geislum sem oftar og oftar fara yfir hættumörk. Ef ekki verður breyting á hugsunarhætti okkar verður það framtíð okkar að beijast fyrir lífi okkar og bama okkar í heimi sem er að úldna innan frá. Þannig framtíð vill auðvitað enginn sjá en svo virð- ist sem allt of fáir átti sig á því að þróun í þessa átt er hafin og hún heldur áfram hægt og hægt á meðan ekkert breytist. ísland er lítið land og áhrif þess á mengun í heiminum hverfandi og því freistandi að hugsa sem svo að það sé í lagi að auka mengun hér örlítið því það skiptir ekki máli. Gallinn er bara sá að þannig hugsa fleiri en við og því heldur þróunin áfram. Þess vegna er stórhættulegt að slaka á kröfum í um- hverfismálum til þess að auka at- vinnu í dag. Við skulum ekki gleyma því að hagvöxtur og aukin atvinna í dag geta leit til atvinnuleysis í fram- tíðinni. Því er það óþolandi að stjóm- völd stilli málum þannig upp að víg- línumar verði atvinna eða umhverfis- vemd. Þannig er það ekki og mál- flutningur af þessu tagi er ekkert annað en pólitískur loddaraskapur. Höfundur er félagsráögjafi. Lottófílingurinn er allsráðandi og stjórnvöld líta á álver sem einhvers konar happdrættisvinning sem skyndilega dúkkar upp og á að leysa at- vinnumál þjóðarinnar á einu bretti. I^rir fyrrverandi ritstjórar Þjóðvilj- pJK ans sáluga eru taldir upp sem helstu ráðgjafar Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta (slands í mik- illi úttekt á innsta hring forsetans í síðasta tölublaði Mannlífs. Þar er efstur á blaði Einar Karl Haralds- son sem nú starfar sem verktaki hjá þingflokki jafnaðamianna, en rekur að öðru leyti fyrirtækið Inn- form. Mörður Ámason, bama- stjama í Þjóðvaka og virtur ís- lenskufræðingur, er talinn eiga ósmáan þátt í ræðustíl forsetans, og að lokum flýtur meðössur Skarphéðinsson, ritstjóri Alþýðu- blaðsins... Sumir eldast betur en aðrir, einsog koma fram í ræðu Guð- mundar Hallvarðssonar, þing- manns Sjálfstæðisflokksins þegar rætt var um áfengisvandann. Guð- mundur taldi að það væri alls ekki nægilega hart gengið eftir því að rukka ungt fólk um nafnskírteini á vínveitingastöðum. Hann sagði þetta miklu strangara með öðrum þjóðum, og tók sem dæmi að hann hefði setið þing Sameinuðu þjóð- anna í New York á síðasta ári. Þá hefðu þau stórtíðindi gerst í lífi hóf- semdarmannsins að honum hefði verið ranglað inn á bar, þar sem hann lagði drög að lítilsháttar kaupum á bjór. Það sagði þing- maðurinn að hefði þó ekki gengið fyrr en barþjónninn hefði skoðað hjá honum passa og gengið þannig úr skugga um að Guð- mundur Hallvarðsson væri ömgg- lega orðinn átján. Þess má geta, að þingmaðurinn er nýlega fimm- tugur... Fáir hafa veitt því eftirtekt að um sinn hafa allir þingmenn Al- þýðubandalagsins í Reykjavík ver- ið fjarverandi. Svavar Gestsson rak erindi þingsins erlendis meðan Ögmundur Jónsson verkalýðs- hetja kynti undir eldmóði opinberra starfsmanna og Bryndís Hlöðversdóttir hefur einnig verið af bæ. Það hefur þó ekki komið að sök. Alþýðubandalagið í Reykjavík hefur sennilega ekki um langt skeiö verið jafn sterklega sett á þinginu, því þrjár valkyrjur hafa gætt hagsmuna alþýðunnar í fjar- veru skörunganna. Þar ber fyrsta að telja Guðrúnu Helgadóttur rit- höfund sem er tæpast hægt að kalla nýgræðing á þingi þó um sinn sé hún varamaður, í stað Ögmund- ar óháða er komin óháð baráttu- kona úr BSRB, Svanhildur Kaaber og hin þriðja er Guðrún Sigurjónsdóttir, sjúkarþjálfi. Jafn- aðarmönnum í þinginu finnst raun- ar Guðrún komin í skakkt skips- rúm, þarsem hún er komin af kröt- um í allar ættir... Einhver fræknasti skákskóli sem sögur fara af er haldinn um þessar mundir innan Skáksam- bands Islands. Forstöðumaðurinn er hinn góðkunni stórmeistari og vinur Alþýðublaðsins Helgi Ólafs- son sem leiðbeinir þekktum skák- snillingum, sem flestir eiga þó sammerkt að hafa látið að sér kveða á öðrum vettvangi. Þar á meðal eru píanóleikaramir Þor- steinn Gauti Sigurðsson og Jónas Sen, gamli Alþýðublaðsrit- stjórinn Hrafn Jökulsson og skemmtiþáttastjómandinn Her- mann Gunnarsson. Svo djúpt hafa nemendumir lagst f skákina að Helgi þarf að hafa sig allan við í reglulegum fjölteflum í skólanum, en að öðrum ólöstuðum mun gamli fótboltasnillingurinn úr Val, Hemmi Gunn, vera einna sleipastur.... h i n u m c g i n "FarSide” eftir Gary Larson f i m m fórnum vegi Finnst þér einræktun vísindamanna vera komin út fyrir siðferðismörk? Kolbeinn Stefánsson, nemi. Nei, öll framför í vísindum er til hins góða. Helena Sigfúsdóttir, skrifstofukona. Nei, við verðum að treysta vísindamönnum að þeir fari vel með þetta viðkvæma mál. Rutt Brattaberg, þjónn. Já, þetta er komið út yfir öll mörk. Sigvaldi Kaldalóns, gluggaþvottamaður. Ekki ef þeir halda sig ein- göngu innan dýraríkisins. Jóhann Þorgeirsson, verslunarmaður. Nei, það finnst mér ekki, ég held að menn haldi þessu inn- an siðferðismarka. v i t i m q n n “Til að sætta sig endanlega við ófögnuð hins svokallaða velferðarríkis (sem nú er farið að hijóma eins og öfugmæli) koma ferðaskrifstofukóngarnir og ætla sér að redda vinnulú- inni alþýðu með því að bjóða henni að liggja í kúknum á Benidorm í 14 daga fram að aldamótum.” Hlín Agnarsdóttir skrifar um velferðarríkið sem afneitar fátækt, í DT í gær. Fréttir af því að vísindamönn- um í Skotlandi hefði tekizt að einrækta kind hafa hrundið af stað miklum vangaveltum um allan heim til hvers líftæknin getur leitt í framtíðinni og gef- ið ímyndunarafli fólks lausan tauminn, sem óttast að fram- kvæmanlegt sé að einrækta menn. Frétt í Mogganum í gær. “Halldór Laxness sagði að sauðkindin væri ógæfa ís- lenskrar þjóðar. Nú eru skotar að gera sauðkindina að ógæfu alls mannkyns með því að búa til Dollý.“ Dr Kári Stefánsson um hugmyndir um klónun eða einræktun en að sögn Kára gætu óvandaðir vísindamenn tekið upp á því að einrækta menn. DT í gær. “Ég mun ætíð blessa minn- ingu forfeðranna fyrir að gera hlut dætranna um nöfn jafn- stóran hlut sonanna.” Rannveig Tryggvadóttir í Velvakanda Moggans. “Frést hefur um heimsþorp jafnaðarmennskunnar að þessi jafnaðarsinnaðasta kvenna- listakona sé að íhuga að ganga í framsókn.” Garri urrar yfir trétt Alþýðublaðsins um Kristínu Ástgeirsdóttir og framsókn. Garra nær ekki upp í nefið á sér fyrir spilliköttun- um á Alþýðublaðinu, sem holdgerast allir sem einn í Össuri Skarphéðinssyni, en í pistli hans frelsast kínverski drengurinn inn í samstarf jafnaðarmanna. DT í gær Samkvæmt erlendum könnun- um hefur að meðaltali meira en önnur hver þroskaheft kona orðið fyrir kynferðislegri mis- notkun einhverntímann á lífs- leiðinni, sem barn eða síðar, en margar þeirra ná aldrei andlegum þroska fullorðinna. Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar í Moggann um þroskahefta og kynferðisofbeldi. “Varðandi áhrif Gunniaugs á þróun landhelgismála má líkja þeim við síðsuðandi fiugu, sem að lokum hefur þau, “áhrif” að hendi er slegið til hennar. Ástríður Andersen svarar því sem hún kallar framhaldssögu Gunnlaugs Þóröar- sonar og tekur upp hanskann fyrir eigin- mann sinn, Hans G. Andersen fyrrverandi sendiherra og þjóðréttarfræöing, en hann lést árið 1994. “Svo var kokkteiiboðið búið o| þá sá ég að þessi kurteisi, prúði maður sem hafði verið að játa mér ást sína, aðdáun og virðingu, stóð upp við hús- vegg á Hótel Holti og þjarmaði þar bæði með orðum og æði að ákveðnum forystumanni f íslenskri fjölmiðlun núna,” segir Árni og neitar að til- greina hvern um er rætt. Ást á elleftu stundu. DT i gær. Eitt augnaráð frá ástkonu í laumi sem um þig fer sem mjúkur silfurglampi er tunglið skín á vatn sem lýsi lampi og leggst í bað af mýkt og Ijúfum draumi; Erindi úr Ijóðinu Vín einstæðingsins eftir Baudelaire en það birtist f nýjasta heftir Máls og menningar í þýöingu Sigurðar Ingólfssonar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.