Alþýðublaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 V í ð t Q Það er nógur fiskur hérna rétt undan Mér hefur oft dottið í hug að leggja þvert fyrir hafnarkjaftinn - segir Kjartan Kjartansson, trillukarl, fangavörður og vinnufíkill með meiru “Ég var sendur sem munaðarleysingi í sveit, á fitubeit til móðurafa míns og ömmu á Fossá á Hjarðarnesi, þegar ég var fimm ára, og þar ólst ég upp síðan. Við skulum hafa þetta á hreinu”. Sá sem þetta segir er stór og kraftalegur karl, 1,88 metrar á hæð, vegur um 140 kg. og seinna á þessu ári verður hann hálfnaður með sjöunda áratuginn. Hann ber ekki með sér að eiga aðeins eftir rúm tvö ár í að verða löggilt gamalmenni, samkvæmt opinberum stöðlum, og trúlega mundu margir yngri menn, jafnvel þótt sæmilega að manni væru taldir, veigra sér við að lenda f átökum við hann. Hann vinnur að minnsta kosti tvöfalda vinnu, er fangavörður í fullu starfi, hefur verið það í 25 ár, en aðalstarfið hans, að eigin sögn, er að róa til fiskjar á trillunni sinni, honum Bjargfugli RE-55, sem hann elskar meira en flest annað og kyssir og kjassar þegar hann heldur heim að róðri loknum. Hann heitir Kjartan og er Kjartansson. FITUBEIT? “Ég átti að fara, skal ég segja þér í hálskirtlatöku, en ég var þvflíkur djöf . . . drullu- sokkur að læknirinn sagði: “Ég treysti þessum vesaling ekki í aðgerð- ina, þið verðið að koma honum ein- hversstaðar fyrir þar sem hann getur fitnað”, og það varð úr að ég var send- ur vestur á Breiðafjörð. Þar var ég keyrður áfram á selspiki, selkjöti, harð- fiski og æðareggjum eins og í sig var hægt að láta. Ég skammast mín fyrir að segja frá því, en það er satt að ég át þau bæði vel og illa fengin, fékk þau soðin hjá ömmu og ég stal þeim úr hreiðrinu og át þau hrá undan kollunni. Konfekt í kríuvarpinu Kríueggin át maður eins og konfekt beint úr hreiðrinu úti í varplöndunum. Áður en ég var sendur vestur var ég alltaf að stela bátum. Þetta var fyrsta sjómennskan mín og alltaf var ég handtekinn af lögreglunni fyrir hnupl á bátum, þá fjögra og fimm ára, aftur og aftur. Mikið svakalega voru þetta annars auðugar lendur, kríuvarpið. Það sá ekki högg á vatni þótt ég belgdi mig út á eggjum meðan á varpinu stóð, en ég hafði alltaf samviskubit gagnvart kríunni sem flögraði yfir mér grátandi og veinandi, klagandi mig fyrir fjöld- anum í loftinu. Mikið var þetta annars fallegt, allt þama fyrir vestan, æðurin kvakandi, krían gargandi og báran hjalandi við fjörusteinana”. Hvað eftir annað í spjalli okkar missir Kjartan söguþráðinn og sekkur sér ofan í minningar um æskustöðvam- ar við Breiðafjörð, fegurð þeirra og dá- semdir, sem hann segist hafa elskað án þess að geta sagt það. Það er rauði þráðurinn í minningunum þaðan, en önnur hlið var líka til: “Hugsaðu þér svo hvað lífið þama var mikið þrælarí, það var heyjað á engjum, heyjað til fjalla, heyjað úti f eyjum seinni part sumars og haust, jafnvel framundir jól, slegið melgresi og stargresi, borið um borð á bakinu og aftur upp úr bátnum upp á tún, þar sem það var þurrkað”. Svo spunnust örlög- in áfram: Það er gott hljóð í vél- inni, Kjartan “Einu sinni sem oftar fómm við afi til Flateyjar, þar var kaupfélagið. Á miðri leið út, við vomm komnir niður undir Hergilseyjarlönd, segir hann: “Það er gott hljóð í vélinni, Kjart- an”. Ég áttaði mig ekki á hvað hann var að fara, því að hann yrti aldrei á fólk. “Jájá, þetta er fín vél”, sagði ég. Hann skágaut augunum til hafs, eins og hann væri hikandi við að segja meira. “Ég hef nú hugsað mér að arfleiða þig að þessum bát, ef þú vildir vera svo góður að vera hjá afa þínum, meðan hann lifir. Ég er að fara”, sagði hann. Það var eins og menn vissu í gamla daga hvenær þeir fæm. Hann vissi hvers konar bátasjúkling- ur ég var. Það var hægt að plata mig upp úr skónum fyrir minna en þetta. Það var uppfylling allra minna drauma að eignast bát einhvem tímann. Ég gekkst undir þetta eins og menn sömdu með handsali til foma. Það er mikill samningur að gangast undir að vera hjá manni meðan hann lifir. En ég stóð við það en báturinn eltist eins og gamli maðurinn og ég og varð ónýtur fyrir rest og ég fór bátlaus að vestan. Abb, stopp og hífopp Hann afi minn, hann Sigurmundur Guðmundsson, var afburða sjómaður. Hann var áður skipstjóri hjá Dönum og við némm honum því um nasir, því hann var svo grimmgeðja sjómaður. Það var ekki fyrir hvem mann að lynda við hann vegna þess hvað hann talaði lítið á sjónum. Ef hann sá eitthvert hik á manni þegar gáð var til veðurs áður en lagt var af stað, sagði hann aðeins: “Er eitthvað að vanbúnaði?” Hann kærði sig lítið um slfkt kjaftæði, hann var að fara í róður. Ef forhlauparinn og fokkan, ífæran og brennslið - hann kallaði olíuna aldrei annað en brennslið, upp á dönsku - vom komin um borð, þá var ekki eftir neinu að bíða. Svo sagði hann: “Abb”, og sagði svo ekki meira fyrr en komið var út á miðin, þá sagði hann: “Stopp”. Þar var fæmm rennt en þegar fiskinn dró undan eftir kannski tvo tíma, kom: “Hífopp”. Hann meinti ekkert illt, hann var bara svona, og maður gegndi þessu eins og þjálfaður hermaður. Kjaftæði var til einskis. Það er satt að ég át þau bæði vel og illa fengin, fékk þau soðin hjá ömmu og ég stal þeim úr hreiðrinu og át þau hrá undan koll- unni. Amma mín hét Kristín Kristjáns- dóttir. Hún var systir Snæbjamar í Her- gilsey. Afi minn í föðurætt hét Bjami Kjartansson og var framan af bóndi undir jökli. Þar töldu menn sig vera Breiðfirðinga. Amma mín sagði að hann hefði verið búskussi, þegar hann var ekki út og suður að dytta að bátum eða byggingum, var hann úti á sjó að veiða fisk eða skjóta fugl. Það er alveg ábyggilegt að ég er eins hreinræktaður Breiðfirðingur og nokkur maður getur verið”. Kjartan var fyrir vestan hjá afa sín- um og ömmu í sautján ár. Þá flutti hann til Reykjavíkur og fann ekki rætur þar. Hann saknaði lífsins við Breiðaijörð, fannst lítið við að vera í bænum og leiddist strætó og skítugur snjórinn. Hann segist hafa verið það sem nú er kallað “vinnualki”, sem honum finnst vera ljótt orð. Hann fór þijá vetur á togara, með Gunnari Þórarinssyni, skipstjóra, sem veiddi í salt og segir að vinnan um borð hafi verið meiri háttar þrældómur. “En ég var svo hneigður fyrir sjóinn og vinnuna að ég sótti í þetta. Ég var eins og drykkjumaður sem elskar pelann sinn. Þetta er lygi- legt, en það er bara svona”. Einhverja djöfullega setningu Ein saga af sjónum. Kjartan lækkar róminn, eins og hann ætli að segja leyndarmál. “Við vomm að koma í blíðskapar- veðri með togarann drekkhlaðinn af saltfiski, voram stutt suðvestur af Akranesi. Fimm úr áhöfninni voru búnir að tilkynna að þeir ætluðu að hætta. Ég átti bróður sem var meira fyrir að stunda kvennafar - ekki drykkjuskap - heldur en að stunda vinnu. Hann var í landi. Gunnar þekkti hann vel. Ég fór upp í brú og spurði: “Heyrðu Gunnar minn, ekki gætirðu tekið hann Hrafnkel Kjartansson með þér í næsta túr?” Hann lá gjaman með öxl og olnboga út um gluggann og starði með ffánum amaraugum og þessum hrotta svip íram eftir öllum togara, hvort hann gæti ekki sagt ein- hveija djöfullega setningu, þótt ekkert væri að. Hann ansaði mér ekki. Þetta vora þá launin. Ég var eini maðurinn um borð sem smakkaði ekki vín og flatti átján fiska á mínútu, það gat það enginn annar. Ég var að verða vondur og sár. Þetta er alltaf svona, ef einhver maður stendur þokkalega uppúr er eins og þuríi að stíga á hann. Ég var kom- inn út á brúarvænginn og var að búa mig undir að skella hurðinni á eftir mér þegar hann sagði: “Heyrðu, ég skal segja þér það kall- inn minn”, og tóbakið flæddi út úr hoh-3-;s:í um og út um allt, “að það er nóg að hafa einn drullusokk um borð, þótt maður bæti ekki öðram við.” Hann meinti þveröfugt á við það sem hann sagði, hann var svona helkaldur af hræsnisgríni. Þeir vora svona þessir karlar úti á sjó. Hann var mesta ljúf- menni þegar hann kom í land.” Þá steig konan ofan á tærnar á mér Á sumrin vann Kjartan við húsbygg- ingar og plumaði sig sæmilega. “Það var eins og afi sagði: “Þú þarft ekki að vera að væla, þú sem hefur allt; fæði, klæði, skæði og húsnæði”.. Svo kynnt- ist hann þýskri konu, kvæntist henni og fluttist til Þýskalands, vann þar í sex ár og lærði rennismíði. Honum leið vel í Achen í Þýskalandi og féll vel við Hann kveður bátinn sinn með kossi þegar hann fer heim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.