Alþýðublaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 f r q t t i r ■ Kjartan Helgason fyrrverandi forstjóri veltir því fyrir sér hvort það sé virkilega allra meina bót að grafa og grafa... Sér grefur gröf, þó ei grafi! Norðan við fjörðinn á að rísa mikið stóriðjusvæði. Sagt er að það eigi að eyða öllu atvinnuieysi ó Vesturlandi eða því sem næst. Er lofsöngur sungin því til dýrðar. Þannig er lífið frá vöggu til grafar. Það eitt er víst. Sumum þykir ekki nóg að gert og hafa fengið á heilann að það sé allra meina bót að grafa. Eru það einna helst þeir, er sjá um vegamál lands- ins. Þannig er það varla kjördæmi hér á landi, sem heimtar ekki jarðgöng. Fyrir nokkrum árum var stofnað félag um jarðgöng í Hvalfirði. Ekki var séð að það væri bráð nauðsyn þá. Nýbúið var að ljúka malbikun um Hvalijörð og Akraborgin gekk dável. En jarðgöng þýddu að leiðin vestur á land og norður styttist eitthvað. Ekki er vitað hvað þessi jarðgöng koma til með að kosta þegar upp er staðið. Ekki er vitað hve mikið það kostar að halda þeim við. En hvað gerir það til? Jarðgöng skulu koma. Gengur svo vel að grafa að verktakar eru langt á undan áætlun. Meira að segja er kominn upp hiti í göngunum þó ekki sé hans vant á þessum slóðum. Ekki er spurt hvað þetta kostar né hvar skuli afla fjár. Það virðist hins vegar koma í ljós síðustu daga til hvers reftmir eru skomir. Norðan við fjörðinn á að rísa mikið stóriðju- svæði. Sagt er að það eigi að eyða öllu atvinnuleysi á Vesturlandi eða því sem næst. Er lofsöngur sungin því til dýrðar. Ekki ætla ég að skattyrðast út af því að menn ætli sér að eyða atvinnu- leysi, hvort sem það er á Vesturlandi eða annars staðar. Hitt frnnst mér skondin ályktun að það þurfi endi- lega að eyða atvinnuleysi á Vestur- landi ffekar en til dæmis stór Reykja- víkursvæðinu. Verður nokkuð meira fyrir íbúa þess svæðis að aka á hveij- um degi í Grundartanga en til dæmis suður á Keflavíkurflugvöll, sem einu sinni var fyrirheitna landið? Er ein- hver trygging að það verði eingöngu Vestlendingar sem fái þar atvinnu? Það gæti ríkt þar önnur lögmál. Mér finnst Vestlendingar hafa látið leika þama á sig. Hefði til dæmis ekki verið mun huggulegra að grafa inn í Akraíjall alla hersinguna. Eg ef- ast um að það hefði kostað meira. Þá hefði ekki þurft að koma til ná- grannakrits út af mengun eða öðm slíku. Engin sjónmengun og allir geta unað við sitt. Hollustuvemdar- menn hefðu ekki þurft að þjóta upp til handa og fóta og vakna af væmm blundi. Veðurfræðingar hefðu ekki þurft að spá í mengun af ferðamönn- um. Né hefði þurft að gera spálíkan. Að vísu myndi þessi hugmynd ekki hafa breytt ferli framleiðslunnar. Mér sýnist að auðvelt hefði verið að leiða þessa fýlu niður með einhverjum þrýstiloftbúnaði. Því það kvað vera stutt í neðra þama. Ef þetta er þá ekki tóm vitleysa, sem þeir segja um hit- ann þama undir Hvalfirði. Einn kost- ur er þó ósagður, þá hefðu Vestlend- ingar ef til vill setið einir að vinn- unni. Ekki þurft að óttast samkeppni af stór Reykjavíkursvæðinu. Svona getur æðið í að grafa hlaupið með menn í gönur. En þetta er ekkert einsdæmi. Fyrir um hálfri öld var það mjög í tísku að ræsa allar mýrar fram, hvar sem þær var að finna. Vom Vestlendingar eng- ir eftirbátar í þeim efnum. Þar era mýrar á víð og dreif sundurtættar, þótt sums staðar hafi gróið yfir, eins og gengur. Ekki er þó langt síðan landbúnaðarráðherra taldi brýna nauðsyn til að moka niður £ þessa skurði Það hafði sem sé komið £ ljós að mófuglinn var að hverfa. Hvort um- hverfisráðherrann hefur borið skyn- semi landbúnaðarráðherrans ofurliði í þeim efnum skal ósagt látið. Svona getur framsýni manna verið ábóta- vant. Það er svo annar þáttur þessa máls hve fslenskir ráðamenn em haldnir slæmum sjúkdómi varðandi stóriðju- mál. Duga þar fá meðul. Þeir virðast halda að það sé mikil framtfð £ að selja raforku undir verði og virkja út- lendinga fyrir stórfé. Er þar ekki einu sinni spurt hvort mennimir séu borg- unarmenn eða ekki. Þannig hefur varaforstjóri álversins fyrirhugaða á Gmndartanga, að minnsta kosti tvisvar ýjað að þvi að vel gæti það komið til mála að bjóða út hlutafé á innlendum markaði. Eitthvað em £s- lenskir stjómmálamenn skotnir i hugmyndinni. Þannig ætlar Davið að stofna öflugan fjárfestingarbanka með þv£ að slá saman þremur sjóðum Við gemm ráð fyrir að þetta verði veitingahús £ ffnni kantinum, en sjá- um þó fyrir okkur að mest viðskipti verði við pöbbinn,” sagði Bjami Steinarsson, málarameistari, sem er atvinnuveganna, eins og þeir kalla það, gera rikisbankana að einka- bönkum og svo framvegis. Einhver forystumanna þessara sjóða taldi þennan banka of litinn til slfks'. Ætli það sé ekki nokkuð til f þvf. Er þá ekki ráð að taka bara lán? Ég spyr. Enn er ísland vfst í þeim flokki þjóða að þeim sé treystandi til þess. Ein- hver ólykt finnst mér þó af þessu ef litið er til systurfyrirtækisins á Gmndartanga. Islendingar em þar að reyna að losa sig við'sinrt hluf 1 jám[- blendinu. Em Nórð'm'érín” eifthvað r i tregir í taumi? Hvað kemur til? Er þetta ekki góður kostur að selja Norðmönnum eitt stykki jámblendi. Eða hvað? Mér finnst tími til kominn að ís- lendingar fái að vita hvað hér er að gerast. Spilin þurfa að koma á borðið á þessum tímum upplýsinga. Að íokí- um legg ég til að Skagamenn tileinki sér sönginn “Þú bláfjalla geimur...” Smekklegur texti og auðskiljanlegur og besta lag. einn af hluthöfunum í Digranesi ehf. sem hefur verið stofnað í Borgamesi um að opna nýtt veitingahús þar í bænum. Veitingahúsið verður til húsa í einu af elstu húsunum í Borgamesi, oft kallað Gamla verslunarfélagið. Standsetning hússins rær vel á veg komin og innréttingar verða settar upp á næstu dögum. Ráðgert er að opna húsið um mánaðamót mars/apr- fl. “Þetta er gríðarlega fallegt hús, á þrem hæðum, um 100 fermetrar að flatarmáli,” sagði Bjami. “Við verð- um með það allt undir, á fyrstu hæð- inni verður aðalveitingasalurinn, í risinu verður þægilegur bar og kon- íaksstofa, en eldhús og snyrtingar í kjallaranum.” Aðdragandinn er orðinn nokkuð langur að sögn Bjama. “Það var fyr- ir hálfu öðm ári að við rottuðum okk- ur saman nokkrir bjartsýnismenn. Draumur okkar er að þetta verði ferðaþjónustufyrirtæki. Svona að- staða hefur aldrei verið til í Borgar- nesi, og við teljum okkur vera að bæta úr þörf, sem við vonumst til að verði vel takið,” sagði Bjami Stein- arsson. Verkamannafélagið Hlíf Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn hjá Verkamannafélaginu Hlíf á Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði, fimmtudaginn 27. febr- úar 1997 kl. 20.30 Fundarefni: Kjaramál og heimild til vinnustöðvunar. Stjórn Hlífar Hveragerðisbœr Útboð Gatnagerð og endur- nýjun hitaveitu Hveragerðisbær óskar eftir tilboðum í frágang frárennsl- is, gatna, stétta og endurnýjun hitaveitulagna í Hvera- gerði. Helstu magntölur eru: Gröftur.............3700 m3 Fylling ............2600 m3 Lagnir................590 m Jöfnunarlag ........6900 m2 Klæðning ...........5700 m2 Kantsteinn ...........950 m Malbikaðar gangstéttir 1275 m2 Steyptar gangstéttir .. .200 m2 Þökulögn ...........1540m2 Hitaveitulagnir......2480 m Vatnslagnir ..........320 m Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Suðurlands ehf; Austurvegi 3-5, Selfossi, og skrifstofu Hveragerðis- bæjar, Hverahlíð 24, Hveragerði, frá og með þriðjudegin- um 18. febrúar 1997 gegn 5.000 kr. skilagjaldi. Tilboðum skal skila á skrifstofu Hveragerðisbæjar, Hverahlíð 24, Hveragerði, fyrirkl. 11.00 þriðjudaginn 11. mars 1997, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Bæjartæknifræðingur Styrkir úr íþróttasjóði Samkvæmt lögum um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga nr. 78/1989 veitir Alþingi árlega fé í íþrótta- sjóð. Framlög úr íþróttasjóði skal veita til sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga eða íþróttasamtaka í því skyni að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana sbr. reglugerð um íþrótta- sjóð nr. 609/1989. Tekið skal fram að ekkert liggur fyrir um fjárveitingar til sjóðsins 1998 en þær eru ákveðnar í fjárlögum hverju sinni til eins árs í senn. Felur árleg fjárveiting þannig ekki í sér skuldbindingar um frekari styrkveitingar. inga á árinu 1998 þurfa að berast fyrir 1. maí n.k. íþróttanefnd ríkisins, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum ásamt greinargerð um fyrirhuguð verkefni. Menntamálaráðuneytið, 24. febrúar 1997 Nýtt veitingahús í fínni kantinum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.