Alþýðublaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 8
 MHflUBLÉÐIÐ Fimmtudagur 27. febrúar 1997 29. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Sameiginlegir bæjarmálafundir og flest bendir til að ustu við sveitimar og ferðamanninn, en vissulega hafa erfiðleikar undanfar- andi ára í sveitinni sett sitt mark á stað- inn. Titringurinn vegna hugsanlegs ál- vers á Grundartanga hefur ekki náð hingað að neinu marki. Ég hygg þó að megnið af Borgnesingum sé fylgjandi þeim framkvæmdum. Því miður hafa Borgnesingar verið aftarlega á merinni hvað vinnu snertir í Jámblendiverk- smiðjunni og núna vinnur enginn Borgnesingur þar. Þetta hefur verið nokkuð hitamál hér. Hins vegar skilst mér að þetta eigi að breytast í að við eigum jafnan aðgang á við aðra í yinnu á því svæði. Enda er það fáránlegt fyr- irkomulag að maður geti farið .tilEvr- ópulanda og átt þar allan rétt, sam- kvæmt EES-samningum, en verði úti- lokaður héma hinumegin við lækinn. Það hefur verið full mikil afdala- mennska í þessu, sem ég hef gagnrýnt mikið á undanfömum árum. Samt sem áður er þjónusta okkar helsta svið og þar held ég að sóknar- færin okkar séu á næstu ámm. í því sambandi rennum við hýru auga til Hvalfjarðarganganna og vonumst til að þau verði til að auka ferðamanna- strauminn. Annars er ferðaþjónusta mjög árstíðabundin og heldur- dauft yfir henni á vetuma. Samt errekið jhér heils árs hótel og tveir veitingastaðir við brúna em sömuleiðis opnir allt árið, en nánast er það svo að sumarum- ferðin heldur þessum stöðum uppi. Hótelið hefur verið að leita leiða til að lengja annatímann hjá sér. Nýtt veitingahús í elsta húsinu Þessu til viðbótar verður nýr veit- ingastaður opnaður hér fljótlega. Að honum stendur hlutafélag sem heitir Digranes hf. og er að innrétta eitt elsta hús bæjarins í þeim tilgangi. \ þessu húsi, sem er rétt við brúna út í Brákar- ey, var fyrsta verslunin í Borgamesi til húsa, en síðast starfaði þar blikk- smiðja. Það er gert ráð fyrir að þetta verði alhliða veitingastaður, sem er ætlað að laða að sér bæði heimafólk og ferðamenn. Félagslífið er töluvert sterkt héma, það er klúbbastarfsemi, briddsfélag, kórar, leikfélag og yfirleitt flest sem nöfnum tjáir að nefna í því sambandi. Það er engin þörf á fyrir fólk að hanga öll kvöld yftr sjónvarpinu og þátttaka í félagslífinu er mikil og góð. Ég held að fólk sé yfirleitt virkara í félagsmálum á þessum minni stöðum heldur en á þeim stærri. Staðan er þannig í pólitíkinni hér að meirihlutasamstarf Alþýðubandaiags og Framsóknar sprakk síðast liðið haust á ýmsum málum, fyrst og ffemst uppbyggingu íþróttamánnvirkja og svo leiðum til hagræðingar, sem ekki var samstaða um. Nú emm við A-flokk- amir í minni hluta, hvort með sinn mann í bæjarstjóm, en Framsókn og Sjálfstæðið em í meiri hlutanum með sjö fulltrúa. Við A-flokkamenn höfum náð ágætri samstöðu og emm nú að fara af stað með bæjarmálafundi og umræður um samstarf jafnaðarmanna, sem mér heyrist vera talsverður gmnd- völlur fyrir hér í Borgamesi, og stefn- um að sameiginlegu framboði í næstu bæjarstjómarkosningum. Flest bendir til að af því verði,” sagði Sigurður Már. “Veðráttan hefur verið okkur góð að undanfömu. Að vísu kom hér talsverð- ur snjór um daginn, en það er allt gott um það að segja að yfir háveturinn verði svolítið vetrarlegt og þar með að sjá einn og einn vélsleða á ferð,” sagði Sigurður Már Einarsson, bæjarstjóm- armaður í Borgamesi, þegar blaðið spurði hann almæltra tíðinda úr hans heimabyggð. “Atvinnuástandið er þokkalegt, það hefur batnað talsvert að undanfömu. Fyrir tveim ámm vom 70-100 manns á atvinnuleysisskrá, en nú er htið at- vinnuleysi. Ymislegt hefur orðið til þess að bæta úr, þar á meðal að Af- urðasalan hér í Borgamesi, sem er nýtt hlutafélag sem var stofnað út úr Kaup- félaginu og keypti kjötvinnsluhlutann úr Islensk-frönsku eldhúsi, hefur tekið til sín talsverðan mannskap. Þetta var gert með stuðningi bæjarfélagsins og fyrirtækið framleiðir matvörur undir báðum nöfnunum, íslenskt franskt og Afurðasala Borgamess. Þá hefur Eðal- fiskur hf., sem bærinn á meirihluta í, gengið vel og vaxið að undanfömu og náð árangri í útflutningi, aðallega til New York með sölu á framleiðsluvör- um sínum í neytendapakkningum. Það er skemmtilegt að sjá hvað það gengur vel og fyrirtækið er í stöðugum vexti. Ýmsum öðmm fyrirtækjum hér vegnar vel og vinna hefur aukist í byggingaiðnaði. Bærinn hefur staðið fyrir nokkmm framkvæmdum, einkum í sambandi við íþróttamannvirki, sem hefur sitt að segja fyrir atvinnuástand- ið. Titringurinn vegna Grundar- tanga hefur ekki náð hingað Að undanfömu hefur heldur hallað í þá áttina að fólki hefur fækkað, þó ekki mjög mikið. Það hefur löngum verið ákveðinn stöðugleiki hér. Borg- ames hefur byggst á verslun og þjón- Mikilvægt er að tilkynna flutning tímanlega og fá flutningsálestur. Flutningsálestur á réttum tíma tryggir að hver notandi greiðir aðeins sinn hlut. Ef þú ert að flytja hafðu þá samband við fiutn- ingsálestur í síma 560 4630 og tryggðu að þú borgir ekki rafmagnið fyrir þann sem flytur inn! Það er ekki aðeins þægilegt að greiða rafmagnsreikninga meö sjálfvirkum, mánaðarlegum millifærslum. Með boðgreiðslum Visa og Eurocard og beingreiðslum af banka- og sparisjóðsreikningum sparar þú þér einnig peninga. Hver boögreiðsla veitir þér 19 kr. greiðsluafslátt og hver beingreiðsla 37 kr. greiðsluafslátt. Auk þess færð þú 623 kr. aukaafslátt í byrjun. Vilt þú vita meira? Hringdu í afgreiðslusíma okkar 560 4610, 560 4620 eða 560 4630. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 108 REYKJAVÍK SÍMI 560 4600 FAX 581 4485 Láttu ekki flutninginn valda þér óþarfa kostnadi og óþœgindum. Auðveld leið til að greiða reikninginn. A-flokkarnir fari í eina sæng - segir Sigurður Már Einarsson, bæjarstjórnarmaður í Borgarbyggð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.